Morgunblaðið - 14.12.1973, Síða 25

Morgunblaðið - 14.12.1973, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. DESEMBER 1973. 25 Sig. Haukur Guðjónsson skrifar um barna- og unglingabækur Höfundur: Michael Bond M.vndir: Pcíííív Fortnum Þvðandi: Örn Snorrason . Prentun: Prentsmiðjan Viðev hf. Útgefandi: Bökaútgáfan Örn og Örlvgur hf. SÖGUHETJAN er Paddi. lítill bjarnarhúnn, sem hefir setzt að hjá mönnum og bjástar við að tileinka sér háttu þeirra og störf. Enginn verður óbarinn biskup, og það sannast á Padda, því að margt fer úrskeiðis hjá honum og er það að vonum, hvernig má litill húnn gerast herra tækninnar án æf- inga? Hann lærir að beita sög, reynir að stjórna pottum, heldur í kvikmyndahús og erfiðir geta þeir orðið þvottadagarnir. Ilöfundur er afburða fyndinn, lesandanum svelgist á hlátrinúm, þegar Bond tekst bezt upp. Þvl er bókin, auk þess að vera góð unglingabók, einnig prýðileg fvr- ir þá, sem teknir eru að slakna og farnir aðsafna ístru. Háðfuglinn Örn Snorrason er þýðandinn. Honum tekst mæta- vel, stundum er hann bráðsnjall, og það vantar aðeins herzlumun- inn, að bókin sé afburðavel þýdd. t>að, sem skemmir, eru erlendu nöfnin, kann aldrei við þau i ís- lenzkum texta, og svo nokkur óþarfa orðaskrípi. Dæmi: ..... út- básúna ferðalög'' (bls. 41); ,,að þvo sér sem snöggvast" (bls. 43); „svangur eftir allt púlið" (bls. 54); „var allt í pati" (bls. 73). Það er engu líkar en þýðandinn lifi sig svo inn í heim krakkanna, að hann gleymi sér í kæti sinni, taki að tala eins og strákur i stuttbux- um norður við Pollinn. Víst gefur slíkt stílnum skemmtilega spennu, en gleymskan má ekki verða algjör. Sem heild er verk hans mjögvel unnið. Myndirnar eru einfaldar og mjög skemtilegar. Prentunin er góð, en af því að þetta er bók frá Erni og Örlygi þá þykir mér prentvillur of margar. Slíkt er ekki venjulegt í bókum frá þeim. Bókband og allur. frágangur ytri, er góður. Ilafið þökk fyrir bráðskemmtilega bók. Eg bfð fleiri Paddabóka spenntur. Njósnarasaga Eric Amhlcr: GR AFSKRIFT EFTIR NJÓSNARA. 222 hls. Alin. bókaf. 1973. Maður nokkur heldur til á bað- strandarhóteli. Hann á myndavél, tekur myndir, fer með þær i fram- köllun og viti menn: Hann er tek- inn fastur, grunaður um njósnir! Furðulegir hlutir koma í Ijós: fremstu myndirnar á filmunni reynast vera af hernaðarmann- virkjum, sem hann hefur hvorki heyrt né séð, hvað þá að hann hafi tekið myndirnar. Aðeins eitt hefur getað gerst: annar maður hefur tekið vélina hans í misgrip- um og skilið sína eftir í staðinn; nákvæmlega sömu gerð; eftir að báðir voru búnir að taka nokkurn veginn svipaða tiilu mynda á filmurnar. Síðan tekur hann á það, sem eftir er njósnarafilmunn ar, öldungis grandalaus. Það má nú kallast ólán út af fyrir sig. Ilitt er þó öllu verra, að erfiðara kann að reynast að sannfæra verði lag- anna um slíkan gang málanna. Til þess dugir raunar ekki nema eitt ráð: að hann hafi sjálfur hendur í hári hins dularfulla Ijósmyndara. Svona er upphafið á Grafskrift eftir njósnara eftir Erie Ambler. í eftirmála, sem hann skrifar með sögunni, kvartar hann um, að stöðugt sé „litið niður á njósnara- söguna." Vafalaust er eitthvað til í því. En Ambler hefur ekki með téðri bók aukið veg hennar sem bökmenntagreinar. Gallar þessarar sögu felast meðal annars f meiningarlitlum. en langdregnum samtölum: auk tilfinningasemi aðalsöguhetjunn- ar, sem