Morgunblaðið - 29.12.1973, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. DESEMBER 1973 £>
Tyrkirkveðja
Ismet Inönii
Ankara, 27. des. AP. NTB.
ISMET Inönii, sem lézt á jóladag,
var lagður til hinztu hvíldar í
gær, f „Anit Kabir“, grafhýsi
Kemal Atatiirks, stofnanda tyrkn
eska lýðveldisins. Hann var 89
ára að aldri.
Inönii var náinn vinur og sam-
starfsmaður Atatiirks. Atatiirk
skipaði hann fyrsta forsætisráð-
herra sinn 1923 og Inönii varð
eftirmaður hans i forsetastóli
1938.
Allir fánar í Tyrklandi voru í
hálfa stöng þar til útförin hafði
farið fram. Ríkisóperan og leik-
húsið felldu niður sýningar og
Ismet Inönii
útvarp og sjónvarp fluttu aðeins
fréttir og klassiska tónlist.
Kennsla féll niður í skólanum, en
Inönus var minnzt i staðinn.
Inönu hélt Tyrklandi hlutlausu
í síðari heimsstyrjöld fram á
siðustu daga stríðsins. Þegar
Rússar kröfðust landa af Tyrkj-
um og yfirráða yfir tyrknesku
sundunum beitti hann sér fyrir
inngöngu Tyrklands i Atlants-
hafsbandalagið.
Hann leyfði fyrstu raunveru-
lega frjálsu kosningarnar í Tyrk-
landi 1950 og beið ósigur fyrir
Bayar og Menderes. Hann varð
aftur forsætisráðherra eftir
kosningarnar 1961 og gegndi emb
ætinnu til 1964. Tvær byltingar-
tilraunin voru gerðar 1962 og
1963, og i febrúar 1964 var honum
sýnt banatilræði. A þessum árum
tryggði hann Tyrkjum samninga
við Efnahagsbandalagið.
Fyrir einu og hálfu ári beið
hann alvarlegan pólitiskan ósig-
ur. Hann sagði þá af sér for-
mennsku Lýðveldisflokksins eftir
deilur við vinstrimenn í flokkn-
um, sem seinna kusu Bulent
Ecevit formann.
Inönú var félagi í „UngTyrkja“-
hrevfingunni. sem barðist gegn
soldáninum. í fyrri heims-
styrjöldinni var hann hers-
höfðingi á sýrlenzku vígstöðvun-
um, þar sem hann barðist gegn
Bretum. Hann var einn helzti hers
höfðingji Atatúrks í stríðinu gegn
Grikkjum eftir fyrri heimsstyrj
öldina og 1921 sigraði hann þá
við Inönú, sem hann kenndi sig
við, einu ári áður en þeir voru
hraktir í sjóinn.
hjá þeim sem hljóta háu
vinningana: Ánægjulegt hjá%
þeim sem fá þá lægri. Spenn-
andi hjá þeim sem eru með.
Happdrætti SÍBS sem enginn
getur tapað í, því ávinnings af
starfi SÍBS njóta allir lands-
menn.^
Dregið 10. janúar.%
Happdrætti SÍBS.
r Vinningur margra, ávinningur allra.