Morgunblaðið - 29.12.1973, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 29.12.1973, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. DESEMBER 1973 iHgerðarmenn Skipstjóri, sem haft getur alla áhöfn, óskar eftir góðum vertíðarbát. Helzt bát, sem gerður væri út frá Suðvestur- landi. Þó ekki skilyrði. Tilboð merkt: „Góð útgerð 605", sendist afgr Mbl. strax. GÖMLU DANSARNIR í KVÖLDKL. 9—2. HUÓMSVEIT ÁSGEIRS SVERRISSONAR SÖNGVARAR: SIGGA MAGGÝ OG GUNNARPÁLL Miðasala kl. 5.15 — 6. Sími 21971. GÖMLUDANSAKLÚBBURINN. LINDARBÆR OriSIETOLl OFIOIETOLD OPIBIETOLS HÖT4L ÍA<iA SÚLNASALUR Hljómsveit Ragnars Bjarnasonar DansaÓ til kl. 2. Engar vínveitingar. Sérstakur aðgangseyrir. ___________________________________________I VIÐVORUNARMERKINGAR Á ÖLL HÆTTULEG EFNI AÐALFUNDUR Bandalags kvenna í Reykjavík, haldinn 8. og 9. nóvember 1973, ályktar eftir- farandi um verðlags- og verzl- unarmál: 1. „Aðalfundurinn beinir þeirri eindregnu áskorun til heilbrigðis- málaráðuneytis og landlæknir, að sett verði sem fyrst reglugerð um viðvörm;3jmerkingar á öll hættu- leg efni og lagt verði strax ban’n við því, að klór, hreinsilögur o.fl., sé sett í sams konar umbúðir (plastbrúsa og flöskur) og notaðar eru undir saft, ávaxtasafa o.fl. matarkyns." 2. „Vegna tíðra slysa á börnum í heimahúsum, vill aðalfundurinn beina þeirri áskorun til foreldra og annarra húsráðenda að gæta itrustu varká'rni í meðferð og geymslu lyfja, hreinsiefna og tækja, sem geta valdið stórslysum og heilsutjóni á börnum.“ 3. „Affalfundurinn fagnar nýút- gefinni reglugerð viðskiptamála- ráffuneytis um „merkingu mat- væla og annarra neyzlu- og nauð- synjavara, sem seldar eru í smá- sölu.“ 4. „Aðalfundurinn lýsir ánægju sinni yfir góðri upplýsinga- þjónustu og f jölbreytni og gæðum íslenzkrar mjólkurvöru, en vill jafnframt fara þess á leil við Mjólkursamsöluna, að hafin verði hið bráðasta framleiðsla á sýrðri undanrennu, fituminni mjólk og kaffirjóma. Æskilegt er, að pokar séu fáanlegir í búðum samsölunn- ar. Óskað er eftir betri umbúðum um undanrennuna." 5. „Aðalfundurinn beinir þeirri áskorun til Grænmetisverzlunar ríkisins, að hún vinni markvisst að því að bæta kartöflufram- leiðsluna, t.d. með upplýsinga- þjónustu og aðhaldi við fram- leiðendur. Þá vill fundurinn beina því til sömu aðila að vanda vel til geymsluhúsnæðis og allrar meðferðar á kartöflum, svo að þær nái borði neytandans í sem beztu ástandi." 6. „Aðalfundurinn ítrekar fyrri ályktun sína um nauðsyn þess að koma fisksölumálum I borginni í betra horf og beinir því þeirri eindregnu áskorun til borgarráðs og borgarstjórnar að setja sem allra fyrst reglur um öflun og dreifingu fisks til verzlana á borgarsvæðinu.