tjáð er með orðagjálfri og því harla innantómu: ,,Eg bý ekki yfir þessum elskulega hæfileika. Ég tala alls ekki nema ég sé ávarpaður. Og jafnvel þá vcrð ég gripinn taugaóstyrk ásamt taum- lausri löngun til áð vera þægileg- ur, svo að ég verð annað hvort stirðbusalegur eðayfir mig elsku- legur"....mér var innanbrjósts rétt eins pg ég væri nýsloppinn við að lenda undir hraðbíl og fimi ekilsins hefði bjargað lífi mínu, miklu fremur en mfnir eigin verð- leikar." Ekki er nú burðug líkinga- smíðin né heidur hinn íslenski texti; hvað er. svo dæmi sé tekið. „hraðbfll"? Verst er þó, að sagan má nú heita úrelt orðin; meira en tuttugu ára gömul. Sumar skemmtisögur eru ein- hvern veginn svo háðar líðandi stund. að þær höfða ekki til lesanda nema andartakið. sem þær eru nýjar. Virðist mér þessi vera f þeim hópi. Hún segir frá háttum fólks. sem einu sinni voru, en eru ekki lengur. Og bað- strandarhótehð, þar sem hún er látin gerast, minnir lítt á slíka staði í nýtfmanum. Og þar sem nú sagan býr ekki yfir neinum þeim töfrum, að hún geti þá heldur fært manni daufan ilm frá liðnum dögum. er mér hulin ráðgáta. til hvers eða hverra hún getur átt erindi nú. Harma- geddon Um partf þau, sem baröninn á meðal annarra að hafa tekið þátt í hjá íslands- bersa, sagði skáldið í samtali okkar: „Eg vissi til, að Öskar hélt svona boð með stúdentum og öðrum, sem höfðu verið honum hjálplegir að vernda tunnurnar fyrir sólinni í Kaupmannahöfn, þar sem þær stóðu i stökkum úti á Amager. Ég veit ekki hvort þetta ,,parti“.sem lýst er í upphafi bókarinnar var nokkurn tima haldið, svo að lýsingin er tilbúningur frá rótum. Boðið á Hótel Borg er líka tilbúningur. Og þó það hefði verið haldið var ég svo langt fyrir utan slíkan félagsskap, að það gat ekki komið til greina, að ég væri þar, því siður að ég lýsti honum með nafni og áritun þátt- takenda. í Guðsgjafaþulu er sérhver hlutur beygður undir lögmál skáldsög- unhar miskunnarlaust." VII Foldgnáa konan. Ogþáer komið að hjúskaparsögu Is- landsbersa, en henni er ekki til að dreifa hjá Halldóri Laxness. Hann sagði í samtali okkar: „Ég sá aldrei konu Öskars Halldórssonar, en. hafði grun um að hún byggi með börnum þeirra suður með sjó, ég held i Sandgerði." Um konu íslandsbersa, sem hinn ónefndi söguritari Guðsgjafaþulu hitti einusinni.eru hafðar eftir íslandsbersa tvær eftirminnilegar setningar: „Hún var i himnaríki hvar sem hún var, og ég í helvíti, hvar sem ég var." Ennfremur segir íslandsbersi undir lokin: „Hún er altaf nýdáin síðan hún dó, sagði hann. Viltu skrifa að ég elsk- aði ekki nema þessa einu konu og börn- in mín sem eru öll laungu dáin eða komin til sjós, nema Bergrún." Hið síðarnefnda á a. m. k. ekki raun- verulegar forsendur í lifi Oskars Hall- dórssonar, og Bergrún Hjálmarsdóttir, dóttir íslandsbersa, er skáldskapur frá rótum, „hún hefur aldrei verið til." segir Halldór Laxness. Af þeim sökum m.a. hefur sögumaður ekki getað farið með henni í bió, hvorki á Siglufirði né annars staðai’, eins og segir i sögunni. Skáldið sagði þó brosandi, að hann hefði stundum farið i bió á Siglufirði, „og uppi á loftinu voru hænsni. sem görguðu meðan verið var að sýna mvnd- ina. En apótekarinn í sögunni er mitt sálarfóstur." Skáldið sagði ennfremur: „Eg geri konu Islandsbersa að votti Jehóva i sögunni og trúa á orustuna miklu við Harmageddon á sömu forsendum og bolsévikinn