Morgunblaðið - 29.12.1973, Page 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. DESEMBER 1973
Minning:
Guðmundur J. Sig-
urðsson Þingeyri
Um hver áramót leilar hugur-
inn gjarnan til þess, sem liðið er.
Nú hugsa allir kunnugir til Dýra-
fjarðarþinga. Guðmundur J. Sig-
urðsson á Þingeyri er látinn. Það
markar tímamót, er athafnamenn
hverfa af sjónarsviðinu.
í áratugi var Guðmundur J. Sig-
urðsson einn af máttarstólpum
sveitar sinnar og byggðar. Vél-
smíði var hans ævistarf. Þar kom
réttur maður til á réttum tíma.
Vélmenning og verkmenning var
forsenda þess, að fólkið næði
fram frá fátækt til bjargálna.
Guðmundur bjó sig undir ævi-
starfið af þeirri kostgæfni og
framtakssemi, er átti eftir að
móta allt hans líf. Hann nam ung-
ur járnsmíði á Þingeyri í 3 ár. En
síðan stundaði hann framhalds-
nám í Danmörku og Noregi árin
1906 — 1907. Hann var því vel
undir starf sitt búinn og svo, að
óvenjulegt var, á þeirrí tið.
Arið 1913 gerðist Guðniundur
stofnandi og forstjóri vélsmiðj-
unnar Guðmundur J. Sigurðsson
& Co. á Þingeyri. Þessu fyrirtæki
vann hann alit meðan kraftar ent-
ust, en honum var gefið meira
starfsþrek en títt er. Hann var að
koma frá vinnu sinni í smiðjunni í
marz s.l., er hann hrasaði og hlaut
þá byltu, er hélt honum rúmföst-
t
Eiginmaður minn
kolbeinn
SIGURÐSSON
skipstjóri
andaðist 28 þ m
Ingileif Gisladóttir.
um, unz hann lézt 19. þ.m., 89 ára
að aldri.
Það er sjaldgæft að eiga svo
langan starfsaldur sem Guðmund-
ur J. Sigurðsson átti. En með ein-
dæmum er það, sem honum tókst
að afreka á þessum tíma. Vél-
smiðjan á Þinge.yri hafði ekki ein-
ungis grundvallarþýðingu fyrir
vaxandi útgerð og véltækni i
heimabyggðinni, heldur og ann-
ars staðar um Vestfirði og víðar
um land. Hér kom tii, að vél-
smiðja þessi þótti i fremstu röð
um verktækni, nýjungar og ný-
smíði tækjaútbúnaðar, sem eink-
um kom í góðar þarfir hinni ört
vaxandi útgerð landsmanna. Vél-
smiðjan á Þingeyri varð snemma
þjóðkunn af þessum ástæðum.
Þetta var afrek Guðmundar J.
Sigurðssonar. Fyrir þetta hlaut
hann viðurkenningu og virðingu
allra, sem tii þekktu og var m.a.
sæmdur riddarakrossi Fálkaorð-
unnar 1956 og heiðursmerki
Landssambands iðnaðarmanna úr
gulli 1960.
Það var ekki fyrr en á efri árum
Guðmundar, sem kynni okkar
hófust. Þá bjó hann í sama hús-
inu, þar sem eiginkona hans,
Estiva Björnsdóttir, hafði búið
honum heimili. Hún var þá látin
fyrir mörgum árum en minnzt
sem mikilhæfrar konu, eiginkonu
og móður. Hann naut þá forsjár
Matthíasar sonar síns í Vélsmiðj-
unni og umönnunar Camiilu
tengdadóttur sinnar á heimilinu.
Þótt aldur væri farinn að færast
yfir, fannst mér Guðmundur vera
í fuliu fjöri. En var vinnudagur-
inn langur og áhugamálin margs
konar. Hann hafði látið til sín
taka málefni sveitar sinnar og
byggðarlags svo sem átt sæti í
hreppsnefnd, skólanefnd, sóknar-
nefnd o.fl. Hann var áhugamaður
Þökkum auðsýnda samúð við andlát og jarðarför systur minnar
MARGRÉTAR PÁLSDÓTTUR,
Bjarnarstig 6, Reykjavík.
