Morgunblaðið - 14.12.1973, Síða 22

Morgunblaðið - 14.12.1973, Síða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 14. DESEMBER 1973. Matthías Bjarnason: Fjárlögin endnrspegla verðbólgustefnuna Frá 2. umræðu um fjárlagafrumvarp Önnur umræða um fjárlaga- frumvarpið fyrir 1974 fór fram á Alþingi sl. miðvikudag. Við um- ræðurnar kom fram ákaflega hörð gagnrýni stjórnarandstæð- inga á verðbóigustefnu rfkis- stjórnarinnar, sem endurspegl- aðist í frumvarpinu. Máliðsnerist ekki um, eins og fjármálaráð- herra vildi vera láta, að nú væri framkvæmt svo mikið. Aðal- atriðið væri, að á slíkum þenslu- tímum, sem nú væru með þjóð- inni bæri fjárlagafrumvarpi að miða að því að draga úr þensl- unni. Þetta frumvarp hefði þver- iifug áhrif. Astandið væri nú orðið þannig 1 efnahagsmálum þjóðarinnar, að eina rétta sem ríkisstjórnin gerði væri að segja af sér. llér fer á eftir frásögn af um- ræðunum. Geir Gunnarsson (Ab) mælti fyrir nefndaráliti og breytingar- tillögum meirihluta fjárveitingar- nefndar. Fela þær breytingartil- lögur í sér hækkun á fjárlögum um 648 milljónir 407 þúsund. og verða niðurstöðutölur fjárlaga þannig komnar upp í 27,992 millj- arða. Geir greindi frá störfum fjár- veitingarnef ndar, og sagði, að hún hefði alls haldið 43 fundi á þessu hausti, auk þess sem undir- nefndir hefðu starfað. Talsvert á sjötta hundrað erinda hefðu bor- izt nefndinni, þar af um 200 frá því í byrjun nóvember. Gagnrýndi þingmaðurinn nokk- uð þann hátt, sem margar ríkis- stofnanir hefðu tamið sér, er þær sendu inn gögn á sfðustu vikum fyrir flutning frumvarpsins. Sjálf ráðuneytin sagði hann, að hefðu látið rigna erindum til nefnd- arinnar á síðustu vikunum, og aldrei meír en eftir 1. deseraber, en þá ætti ekki með réttu að þurfa að opna neitt bréf. Síðan rakti Gepr Gunnarsson breytingartillögurnar lið fyrir lið, en gat þess að Iokum, að meiri- hluti fjárveitingarnefndar myndi ekki flytja breytingartillögur við tekjuhlið frumvarpsins fyrr en viðþriðju umræðu. Matthfas Bjarnason (S) mælti fyrir nefndaráliti 1. minnihluta f járveitingarnefndar, sem eru fulltrúar Sjálfstæðisflokksins. Rakti hann í nokkrum orðum þró- un fjárlaganna á þeim tveimur árum, sem núverandi rfkisstjórn hefði setið við völd, og sagði, að fjárlögin endursjtegluðu þá verð- bólgustefnu, sem verið hefði alls- ráðandi á valdatíma þessarar ríkisstjórnar. Fyrstu fjárlög nú- verandi stjórnar hefðu hljóðað upp á 50,13% hækkun frá sfðustu fjárlögúm fyrrverandi rikis- stjórnar. Fjárlögin fyrir árið 1973 29,7% hækkun frá fjárlögum árið áður, og nú væri gert ráð fyrir að útgjaldahlið fjárlaganna hækkaði um 6,628 milljarða frá fjárlögum í fyrra. Stjórnarsinnar hefðu á sfnum tíma gagnrýnt hækkanir á f járlög- um fyrrverandi ríkisstjórnar með stórum orðum. Það sæju þó allir nú, að þær hækkanir hefðu verið barnaleikur einn miðað við hækk- anir hjá núverandi ríkisstjórn. Rfkisstjórnin hefði í upphafi valdaferils síns lýst því yfir, að hún myndi leitast við að fækka rikisstarfsmönnum til þess að vinna gegn þenslu í ríkiskerfinu. Það hefði þó farið á annan veg. Á fyrsta árinu hefði þeim fjölgað um 585, og nú bæri svo við, að skrá yfir fjölda ríkisstarfsmanna væri horfin úr fjárlagafrumvarp- inu, og ekki fengist upplýst hjá hagsýsludeild hversu margir ríkisstarfsmenn væru. Bað þing- maðurinn fjármálaráðherra um að upplýsa þingmenn um þetta atriði. Núverandi stjórnarherrar hefðu talið sig hafa ráð undir rifi hverju, er þeir tóku við völdum. 