Morgunblaðið - 14.12.1973, Page 20

Morgunblaðið - 14.12.1973, Page 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. DESEMBER 1973. VISNASAFN SIGURÐ- AR FRÁ HAUKAGILI VÍSNASAFNIÐ 1. Sifíurður Jónsson frá Haukagili tók saman. Iðunn 1973. ÍSLENDINGUR á ferðalagi í Skandinavíu er oft spurður að þvf hvort allir íslendingar séu ekki skáld. Spurningin er ekki út í hött. Það er að minnsta kosti óhætt að svara því til að flestir íslendingar hafi einhvern tíma sett saman vísu. Við vitum að í skáldskap skiptir magnið ekki máli heldur gæðin. Ein vel kveðin vísa á lífsleiðinni er ef til vill jafngildi margra þykkra bóka. Vísnasafn Sigurðar Jónssonar frá Ilaukagili er að mestu unnið upp úr vinsælum útvarpsþáttum hans. Sigurður er áhevrilegur út- varpsmaður og gætir þess að láta ekki vaða á súðum, sýna braglist- inni tilhlýðilega virðingu. Eins og í útvarpsþáttum hans frá árunum 1959—1970 fylgja skýringar vís- unum og gefa þær safninu aukið gildi. I Vísnasafninu eru yfir 600 vísur eftir nokkuðá þriðja hundr- Ui höfunda, sumir þeirra eru pjöðkunn skáld. Einkunnarorð bókarinnar eru sótt til hins snjalla þingeyska hag- yrðings Steingríms Baldvinssonar ’í.Nesi: Allt sem þjóðin átti og naut, allt sem hana dreymir, allt sem hún þráði og aldrei naut alþýðustakan geymir. Vísnasafn Sigurðar Jónssonar verður að líkindum mikið að vöxt- um þegar það er komið út í heild sinni. Fyrsta bindið lofar góðu. Fjölbrevtni þess er aðdáunarverð þótt oft séu yrkisefnin keimlík. Yfirleitt er það ástin, sem tendrar skáldskaparneistann, eða dýrar veigar. Veðrið er oft á dagskrá og „ein er sú gerð vísna. sem íslend- ingum hefur harla oft legið laus á tungu, en það er níðvísan", svo stuðst sé við orð Sigurðar Jóns- sonar. En hugsunin um nálægð dauðans, hinn kaldi feigðargustur verður mönnum oft að Ijöði. Hvítárvísur, áður óprentaður víshaflokkur eftir Guðmund Böðvarsson, eykur gildi Vísna- safnsins. Síðustu þrjár vísurnar eru svona: Kvöldin gengu, hlý og hljóð hlúðu að dreng í koti, tnan ég lengi er mánans glöð merlaði á streng og broti. Þinar iður áður við átti ég frið og drauma, þó að kliði um þrengsli og rið þögn er i niði strauma. Hljóður geymir hvlur blár hvíld og dreymið næði, og þú munt strevma í þúsund ár þóaðgleymist kvæði. Yngstu skáldin í bókinni eru hvað ég best veit Borgfirðingarn- ir Böðvar Guðmundsson og Þor- steinn frá Hamri. Birt eru sýnis- horn úr rímnaflokki, sem Böðvar orti f menntaskóla. Vlsa Þorsteins Rósberg G. Snædal: SKALDIÐ frA elivog- UM OG FLEIRA FÓLK. Iðunn 1973. NYLEGA birtist í Lesbók Morg- unblaðsins ítarleg ritgerð um ævi og skáldskap Sveins Ilannessonar frá Elivogum. Ilöfundur ritgerð- arinnar var sonur skáldsins Auð- unn Bragi Sveinsson. Ég hafði gaman af að lesa þessa ritgerð og ekki spilltu hinar mörgu tilvitn- anir í vísu Sveins. En ég var ekki fyrr búinn að fræðast af Auðuni Braga, þegar mér barst bókin Skáldið frá Elivogum og fleira fólk eftir Rósberg G. Snædal. Þetta ár ætlar að verða ár Sveins frá Elivogum. Tvær bækur komu út eftir Svein meðan hann lifði: Andstæður (1933) og Nýjar and- stæður (1935), en ljöðSveins eru ekki til í heildarútgáfu og ekki hefur heldur verið gefið út úrval þeirra, en sýnisbók ljóða Sveins og vísna yrði áreiðanlega vel þeg- in. Sveinn frá Elivogum var með kunnustu alþýðuskáldum síns tíma. Ekki þarf að lesa mikiðeftir hann til að komast að raun um, hve létt honum var um að yrkja er ort um vinnufélaga í háðskum tón. Jafnvel „gerviljóðasmiðir", eins og Ingibjörg Sigfúsdóttir