I sögunni trúir á 1000 ára ríkið eftir byltinguna." Þetta var fold- gná kona, þó hún væri „fín og dömuleg til fótanna". Hún boðar sögumanni hið fyrirheitna land Jehóva, en hann svar- ar: „Þakka yður fyrir frú, sem betur fer kannast ég við þá kenníngu, hún er fögur. Jehóva já, og Harmageddon, það er sjálfur marxisminn sagður með guð- dömlegum orðum . . ." En hvers vegna auðkennir skáldið konuna, vott Jehóva, með orðinu: fold- gná? „Mér datt í hug, að einhver góður lesandi myndi eftir ljóði Gisla Brynjölfssonar. þar sem þetta orð kemur fyrir. Það er gott i skáldverki að gefa persönu epiþet eins og Grikkir kölluðu það, eða sannkenningu, eins og Konráð þýðir það; t. d. þegar Homer kallar morgungyðjuna „rósfingraða" í hvert skipti sem hann minnist á hana, þá er það epiþet." Og skáldið fer með vísu Gísla Brynjólfssonar, þar sem orðið „fold- gnár" kemur fyrir: Að biða þess, sem boðið er, hvort blítt svo er eða strítt, og hvað sem helzt að höndum ber að hopa ei nema lítt. en standa eins og foldgnátt fjall i frerum alla stund, hve mörg sem á því skruggan skall sú sk.vldi karlmannslund. (Samanber þýzka kvæðið „Sieben- bíirgisches Jagerlied"). Skáldið sagðist ekki enn vita, hvað foldgnár þýddi. „En það er jafn gott fyrir því! í dönsku útgáfunni af Guðs- gjafaþulu þýddum við það „jordnær". Hvernig þessi kona var i raun og veru veit ég ekki og hef engan áhuga á því," bætti skáldið við, „en ég vildi að sann- kenningin minnti á þessa vísu. Sá. sem kann þessa vísu, veit hvernig ég hugSa mér konu íslandsbersa." VIII Alvara lífsins í skemmtistíl. En hver var fyrirmyndin að bolsévík- anum? Ölafur Friðriksson „fékk opin- beran styrk", segir skáldið, „til að at- huga Kleifarvatn, en enginn sem þekkt hefur Ölaf mundi láta sér koma til hugar að þessi bolsévíki væri hann". Verkalýðsforingjar á Djúpvík eiga sér ekki heldur sérstakar fyrirmyndir, „en þeir eru bræddir saman úr ýmsu efni, enginn sérstakur maður hafður i huga". I Guðsgjafaþulu er formaður verkalýðs- félagsins málsvari beggja deiluaðila. hann er f senn atvinnurekandi og mál- svari verkamanna, og sagði skáldið að „slik taflstaða hafi oft komið upp i smáplássum úti á landi. Nýlega var haft viðtal við slíkan mann i útvarpinu." Athyglisvert er það, sem bolsévikinn prédikar yfir sögumanni, hann segir m.a.:....þvi heimsbyltíng er það að allar þjóðir verða að einni stórþjóð, heimsriki öreiganna þar sem friður rík- ir og sannleikur býr og einginn er vold- ugur af því hann er stór ellegar aumur af því hann er smár. Þessvegna er alt undir þvi komið, að eiga óbilandi flokk, framvarðarsveit öreiganna sem hefur grúskað í Hegel og skilur dialektíska efnishyggju hjá Marx og er undir það Málþing um Guðs- gjafa þulu VII grein búin að styðja byltinguna. jafnvel með vopn i hendi. þegar luin kemur; og stjórna verklýðsrikinu þegar byltíng öreiganna hefur sigrað. Ég veit hún keniur og þessvegna get ég setið hér rólegur og lagt stund á hræringar vatns- ins." Bolsévikinn leggur i skopstældri prédikun sinni áherzlu á orðaleppa eins og „kyndill byltíngarinnar" og „sjönar- mið dialektíkinnar" og talar auðvitað um Flokkinn. Hann býður sögumanni ritstjórastarf við Norðurhjarann. sem hinn síðarnefndi þiggur. Halldór Laxness segist aftur á móti aldrei hafa komizt svo hátt í mannvirðingum að verða ritstjöri(!) M

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.