Morgunblaðið - 14.12.1973, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 14.12.1973, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. DESEMBER 1973. Þýtur í skóginum Eftir Kenneth Grahame 5. kafli ÆVINTÝRI FROSKS Froskur rétti úr sér og brosti svolítið út í annað munnvikið. ,,Þau héldu því fram, að dómstólarnir hefðu aldrei staðizt ofurkapp og tungumýkt á við þína né úttroðin seðlaveski. Þau ákváðu því aðflytjast inn í Glæsihöll, sofa þar og halda húsakynnunum hreinum, svo allt væri til reiðu, þegar þú kæmir aftur. Þau grunaði auðvitað ekki, hvað í vændum var, enda þótt þau grunaði íbúa Stóraskógar um ráðabrugg. — Nú kemur að átakanlegasta kafla sögunnar. Það var eina óvæðursnóttina í roki og rigningu, að flokkur hreysikatta með alvæpni ruddist að framdyrunum. Um leið gerði hópur marða áhlaup eldhúsdyramegin og félagar þeirra tóku sér stöðu í gróðurhúsunum og viðsvaladyrnar. Moldvarpan og greifinginn sátu við arineldinn í setustofunni og áttu sér einskis ills von því ekki var hundi út sigandi í þetta veður. Árásin kom þeim því í opna skjöldu frá öllum hliðum. Þau vörðust sem bezt þau máttu, en áranguslaust, enda voru þau óvopnuð og hvað geta tvö dýr gegn hundrað? Þau voru lamin meðlurkum og rekin á dyr með mörgum háðulegum og óviðurkvæmilegum orðum.“ Þennan fugl getið þið notað sem jólaskraut á jólatréð eða búið til óróa til að hengja upp f herbergið ykkar. Fuglinn klippið þið út annað hvort í litað eða bara í hvítt karton. Raufin á fuglinum er til þess að hægt sé aðsetja vængi á hann. Þaðgeriðþið þannig, að þið klippið út f hvftan pappfr eina 22 cm lengju, tvær 20 em og tvær 16 em lengjur, eða þar um bil. Síðan límið þið endana saman og leggið á miðjuna og límið aftur. En gætið þess að endarnir verði ekki hvassir. Þegar þið eruð komin með 5 „vængi“ þá festið þá f raufina, fáið ykkur nál og tvinna og þræðið efst í fuglinn, sitt hvorum megin við raufina, og um leið fáið þið enda til að festa á jólatréð. Ef þið ætlið að búa til óróa, fáið þið vkkur 3 mjóar spýtur, og hindið saman, þannig að þær myndi þrfh.vrning, og festið fuglana á f misjaf nri hæð. £/Vonni ogcTWanni Bátar voru alltaf á ferð milli skipa og iands. Þa?S var því margt a?í sjá fyrir okkur. Kg reri eins hratt og ég gat, og Manni stýrði í áttina til dönsku skipanna. Þau lágu næst. Fyrst konium við að litlu einsigldu skipi. ,.RakeÞ‘ frá kaupmannaliöfn. Það var snoturt skip með rauð- máluðum öldustokkum. Við rerum hringinn í kringum það og heilsuðum upp á skipsdrenginn, en hann þekktum við. Hann tók kveðju okkar glaðlega og óskaði okkur góðrar ferðar. Næst komum við að „Hertu“. Það var glæsilegt skip. Dönsku hásetarnir hölluðu sér út yfir hástokkinn og kölluðu til okkar: „Iívert eruð þið að halda?“ ..Við erum í skemmtiferð“, svaraði ég- „Viljið þið koma hérna til okkar?“ kallaði annar. eftir Jón Sveinsson „Þakka þér fyrir. Við megum ekki fara um borð“. „Hver hefur bannað ykkur það?“ •>•> Hún mamma“. „Og af hverju?“ „Það veit ég ekki. Ég hugsa, að hún sé hrædd um, að eitthvað geti komið fyrir okkur“. „Af hverju er hún hrædd um það?“ „Það fór einu sinni drengur um borð í útlent skip. Það sigldi burt með hann, og síðan Iiefur ekkert til hans spurzt“. „Þetta var ljót saga. En bíðið þið ögn við. Ég kem fljótt aftur“. Hann hvarf inn á skipið. Við færðum okkur nokkra faðma fjær til vonar og vara. Það er ekki að vita, hvað hann ætlar sér, hugsaði ég. En brátt kom hann aftur og kastaði til okkar tveim- ur appelsínum. mcörnorgunKof f inu — Svona er hann efittektar- samur... þetta hefur hann lært f sjónvarpinu... — Ertu viss um, aó þú takir ekki þetta læknanám þitt of alvarlega.. ? — Ég átti að skila kveðju frá f iðlukennaranum og segja, að hann hefði unnið í happ- drættinu... — Ehe, jamm. ,.ef þér þrýstið SVONA fast, þá nátt- úrulégá....

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.