Morgunblaðið - 14.12.1973, Page 5

Morgunblaðið - 14.12.1973, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. DESEMBER 1973. 5 Pétur og úlf- urinn komin út MBL. hefur borizt hókin Pótur og úlfurinn eftir Sergei Prokofief, útgefandi bókaútgáfan Saga. Myndir eru eftir Frans Haaehen, þýðinguna gerði Alda Ægis. Bókin er prentuð í Au- Þýzkalandi. Prokofief samdi barnasögu í tónum eins og kunn- ugt er, „þessi bók segir þá sögu í orðum og myndum", segir í eins konar eftirmála. Bókin er prentuð á_þykkan pappir, í henni er fjöldi mynda og frágangur vandaður. Jafnvel Finnar ætla að spara eldsneyti sitt Helsinki, 11. des., AP. ÁÆTLANIR eru uppi um að hætta eldsne.vtissölu á sunnudög- um 1 Finnlandi og yrði það þá fyrsta skref Finna í þá átt að takmarka olfunotkun og spara eldsnevti. Finnar fá um 75% af þeirri olíu, sem þeir nota. frá Sovétríkj- unum og aðeins rúmlega 10% frá löndunum í Austurlöndum nær og er því búizt við, að þeir verði betur staddir en flestar Evrópu- þjóðir. Engu að síður þykir sýnt, að olíuskorturinn muni fyrr eða síðar bitna á Finnum sem öðrum, og segja finnsku blöðin í dag, að eldsneytissalar ihugi að hafa allar bensínstöðvar landsins lokaðar yfir jólin. Konur eru dóm- bærar á Italíu Genúa, Ítalíu, 12. des, AP. RÉTTUR á Italíu hefur vísað frá kröfu lögfræðinga og saksóknara um að kviðdómur skuli lýstur ógildur vegna þess að konur voru þar í meirihluta. Krafan var bvggð á gömlum lögum, sem sögðu, að konur mættu ekki vera f meirihluta í kviðdómi, þá væri hann ólöglegur. Þetta kom upp vegna réttar- halda í morðmáli. Karlmaður. sem hafði verið valinn í kviðdóm- inn, baðst undan þvi, og var þá kona fengin i stað hans. Rétturinn taldi hins vegar, að lögin væru úrelt og úr gildi fallin, eftir að tekin var ákvörðun um að leyfa konum að gegna dómarastörfum, en það var gert fyrir fimm árum. Námumenn á móti afsögn Pittsburgh, 12. desember, AP. FULLTRUAR á þingi samtaka námuverkamanna í Bandarikj- unum felldu í dag tillögu um að þess yrði krafizt, að Nixon forseti segði af sér embætti. Litlar umræður ui'ðu um tillöguna. Þegar flytjandi hennar hafði lokið máli sínu tóku einn eða tveir fundarmanna til máls en síðan var greitt atkvæði með handauppréttingu. Tillagan var felld með yfirgnæfandi meiri- hluta atkvæða. Málaliðar hand- teknir í Uganda Kampala, 12 desember, AP. Utvarpið í Uganda tilkynnti i dag, að herinn væri að yfirheyra 35 málaliða, sem flestur eru Bretar og Bandaríkjamenn. Þeir voru, að sögn, handteknir á landa- mærum Uganda og Rwanda. í útvarpsfréttinni sagði, að málalið- arnir hefðu verið fluttir til Kampala. Engin ástæða væri til óróleika, en skýrsla um hand- tökur hefði verið send til Idi Amins forseta, sem er í Kenya í tilefni af tíu ára afmæli sjálf- stæðis Iandsins. vEiKomm i hi mmnFii n rnrn lliiVIIIHIilliH ■ nill Faco, Laugavegi 89, hefur nú opnað 4-rása stereo hljómdeild, þá fyrstu sinnar tegundar á Islandi. Ef þú leggur leið þína þangað, muntu fá svör við öllu sem þú þarft að • vita um 4-rása hljómflutningstæki og hljómplötur. Það hefur nefnilega gætt mikillar óvissu bæði hjá hljómtækjaseljendum og þá ekki síður hiá kaunendum. Svarið er einfalt: 4-rása stereo er alger og hrein skipting fjögurra rása frá upphafi til enda þ.e.a.s.: Á plötunni eru fjórar rásir, sem haldast aðskildar þar til hver þeirra endar í sínum hátal- ara Þess vegna er ekki hægt að fá 4-rása af stereo plötum. Að visu er í öllum 4-rása JVV og Sansui mögnurum deilir sem skiptir stereo rásum t fernt eftir tíðni, en það er eftirlíking af 4-rása. strax, þá er sjálfsagt að þú fáir þér 4-rása magnara strax, vegna þess að alla 4-rása magnara frá JVC og Sansui er hægt að nota sem stereo magnara með tveimur hátölurum, þar til tveimur hátölur- 4VN-880 um saman er, að 4-rása magnari/útvarpsmagnari kostar svipað og góður stereo magnari af sama styrkleika. LEIÐTOGA 4-RÁSA STEREO TÆKJA 5 n 5 VIVICO BUÐIRNAR OPNAR TIL KL. 10 I kvöld

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.