Morgunblaðið - 29.12.1973, Page 18

Morgunblaðið - 29.12.1973, Page 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. DESEMBER 1973 Málverkasýning Steingríms Sigurðssonar í hlöðunni á Roðgúl á Stokkseyri er opin daglega frá kl. 1 og fram eftir kvöldi, en lýkur á nýársdag. Á sýningunni eru eingöngu nýjar myndir, málaðar frá því í haust. Aðsókn hefur verið góð þrátt fyrir rysjótt veður. — Myndin er af Steingrími á einni af fyrri sýningum hans. Þorvaldur Sigurðsson: NEYÐ Oruggur sigur Islands gegn USA íslendingar sigruðu Banda- ríkjamenn i landsleik í hand- knattleik sem fram fór í íþróttahúsinu í Hafnarfirði í gærkvöldi með 28 mörkum gegn 16, eftir að staðan hafði verið 15:6 íslendingum í vil í leikhléi. Þegar á heildina er litið verður ekki annað sagt en að þetta hafi verið heldur slak- ur leikur af beggja hálfu. Bandarfska liðið var svipað og við höfum oftast séð það áður og f islenzka liðið vantaði bar- áttukraftinn, einkum þó í siðari hálfleik, en þá var það þá ein- staklingsframtak Geirs Hall- steinssonar, sem bjargaði því, að íslandi tókst þó heldur að auka markamuninn. Islendingar skoruðu fjögur fyrstu mörk leiksins og var það ekki fyrr en eftir 8 mínútur að Abrahamson, langbezti maður Bandaríkjamannanna kom liði sinu á blað. Um miðjan hálf- leikinn var staðan 7:4 fyrir ís- land og kom þá nýliðinn Ragnar Gunnarsson í mark landsliðsins og gekk Banda- rikjamönnunum afar illa að finna leið framhjá honum til að byrja með, skoruðu ekkert mark í 12 mínútur. í síðari hálfleik var leikurinn miklu lausari í reipunum. ís- lenzka liðið gerði sig sekt um allt of mikið bráðlæti i sókn og varnarleikur þess var of óá- kveðinn. En Geir Hallsteinsson sýndi þá enn einu sinni, hversu frábær handknattleiksmaður hann er og skoraði hann sjö mörk í hálfleiknum. Mörg brögð Geirs með knöttinn voru svo falleg að áhorfendur klöpp- uðu sem einn maður, jafnvel þó mark yrði ekki úr sókninni. Geir var afgerandi bezti maður íslenzka liðsins, en aðrir leikmenn léku undir getu, nema þá helzt markverðirnir, sem stóðu sig mjög þokkalega. Þáttur Björgvins Björgvins- sonar í þessum leik var nokkuð einkennilegur, sennilega er langt siðan að slík dæmafá óheppni hafi elt leikmann allan leikinn út í gegn, Björgvin fékk hvert dauðafærið af öðru, en oftast var eins og honum væri fyrirmunað að skora. Áberandi bezti maður bandaríska liðsins var Abrahamson og má segja að það sé eini leikmaður liðsins á alþjóðlegan mælikvarða. Mörk tslands: Geir Hall- steinsson 9, Viðar Simonarson 6, Axel Axelsson 3, Ólafur Jóns- son 2, Einar Magnússon 2, Björgvin Björgvinsson 2, Sigur- bergur Sigsteinsson 1, Gunn- steinn Skúlason 1, Auðunn Ósk- arsson 1 og Gisli Blöndal 1. Mörk Bandarfkjamanna: Abrahamson 8, Mozee 2, Naylor 2, Baker2, Hardeman 1, Sparks 1, Matthews 1. Dómarar voru Karl Jóhanns- son og Hannes Þ. Sigurðsson og dæmdu þeir þokkalega. Ofdrykkja og eiturlyfjanautn eru fyrirbæri, sem tæpast þarf að tíunda fyrir þjóð okkar, svo mjög eru þessir lestir illu heilli orðnir kunnir hinum almenna borgara, sem þvímiður lætur þó svo sem hann þekki ekki hið minnsta til þessara hræðilegu vágesta. An öflugra mótvarnaraðgerða brjóta þeir niður og kasta fyrir róða öllu því, sem við sem sjálfstæð þjóð höfum talið til hinna æðstu verð- mæta, sem fylgja þeim augljósu forréttindum að fá að lifa í frjálsu landi þar sem allir eiga að geta sett fram skoðanir sínar og sjón- armið hversu fáránleg og fráleit sem þau kunna að vera. Nægir þar að nefna hóp misviturra manna, sem með furðulegu til- tæki hugðust komast í sviðsljósið, með því að reyna að vinna sam- borgara sína