frá Forsæludal kallar þá í sniðugum stökum, geta kastað fram laglegri vísu. Visnagerðin hefur einkum gildi sem iðkun máls. Þegar best lætur ræktar hún málkennd og eykur orðaforða. Skáldskapargildi henn- ar er aftur á móti umdeilanlegt, en í höndum hinna bestu skálda stendur hún fyrir sínu. í Vísna- safni lýsir til dæmis Guðmundur Friðjónsson vængfimi fugls: og vel komst hann oft að orði. Rósberg G. Snædal segir um Svein í bók sinni: „Hann deildi kjörum með því fólki, sem hann kvað um. Hann þekkti sitt heima- fólk, styrk þess og veilur. Ilann skemmti ýmslum með list sinni og stytti mörgum stundir, beint og óbeint. Hann var dáður og hatað- ur, svívitur og í hávegum hafður. Persóna hans var nær þrotlaust umtalsefni í mörgum sveitum um áratugi og þaðsvo, að sjálft veðrið mátti vara sig. Slíkur var Sveinn frá Elivogum." Rósberg G. Snædal var ná- granni Sveins frá Elivogum á æsku- og unglingsárum sínum. Hann ætti þess vegna að vera vel til þess fallinn að segja frá Sveini. „Saga bóndans Sveins Ilannes- sonar er hvorki mikil né merki- leg. Hún er í megindráttum áþekk sögu hinna, sem sátu önnur kot samtímis honum og í grennd við hann." Þennan vitnisburð gefur Rósberg G. Snædal bóndanum Sveini. En lýsingar Rósbergs á á búskap Sveins og samskiptum hans við sveitunga sína veita inn- sýn í þann heim, sem vísurnar eru sprottnar úr. Rósberg segir bæði kost og löst á Sveini, en Sigurður Jónsson frá Haukagili. Laus við svimaflýgur frjáls fugl með hvimi skyggnu, þóaðbrimi umbrjóst og háls, bláa himinlygnu. gerir það á þann hátt, að lesendur fá samúð með þessum listhneigða afdalamanni, Gaman er til dæmis að frásögninni um hið skraútrit- aða skjal, sem Hagyrðinga- og k væðam an naf él ag R ey k j a vík u r sendi Sveini I tilefni þess, að hann var kjörinn heiðursfélagi þess. Viðskipti Sveins við hina reykvísku kvæðamenn urðu sögu- leg og bera vitni stórmennsku hans. Sama er að segja um þær kröfur, sem Sveinn gerði til Mar- geirs Jónssonar frá Ögmundar- stöðum, en hanri bauð Sveini þátttöku I bókinni Stuðlamál I — III, safni alþýðukveðskapar. Sveinn vildi vera í heiðurssæti I bókinni og taldi ekki minna nægja en hundrað vísur eftir sig. Þetta varð til þess, að Sveinn komst ekki í safnið, og siðan hafði hann það á hornum sér við öll tækifæri. í bók Rösbergs G. Snædals er saga Sveins frá Elivogum að vonum fyrirferðarmest. En I bókinni eru fleiri þættir, sagt frá göngum og réttum, forspám og fyrirboðum og minnisstæðum mönnum. A nær- færinslegan hátt er sagt frá jóla- undirbúningi f húnvetnskum af- dal. Lýst er draumi Elínar Arn- Á GÖMLUM SLÓÐUM „Gull- hjartað” Ný íslenzk skáldsaga KOMIN er út skáldsagan „Gullhjartað" eftir nýjan fs- lenzkan höfund, sem skrifar undir höfundarheitinu Thor Siljan. í bókinni-greinir frá tveimur islenzkum stúdent- um í Kaupmannahöfn og viðskiptum þeirra við vold- ugan eiturlyfjahring. Sagan hefst á danskri grund, en leikurinn berst fljótlega til ísiands. i bókarkynningu segir, að „Gullhjartað" sé fyrsta bók af þremur um sama efni. Persónur og söguþráður tengi bækurnar saman í eina heild, en nýjar persónur að hluta og breytt sögusvið á- samt þáttaskiium í lok hverrar bókar geri þó að verkum, að líta megi á hverja bók sem sjálfstæða sögu. Bókin er 183 bls. að stærð. Útgefandi er Spákonufell. Rósberg G. Snædal. ljótsdóttur frá Gunnsteinsstöðum, sem kom fram á voveiflegan hátt. Yfirleitt tekst Rósberg G. Snædal að gæða frásögn sína lífi, en þó eru nokkrir þættir bókar- innar í daufara lagi, til dæmis