Morgunblaðið - 29.12.1973, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. DESEMBER 1973
17
Jóhannes Helgi,
rithöfundur:
Alþingi grípur í taumana
Jóhannes Helgi
Morgunblaðið hefur fregnað, að
mikil ólga ríki nú meðal rithöf-
unda vegna nýlegrar úthlutunar
viðhótarritlauna. Einn hinna
sniðgengnu höfunda er Jóhannes
Helgi og sneri blaðið sér til hans
og spurði hvort hann hefði ekki
skilað skýrslu, og að fengnu já-
Hjörtur Pálsson
yrði var hann beðinn að tjá sig
um málið.
Mér er ekkert að vanbúnaði að
tjá mig um málið. Ég skilaði
skýrslu. Ég gaf út bækur tvö árin
af þrem sem tiltekin voru sem
skilyrði fyrir viðbótarritlaunum í
auglýsingu nefndarinnar, ég var
með bók bæði 1970 og 1971, fyrir
nú utan að ég gaf einnig út bók
1969, þannig að ég var með út-
gefnar bækur þrjú ár í röð fram
að árinu 1972. En útgáfubækurn-
ar 1970 og 1971, þær sem nefnd-
inni bar að gera úttekt á, voru
Svipir sækja þing 1970 og Óþekkti
hermaðurinn eftir finnska Norð-
! urlandaráðsverðlaunahafann
Vainö Linna 1971, þýðing á 4.
hundrað þéttprentaðra síðna. Eg
gerði nefndinni skilmerkilega
grein fyrir því hve greypilep ég
þurfti að gef-a með þessari þýð-
ingu, þannig að glíman við Linna
batt mér skuldabagga langt um-
fram það sem mig óraði fyrir þeg-
ar ég hóf þýðinguna, bagga sem
ég er ekki enn búinn að hrista af
mér, og þýðingin byggði gersam-
lega út möguleikanum á að ég
hefði getað gefið út bók 1972,
fjórðá árið í röð. En þetta kom
fyrir ekki.
Kristján frá Djúpalæk
Það er ástæða til að benda ræki-
lega á, að viðbótarritlaunin eru
ekki verðlaun, ekki viðurkenning,
ekki neins konar listamannalaun,
þau eru lögboðin eign rithöfund-
anna sjálfra með eftirgjöf ríkis-
valdsins á söluskatti af bókum
sem tekjustofn, þau eru launa-
uppbót fyrir unnin verk sem sýnt
er að ekki hafi verið goldin sann-
virði. Þennan kjarna málsins hef-
ur nefndin í fjölmörgum tilvikum
að engu. Vinnubrögð hennar
minna sterklega á vinnubrögð út-
hlutunarnefndar listamanna-
launa, þar sem jafnan ægir saman
gerólíkum sjónarmiðum. Nema
úthlutunarnefnd listamanna-
launa er þó sjö manna nefnd og i
fjöldanum felst viss trygging um
lýðræðisleg vinnubrögð, en út-
hlutunarnefnd viðbótarritlaun-
anna er aðeins þriggja manna
nefnd -og skipan hennar einhvers
konar austantjaldsfyrirbæri. Rit-
höfundafélag Islands, félag Ein-
ars Braga og Thors & Co, til-
nefndi í hana vinstrisinnaða konu
hér i borg, konu með nýlegt B.A.-
próf i bókmenntum, og Norrænu-
deild háskólans tilnefndi mann
sem skrifar um bækur i Þjóðvilj-
ann. Gegn þessu tvistirni teflir
Jóhann Hjálmarsson
svo hitt rithöfundafélagið, Fél.
ísl. rithöfunda, Hagalínsfélagið
svokallaða, lögfræðingi. Að hon-
um allsendis ólöstuðum sem slik-
um, hlýtur maður að spyrja: Hvað
má maður með lögfræðimenntun
sin gegn tveim aðilum, sem ekki
eru aðeins skoðanasystkin, heldur
líka handgengin bókmennum
menntunarlega séð? Enda er út-
koman svo sem efni standa til,
það geta menn væntanlega gengið
úr skugga um þegar báðir listarn-
ir verða birtir samsíða, ef því fæst
framgengt, listinn yfir þá sem náð
hlutu fyrir augum nefndarinnar
og forsendur veitingarinnar, og
hinsvegar Iistinn yfir hina sem
synjun hlutu. Það þarf meira en
meðalasna til að láta sér detta í
hug að borga nýgræðingi 220 þús.
