Morgunblaðið - 14.12.1973, Síða 26

Morgunblaðið - 14.12.1973, Síða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. DESEMBER 1973. frá fundinum hjá Þjöðleikhússtjóra í gær. Frá vinstri Herdís Þorvaldsdóttir, Ragnar Björns- son, Erik Bidsted, Lárus Ingólfsson, SigurSur Björnsson og Sveinn Einarsson. Jólaglaðningur Þjóðleikhússins: Leðurblakan „drottning óperettanna” Um 90 manns taka þátt í sýningunni JÓLALEIKRIT Þjóðleikhúss- ins a5 þessu sinni verður hin heimsfræga óperetta Johans Strauss yngri, Leðurhlakan, sem frumsýnd var f.vrir tæpum hundrað árum, 5. aprfl 1874 og varð algert fiasko í Vfnarborg. Nokkrum mánuðum síðar var hún tekin upp í Berlfn og þá hófst sigurgangan, sem verið hefur óslitin fram til þessa dags. Forráðamenn Þjóðleikhúss- ins boðuðu fréttamenn á sinn fund i gær, til að kynna, eins og Sveinn Einarsson Þjóðleikhúss- stjóri orðaði það, „foreldra sýn- ingarinnar", þau Erik Bidsted leikstjóra, sem íslendingum er að góðu kunnur fyrir margþætt leikhússtörf hér á landi, Her- dísi Þorvaldsdóttur aðstoðar- leikstjóra, Ragnar Björnsson hljómsveitarstjóra og Lárus Ingólfsson, sem gerir leikmynd- ir auk þess að leika sitt uppá- haldshlutverk, Frosch fanga- vörð. Þá var einnig á fundinum, Sigurður Björnsson óperu- söngvari, sem mun skiptast á við Garðar Cortes að syngja aðalhlutverkið, Eisenstein. Sig- urður syngur fyrstu 10 sýning- arnar, þá Garðar og svo Sigurð- ur aftur. Þetta er í fyrsta skipti, sem þeir Sigurður og Garðar koma fram sem söngvarar á sviði Þjóðleikhússins. en sto skemmtilega vill til, að báðir hafa komið þar fram einu sinni áður, í sama leikriti, Pílti og stúlku, Sigurður fyrir réttum 20 árum og Garðar, er verkið var siðast flutt. EIN VINSÆLASTA ÓPERETTAN Leðurblakan er eitt umfangs- mesta verk, sem sett hefur ver ið á svið í Þjóðleikhúsinu og taka um 90 manns þátt i henni, söngvarar, leikarar, hljómsveit- armenn og kór. Hún hefur einu sinni áður verið sett hér á svíð, árið 1951, og naut þá mikilla vinsælda leikhúsgesta var sýnd um 40 sinnum, vor og haust. Verkið er ein vinsælasta óperetta, sem samin hefur verið, enda efnið sfgilt Vínar- borgarefni, tónlistin létt og leikandi og efnisþráðurinn um hinn „sígilda trúnað í ástum og hjónabandi innan og utan“ eins og Sveinn orðaði það. Verkið 1 hefur stundum verið nefnt „drottning óperettanna" og er ein af örfáum óperettum, sem meiriháttar óperuhús taka reglulega upp á verkefnalista sina. HLUTVERKIN Með helztu hlutverk fara auk Sigurðar og Garðars, Guðmund- ur Jónsson, sem dr. Falke, en Guðmundur fór einnig með það hlutverk 1951 og eru þeir Guð- mundur og Lárus Ingólfsson þeir einu, sem fóru með hlut- verk í sýningunni 1951. Svala Nielsen fer með hlutverk Rosa- linde, Magnús Jónsson með hlutverk Alfreðs söngvara, Kristinn Hallsson fer með hlut verk Franks fangelsisstjóra, og Árni Tryggvason með hlutverk Blinds lögfræðings. Tvær ungar söngkonur koma fram i fyrsta skípti í