Morgunblaðið - 29.12.1973, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. DESEMBER 1973
29
MAIGRET OG SKIPSTJÖRINN
Framhaldssagan
eftir Georges Simenon
Johanna Kristjónsdóttir
þyddi
26
henni. Hún veit þetta fullvel sjálf
. . . Hún veit hún endar sem
uppþornuð piparjónka, svo að
þess vegna fór hún í langskóla-
nám og vildi komast áfram. .
Hún lætur eins og hún hafi við-
bjóð á karlmönnum. Og svo er
hún i Jafnréttindahreyfingunni.
Beetje fylltist enn meiri ákefð.
Maigretfann, að hún fékk útrás
fyrir gróna beizkju.
— Hún var alltaf að snuðra um
húsið og njósna um Conrad. Þar
sem hún var dæmd til að vera
siðsöm, þá vildi hún lika, að allir
aðrir væru það . . . Skiljið þér,
hvað ég á við? Ég er viss um, að
hún vissi um þetta . . . og svo
reyndi hún líka að fá mág sinn
upp á móti mér . . . og meira að
segja Cornelius! Hún veitti þvi
auðvitað eftirtekh að karlmenn
urðu hrifnir af mér . . . meira að
segja Wienand, þótt hann þyrði
aldrei að segja neitt . . . hann
roðnaði alltaf út að eyrum, ef við
dönsuðum saman . . . Þess vegna
hefur konan hans líka horn í siðu
mér. Kannski hefur Any ekki sagt
systur sinni neitt. en kannski hef-
ur hún gert það . . . Það getur líka
vel verið, að það hafi verið hún,
sem fann bréfin . . .
— Og kannski hún, sem framdi
morðið? slengdi Maigret framan í
hana.
Hún stamaði:
— Ég sver, að um það veit ég
Velvakandi svarar f
síma 10-100 kl. 10.30 —
11.30, frá inánudegi til
föstudags.
% Prísarnir
leyndarmál?
M.P. skrifar:
„Velvakandi góður.
Mér hefur borizt i hendur aug-
lýsingabæklingur frá húsgagna-
verzlun einni. I riti þessu eru
fjálglegar lýsingar á ágæti, virðu-
leika og óhemju veidi varnings
þess, sem verzlunin hefur á boð-
stólum. Nákvæmlega er tilgreint
þykkt, breidd, hæð og lengd allra
þessara „landsþekktu" húsgagna,
auk þess sem birtar eru myndir af
flestu.
Eitt vantar þó alveg — og það
er að mínum dómi ekki svo
smávægilegt atriði, sem aðstand-
endur þessa bæklings virðast
álíta — en það eru upplýsingar
um verð á mununum. Mér datt
það i hug sem snöggvast hvort
dýrindið væri gratfs — svona f
viðbót við öll þau gífurlegu gæði,
sem lýst er i ritinu.
# Hvað veldur?
Annars er ósanngjarnt að nefna
þennan bækling einan í þessu
sambandi, þar sem þessi feluleik-
ekkkert . . . Ég hef ekkert sagt um
það. En Any er naðra . . . En varla
er það mér að kenna, hvað hún er
ljót?
— Eruð þér vissar um, að karl-
maður hafi aldrei verið hrifinn af
henni?
— Haha! Beetje hló lágum
sigrihrósandi hlátri, það var hlát-
ur konu. sem veit, að sjálf er hún
þokkafull, en kynsystir hennar
önnur hefur ekkert til að bera af
slikum þokka.
— Að minnsta kost ekki hér í
Delfzijl.
— Lagði hún einnig fæð á mág
sinn?
— Það veit ég ekki . . . Það er
alltaf öðruvisi . . . Hann var i
fjölskyldunni . . . og henni fannst
öll fjölskyldan eiginlega vera sín
eign . . . Þess vegna varð hún að
passa þau og vernda .. .
— En varla drepa nokkurn úr
fjölskyldunni?
— Hvað haldið þér sjálfur? Af
hverju hamrið þér á þessu?
— Ég held ekki neitt. Segið mér
nú annað. Vissi Oosting um sam-
band yðar og Popinga?
— Nú yður hefur sem sagt verið
sagt það lika?
— Þið fóruð saman í bátnum
hans út til Workum . . . Lét hann
ykkur þá vera óáreitt tvö ein?
—- Já, hann varð auðvitað að
stýra . ..
— Og lét ykkur eftir káetuna?
— Það var ekki nema sann-
gjarnt, því að það var kalt uppi.