“ 7. „Aðalfundurinn fagnar þvi, að fjármálaráðherra með aðild iðnaðarmálaráðuneytis og við- skiptamálaráðuneytis, hefur skipað starfshóp til þess að íhuga erindi, sem borizt hafa um til- lögur til breytinga á tollskrá o.fl. Jafnframt itrekar fundurinn fyrri áskorun sína til hæstvirts Alþingis og ríkisstjórnar um að lækka, að verulegu leyti, tolla af brýnustu nauðsynjum heimil- anna, svo sem búsáhöldum, borð- búnaði, rafmagnstækjum og hreinlætistækjum, en samkvæmt gildandi tollskrá eru þessi tæki í 80% og 100% tollflokki, að undanskildum eldavélum.“ Greinargerð: Samkvæmt toll- skrá eru þessi tæki, sem hér um ræðir, í langhæstu tóllflokkunum. Engum dylst þó, að hér er um að ræða nauðsynleg heimilistæki. Sundurliðuð tollálagning er sem hér segir: Leirvörur: 80% tollur = hrein- lætistæki (handlaugar, salerni, baðkör) 100% tollur = borðbúnaður (ekki postulín) Glervörur: 100% tollur = borð- búnaður og hreinlætistæki Stálvörur: 80% tollur = hrein- lætistæki 100% tollur = borðbúnaður, búsáhöld Álvörur: 100% tollur = búsáhöld Heimilisvélar: 80% tollur = þvottavélar, kæliskápar, ryk- sugur, straujárn 55% tollur = eldavélar frá Efta- löndum. 8. „Aðalfundurinn beinir þeirri áskorun til hæstvirts Alþingis og ríkisstjórnar, að látin verði fara fram athugun á þvi, hvernig hægt sé að verðtryggja sparifé aldraðs fólks.“ 9. „Aðalfundurinn lýsir ánægju sinni yfir þeim íbúðabyggingum á vegum borgarinnar, sem leigðar eru út öldruðu fólki og þegar hafa verið teknar í notkun. Jáfnframt beinir fundurinn þeirri áskorun til borgarstjórnar, að hafizt verði sem fyrst handa um að koma upp fámennum vistheimilum fyrir aldrað fólk, sem þarf á aðstoð og hjúkrun að halda. Þá vill fundurinn einnig leggja ríka áherzlu á það, að borgin haldi áfram byggingu á almennu leigu- húsnæði.“ 10. „Aðalfundurinn ítrekar áskorun sína á hæstvirt Alþingi og ríkisstjórn um að láta sem allra fyrst setja lög um sölu og leigu íbúðarhúsnæðis, til þess að stemma stigu við hækkunum á leigu og verðlagi húsnæðis í landinu." VORNAMSKEIÐ BYRJAR 5. JANÚAR lýkur laugardaginn 27. apríl. Þar eru kennd eftirtalinn valfög: Sálfræði, þjóðfélagsskipun, vinna í íðnaðarfélögum, hljómlist, mynd- list, kvikmyndun, leiklist, bókmenntir, heimspeki, enska, þýzka, danska, reikningur, stærðfræði, EDB-,námskeið, uppeldisfræði Samskóli með yfir 1 00 nemendum. Herbergi, einnig fyrir hjón. Nýi bæklingurinn okkar með upplýsingum um skólann, ásamt yfirliti sent. Aðstoð veitir Norræna félagið. HERNIIMG HOJSKOLE Forstander Bent Pedersen BIRK, 7400 HERNING - TELEFON (07) 1232 44 ajiQtaoa a Oft getur tekiS langan tíma að hugsa um næsta leik. En sért þú að hugsa um reykingar og viljir ekki tefla heilsunni í tvísýnu, þá er næsti leikur augljós. Sjáðu þér leik á borði: Hættu strax! Hollenzkt torg í Jerúsalem Tel Aviv, 27. des. AP. NYTT torg ( Jerúsalem verður skfrt f höfuðið á Hollending- um í heiðursskyni við stuðning þeirra í deilunum við Araba. Mörg hundruð ísraelskir drengir og stúlkur eiga að dreifa hnöppum, sem á stend- ur „ísraelska þjóðin dáist að hollenzku þjóðinni“ í öllum helztu borgum og bæjum lsra- els á morgun.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.