til fylgis við hinn heiðna sið, sem þó brýtur með öllu niður þá siðfræði sem við „kristin" þjóð höfum tileinkað okkur og leitazt við að lifa eftir. En hvað er í rauninni að gerast með okkar ástsælu þjóð, sem í tíma og ótíma gumar af sínu and- Iega atgervi og telur okkur ein- stakt fyrirbæri í hafi þjóðanna sökum gáfna og fróðleiksþorsta? Ég, sem línur þessar rita, geri mér fyllstu grein fyrir vanmætti mínum og nær algjöru getuleysi til þess að koma á framfæri því, sem huga minn hrjáir, en ég vil reyna með þessum greinarstúf að vekja athygli allra sannra manna og kvenna á því hræðilega ástandi, sem ríkir í málefnum drykkjusjúkra og „dópista". Eg hefi nú um nokkurt skeið unnið að málefnum framan- greinds fólks ásamt dugandi og fórnfúsum trúbræðrum mínum innan Fíladelfíusafnaðarins. Hef- ir nú þegar einn úr okkar hópi dvalið á meðal sænskra hvíta- sunnumanna, sem í rúm þrettán ár hafa rekið hjálpar- og líknar- og björgunarstörf, sem í dag eru þekkt um allan hinn menntaða heim. Svo stórkostlegur er árang- ur af þessu mannúðarstarfi að fólk frá hinum fjarlægustu lönd- um svo sem Japan, Bandaríkjun- um o.fl. sækja Svía heim til þess að geta tekið upp sambærilegt starf á meðal sinna eigin þjóða, því hér er vissulega um alþjóðlegt vandamál að ræða. Enda hlýtur sivaxandi drykkjuskapur og eit- urlyfjanotkun um heim allan að vekja menn af værum blundi doða og sinnuleysis um þessi mál, sem hljóta að snerta alla þá ein- staklinga sem teljast vilja ábyrgir þjóðfélagsþegnar. Ætla mætti að opinberir aðilar tækju með fögn- uði og gleði við starfsemi, sem sýnt getur, að hvorki meira né minna en 75% allra þeirra, sem inn á þessar stofnanir koma, ná fullum bata og verða aftur að nýtum og ábyrgum þjóðfélags- þegnum. En á sama tíma og fram- angreind hæli sýna þennan glæsi- lega árangur kemur í ljós, að sam- bærilegar stofnanir, sem reknar eru með ærnum kostnaði af sænska ríkinu sýna aðeins 1—2% árangur. Til gamans má geta þess hér, að á níu ára starfsferli for- stöðumanns drykkjumannahælis- ins Akurhóls, sem islenzka ríkið rekur, hefir aðeins einn maður náð umtalsverðum bata. Ekki fer hjá þvi, að menn reka upp stór augu, þegar slíkar stað- reyndir eru kunngerðar, enda engum láandi, þegar þess er gætt, að islenzkir skattborgarar verða að borga yfir níutiu þúsund á hverjum mánuði þeim einstakl- ingum, sem gista hin ýmsu ríkis- reknu hæli og fangelsi. Ég get fullyrt og sannað, að mikill meiri- hluti þeirra manna, sem gista fangelsi og hin ýmsu ríkisreknu hæli, eru sömu einstaklingarnir frá ári til árs. Þannig hefið það a.m.k. verið frá því ég fyrst komst inn í þennan óheilla vítahring fyr- ir u.þ.b. 17 árum. ÞAÐ SEM SKÍjPUN SKIPTIR. Svo er Guði fyrir að þakka, að allir þeir, sem leitt hafa hugann að refsimálum í okkar marglofaða menningarsamfélagi eru að því er ég bezt veit„ sammála um til- gangsleysi þess að loka menn inni í fangelsi í svo og svo langan tíma þótt viðkomandi hafi brotið lands- ins lög og verði fýrir dóm sannur að sök. Ég hefi sjálfur setið í fangelsi í u.þ.b. fimm ár og tel mig því hafa ærna reynslu af þessum niðurbrjótandi og siðspill- andi stofnunum, þar sem menn ráfa um ganga og sali fangels- anna, hafandi ekkert fyrir stafni annað en að spila fjárhættuspil og gorta af endemum sínum. Hópast þá tíðum hinir yngri uta.n um þá, sem eldri eru og sagt geta hvað magnaðastar sögur um afbrot sln og endemi. Enda þótt núverandi dómsmála- ráðherra hafi látið semja nýtt lagafrumvarp um refsimál, verð- ur hverjum þeim, sem kynna vill sér mál þe-ssi, fyrr en varir Ijóst, að hið nýja frumvarp, sem nú er orðið að lögum, er