Morgunblaðið - 14.12.1973, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 14.12.1973, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. DESEMBER 1973. hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Eyjólfur Konráð Jónsson, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6, sími 10-100. Aðalstræti 6, sími 22-4-80. Áskriftargjald 360,00 krá mánuði innanlands. í lausasölu 22, 00 kr. eintakið Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar R itstjóma rf u 111 rú i Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar Eins og alþjóð er kunnugt magnast nú efnahagsöngþveitið, sem leiðír af óðaverðbólgu og stjórnleysi, með viku hverri. Verðhækkanir dynja yfir nær daglega og kjör manna fara versn- andi. Þjóð\áljinn boðar stórfellda kjaraskerðingu og Tíminn segir í ritstjórn- argrein í gær: „Af þessum ástæðum má búast \ið enn stórfelldari hækkunum á aðfluttum vörum yfirleitt á næsta ári en þeim, sem hafa orðið á þessu árí, og hafa þær þó verið stórkostlegar.“ Bæði reyna blöðin að láta líta svo út, að hækkun á olíuverði sé meginástæðan fyrir erfiðleikunum. Ekki skal lítið gert úr þeim hækkunum, en þó er frá- leitt að kenna þeim um all- an vandann. í fyrsta Iagi er olíuhækkunin nýtilkomin, en efnahagsöngþveitið hef- ur sífellt ágerzt eftir að stefnu vinstri stjórnarinn- ar tók að gæta í ársbyrjun 1972. Og í öðru lagi hafa hækkanir á útflutnings- verði okkar eigin afurða auðvitað verið margfalt meiri en hækkun olíunnar nú. Viðskiptakjör hafa því aldrei verið nándar nærri jafn hagkvæm og s.l. tvö ár. En þrátt fyrir þá stað- reynd hafa stjórnvöld ekki ráðið við neitt, og óhætt er að fullyrða, að kjör manna hafa sízt batnað á tíma vinstri stjórnarinnar, þrátt fyrir hinar gífurlega háu útflutningstekjur. En hvernig hefur verið farið að því að halda kjör- unum niðri? Þar kemur í fyrsta lagi til skattráns- stefna ríkisstjórnarinnar, en flestir launamenn þurfa nú að greiða allt að 56% síðustu tekna sinna í skatta. Enda þótt menn vinni margir hverjir gífur- lega aukavinnu halda þeir einungis eftir 44 kr. af hverjum 100. Eyðsluhít rfkisins sér um það, að meirihlutinn er tekinn af mönnum, svo að ekki er hægt að tala um kjarabæt- ur, þótt e.t.v. megi reikna það út, að kaupmáttur tímakaups hafi eitthvað aukizt. Skattránið gerir mun meir en að éta þær hækkanir upp. Þá er þess að gæta, að á vinstri stjórnar tímanum, hefur byggingarkostnaður nær því tvöfaldazt. En á sama tíma hafa Húsnæðis- málastjórnarlán aðeins hækkað óverulega, þannig aðþau eru nú miklu minni hluti heildar byggingar- kostnaðarins en áður var. Húsaleiga hefur að sjálf- sögðu lfka hækkað, og hús- næðiskostnaður manna er nú mun meiri hluti tekn- anna en áður var. Hér er um að ræða stórfelldustu kjaraskerðingu, sem fram- kvæmd hefur verið, og bitnar hún fyrst og fremst á ungu fólki og eignalitlu, sem er að reyna að brjótast í að koma upp þaki yfir sig og fjölskyldur sínar. En þó að þessar stað- reyndir blasi við allra aug- um, aðhefst ríkisstjórnin ekki neitt. Hún veit þó jafnvel og allir aðrir, að tvær meginkröfur verka- lýðssamtakanna eru ein- mitt um úrbætur í skatta- málum og húsnæðismálum. Og engin von er til, að samningar geti tekizt, án þess að ríkisvaldið grípi þar inn í. Stjórnarherrarn- ir vilja slá öllu á frest. Þeir munu ætla sér að geyma allar aðgerÖH- fram yfir áramótin, þótt þeim sé ljóst, að vandinn vex með degi hverjum, og enn erfið- ara verður að glíma við hann í janúar eða febrúar en nú er. Vinstri stjórnin er ger- samlega ráðvillt, og engin von til þess, að hún geti komið sér saman um nein þau úrræði, sem að haldi koma. Nú er réttur hálfur ann- ar áratugur liðinn sfðan önnur vinstri stjórn stóð frammi fyrir svipuðum vanda. Það var í desember árið 1958, sem Hermann Jónasson, þáverandi for- sætisráðherra, steig í stól á Alþingi og lýsti yfir því, að óðaverðbólga væri fram- undan og engin samstaða væri í ríkisstjórninni um nein úrræði. Þess vegna hefði hann afráðið að biðj- ast lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt. Þessi hrein- skilnislega játning Her- manns Jónassonar mun lengi vera í minnum höfð. Hann gerði sér grein fyrir því, að ríkisstjórn hans var ekki vandanum vaxin. Hún hafði gefizt upp við að fást við hann, og þá var ekki annað að gera en biðjast Iausnar. Menn telja mjög ólíklegt, að Ólafur Jóhannesson muni feta í fótspor Her- manns Jónassonar. Hitt er líklegra talið, að stjórnin muni sitja meðan sætt er, hrekjast undan í einu mál- inu af öðru, stjórnleysi magnist og óðaverðbólgan þar með. Þess vegna er nú öllum vanda slegið á frest rétt