meiriháttar hlut- verkum, Elín Sigurvinsdóttir i hlutverki Adeleis og Sólveig Björling í hlutverki Orlovskys prins. Sólveig er dóttir hins kunna sænska baritónsöngvara Sigurds Björling, sem eitt sinn söng í Þjóðleikhúsinu í Figaro, er Stokkhólmsóperan var hér í heimsókn. Með hlutverk Idu- fer önnur ung söngkona, Dóra Reyndai. Æfingar á verkinu hófust í vor með músikæfingum, en Bidsted leikstjóri kom í byrjun nóvember og þá hófust leikæf- ingar. Sigurður Björnsson hefur sungið hlutverk Eisen- steins 49 sinnum, síðast í vor í Gratz. Frutnsýning nú á annan í jólwn verður því 50. skipiið. 4 SÝNINGAR MILLI JÓLA OG NÝARS Sveinn sagðj, að fjórar sýn- ingar yrðu milli jóla og nýárs með frumsýningúnni og verður byrjað að selja miða á þessar sýningar nk. sunnudag. Eins og áður verða nokkrir miðar til sölu á frumsýninguna, sem fólk getur keypt á sunnudag, þeir sem fyrstir koma. Undirleik undir stjórn Ragn- ars Björnssonar annast félagar í Sinfóníuhljómsveit Islands, og verða hljóðfæraleikarar alls 38. Þetta hefur valdið nokkrum erfiðleikum, því að aðeins mega 27 hljómsveitarmenn vera í gryfjunni, en menntamálaráðu- neytið hefur samþykkt að veita fé til stækkunar hennar, en það fé hefur Þjóðleikhússtjóri ekki enn séð, og eru aðeins 12 dagar í frumsýningu. Var að heyra á leikhúsfólkinu að því fyndist ansi stuttur tími til stefnu, sem vonlegt er. Dansatriðin verða flutt af Is- lenzka dansflokknum og er það í fyrsta skipti, sem hann kemur fram á fjölum Þjóðleikhússins frá stofnun hans, en dansmeist- ari og höfundur dansatriðanna er ballettmeistari Þjóðleikhúss- ins Alan Carter. Þýðingin er hin sama og notuð var 1951, eftir Jakob Jóh. Smára, en hún hefur þó verið endurskoðuð og endurbætt, og hefur þar eink- um verið að verki Guðmundur Jónsson. Auk þess hefur verkið tekið nokki-um breytingum í uppsetningu, eins og eðlilegt er. Nýjum atriðum hefur verið bætt inn i, setningum breytt o.s.frv. Má af þessu öllu sjá, að jólaglaðningur Þjóðleikhússins að þessu sinni verður mjög veg- legur. -ihj. — Flugfreyjur Framhald af bls. 48 seta ASÍ. Sagði haran að miðstjórn ASÍ hefði komið saman í gær- kvöidi vegna stöðunnar í þessu máli. Hefur ASI sent 6 vei kalýðs- félögum bréf þar sem farið er fram á, að þau leggi algert bann \ið því, að félagsmenn þeirra gattgi inn í störf flugfreyjanna og að félögin athugi um hvaða ráð- stafanir aðrar þau geti gert flug- freyjunum til aðstoðar í þessari dei4u, ef til vinnustöðvunar kem- ur. „Eigum við þar við hvers kon- ar samúðarráðstafanir er aðgagni mættu koma '., segir í bréfinu, „og við væntum þess, að félög ykkar bregði skjótt við, því að skammur tími er til stefnu1. Félögin 6 eru Verkantannafélagið D ags b r ú n, V erzlu n a r m a nn af é 1 ag Re.vkjavíkur, Flugvirkjafélag ís- lands, Verkalýðs- og sjómanna- félag Keflavíkur, Verkakvenna- félag Keflavíkur og Njarðvfkur og Verzluharmannafélag Suður- nesja. Þá gat Snorri þess að miðsjórn ASí