kr. kaupuppbót á 97 blaðsíðna
ljóðakver sem tilviljun ræður að
kemur út á árinu 1972, svo aðeins
eitt dæmi sé nefnt, krassandi að
vísu, en sniðganga t.d. mann eins
og Jóhann Hjálmarsson, sem gef-
ur út tvær bækur 1971, Ljóðaþýð-
ingar og viðamikið verk um ís-
lenzka nútímaljóðlist, margra ára
hjáverk, og Trúarleg ljóð ungra
skálda 1972 (umsjón). .Eða Krist-
ján frá Djúpalæk sem gefur út
ljóðabók á árinu 1972, maður með
fjölda bóka að baki eins og Jó-
hann. Eða Hjörtur Pálsson með
ljóðabók 1972. Eða, eða . . . aðrir
verða væntanlega til að nefna
fleiri nöfn. Menn sjá vonandi að
hér hefur verið svo gróflega mis-
farið með fé að lengi mun verða
frægt að endemum. Önnur fram-
kvæmd nefndarinnar í málinu er
einnig forkastanleg, hún er skip-
uð 8. nóv., hún auglýsir ekki eftir
skýrslum fyrr en 23. nóv. og þá
með skilafresti til 10. des. og er þó
gert skylt af menntamálaráðu-
neytinu að hafa lokið störfum fyr-
ir 15. des., þannig að hún ætlar
sér aðeins fimm daga til að gera
úttekt á verkum 121 rétthafa til
kaupuppbótarinnar, þrjár mann-
eskjur á hlaupum í jólaönn. En
úttekt af þessu tagi er a.m.k.
tveggja mánaða verk. Bækur höf-
undanna sem til greina koma
þurfa að Iiggja fyrir, þær þarf að
skoða og hafa jafnframt fyrri fer-
il höfundarins til hliðsjónar. Það
er ekki aðeins úrelt fyrirkomulag
að menn komi saman stund úr
degi nokkra daga í röð og þæfi um
menn og bækur og geri hrossa-
kaup, það er ósæmilegur verknað-
ur þegar um er að ræða sjóð sem
úthluta á úr á grundvelli starfs-
mats. Blákalt starfsmat, "að því
marki sem framast er á valdi
manna, stigagjöf hvers einstaks
nefndarmanns — samkvæmt
bestu samvisku undir eið, og sam-
lagning stiganna og veiting eða
synjun á grundvelli hennar, er
það eina sem siðuðum mönnum er
sæmandi.
Hér verður Alþingi að gripa í
taumana. Á fjárlögum ársins 1974
eru veittar 2 milljónir til viðbót-
arritlauna. Alþingi hlýtur að
beita áhrifum sínum til þess að
einhverjum hluta af þessu fé
verði varið til þess að leiðrétta
augljós mistök á úthlutuninni 15.
des. sl. — með endurmati á bók-
menntaframlagi sniðgengnu höf-
undanna. Vænti ég þess að allir
sem láta sig bókmenntir ein-
hverju skipta verði til þess að
taka einarðlega í þennan streng.
Ef rithöfundar geta ekki treyst
því að verk þeirra séu metin í
góðu tómi og af skynsamlegu viti
nokkurnveginn ópólitískra
manna, er þessum milljónum á
, glæ kastað og munu gera meira
| ógagn en gagn.
En fyrir þessi mistök, hverjum
sem um er að kenna þegar öll
kurl eru komin til grafar, verður
að bæta.
Sjálfstæðisflokkurinn — ekki
síst fyrir tilstilli Gunnars Thor-
oddsen — hafði á sinum tíma úr-
slitaáhrif á, að þessi bráðnauðsyn-
lega réttarbót, viðbótarritlaunin,
yrði að lögum á Alþingi. Vonandi
gerir hann ekki endasleppt við
málið.
Jóhannes Helgi.
Baldur Hermannsson
FÓLK OG VÍSINDI .
Njósnarinn
1 geimnum
BANDARISKIR geimvísinda-
menn hafa nú framleitt gervi-
hnetti, sem geta fylgzt með
gangandi manni á götum
Reykjavíkur úr 200 kílómetra
hæð! Big Bird-gerðin, sem tek-
in var í notkun 1971, getur
nefnilega greint hlut á stærð
við mannshnefa á jörðu niðri.
Upplausnarhæfileikinn er um
það bil 10 sentímetrar. Samos
Ljósmyndir Pioneer 10 af
Júpiter. Bletturinn á neðri
myndinni er hið sögufræga
„rauða auga“ Júpiters.
árgerð 1967 hafði eins metra
upplausnarhæfileika.