ömurlegt tákn um fljótfærnislega unnið verk, sem ber öll merki þess að því hafi verið hróflað saman I flýti án sam- ráðs við þá aðila, sem lagt hafa út í kostnaðarsamt nám í sakfræði og stofnað hafa með sér félag, væntanlega með það fyrir augum að geta verið ráðgefandi í þessum mjög svo mikiisverðu málum. En svo var asinn mikill á hæstvirtum dómsmálaráðherra, að hann gaf sér ekki tíma til þess að hafa samráð fið Sakfræðingafélag ís- lands, sem þó hafði farið fram á að fá að vera með í ráðum, þegar þetta frumvarp yrði samið. Það hafðiþvímátt ætla af samningu þessa frumvarps að lagaprófess- orinn í ráðherrastólnum hafi þá þegar skynjað feigð þeirrar end- emis ríkisstjórnar, sem til óþurft- ar og ama öllum landslýð situr enn að völdum. Það var raunar alls ekki ætlun mín að rita hér langt mál um refsimál, en naumast verður hjá þvi komizt svo samofin eru þau mál því, sem mér liggur á hjarta, en það er að koma í veg fyrir að menn hafni aftur og aftur í fang- elsi. Það er t.d. ekki glæsilegt fyir mann, sem nú í svartasta skamm- deginu er að losna frá Litla Hrauni. Mjög oft eru slíkir menn komnir úr öllum tengslum við ættfólk sitt og eiga því hvergi vísan samastað þegar til bæjarins er komið og verða því oftast nauð- ugir viljugir að leita á fund fyrri drykkjufélaga og þarf þá naumast að hafa þar fleiri orð um. Þessir' vesalings menn eru því fyrr en varir aftur komnir inn f fangelsi. Það, sem fyrir mér vakir með þessum skrifum, er fyrst og fremst að skora á alla þá, sem ljá vilja lið okkur, sem fyrir trú á Jesúm Krist höfum losnað úr hel- fjötrum brennivínsandans og þeim löstum, sem einatt hljóta að fylgja því að vera ofurseldur slík- um ógnvaldi sem Bakkus er og mun ætíð verða. Það er trú mín og vissa, að ef við, sem reynslu höf- um af þessum málum fengjum aukið tækifæri gætum við orðið að miklu liði. Við höfum af guð- legri náð fengið að frelsast frá hinu tortímandi veldi Satans, fyr- ir heilagt blóð Hans, sem við nú um jólin minnumst. Við þökkum algóðúm Guði fyrir, að Hann gaf í dauða einkason sinn til þess að við, sem fúsir erum til þess að taka við Honum sem persónuleg- um frelsara okkar, mættum þann- ig tileinka okkur fyrirheitið um eilíft líf og verða þannig ný sköp- un, sem í þessari örskömmu jarð- vist fáum notið lífsins í forgörð um Hans. Af óendanlegri náð sinni umbreytti Hann lífi mínu og gaf mér þrá og löngun til þess að vegsama nafn Hans og benda langhrjáðum bræðrum og systr- um á að hjá Honum, já aðeins hjá Honum, finnum við þann frið og þá lífsfyllingu, sem við öll þráum að eignast. Ég hrópa á þig, kæri samlandi minn, og bið þig af hjartans ein- lægni að styrkja okkur og hjálpa. Setjum markið hátt og stefnum að því, að Islendingar megi fyrst allra þjóða heims fagna yfir tóm um fangelsum. Hjálpið okkur að hjálpa öðrum, minnumst þess, að margt smátt gerir eitt stórt og kornið fyllir mælinn. Sími okkar er 11000 og Póst- gírónúmer 11600. Þorvaldur Sigurðsson. Ekkert vísa til Nýja Sjálands í FRÉTTATILKYNNINGU frá utanríkisráðuneytinu ségir, að með erindaskiptum í London hinn 12. september sl. hafi verið gengið frá gagnkvæmu samkomu- lagi milli íslands og Nýja Sjá- lands um afnám vegabréfsáritana fyrir ferðamenn miðað við allt að þriggja mánaða dvöl. Samkomu- lagið gengur í gildi hinn 1. febrú- ar árið 1974. Jólatrésskemmtun tæknifræðinga TÆKNIFRÆÐINGAFÉLAG Is- lands hefur beðið Morgunblaðið að vekja athygli félagsmanna sinna á því, að félagið heldur jóla- tréskemmtun fyrir börn kl. 3 í dag í samkomusal Véismiðjunnar Héðins. Tilkynning um skemmt- unina var send út of seint, og mun því ekki hafa náð