1 málefnasamningnum hefði verið talað stórum orðum um að vinna ætti gegn verðbiílgunni, enönnur hefði þó verið reyndin. Nú væri líka svo komið, að einn þeirra 32 þingmanna, sem stutt hefðu ríkis- stjórnina í upphafi, Bjarni Guðna- son, væri búinn að snúa við henni bakinu. Þá væri eftir 31 þing- maður. Hefði þó einn þeirra, Björn Pálsson, lýst þvf yfir í bréfi til rikisstjórnarinnar, að ástandið í efnahagsmálum væri orðiðslíkt, að „þjóðarskútunni verður siglt í strand, ef ekki verður breytt um stefnu". Þetta hafi hann gert á s.l. ári, og verið fjarstaddur, er af- greidd voru fjárlög fyrir 1973. Ef Björn Pálsson fylgdi svo sannfær- ingu sinni, í stað þess að vera flokki sínum tryggur, væri því ekki um nema 30 þingmenn að ræða sem styddu stjórnina í efna- hagsmálum. Framlag ríkisstjórnarinnar til byggðamála sýndi ennfremur, að áhugí fyrir þeim væri meiri f orði en á borði. Framlag til byggða- sjóðs væri nú 100 milljónir, og hefði verið það lengi, en hækkaði nú um 1900 þúsund krónur. Sjálf- stæðismenn hefðu í fyrra borið fram frumvarp um að 2% af ár- legum tekjum ríkissjóðs yrðu látin renna í byggðasjóð, sem nú hefði haft í för með sér um 500 milljón króna framlag. Frumvarp þetta hefði raunar áður verið flutt af þingmönnum Framsókn- arflokksins, en þá ekki verið af- greitt. Við afgreiðslu þess í fyrra hefðu þó þessir sömu þingmenn ekki talið sig geta staðið við eigin hugarsmfð. Engin furða væri því, að Möðru- vallahreyfingin væri ekki ánægð með stefnu Framsóknarflokksins í byggðamálum. Jón Armann Héðinsson (A) mælti fyrir nefndaráliti 2. minni hluta fjárveitinganefndar, sem hann var einn í. Stendur Jón, eins og aðrir fjárveitinganefndar- menn að breytingartillögum nefndarinnar, en gerir fyrirvara um stuðning viðeinstaka liði. Þingmaðurinn fjallaði um al- mennt ástand efnahagsmálanna og sagði m.a., að stjórnarsinnar héldu því fram, að skipulega hefði verið á atvinnumálunum haldið. Því miður væri þetta ekki raunin. Hjá Framkvæmdastofn- uninni hefðu hrannazt upp áætl- anir, án þess að skipulagt hefði verið að hvaða notum þær mættu koma í raun. Lagði hann áherzlu á, að eitthvað þyrfti að gera nú þegar til að tryggja rekstrar- grundvöll skuttogaranna. Halldór E. Sigurðsson fjármála- ráðherra sagði, að hagrannsókn- arstjóri hefði gert fjárveitinga- nefnd grein fyrir afkomu yfir- standandi árs, eins og hún var í lok nóvember. Þá hefðu tekjur ríkissjóðs verið orðnar 95% af áætluðum tekjum alls ársins. Lfk- ur væru á, að nokkur greiðsluaf- ganguryrði á árinu. I fjárlagafrumvarpinu væri gert ráð fyrir vísitölu september- mánaðar. Þegar reiknað væri með vísitöluhækkun launa, sem orðið hefði 1. des., sýnilegri hækkun vegna lífeyristrygginga og sjúkra- trygginga og þeim tillögum til hækkana, sem fjárveitinganefnd hefðí þegar gert, myndi fjárlaga- frumvarpið