Morgunblaðið - 14.12.1973, Page 7

Morgunblaðið - 14.12.1973, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. DESEMBER 1973. 7 Eftír Arna Johnsen Að teikna hús með skapgerð íbúana Guðjdn Ólafsson heitir 38 ára gamall teiknari frá Vestmanna- eyjum. Hann er einn af þessum mörgu listamönnum víðs vegar um land, sem ekki hefur haft sig mikið í frammi á hinu opin- bera listasviði, en sinnt gyðjunni þó. í nýútkominni bók, Vest- mannaeyjar, byggð og eldgos eftir Guðjón Ármann Eyjólfsson skólastjóra Stýri- mannaskólans í Vestmannaeyj- um, eru m.a. 36 teikningar eftir Guðjón Ólafsson, eða Gauja í Gfslholti eins og hann er kallað- ur í Eyjum. Flestar eru þessar myndir af húsum sem hurfu undir hraun í eldgosinu, en einnig eru myndir frá ýmsum stöðum i Eyjum. Ég rabbaði stuttlega við Guðjón um þessar myndir, og fer viðtalið hér á eftir: ,,Ekki hefur þú teiknað húsin eftir minni?" ,,Nei, ekki áð öllu leyti og það fór feikimikill tími í að safna saman myndum og fá nákvæm- ar lýsingar á húsunum, sem ég teiknaði, en það var þó ekki nema brot af þeirn tæplega 400 húsum sem hurfu og eyði- lögðust. Ég rak mig á það í þessu verki að fdlk á furðulega lítið af myndum af húsum sín- um, en allt haustið fór í þetta verk og ríflega það. Það þurfti þó ekki gos til að ég færi að teikna hús og annað í Eyjum. þvi áður hafði ég teiknað tals- vert af húsum og öðru í Evjurn og þá einmitt gömul hús." „Tók fólk því ekki vel, þegar þú leitaðir upplýsinga um húsin?" „Jú, mjög vel og margir hafa beðið mig um að fá myndirnar síðar, en það verður væntan- lega haldin sýning á þeim heima í Eyjum og ef til vill á meginlandinu lfka. Nokkrir vinir mfnir segjast ákveðnir í þvf; og verða ekki vinir manns að fá að ráða einhverju?" segir Gaui um leið og hann brosir og fær sér í nefið með hnvkk. Og víst er, að margir Vestmanna- eyingar hefðu gaman af að sjá slíka sýningu." „Hefur þú teiknað utan Eyja?" „Já, re.vndar, en það var nú mest í öðrum eyjum, nefnilega Færeyjum. Eg fór þangað í ferðalag með Samkór Vest- mannaeyja og varð yfir mig hrifinn af heimsókninni þangað. Þá stóðst ég ekki að teikna nokkur hinna fallegu gömlu húsa, sem eru f öllum bygg ðu m Fæ reyj a." „Var ekki erfitt að teikna ntörg horfnu Eyjahúsin?" „Sum, en það auðveldaði, að ég þekkti fólkið, sem bjó í húsunum og einhvern veginn fannst mér, þegar ég var að teikna húsin, að ég væri líka að teikna meira, að skapgerð og framkoma þessa fólks spilaði inn f. Þegar maður þekkir bæði hús og mann, þá dregur annað dám af hinu.“ „Er ekki nóg blý og blek eftir f teikniáhöldunum?" „Jú aldeilis, ég er rétt að byrja, hús og annað býður heima í Eyjum, en svo finnst mér líka ágætt stundum að bregða mér út í fantasíuna, hvort sem maður teygir sig þá upp í loftin blá eða siglir á hugmyndafluginu niður sædjúpin og heilsar upp á kynjafiska og kynjagróður, en maður má aldrei gleyma húmornum." — á.j. Guðjón Ölafsson. Elliheimilið Skálholt. Urðaviti. Vilborgarstaðir, Hlaðbær og vilpa. TRILLA TIL SÖLU 1 til 2 tonna með skrúfu og