Fyrir hönd vandamanna
Páll Pálsson, Hnífsdal.
t
Faðir okkar tengdafaðir og afi
JÓN STEFÁNSSON
Ránargötu 36
andaðistí Landakotsspítala 28 12
Stefán H Jónsson Unnur Sigurðardóttir
Jón Þórir Jónsson Þórunn Vilmundardóttir
og barnabórn.
Eiglnkona mín, t
GUÐNÝ GUÐJÓNSDÓTTIR
frá Vík i Fáskrúðsfirði,
andaðist hinn 26 desember
Friðbjörn Þorsteinsson.
t
Eiginmaður minn og faðir okkar,
RÓBERT ARNAR KRISTJÓNSSON
framreiðslumaður,
Látraströnd 30, Seltjarnarnesi,
verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju, miðvikudaginn 2 jan kl.
10 30
Ásta HeiðurTómasdóttir,
Linda Guðný Róbertsdóttir,
Tómas Kristjón Róbertsson.
um þjóðmál og vildi framgang
hugsjónar sjálfstæðisstefnunnar.
Mér eru minnisslæðar samveru-
stundirnar með Guðmundi J. Sig-
urðssyni. Viðræður við hann voru
fyrir mig gagn og gaman. Eftir-
minnilegust er mér höfðingleg
reisn hans og áhugi fyrir framför-
um hvers konar, en þó einkum í
verkmenningu þjóðarinnar.
Það er mikill sjónarsviptir að
Guðmundi J. Sigurðssyni öllum,
sem hann þekktu. Og mestur er
söknuður hjá börnum hans og
öðrum ástvinum. En minningin
um mætan merkismann mun lifa.
Þorv. Garðar Kristjánsson.
SVAR MITT
EFTIR BILLY GRAHAM
Vinsamlegast útskýrið, hvað í þvf felst, að Guð cr faðir
okkar og við mennirnir bræður.
Þessi orð eru misskilin. Allir menn eru bræður í
þeirri merkingu, að við erum allir komnir af Adam.
Við erum bræður í fjölskyldu mannanna. Og Guð er
faðir okkar í þeirri merkingu, að hann hefur skapað
okkar. En lengra nær samlíkingin ekki. Biblían
segir, að allir menn hafi dáið í Adam, en allir muni
verði lífgaðir aftur í Jesú Kristi. Þegar maðurinn
syndgaði, missti hann réttinn til þess að vera sonur,
og sonur verður hann aftur einnungis fyrir Jesúm
Krist. Þetta er ástæðan til þess, að hann dó „til þess
að sætta oss við Guð“.
Jesús Kristur er hinn eini á himni og jörð, sem
getur veitt okkur hina glötuðu sonarstöðu að nýju og
fullkomnað„fjölskyldu Guðs“. Varla verður sagt, að
mennirnir í þessum heimi, sem við lifum í, komi
fram eins og bræður. Þeir berjast, svíkja, ofsækja,
stela og myrða. Jesús Kristur, hann, sem sættir
manninn við Guð, endurleysir hann og endurfæðir,
hann einn getur komið því til vegar, að við verðum
að nýju sannir synir Guðs og Guð faðir okkar.
Einungis fyrir hann skiljum við, hvað átt er við,
þegar sagt er, að Guð sé faðir okkar og mennirnir
bræður.
Davíð Friðriksson
Þorlákshöfn - Mnning
I dag verður til moldar borinn
frá Eyrarbakkakirkju vinur minn
Davíð Friðriksson B-götu 24 Þor-
lákshöfn.
Þegar hátíð ljóssins var að
ganga í garð barst sú frétt út um
litla þorpið okkar, að Davíð Frið-
riksson væri dáinn.
Alla setti hljóða, því að þó við
vissum öll, að hann gekk ekki
heill til skógar, hafði hann borið
sjúkdóm sinn með slíkri karl-
mennsku a§ fáir vissu í raun og
veru hve sjúkur hann var.
Davíð var maður sistarfandi, og
hefðu fallið þungt að verða að
hætta vinnu. Það er huggun
harmi gegn, að það var ekki á
hann lagt. Hann fór i fullu starfi,
boðinn og búinn tii hjálpar og'
liðsinnis við alla, sem leituðu fíl
hans.
Skyldurækinn gekk hann síð-
asta spölinn við hlið sonar síns
þegar kallið kom, og hinn ungi
maður bar gæfu til að taka fallið
af föður sínum.