til félagsmanna nógu tímanlega. — Meiri líkur Framhald af bls.l tíma, sem þeir þurfa til að klæð- ast vinnufötum sínum, áður en þeir fara niður í námurnar og fyrir þann tíma sem þeir þurfa til þvotta og snyrtingar, þegar þeir koma upp aftur. Um 70 prósent af orku landsins eru fengin úr kolum og vegna yfirvinnubanns námaverka- manna er nú mikill skortur á þeim alls staðar. Jafnvel þótt þeir hefjivinnu af fullum krafti strax eftir áramót, tekur það langan tíma að vinna upp birgðaskortinn, svo að óhjákvæmilegt verður að stytta vinnuvikuna niður I þrjá daga frá og með fyrsta janúar. — Völd flokksins Framhald af bls. 16 hafsbandalagsins að halda vöku sinni. 1 Kína eru alltaf öðru hvoru framkvæmdar opinberar hreinsanir á hermönnum og liðsforingjum, sem eru ákærðir fyrir að starfa í þágu Sovétríkj- arna. Sennilega eru slíkir menn ekki ýkja margir, þótt alltaf séu einhverjir innan hersins, sem hafa meiri samúð með Sovétmönnum en Banda- ríkjamönnum. Herinn er fylgjandi slíkum hreinsunum. Fyrir skömmu sagði háttsettur herforingi við mig: „Við verðum alltaf að vera á verði gegn mönnum eins og Chen Tu-hsiu (hann var tekinn af lífi fyrir hægristefnu á þriðja áratugnum), Wang Ming (hann var lýstur „tækifæris- sinni“ á. fjórða áratugnum), Peng Te-huai (varnarmálaráð- herra á sjötta áratugnum) og Liu Shao-chi og Lin Piao, sem hurfu báðir fyrir nokkrum árum síðan. Maó og stuðningsmenn hans eru staðráðnir í, að herinn fái aldrei nein pólitisk völd, og sennilega er þar að finna ástæðuna fyrir hreinsunum, Sem ný standa yfir. Grunsemd- irnar um samvinnu við Sovét- menn eru sennilega ekki annað en yfirvarp. Kínverjar eru ein- faldlega að tryggja völd flokks- ins í hernum og treysta flokks- hylli hermanna. Það, áem Kínverjar óttast mest, er, að eftir fráfall þeirra Maós og Chou reyni Sovétmenn að koma sér vinveittum mönn- um til æðstu valda I Kína. Hið sama óttast menn að kunni að gerast í Júgóslavíu eftir að Tító er fallinn frá. Slikt gæti valdið deilum í Evrópu og það var einmitt á þeim möguleika, sem Frakkar byggðu síðustu heræf- ingar sínar. Upphaf þjóðhá tíðar á Akranesi Akranesi, 28. desembér Bæjarstjórnin á Akranesi kaus í sumar fimm manna nefnd til und- irbúnings þjóðhátíðarinnar. I nefndina voru kosin: Bjarnfríður Leósdóttir, Haraldur Sturlaugs- son, Magnús Oddsson, Þorgils Stefánsson og Þorvaldur Þor- valdsson. Nefndin varð ásátt um að hefja þjóðhátíð nú um áramótin með því að halda fjórtán brennur á nýársnótt, sem munu mynda ramma um landnám Akraness til forna. Ætlunin er, að kveikt verði í brennunum samtímis, svo að þær logi allar í einu. Á þá að sjást frá einni brennu til þeirrar næstu á báða vegu. — Júlíus Lýst eftir ökumanni Fimmtudaginn 27. des. sl. varð árekstur á mótum Ægisgötu og Vesturgötu um kl. 13.15. Saab-bif- reið var ekið austur Vesturgötu, en Volkswagen-bifreið niður Ægisgötu og inn á gatnamótin. Saab-bifreiðin var að beygja frá Volkswagen-bifreiðinni til að forðast árekstur við hana, en lenti þá á bifreið, sem beið við gatna- mótin. Það eru tilmæli til öku- manns Volkswagenbifreiðarinn- ar, að hann gefi sig fram við rann- sóknarlögregluna. Á TÖLFTA tlmanum að morgni föstudagsins 21. des. sl. lenti öku- tæki á ljósastaur á Breiðholts- braut og kubbaði hann í sundur. Nemur tjónið um 70—80 þús. kr. Á staðnum voru greinileg hjólför eftir stóra vinnuvél, líklega traktorsgröfu, en tjónvaldurjnn hefur yfirgefið staðinn án þess að tilkynna um óhappið. Viðkomandi Ökurhaður og sjónarvottar eru beðnir að hafa samband við rann- sóknarlögregluna vegna þessa.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.