hefði samþykkt að snú sér til alþjóðasamtaka, sem ASÍ er aðili að, ef þörf krefði varðandi fram- vindu raála. Var allt útlit fyrir því seint í gærkvöldi, að verkfall myndi skella á. Höfn í Hornafirði: Frost inni í íbúðarhúsum Höfn, Hornafirði, 13. des. ALGJÖRT óefni ríkir nú í raforkumálum hér, og vatn hef- ur frosið f flátum í íbúðarhúsum. Verst hefur ástandið verið Við- lagasjóðshúsunum. því að þau eru hituð upp með rafmagni en ekki hefur ástandið þó verið betra í fjölmörgum öðrum húsum. Búið er að gera ráðstafanir til að fá lánaðar dísilstöðvar. alls um 250 kw, frá Fáskrúðsfirði og Djúpavogi, og kaupfélagið er búið að útvega ísivélar fyrir frysti- húsið og bræðsluna. Þá er verið að kanna möguleika á dfsilvél frá Akureyri, Skeiðarársandi og einnig 250 kw vél úr Reykjavík. Hér er nú skafrenningur og rok og þvi ekki fært landleiðina með vélarnar, svo að ekki blæs byrlega. Það er því ekk vitað eins er, hve lengi þetta ástand mun rikja hér, en það er hreint ófremdarástand. — Elías. Rafmagn á Laxár svæði skammtað Akureyri, 13. des. MIKLAR rennslistruflanir hafa orðið f Laxá I Þingeyjarsýslu í nótt og í dag, og raforkufram- leiðsla Laxárvirkjunar hefur þorrið að sama skapi. í morgun bar mest á rennslistruflunum. þar sem Laxá fellur úr Mývatni, en sfðdegis f dag virtist rennsli árinnar þar vera komið f samt Iag. Hins vegar er talið, aðeinhverjar klakastfflur séu í ánni neðar f Laxárdal, en það hefur ekki verið kannað til hlftar. Kl. 15,30 f dag var orkuframleiðsla al Ira virkjan- anna við Laxá 12,4 MW, eða um tveir þriðju af afkastagetunni. Af þessum ástæðum hefur þurft að grfpa til rafmagnsskömmtun- ar á orkuveitusvæði Laxár í dag. Um miðjan daginn var rafmagn tekið af í Aðaldai og sfðdegis í dag af Eyjafirði. Undir kvöld kom svo — Danmörk Framhald af bls. 1 sagði, að Jörgensen hefði gert allt, sem í hans valdi stóð til að finna lausn, en það hefði ekki tekist. Poul Ilartling, úr Vinstri flokknum og Knud Enggard, hafa ráðlagt drottningunni að fela Hartling að gera næstu til raun, og slíkt hið sama gerði Hilmar Baunsgaard, fyrrver- andi forsætisráðherra. Mogens Glistrup, leiðtogi framsóknarflokksins bað hins vegar drottninguna að tilnefna sig. Hann skýrði frá því eftir á, að Hartling hefði ágerlega neitað öllu samstarfi við sig. — Jafntefli Framhald af bls. 46 góðan leik í markinu. Hann var sennilega læzti maður islenzka liðsins og gekk tékknesku skytt- unum oft ákaflega erfiðlega að finna leið framhjá honum. Varði Ólafur m.a. eitt vítakast í leikn- um. Tvö fyrstu mörkin i leiknum voru íslenzk og var það Axel Axelsson, sem þau skoraði. Axel var í góðu formi í þessum leik og bæði hann og Einar Magnússon notfærðu sér það vel, að Tékkarn- ir komu ekki nægjanlega vel út á móti þeim. Um miðjan hálfleik- inn hafði ísland náð fimm marka forystu, er þá var staðan 7—2, og aftuc var 5 marka forysta, er stað- an var 9—4. Undir lok hálfleiks- ins tókst Tékkum að