Big Bird er yngsta kynslóð
bandarískra eftirlitsgervi-
hnatta. Þessir gervihnettir geta
verið lengur á lofti en áður
þekktist, gegnt margvíslegum
eftirlitsstörfum samtímis og
sent myndir til jarðar með
rafsegulbylgjum. Einnig geta
þeir sent nokkur hylki með ljós-
myndafilmum til jarðar — sjá
skýringamynd. Með öllum út-
búnaði vegur „Stóri fuglinn"
rúmlega 10 tonn. Til gamans
má geta þess, að Júpíter-flaugin
Pioneer 10 vegur aðeins 270
kíló.
Rússar hafa þann háttinn á
að veita engar upplýsingar um
geimrannsóknir sínar, fyrr en
þær eru orðnar úreltar. Fullvíst
er þó talið, að þeir standi
Bandaríkjamönnum á sporði í
þessum efnum.
Þessi tvö stórveldi nota eftir-
litsgervihnettina meðal annars
til að fylgjast með óeirðum og
átökum víða um heim. Rússar
fylgdust þannig með her-
flutningum Kínverja við rúss-
nesku landamærin 1969 og
Bangladeshstyrjöldinni 1971 —
1972.
Bandarikjamenn hafa notað
þessa tækni við ýms tækifæri,
meðal annars þegar upp úr sýð-
ur fyrir botni Miðjarðarhafs.
Það jaðrar við, að eftirlits-
gervihnettirnir gætu gefið
nákvæma skýrslu um föstu-
dagsslagsmál fyrir utan Þörs-
kaffi!
Evrópskur
gervihnöttur
1979 verður fyrstu evrópsku
geimflauginni skotið á loft, með
750 kílóa gervihnött.
Ef allt gengur skv. áætlun,
munu Evrópulöndin 10, sem
eru aðilar að ESRO (Evrópska
geimrannsóknastof nunin)
skjóta Ariane, en svo nefnist
flaugin, á loft í Frönsku
Guyana í Suður-Ameríku,
nálægt hinni illræmdu Djöfla-
eyju.
Kostnaðurinn er geipilegur
— 40 milljarðar íslenzkra
króna.
Pioneer 10
uppgötvar
helíum á Júpíter
Bandaríska geimflaugin
Pioneer 10, sem fór framhjá
reikistjörnunni Júpíter aðfara-
nótt 4. desember, hefur sent
mikilvægar upplýsingar til
jarðar. Útfjólubláar ljós-
mælingar sýndu, að frumefnið
helíum er til á Júpíter. Þessi
uppgötvun, sem reyndar kemur
alls ekki á óvart, kemur að liði
vísindamönnum, sem fást við
að kanna uppruna sólkerfis
okkar.
Júpíter og reikistjörnurnar
fyrir utan hann, Satúrnus,
Úranus og Neptúnus eru mjög
frábrugðnar jörðunni að efna-
fræðilegri samsetningu. Þær
eru aðallega byggðar af hinum
léttari frumefnum, einkum
vetni. Innri reikistjörnurnar
svokölluðu, Marz, Jörðin,
Venus og Merkúr eru byggðar
af þyngri efnum. Þessi
áberandi mismunur er vfsinda-
mönnum ráðgáta. Þeir vona, að
rannsóknir Pioneer 10 og
systurflaugar hans, Pioneer 11,
sem er á Ieiðinni til Júpfters,
skýri málið.
Pioneer 10 kannaði geisla-
belti, segulsvið og hitageislun
Júpíters. Flaugin athugaði og
ljósmyndaði sérstaklega hið
fræga „rauða auga“. Þetta er
geysistór, ávalur blettur á
suðurhveli hnattarins. Mesta
lengd hans er 40.000 kíló-
metrar. Stjörnufræðingar hafa
fylgst með honum í hundrað ár
og ekki alltaf verið á eitt sáttir.
Rauða augað situr ekki fast á
yfirborði hnattarins, heldur
þokast einlægt til. Ljósmyndir
Pioneer 10 sýna skugga og ský í
auganu. Vísindamennirnir geta
sér til, að augað sé lofttegundir,
sem brjótast upp úr freðnum
ammoníakskýjum Júpiters.
Svona sendir Big Bird hylki með Ijósmyndafilmum til jarðar,
samkvæmt merkjasendingum frá vfsindamönnunum. Það svffur
sfðasta spölinn í fallhlff. Flugvél grípur sfðan hylkið með sérstök-
um útbúnaði, en gervihnötturinn heldur áfram flugi sínu
umhverfis jörðu.