Morgunblaðið - 14.12.1973, Page 1

Morgunblaðið - 14.12.1973, Page 1
72 SIÐUR (TVO BLOÐ) 281. tbl. 60. árg. FÖSTUDAGUR 14. DESEMBER 1973 Prentsmiðja Morgunblaðsins Jolasveinarnir komu til borgarinnar í gær. Sjá frásögn bls.3. Ljósm. Ól. K. Mag Tekst Aröbum að svínbeygja EBE-löndin? Kaupmannahöfn, 13. ses, NTB. MVRKAR götur Kaupmanna- hafnar gefa réttan hakgrunn fyr- ir toppfund leiötoga Efnahags- bandalagslandanna. sem hefst f Uöfn á morgun. Orkuskortur í heiminum og þá einkuni þau vandamál. sem komið hafa upp vegna oltuhanns Arabaríkjanna verða þar efst á dagskrá. Banda- lagið hefur þó komið sér hjá þ\f að þurfa að gefa út opinbera stefnuvfirlýsingu eftir fundina, sem standa vfir í tvo daga. með því að hafa ekkert fyrir fram ákveðið prógram. Ýmsir telja þó alls ekki óliklegt, að til harðra deilna komi milli fulltrúa Hollands og hinna aðildarrikjanna átta og þær deil- ur verði opinberar. Holland er eina landið, sem ekki hefur beygt sig fvrir hótunum Arabaríkjanna, enda er það nú i algeru olfubanni. A fundi Efnahagsbandalagsins í Parfs í fyrra var ein af grund- vallarákvörðununum. sem þar var tekip. á þá leið, að EBE-löndin skyldu standa saman og hafa nána samvinnu um allt, sem lyti að iðnaði, orkumálum og öðrum skyldum málum. Holland telursig . nú eiga rétt á aðstoð hinna aðild- arlandanna vegna neyðarástands i orkumálum. Það reyndi mjög á samheldni og samstöðu EBE-landanna. þegar Arabar beittu olíunni sem vopni eftir október-stríðið. Margirtelja. að bandalagið hafi ekki staðist það próf. Holland lýsti stuðningi við ísrael og var sett í algert bann. Ilin löndin sendu frá sér yfirlýsingu, sem var mjög hag- stæð Arabaríkjunum og hafa fengið mi ldari meðferð. Arabarfkin verða nú að reyna að sundra Efnahagsbandalaginu og letja ömiur ríki þess tíl að koma Hollandi til hjálpar. Óopin- berlega hefur það verið sagt. að ekki komi til mála að skilja Kol- lendinga „eftir úti í kuldanum'. en allavega er víst. aðeinhverjar afdrifarikar ákvarðanir \erða teknir á fundunum i Kaupmanna- h öf n. Neyðarástand í Bretlandi: daga vinnuvika Jörgensen gafst upp Kaupmannahöfn. 13. desem- ber. NTB. M.VRtíRÉT drottning hafði í kvöld samhand við leiðtoga allra þeirra tíu flokka. sem fengu kjiirna menn á þing. eft- ir að Anker Jörgensen. seni gegnir embætti forsætisráð- herra til bráöabirgða, hafði til- kynnt henni. að hann hefði gefist upp við að reyna að mynda nýja ríkisstjórn. V ar af or m a ður jaf n a ðar- mannaf lokksins. Kjeld Olesen, Framhald á bls. 26. Orkuskortur er að lama alla starfsemi London, 13. desember, AP, NTB. EDWARD Ileath forsætisráð- herra tilkynnti í dag, að vegna orkuskorts í landinu neyddist ríkisstjórnin til að stytta vinnu- vikuna niður í þrjá daga frá næstu mánaöamótum. Þangað til verða leyföir fimrn vinnudagar f viku, en þó með ýmsum takmörk- unum. Forsætisráðherrann hvatti fólk til að hita ekki upp nema eitt Slys 1 Túnis og í Tékkóslóvakíu Prag. Túnis, 13. des, NTB. AÐ minnsta kosti 45 skólabörn biðu bana, þegar flóðbylgja sóp- aði burt skólabyggingu þeirra f Gafsa í suðurhluta Túnis f dag. Miklar rigningar hafa verið á þessum slóðum undanfarna sólar- hringa og Mohammed Nzali, heil- brigðismálaráðherra sagði, að ást- andið væri mjög alvarlegt víða í landinu. Þyrlur hafa verið teknar