Morgunblaðið - 14.12.1973, Qupperneq 39

Morgunblaðið - 14.12.1973, Qupperneq 39
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. DESEMBER 1973. 39 Anna Sigurðardóttir 65 ára Baráttukveðja frá Rauðsokkum Nýlega var hér á ferðinni blaða- maður frá bandaríska tímaritinu „MS“ að kynna sér starfsemi Rauðsokkahreyfingariirnar á íslandi og hvernig staða fslenskra kvenna væri, hvað snerti menntunarmöguleika og jöfnuð á við karla á vinnumarkaðinum, með það fyrir augum að rita grein um þessi mál. Starfshópur rauðsokka dvaldi dagstund með blaðamanninum, skipst var á skoðunum og upplýs- ingum miðlað. Þar kom talinu, að blaðamanninum fannst sem for- vitnilegt væri að gera samanburð á stöðu kvenna hér á landi, fyrr og nú, meðsérstöku tilliti til þess, að við erum „söguþjóðin" f hópi Norðurlandaþjóðanna. Nú vand- aðist málið — hver situr inni með svo yfirgripsmikla þekkingu á okkar forna bókmenntaarfi að hann geti fyrirvaralaust skilað greinagerð í þessa veru? En eins og oftar er slfkar að- stæður hafa komið upp, re.vndist auðleyst úr. Haf t var samband við Önnu Sigurðardöttur og svo að segja án umhugsunar benti húná milli tíu og tuttugu atriði úr forn- bókmenntunum, þar sem lýsandi dæmi var að finna um stöðu íslenskra kvenna á þjóðveldisöld — okkar var aðeins að velja. Með slfkan bandamann að bak- hjarli er auðvelt að ganga fram fyrir skjöldu — þvf vissulega finnum við rauðsokkar gjörla, að við eigum ómetanlegan stuðnings- mann þar sem Anna Sigurðardótt- ir er. Nú kann einhver að spyrja sem svo; „En hver er hún“? Og enn vandast málið. Með hvaða hætti er hægt að gera grein fyrir hver mánneskja er — hvaða for- múlur gilda þar um. Til þess að gera voð þarf bæði • uppistöðu og ívaf. Iðulega er látið við það sitja, ef kona á í hlut að segja hvers dóttir hún er, hverj- um hún giftist og hversu mörg börn hún eignast, ef þvf er að skipta. En hvort sem þessi atriði eru álitin ívafið eða uppistaðan í persónugerðinni eru þau, ein sér, ekki nema hálfsögðsaga. Auðvelt er aðsegja frá skjalleg- um atriðum úr lífi Önnu: Hún fæddist að Hvítárbakka í Borgar- firði 5. desember 1908. Foreldrar hennar voru hjónin Sigurður Þór- ólfsson, skólastjóri og Ásdfs Þor- grfmsdóttir. Anna stundaði nám í Kvennaskólanum í Reykjavík. Hún giftist Skúla Þorsteinssyni, námsstjóra, sem látinn er fyrir skömmu. Þau eignuðust þrjú börn og nú á hún tvö barnabörn. Þegar hér er komið sögu er ævi- starf konu oftlega afgreitt með því, sem rauðsokkar hafa kallað „stjúpmóðursneiðina“, þ.e. setn- ingin venjubundna: „Ilún bjó manni sínum einkar snoturt heimili." Það má lika með sanni segja um Önnu og Skúla, að þau bjuggu hvort öðru vistlegt heim- ili, en hvorugt lét þar við sitja. Félagsmál f víðtækum skilningi voru báðum hugleikin, og hvað Önnu snerti þá framar öðru rétt- indamái kvenna. Innan vébanda Kvenréttinda- félags fslands hefur Anna verið framarlega í flokki, um langt ára- biL Fyrir atbeina þess félags hef- ur verið unnið gagnmerkt starf á löngum tíma, m.a. með þvf að hafa áhrif á islenska löggjöf til jafnréttis þegnanna. Baráttuliði Kvenréttindafélagsins lá ævin- lega f augum uppi, að lagalegt jafnrétti væri nauðsynleg for- senda fyrir jöfnuði — en það er ekki nægjanlegt, ef viðhorf fólks- ins fylgja ekki eftir. Þegar skerst i odda með frjálsri grundvallarhugsun laganna, sem allir eru jafnir fyrir, og vana- bundinni hugsun, sem leggur kvaðir á einstaklinginn og þröngvar honum, án eigin vals eða vilja, í ákveðinn farveg — þegar misrétti skapast fyrir ytri fordóma — það er þá og þar, sem rauðsokkar koma inn i myndina og hefja „vitundarvakningu" fólks. í þeim brennidepli hafa leiðir Önnu Sigurðardóttur og rauðsokka mætst og hún með f ramréttri hendi boðið okkui' þekkingu sína og reynslu, ritaða sem í