stefnisröri Uppl i síma 3155 milii kl. 7 til 8 á kvöldin, Eyrar- bakka HANNYRÐABÚÐIN AUGLÝSIR Margt er það í koti karls sem kóngs er ekki ranni Hannyrðabúðin, Linnetsstíg 6, Hafnarfiði, sími 51314 AFGREIÐSLUSTÚLKU vantar í sælgætisverzlun í Hafnar- firði frá áramótum. Vaktavinna. Upplýsingar í síma 513 71. JÓLAGJÖFIN, SEM GLEÐUR Hjá okkur fáið þið einstakt úrval af handavinnu fyrir eldri konur Hannyrðabúðin, Linnetsstíg 6, Hafnarfirði, sími 51314. PLYMOUTH Plymouth árgerð 1963 í ágætu standi til sölu Upplýsingar i sima 32462. SVEIT Rösk stúlka óskast í sveit Má hafa með eitt eða tvö börn Þarf að geta ekið bifreið Uppl. eftir kl. 7 á föstud. í síma 33307. GRINDAVÍK Til sölu 4ra herb ibúð, góðar geymslur i kjallara. tvöfalt verk- smiðjugler i gluggum Útborgun má skiota Fasteignasala Vilhjálms og Guðfinns. Símar 1263 og 2890 SKEMMA 200 fm óupphituð skemma í Vesturbænum til leigu, stórar dyr Upplýsingar í síma 71018 JÓLATRÉ sígræn og sáldfrí jólatré. Einnig sáldfrítt greni. Fjallafura og Silki- fura Jólatréssaian, Drápuhlíð 1. Nýjasta heklublaðið frá MARKS64 Garnið er komið sem upp- skriftirnar eru af BIANCA og LENACRYL Hannyrðaverzlunin Erla, Snorrabra ut TIL JÓLAGJAFA Hvíldarstólar. skrifborðsstólar, barnastólar, píanóbekkir, innskots- borð, spilaborð, vegghillur, blaða- grindur og margt fleira Nýja Bólsturqerðin, Laugavegi 134. Sími 16541. HAFNARFJÖRÐUR OG NÁGRENNI Jólahangikjötið úrbeinað á 495 kr. kg. Svínakjöt, steikur. ham- borgarahryggir, kótilettur. úrbein- aðir léttreyktir bógar, lágt verð. Kjötkjallarinn, Vesturbraut 1 2. HAFNARFJÖRÐUR OG NÁGRENNI Niðursoðnir ávextir 1 flokks, ódýr- ir komnir aftur. Rauðkál 450 kr. dósin 9 pund Tekex 1 98 kr. 6 p. Ódýr ávaxtasulta Kjötkjallarinn, Vesturbraut 12. HAFNARFJÖRÐUR OG NÁGRENNI Urbeinuð dilka hamborgaralæri með spekki á 495 kr. kg. Dilka hamborgarahryggir ódýrir, Rúllu- pylsur 2 75 kr. st. Saltað og nýtt hrossakjöt Kjötkjallarinn, Vesturbraut 12 GRINDAVÍK Til sölu 3ja herb íbúð neðri hæð, 6.000 fm erfðafestulóð fylgir Fasteignasala Vilhjálms og Guðfinns, Símar 1263 og 2890. HAFNARFJARÐARAPÓTEK Opið öll kvöld til kl. 7, nema laugard til kl 12 Helgidaga frá kl 2—4 Ateiknuð PUNTHANDKLÆÐI, GÖMLU MUNSTRIN Tilheyrandi hillur, falleg jólagjöf Hannyrðaverzlunrn Erla, Snorrabraut. BENZ VÓRUBÍLL TIL SÖLU Uppl i bif reiðaverkstæðinu Visir, Akranesi. TILSÖLU Skoda árg 1971 ekin 18.000 km. ( mjög góðu lagi. engin út- borgun en mánaðargreiðslur Skipti koma til greirra. Upplýsingar 1 símum 301 20, 71 725 og 99 3250 BÍLAVERKSTÆÐIÐ BJARG Bjargi við Sundlaugaveg sími 38060. Getum bætt við okkur viðgerðum fyrir jólin. Bílaverkstæðið Bjarg. Bjargi við Sundlaugaveg, simi 38060. VERZLIÐ í HAFNARFIRÐI Notið timann vel. Urval af bandavinnu i jólapakka Góð þjónusta í rúmgóðri verzlun Næg bilastæði Hannyrðabúðin, Linnetsstig 6, Hafnarfirði sími 51314 BÍSKÚR ÓSKASTÁ LEIGU, TILGEYMSLUÁVÉLUM Félagsbakaríið, Laugarnesvegi 52, simi 37275 jBergstaóastræti 4a Simi 14350

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.