hækka um 17—1800 milljónir. Þá ætti eftir aðgera ráð fyrir þeim hækkunum, sem yrðu vegna tillagna fjárveitinganefnd- ar við 3. umræðu. Við þriðju umræðu um fjárlaga- frumvarpið mundi ríkisstjórnin koma fram með þær tillögur til tekjuöflunar, sem nægja mundu til að ná saman endum í frum- varpinu. Lárus Jónsson (S) gerði heil- brigðismálin á Norðurlandi að umræðuefni. í tillögum fjárveit- inganefndar væri gert ráð fyrir 23,1 milljón í fjárveitingu til Fjórðungssjúkrahússins á Akur- eyri. Talað væri um að 6,9 millj- ónir væru geymdar af fyrri fjár- veitingu til þessa verkefnis, þó að fæstir vissu hvar þeir peningar væru. Af þessu mætti draga þá álykt- un, að stefna rikisstjórnarinnar væri breytt i þessu máli frá því sem var, þegar Magnús Kjartans- son heilbrigðisráðherra hefði svarað fyrirspurn frá sér 13. nóv. sl. Þá hefði hahn sagt, að skv. áætlun ætti að ljúka byggingu sjúkrahússins á árinu 1980 og þyrfti 34 milljóna fjárveitingu á næsta ári til að halda þeirri áætl- un miðað við byggingarkostnað í júní sl. Ef byggingarvisitalan hækkaði áfram, eins og verið hefði að undanförnu, þyrfti fjár- veitingin að vera 43 milljóriir nú. Ef einungis yrði til þessa veitt 23 milljónum og áfram yrði haldið á sömu braut fjárveitinganna þýddi það margra ára frestun á, að hægt yrði að taka 190 sjúkrarúm í notk- un. Þessi háskalega þróun mundi bitna niður á mörgum byggðarlög- um á Norðurlandi. Ellert B. Schram (S) mælti fyrir tillögu, sem hann flytur um hækkun framlags til Iþróttasam- bands íslands. Leggur hann til að framlagið hækki úr 7,6 milljónum í 18 milljónir. Hefur framlagið verið óbreytt í þrjú ár á sama tíma og samtök, sem hliðstæða starfsemi reka, hafa fengið mikla hækkun. Þá hafi hlutur íþrótta- sambandsins af sölu vindlinga staðið 1 krónutölu í stað frá 1964, en þá hafi verð pakkans verið 25 kr. en sé nú 83 kr. Jón Amason (S) sagði, að nú væri fyrirsjáanlegur mikill auk- inn kostnaður fyrir ríkissjóð vegna kjarasamninganna, sem nú standa fyrir dyrum. Þannig hefði útlitið einnig verið við gerð fjár- laga árið 1971, en þeim aukna kostnaði hefði verið mætt með verulegum tekjuafgangi á fjárlög- um. Ef hliðstæðrar fyrirhyggju hefði nú verið gætt, hefði átt að gera ráð fyrir a.m.k. 800 milljóna kr. tekjuafgangi nú við gerð fjár- laga. Varðandi gerð kjarasamn- inganna, sagði Jón, að fólki væri nú orðið Ijóst, að auknar krónutöl- ur hefðu lítið að segja f verð- hólguflóðinu, hvað þá þegar sýnt væri, að verulegur hluti kjarabóta rynni beint til ríkisins í formi skatta. Það væri einsdæmi hjá nokkurri þjóð, að 75% tekju- skattsgreiðenda lentu að meira eða minna leyti f hæstu skatt- stigum. Þetta væri það, sem nú- verandi ríkisstjórn hefði kallaðað leggja byrðarnar á „breiðu bök- in". Gert væri ráð fyrir tekjuöflun með frekari álagningu söluskatts, sem næmi á annan milljarð króna. Ekki örlaði þó á frumvarpí um álagningu þessa skatts, þótt gert væri ráð fyrir að hann tæki gildi um áramót, enda léki vafi á um stuðning þingsins við frum- varpið. Gvlfi Þ. Gfslason (A) mælti fyr- ir breytingartillögu við útgjalda- hlið fjárlaga, m.a. þess efnis, að fjárframlag til lánasjóðs