einu sinni, og þvf má gera ráð fyrir, að fjárlög verði annaðhvort ekki af- greidd fyrir jól eða þá að þau verði „opin í báða enda“. Fjáröflunarfrum- vörpum og almennum efnahagsaðgerðum verði i'restað og verðbólgubálið magnist. EFNAHAGSÖNGÞVEITIÐ Rithöfundur undir leku þaki Guðmundur Daníelsson. Guðmundur Daníelsson: VEFARAR KEISAR- ANS. f tilefni 20 ára ritstjórn- ar og endaloka hennar. Útgefandi: Prentsmiðja Suðurlands, Selfossi 1973. ÞAU sorglcgu tíðíndi bárust frá Selfossi í sumar a<1 Guð- mundur Daníelsson værí hætt- ur ritstjórn Suðurlands. Vegna einhverra dægurmála hafði Guðmundur lent í útistöðum við eiganda blaðsins <>g tekið saman föggur sínar. Suðurland hefur lengi verið fjörlegasta og skemmtilégasta landsmála- hlað á tslandi <>g áreiðanlega þött víðar væri leitað. I |>ví hafa á undanförnum áratugum birst bráðsnjallar greinar <>g viðtöl eftir Guðmund Daníels- son. í viðtölum sínum hefur Guðmundur iýst mannlífi á Suðurlandi með ögleymanleg- uni hætti og í Suðurlandi hafa birst drög að veiðibókum hans, sem eru viss áfangi á ríthöf- undarferli hans <>g Spitala- saga sá þar fyrst dagsins ljós. Blaðamenn á borð við Guð- mund Daníelsson eru sjald- gæfir og alls ekki nauðsynlegt að vera sömu skoðunar og þeir tii að hafa gaman af skrifum þeirra. Sem betur fer mun Guðmundur Daníelsson ekki vera alveg skilinn að skiptum við Suðurland því að hann mun hafa lofaðað láta 1 jós sitt skína • öðru hverju á bók- menntasviðinu og mun hann að sjálfsögðu verja þar „hreppabókmenntir" af lífi og sál gegn „heimsbókmennt- um‘l Vefarar keisarans er að vissu marki rökrétt framhald veiðibóka Guðmundar Daníels- sonar og Spftalasögu. Ilann fjallar í Vefurunum mikið um sjálfan sig, einkum bágindi sín, m.a. þakleka heima hjá sér svo og ýmis framfaramál, sem honum þykir ganga heldur seint að levsa úr. An þess að hafa inngrip í hús byggingar, hafnarmál og fleira af slíku tagi hafði ég lúmskt garnan af ádrepu Guðmundar og ég býst við að fleiri lesetid- ur muni taka undir það. A víð og dreif eru svo greinar um stjörnmál, skáldskap og listir, settar saman i hughrifum augnabliksins eins og tnönnum er tamt. Guðmundur ræðst gegn atvinnuritdómurum fyrir að vilja segja ritsnillingum fyrir verkum, hann gerist mál- svari hefðbundinnar skáldlist- ar og er mikið í mun að sanna að allt tal um að rithöfundur- inn þurfi að spanna allan heiminn í yrkisefnum sínum sé út i bláinn. Hann ver sinn litla reit, sitt þrönga svið, m.a. með tilvísun til Aðventu Gunn- ars Gunnarssonar, sem gerist „á Mývatnsöræfum og fjallar um einn fjármann, einn hund og einn forustusauð og baráttu þeirra félaga við náttúruöfl- in“. Guðmundur svarar full- yrðingum um ,,að tæknibylting síðustu tíma hafi gerbre.vtt mannkyninu og gert hefð- bundin skáldskaparefni rithöf- unda úrelt" með þessurn eftir- minnilegu orðum: „Og má ég spyrja: Ifvaða grundvallarvandamál mann- kynsins hafa vísindi og tækni síðustu tíma leyst? Hvaða sí- gild skáldskaparefni hafa þau gert úrelt? Enn sem fvrr þjáist mannkynið af hungri og af þorsta. Enn hefur það ekki verið frelsað undan oki i ástríðna sinna: ástinni, hatrinu, fjárgræðginni, valda- girninni. Engin sú synd, sem lögmálið varar við, hefur verið upprætt. Sorgin og gleðin skipa sama rúm sem áður, og óttinn sækir okkur heim og á næsta leyti við alla er dauð- inn." Hefði Guðmundur Daníels- son lagt meiri rækt við þennan þátt bókar sinnar og stutt hann gildum rökum og dæmum hefði hún um margt verið verðmætari. En þessi orð eru mælt af þungri þykkju manns, sem telur heimsmynd sinni ógnað. Slfkur ótti eroftlífvæn- legur til sköpunar skáldverka. t lok bókarinnar er birt greinin, sem mesta fjaðrafok- inu olli: Guðinn Nató og guð vors lands. Úr þvt að Guð- mundur hefur alla ævi verið utanflokka eins og hann segir í formála bökarinnar kom það varla að sök að leyfa honum að láta heift sína í garð Breta vegna landhelgismálsins bitna á Atlantshafsbandalaginu. í þessari grein eru tilfinningar látnar ráða. Fólk sem telur sig sjálfstæðisfólk, var á þessum viðsjárverðu tímum í sögu þjóðarinnar, ekki á ölíkri bylgjulengd og Guðmundur Daníelsson. Þróun málavarðá annan veg en svartsýnispostul- ar spáðu og greinarkorn Guð- rnundar Daníelssonar er ekki lengur annað en heimild, ein af mörgum. Ég veit ekki hvort framtíðin mun prísa það að þakið á Þórs- mörk 2 á Selfossi reyndist lekt. Árangurinn varð alla vega þessi forkostulega bók, sem er lík höfundi sínum, eins og bækur eiga að vera. En eins og segir í bókarlok: „Nei, hingaö og ekki lengra. Stopp!“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.