minnka mim- inn niður í þrjú mörk, en staðan í hálfleik var 12—9fyrir Island. Fyrstu mínútnr síðari hálfleiks- ins voru slakasti hluti Jeíksins af hálfu íslendin««rma. Vörnin fann sig ekki og TékStarnir skoruðu hvert markið af öðru. Höfðu þeir náð að jafna 13—13, þegar aðeins örfáar mínútur voru af leik. Þar með var baráttan í leiknum kom- in í hántark og útlitið ekki gott, er Tékkum tókst að komast yfir 16—15, og Axel misnotaði víta- kast í þeirri stöðu. En munurinn varð eftir þetta aldrei meiri en eitt mark, og höfðu liðin yfir til röðin að efri hluta Suðurbrekku, síðan verður rafmagn tekið af Oddeyri og seinna í kvöld af neðri hluta Suðurbrekku. Frekari skömmtun hefur ekki verið ákveðin enn. Sv.P. — Tékkar tregir Framhald af bls. 23 úr um það bil 15 þúsund árið 1969 niður i um 500 á fyrstu 11 mánuð- um þessa árs. Pólland samþykkti í sfðustu viku að leyfa 50 þúsund Pólverjum af þýzkum ættum að flytjast úr landi gegn þ ví að Vest- ur-Þýzkaland veiti Póllandi stór lán meðlágum vöxtum. Embættis- menn í Bonn vildu ekkert segja um, hvort sama leiðin yrði re.vnd við Tékkóslóvakíu eða hvort bréfaskipti stjórnanna gætu leitt til meira frjálsræðis í þessum efn- um. — Sölumet Framhald af bls. 48 sennilega komnir á föstudag í næstu viku." Jón Olgeirsson, ræðismaður í Grimsby, sagði, að Otto Wathne frá Seyðisfirði ætti að selja í Grimsby í dag, „en engu vil ég spá um verðið, þvi það lækkar oft á föstudögum, einnig eru brezkir togarar að koma heim fyrir jólin." Tvö skip seldu f Þýzkalandi í gærmorgun Huginn 2. VE, sem seldi 90.6 lestir fyrir rúmar 45 kr. hvert kíló og Kristbjörg seldi 62 tonn fyrir kr. 43.74 hvert kíló. skiptis. Þegar ein mínúta var til leiksloka breyttu Tékkarnir stöð- unni i 21—20 og höfðu því góða sigurmöguleika. En á síðustu sekúndunum tókst Sigurbergi að smeygja sér inn af línunni. Brotið var á honum og umsvifalaust dæmt vítakast. Meðan Axel bjó sig undir að taka vítakastið rann tíminn út. Axel hafði fvrr í leikn- um misnotað vítakast, en nú þeg- ar mikið reið á, brást honum ekki bogalistin og skoraði jöfnunar- markið. Sem fyrr greinir var Ólafur Benediktsson bezti einstaklingur íslenzka liðsins. Þeir Viðar Simonarson og Sigurbergur áttu einnig afbragðsgóðan leik bæðí í sókn og vörn. Miktu munaði einn- ig, að þetta var dagur skyttnanna í íslenzka liðinu: Axelsog Einars, en Einar lék nú einn si.wt allra bezta iandsleik og skoraði stór- falleg tiKÍrk. Má ve«a, að þessi lcikur verði til þess aðgefatEinari það sjálfstraust, sem h*»n hefur svo ofl titfinnanlega sktwt t lands- leikjum. Mörk íslenzka liðsins skoruðu: Axel Axelsson 7, Einar Magnús- son 6, Viðar Símonarson 4, Gísli Blöndal 2, Björgvin Björgvinsson 1 og Arnar Guðlaugsson 1. Dötnarar í leiknum voru austur- þýzkir, þeir hinir sömu og dæmdu leik Islands og Svíþjóðar ádögun- um, og voru þeir jafnan sjálfum sér samkvæmir og ákveðnir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.