íslenzkra námsmanna yrði aukið um 100 milljónir. Þannig væri hægt að mæta 100% umframfjárþörf námsmanna, í stað 78% sem nú væru. Samkvæmt breytingartil- lögum fjárveitingarnefndar væri gert ráð fyrir hækkun uni 30 milljónir, sem gerði það að verk- um, að hægt væri að mæta 83% umframfjárþarfar. Væri það þá fyrsta hækkun á framlagi tillána- sjóðsins, sem þessi rfkisstjórn stæði að, og væri varla hægt að tala um aðhún væri höfðingleg. Þegar fyrrverandi ríkisstjórn hefði markað stefnuna í þessum málum á sínum valdaferli, þá hefðu núverand* stjórnarherrar viljað lögfesta þá stefnu. Hefði það greinilega verið gert á röng- um forsendum, þvf eftir að þeir hefðu tekið við völdum, þá hefðu námsmenn verið látnir sitja á hakanum. Ragnhildur Helgadóttir (S) mælti fyrir breytingartíllögu, þess efnis, að styrkur til Banda- lags íslenzkra skáta yrði hækk- aður um 500 þúsund, sem væri sú hin sama upphæð og hann hefði verið lækkaður um við gerð fjár- laga í fyrra. Þá vakti Ragnhildur ennfremur athygli á fjárveitingu til Orators, félags laganema, sem væri 250 þúsund krónur, til þess að halda samnorrænt laganemamót hér á landi á sumri komanda. Mót þessi væru liður í námi laganema, auk þess, sem þau legðu að veruiegu leyti grundvöllinn að norrænu lagasamstarfi. Kostnaður við mótshald þetta væri áætlaður um þrjár milljónir, sem væri sú upp- hæð, sem Orator hefði farið fram á. Með því að veita aðeins tæp 10% af þessum heildarkostnaði, þá væri komið í veg fyrir að þetta mótværi hægt aðhalda. Steinþór Gestsson (S) lýsti undrun sinni á nefndaráliti meiri- hluta fjárveitingarnefndar, og því hversu höfundar þess virtust ánægðir með aðgeta tíundað allar þessar hækkanir. Það lfktist þó meir kuldahlátri yfir eigin óför- um. Enda væri nú svo komið, að blaðamenn á sjálfu málgagni f jár- málaráðherra, Tímanum, hefðu ekki fyrir alls löngu lýst eftir hugmyndum að orði, sem gengi Iengra en óðaverðbólga. Þá fjallaði Steinþór nokkuð um framlag það, sem gert væri ráð fyrir til Lánasjóða íslenzkra námsmanna. Það væri augljóst, að með tillöguflutningi sínum 1970, um að lögfesta stefnu fyrrverandi ríkisstjórnar í þessum málum, þá hefðu þeir Magnús Kjartansson og Þórarinn Þórarinsson t'erið að slá ryki í augu námsmanna, og reyna að blekkja þá til fylgis við sig. Þeir hefðu strax kippt að sér hendinni þegar þeir komust í rík- isstjórn, og stöðvað þá hækkunar- þróun, sem verið hefði á lánamál- um námsmanna fram að þeim tíma. Bjarni Guðnason sagði, að við fjárlagafrumvarpið ætti einungis orðið bandóðaverðbólga. Þótt rikisstjórnin hafi nefnt sig „ríkisstjórn hinna vinnandi stétta", þá væri nú svo komið, að kjör hinna lægst launuðu væru svipuð og þau voru fyrir 30 til 40 árum. Varðandi tekjustofna frum- varpsins blasti það við, að ríkis- stjórnin hefði ekki bolmagn til að framkvæma það sem hún vildi, „hún veldur því ekki að stjórna". Ileppilegast væri fyrir þjóðina að ríkisstjórnin færi frá og kosning- ar yrðu haldnar. Magnús Jónsson (S) sagði, að ríkissjóður rambaði nú á barmi hyldýpis. Það væri öllum orðið ljóst, að ríkisstjórnin réði ekki við verðbólguna og ætti hún í raun réttri að sýna af sér sama