Eg minnist þess, þegar ég kom
fyrst til Þorlákshafnar öllum ó-
kunnugur. Davíð var þá einn af
þeim starfsmönnum, sem þar
voru fyrir. Báðir vorum við þann-
ig skapi farnir að við tjáðum okk-
ur ógjarna við ókunnuga meira en
nauðsyn bar til.
Þó varð það svo, að við urðum
fljótt góðir kunningjar og eftir
þvi sem árin liðu urðu þessi vin-
áttubönd traustari, og nú að leið-
arlokum get ég sagt, að enginn
vandalaus maður stóð mér nær en
hann. Alltaf þegar Davíð kom til
min í vinnuskúrinn fannst mér
létta yfir mér. Hann var bjart-
sýnn og glaður, fundvís á hinar
broslegu hliðar lífsins, án þess þó
að særa nokkurn eða meiða.
Stærsta gæfuspor sitt í lífinu
steig Davið þegar hann giftist eft-
irlifandi konu sinni Ingibjörgu
Guðmundsdóttur frá Akranesi,
sem reyndist honum sá góði lífs-
förunautur, að fáar hefðu gert
eins, og enginn betur. Þau eignuð-
ust tvö börn, sem bæði etu á
æskuskeiði og bera foreldrum sín-
um fagurt vitni.
Það var ekki ætlan mín að rekja
ævisögu Davíðs heldur aðeins að
rifja upp kynni mín af þessum
góða dreng.
Davíð bar ekki tilfinningar sín-
t
Faðir okkar og tengdafaðir v
GÍSLI KAREL ELÍSSON
sem andaðist 25. þ.m verður jarðsunginn frá Grundarfjarðarkirkju
mánudaginn 3 1. des. kl. 1 1 f.h. Ferð frá B.S.Í. sunnudag kl. 2.
Vilborg Glsladóttir Haraldur B. Þorsteinsson
Pálína Gisladóttir Halldór Finnsson
Elís Glslason Hulda Valdimarsdóttir
Hólmfrlður Glsladóttir EggertTh. Kjartansson
t
Útför okkar ástkæru móður, tengdamóður og ömmu
GUÐRÚNAR GUÐBJARTSDÓTTUR
Bragagötu 36 R ,
er lést I Landspítalanum aðfararnótt 21 des , fer fram frá Fossvogs-
kirkju miðvikudagínn 2 jan 1 974 kl 1.30 e.h
Blóm vinsamlegast afþökkuð, en þeim, sem vilja minnast hinnar látnu,
er bent á líknarstofnanir.
Kristin Grimsdóttir Halldór Björnsson
Sigriður Grimsdóttir Ólafur Lárusson
Guðriður Grímsdóttir Sigmar Sigurðsson
og barnabörn.
ar á torg svo sem áður var að vikið
hvorki um sjúkdóm sinn eða trú.
Aðeins þeir, sem komust næst
honum, vissu, að hann trúði þvi
ákveðið, að þegar hann stigi yfir
landamæri lifs og dauða mundu
vinir hans, sem á undan væru
gengnir, koma til móts við hann
og leiða hann til sælli heima.
Verði honum að trú sinni.
Blessuð sé minning hans. Konu
hans og börnum votta ég innilega
samúð mfna og konu minnar.
Björgvin Guðjónsson.
Tannlækningar
í trygginga-
loggjof
Aðalfundur Bandalags kvenna í
Reykjavík, haldinn 8. og 9. nóv.
1973, þakkar hæstvirtu Alþingi og
ríkisstjórn umbætur á lögum og
framkvæmd Tryggingastofnunar
ríkisins. Engu að sfður leyfir
fundurinn sér að fara fram á eft-
irfarandi um tryggingamál:
1. „Mæðralaun með einu barni
hækki verulega og haldist til 17
ára aldurs."
2. ,,Að ekki komi til frádráttar
minniháttar atvinnutekjur eða
lífeyrissjóðsgreiðslur til elli- og
örorkubótaþega við ákvörðun
uppbóta á tekjutryggingu."
3. „Elli- og örorkulifeyrir hald-
ist við sjúkrahúsvist i allt að fjóra
mánuði á ári. Jafnframt verði
aukin niðurgreiðsla á lyfjum
tekjulítilla elli- og örorkubóta-
þega.“
4. „Tannlækningar verði teknar
inn f tryggingalöggjöfina."