í notk- un við hjálparstarfið og við að flytja mat og teppi til fkíðasvæð- anná. í höfuðborginni, Túnis, og f fleiri borgum hafa flóðin stöðvað alla umferð. Þá hafa hundruð húsa eyðilagst. Frá Tékkóslóvakíu berast þær fréttir. að 28 manns hafi beðið bana, þegar stór fbúðarblokk hrundi til grunna eftir mikla gas- sprengingu. Rúmlega 50 var bjargað út úr húsarústunum og lögregla og hermenn héldu áfram leit þar seint i gærkvöldi. Einhver bilun mun hafa orðið í gaskerf- inu, sem notað var til að hita húsið upp. Það leiddi til þess, að gasið safnaðist fyrir á ýmsum stöðum, þar sem það lak út. Við eina uppkveikju varð svo spreng- ing, þar sem kveikt var, og síðan keðjusprengingar í gegnum allt húsið. Flestir þeirra. sem fórust, voru ungir iðnnemar, sem stund- uðu nám i plastverksmiðju skammt þar frá. herbergi f húsum sínum og sagði. að útsendingartfmi sjónvarps- stöðva yrði takmarkaður. Eins og sjá má af þessu er hreint neyðarástand í Bretlandi, og það fer versnandi með hverjum deginum sem líður. Nokkuð er síðan byrjað var að spara orku með því að banna öll auglýsinga- skilti og l.jósaskreytingar, og öll jólaljós eru bönnuð. Þá hefur fólki einnig verið gert að spara mjög eldsneyti til húsahitunar. Forsætisráðherrann sagði .þing- inu, að þetta ástand hefði einkum skapast vegna yfirvinnubanns námuverkamanna, járnbrauta- starfsmanna og starfsmanna í raf- orkuverum. Yfirvinnubann námu- verkamannanna gerir m.a. að verki, að ekki er hægt að fram- kvæma eðlilegt viðhald og verður þvf hver náman af annarri östárf- hæf. Um 70 prösent af raforku- verum í Bretlandi fá orku sfna úr kolum og framleiðslan eins og ástandið er nú er hvergi nærri nóg. Þar viðbætist. aðlangmestur hluti kolaflutninganna fer fram með lestum og verkfall járnbraut- armanna sker enn niður það magn, sem hægt er að flytja. Loks verða æ fleiri raforkuver að tak- marka framleiðslu sína vegna þess, að yfirvinnubann starfs- manna þeirra veldur þvf. að ekki er hægt að framkvæma eðlilegt viðhald og viðgerðir. Forsætisráðherrann sagði. að það væri alveg ljóst að ýmsar ráð stafanir. setn fyrirhugaðar hefðu verið um að bæta lifskjör og afkonut Breta. væru nú algerlega úr sögunni. Hann spáði köldum og dimmúm vetri og sagði, að all- ar þær takmarkanir. sem nauð- synlegt væri að setja iðnaði og annarra framleiðslustarfsemi i landinu. myndu öhjákvæmilega leiða til stóraukins atvinnuleysis. Verður Kosyg- in leystur af? Kairó. 1,3. desember -NTB. ALEXEI Kosygin. forsætisráð- berra Sovétríkjanna, hefur oft- ar en einu sinni beðiö um að verða leystur frá embætti, og verulegar breytingar kunna að standa fyrir dyruni í forystu- sveit ráðanianna í Krenil. Þetta segir hið áhrifarfka dagblað Al Alirani í Kairö í dag. I fréttaskeyti frá Moskvu vitnar blaðið í heimildir innan evrópskra kommúnistaf lokka. sem haldi þvi fram að Kosygin verði kosinn í forsætisstjórn æðsta ráðsins. Enn frennir seg- ir i fréttinni. að Kosygin þjáist af nýrnasjúkdömi. Samkva'mt þessum lieiniild- um kann fyrsti varaforsætisráð- herrann. Kyril Mazurov að verða eftirmaður Kosygins. og einnig er talið, að Andre.i Kirilenko. sem nú gegnír ein- bætti innan leynilögiegiuiinar. muni hljóta aðra lykilstiiðu f tivrri forvstusveit.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.