í minningu Marka-Leifa og Breiða- vaðsbræður. Mörgum, sem fást við þjóðlegan fróðleik, hættir til að verða lítið úr merkilegu efní, en þó má kannski segja, að mestu skipti, að menn skuli enn finna hjá sér hvöt til að bjarga frá glöt- un heimildum liðins tíma. Sá brunnur verður seint þurrausinn. BÓKIN UM BARNIÐ Höfundur: Dr. Benjamin Spock. Þvðandi: Bjarni Bjarnason læknir. tltgefandi: Skarð h.f. Þaðer að vonum ánægjuefni. að á íslenzku er nú koinin út bók dr. Benjamíns Spoek — „Bókin um barnið" —sú bók, sem fengið hefur almennust meðmæli og slegið öll sölumet þeirra bóka, sem nokkru sinni hafa verið gefnar út fyrir foreidra og uppal- endur. Bókin hefur verið þýdd og gefin út víða um heim og selzt í tug- milljónum eintaka, enda gefur dr. Spock lesendum sínum greið svör við ótal spruningum, sem eðlilega vakna hjá þeim, sem bera ábyrgð á uppeldi og velferð barna á (ilík- um aldri. Dr. Spock hefur um langt skeið verið einn helzti rithöfundur um eðli og hætti barna. Það fer ekki oft saman, að sami maður sé í senn mikill visindamaður og al- þýðufræðari. Því er full ástæða tíl þess að fagna útkomu þessarar bókar á íslenzku. „Bökin um barnið" ertalin sígilt rit, hún kom fyrst út fyrir 22 árum, en hefur síðan verið aukin og endurbætt og þá einkum til samræmis við vís- indalegar framfarir og tækni. Til glöggvúnar á efni bókarinn- ar mætti taka nokkur dæmi, sem vekja forvitni. 0 Hver eru markmið þín með uppeldi barns? 0 Samband við afa og ömmu. 0 Grátur fyrstu áranna. 0 Vernd ungbarna gegn sýkingum og sl.vsum. 0 Merking þumaltottsins. 0 Ilvenær er tímabært að hef ja salernisvenjur. 0 Láttu barniðbyrja snemma á að mata sig. 0 Leikir eru alvörumál. 0 Er refsing nauðs.vnleg? 0 Ahyggjur hinna 2ja ára gömlu. Ötti viðaðskilnaði. Ötti viðaðskilnað. 0 Ymsar ástæður til þess að börn handleika kynfæri sín. 0 Kynþroskaaldurinn. 0 Barn á spítala. 0 Móðir, sem starfar úti. Nútima þjóðfélag gerir æ ríkari kröfur til foreldra og annarra þeirra, sem annast um börn og bera ábyrgð á velferð þeirra. Þörfin fyrirfræðslu og ráð verður æ ríkari vegna breyttra þjóð- félagshátta. „Bókin um barnið" kemur til móts við þessa þörf. Að vísu gefur engin bök, hversu góð, sem hún annars er, alhliða skiln- ing á börnum, erfiðleikum þeírra og þörfum. Enda segir f upphafi bókarinnar, að engin börn séu eins, engir foreldrar eins og allir sjúkdómar eru hver öðrum frá- brugðnir, og sama gildir um sér- hvern vanda, sem snertir hegðun barnsins. „Bókin um barnið" á erindi til foreldra, svo og allra þeirra ótal mörgu, sem starfa í heilsugæzlu- stöðvum, barnaspítölum, dag- heimiium, leikskólum, skólum og öðrum uppeldisstofnunum, þar sem nauðsynlegur þáttur starfs- ins er að þekkja eðlilegar þarfir barna og þroskastig, til að geta greint hið óeðlilega. Þvi hefur bók dr. Spocks verið notuð sem kennslubók bæði eflendis og hér- lendis í þeim skólum, þar sem kennd er meðferð barna, t.d. í hjúkrunarskölum. Þýðandi bókarinnar, Bjarni Bjarnason, læknir, er einn helzti áhugamaður í íslenzkri lækna- stétt um heilbrigðisfræðslu til al- mennings, og hefur hann hagnýtt áratuga reynslu sína við þýðingu bókarinnar. Tileinkar hann útgáf- una íslenzkum mæðrum. Þýðing hans er með ágætum, lipur og eðlileg. Frágangur bókarinnar er allur hinn prýðilegasti. Iiafi þýðandí og útgefandi þökk fyrir bókina, sem á eftir að verða foreldrum og uppalendum til gagns og gleði — svo og börnum þeirra. Alda Halldórsdóttir, hjúkrunarkona.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.