ræðu, sameiginlegum áhugamálum okkar til framdrátt- ar. A flestra vitorði mun vera, að ýmsir framsýnir karlmenn hafa lagt kvenréttindabaráttunni mikið og gott lið og Anna hefur talið það sjálfsagt og eðlilegt, að karlar ættu þess kost að starfa í Kvenréttindafélagi íslands. En þar hefur hún sem í fleiru verið á undan tímanum. Mörg ár liðu áður en meirihluti fékkst fyrir því að karlar skyldu fá inngöngu i félagið. Fyrsti karlmaður, sem lét skrá sig sem félaga í Kvenrétt- indafélagi Islands var Skúli Þor- steinsson, eiginmaður Önnu. Með þvf sýndi hann á eftirminnilegan hátt samhug sinn og stuðning við hana og þann málstað, sem hún berst f.vrir. Mannk.vnssagan er saga karl- manna, um sigra þeirra í hernaði og stjórnmálum. Konur eiga enga skráða sögu, þeirra sigrar voru á heimavelli við aðstæður, sem nú eru að mestu horfnar og baráttu fyrir raunverulegu jafnrétti er ekki hægt að styðja, hvað konur áhrærir, með tilvitnunum í fortfð- ina og sögulega hefð. Ef þeirra er á annað borð getið, þá er það nær eingöngu sem aukapersónur í heimi karlmanna. Mörgum hefur orðið þetta nærtæk skýring á því, hve konum hættir við að lfta smá- um augum á sjálfar sig og eru hikandi við að ryðja sér til rúms sem fullgildir og ábyrgir einstakl- ingar. í Bandaríkjum N.-Ameríku leggur hin nýja kvenfrelsishreyf- ing (Women’s Lib) einmitt ríka áherslu á það að kanna söguna, með tilliti til þessa. Sú staðreynd að þáttur kvenna er æði fyrirferðarlitill, á spjöld- um sögunnar, er sennilega ýmsum ljós hér á landi, sem ann- ars staðar, en líklega hafa fáir Iagst jafn rækilega á málið til úrbóta, og Anna. Undanfarin ár hefur hún m.a. sökkt sér niður í Islendingasögurnar með það fvrir augum að draga saman sögu kvenna á þei'm vett\angi, og láta koma fram f dagsljósið. Fyrir at- orku og aðsækni Önnu við þetta starf hefur hlaðist upp geysimikið safn heimilda og forði þekkingar, sem hlýtur að bfða úrvinnslu og virðist í fljótu bragði þar til þurfa allt að þvf heila starfsævi. Sem lítið dæmi um þann fróðleik, sem saman stendur hjá Önnu á þessu sviði. má benda á erindaflokkinn „Asynjurnar’, sem hún flytur um þessar mundir í Rfkisút- varpið. Af einstöku örlæti hefur Anna opnað rauðsokkum heimili sitt. Hún á dtrúlega mikið safn heim- ilda í formi bóka, tímarita, úr- klippa og eigin handrita. Hún viðar að sér efni um jafnréttismál víða að og er óþreytandi að benda á hvar ráðlegt sé að bera niður til glöggvunar á málefnum kvenna og vopnasmíði þeim til hagsbóta. Að skrá og skilgreina safn Önnu eftir efni og uppruna væri verkefni út af fyrir sig og helst við hæfi faglærðra á því sviði. Það sem Anna hefur að miðla af fróðleik, er okkur falt, við leitum óspart til hennar og komum ekki að tómum kofanum. Kæra Anna! Þú hefur ekki látið púðrið vökna. Rauðsokkar taka þig sem fordæmi um óeigingirni. þar sem ekki er krafist daglauna að kveldi — en í eigingirni mæl- um við: „Gott er að eiga þig að.“ Starfshópur rauösokka um jafnréttismál. Töfra- brosið KOMIN er út hjá Bókaforlagi Odds Björnssonar á Akureyri skáldsagan Töfrabrosið eftir Guð- nýju Sigurðardóttur, en hún birtist áður í tímaritinu Heima er bezt undir heitinu Bókin. Töfrabrosið er saga úr Reykja- víkurlífinu, sögð í gamansömum tón. Aðalsöguhetjan er húsmóðir, sem mæðist í mörgu á heimili sfnu og þykir um sinn svo að sér þrengt. að hún hugleiðir skilnað, „en þá skeður atvik sem gjör- bre.vtir lifi hennar," eins og segir á kápu. Töfrabrosið er 114 bls. að stærð. prentað í Prentverki Odds Björns- sonar á Akureyri. I Bergstaóastræti 4a Simi 14350 Karlmanna- ullarsloppar röndótt - kötlótt Baðsloppar elnlltlr - rðnotltlr Fiannelsloppar höllólllr Drengiasioppar stærðlr 8-18 Hvergl eins glæsllegt úrval og h|á okkur

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.