mann- dóm og fyrri vinstri stjórn og segja af sér. Með því mundi hún loksins gera þjóð sinni eitthvað gagn. Það væri nú öðru nær, en að ríkisstjórnin og fjármálaráðherra reyndu að gera sér grein fyrir hinu alvarlega ástandi, sem nú rikti í þjóðarbúinu. í fjárlaga- frumvarpinu og nefndaráliti meiri hluta fjárveitinganefndar fyndist ekkert nema sjálfumgleði yfir þvi að mikið væri nú fram- kvæmt f landinu. Það væri lág- markskrafa til fjárlaga á hverjum tíma, að þar væri leitazt við að berjast gegn óheillavænlegri þró- un í þjóðfélaginu. i þessu fjár- lagafrumvarpi væri þetta algjör- lega vanrækt. Þau ýttu undir þá gífurlegu þenslu, sem nú væri ríkjandi. Hverjir væru á móti framkvæmdum? Hverjir óskuðu ekki eftir þvi að meira væri unnt að gera i góðum málum? Um þetta snerist málið ekki, eins og f jármálaráðherra hefði viljað vera láta. Stjórnarstefnan nú ein- kenndist af því, að látið væri und- an öllum kröfum um fjármagn, engin heildarstefna ríkti og ylli þetta því, að grafið væri undan verðgildi peninganna. Allar hækkanirnar í krónutölu á fjár- lögunum væru einungis til að reyna að vega upp á móti hinni gífurlegu verðrýrnun pening- anna. Magnús Jónsson rakti nú hvern- ig skattheimtan hefur aukizt i hlutfalli af þjóðarframleiðslu. Ár- ið 1971 hefði hlutfallið verið 31,8%, 1972 yrði það líklega 33,5%,spáin fyrir 1973 hljóðaði á 34,1% og fyrir 1974 á 35,5%. Hér væri augljóslega um stórkostlega íþyngingu á skattaálögum miðað við þjóðarframleiðslu að ræða á sama tíma og þjóðarframleiðslan hefði aukizt verulega og halda hefði mátt, að unnt hefði verið að halda sömu prósentu. Þingmaðurinn taldi upp það, sem nú blasir við í íslenzku efna- hagslífi. Það hefðu verið 30,2% verðhækkanir innaniands sl. ár, 20,5 milljarðar í erlendum skuld- um, 30 milljarða fjárlög, allir kjarasamningar væru lausir og stórkostlegir erfiðleikar k.vnnu að vera framundan t sambandi við erlend riðskipti. Og allt væri þetta gott og blessað að dómi rík- isstjórnarinnar. Í rauninni bæri ríkisstjórninni skylda til að biðj- astlausnar. Pálnii Jónsson (S) mælti fyrir breytingartillögu, sem hann flytur ásamt Gunnari Gfslasyni (S), Birni Pálssyni (F) og Pétri Péturssyni (A) umaðeinni millj- ön kr. verði veitt til undirbúnings við uppbyggingu sjúkrahússins á Blönduósi. Hér væri um það að ræða að halda áfram undirbún- ingi, sem þegar yæri hafinn. Kvað hann Norðurlandskjördæmi vestra hafa of lengi búið við of skertan hlut í fjármagni til heil- brigðismálanna. Einnig gerði hann að umtals- efni hafnarframkvæmdir á Siglu- firði og framlög til uppbyggingar ágrænfóðurverksmiðjum. Að lokum sagði Pálmi, að til að hnekkja þeirri stefnu rikisstjórn- arinnar um að þenja út ríkiskerf- ið, þyrfti nýja menn. i þeirri geysilegu útþenslu, sem þar hefði átt sér stað á undanförnum árum kæmi fram hin sósfalíska stefna núverandi stjórnarflokka. Benedikt Gröndal (A) mælti að lokum fyrir breytingartillögum, sem hann flytur m.a. um hækkuð framlög til íþróttahúss á Akra- nesi. Þegar umræðu lauk var klukk- an langt gengin í 2 og var at- kvæðagreiðslu frestað til næsta fundar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.