— Hafið þér ekkert hitt hann
siðan . . . sfðan Popinga dó?
ur með verð á vörum er einhvers
konar viðtekin venja hérlendis.
Það er eins og verðið sé eitt-
hvert óttalegt leyndarmál, sem
alls ekki megi komast í hámæli.
Maður hefur eiginlega á til-
finningunni, að þurfi einhver
endilega að vita hvað einhver
hlutur kosti, þá skuli hann sko fá
áð hafa fyrir því að gera sér sér-
staka ferð i viðkomandi verzlun
— og þá geti verið að afgreiðslu-
fólkið ljóstri einhverju upp um
verðið, sé farið vel að þvi.
En hvaða voðalega hræðsla er
þetta eiginlega? Hvers vegna þarf
þetta að vera svona óskaplegum
vandkvæðum bundið?
Stundum læðist að manni sá
grunur, að tregða kaupmanna til
að verðmerkja varning þann, sem
þeir breiða úr i búðargluggum,
eigi að einhverju leyti rót sína að
rekja til leti. Hins vegar er erfitt
að eygja einhverja líklega
skýringu á því hvers vegna ekki
má geta um verð vörunnar þegar
lagt er í mikinn kostnað við aug-
lýsingar í fjölmiðlum.
Er þessi siður kannski orðinn
til vegna hlédrægni, eða vilja
kaupmenn hafa vaðið fyrir neðan
sig, og geta hækkað vöruna að
geðþótta sfnum, án þess að vera
bundnir fyrirfram af eigin yfir-
lýsingum?
Hvað sem þvi liður, hlýtur það
að vera sanngjörn krafa, þegar
auglýsingaholskeflunni er dembt
— Nei, það segi ég dagsatt.
— Hefúr hann aldrei borið
víurnar við yður?
Hún hló.
— Hann?
En samt var hún í þann veginn
að bresta í grát að nýju af ein-
skærum taugaóstyrk. Frú van
Hasselt, sem hafði heyrt á tal
þeirra, rak höfuðið inn um dyrn-
ar, tautaði eitthvað í afsökunar-
skyni og fór fram aftur. Þögn um
stund.
— Haldið þér í raun og veru, að
faðir yðar gæti átt það til að drepa
yður?
— Já, það er ég viss um . . .
— Hann hefur þá einnig getað |
átt það til að drepa elskhuga yðar
Hún glennti upp augun, skelf-
ingu lostin og sagði með ákefð:
— Nei. . . Það er ekki rétt . . .
Það var ekki pabbi, sem . . .
— Hvernig vitið þér það? Hann
kom heim sömu nótt á eftir yður
er það ekki rétt?
— Jú, eiginlega alveg rétt á
eftir. En ...
— I síðast bréfi yðar létuð þér í
ljós óþolinmæði, vegna þess að
yður fannst Conrad vera að ganga
yður úr greipum og að hann vildi
draga sig út úr ævintýrinu. Og
þér funduð, að hann yrði aldrei
fús að yfirgefa heimili sitt og fara
með yður til útlanda?
— Hvað eigið þér við með þess-
um orðum?
— Svo sem ekkert . . . ég er bara
að hagræða upplýsingunum. Það
líður sjálfsagt'ekki á löngu, unz
faðir yðar kemur á vettvang.
Hún leit hálfhrædd í kringum
sig, eins og hún leitaði að ein-
hverri smugu til undankomu.
— Þér hafið ekkert að óttast . . .
Ég þarf á yður að halda í kvöld . . .
— 1 kvöld?
— Já. Ég ætla að sviðsetja at-
burðina upp á nýtt . . . hvérnig
allt gekk fyrir sig, kvöldið sem
morðið var framið . ..
— Hann drepur mig!
— Hver?
— Pabbi!
— Ég er nú hérna, svo að það er
engin ástæða til að óttast.
— En.. .
Dyrnar opnuðust. Jean Duclos
kom inn, lokaði á eftir sér og
sneri lyklinum í skráargatinu, svo
kom hann til þeirra óttasleginn á
svip.
— Þið verðið að gæta ykkar.
Liewens er kominn . .. Hann ...
— Farið með hana til herbergis
yðar...
yfir lýðinn í landinu, að um leið
séu upplýsingar um verð á vör-
unni látnar fljóta með. Nóg er nú
samt lagt á almenning í þessum
efnum.
Þessir ágætu menn verða nefni-
lega að gera sér grein fyrir því, að
ekki eru allir svo múraðir, að þeir
þurfi ekkert að hugsa um hvað
hlutirnir kosta.
M.P.“
# Launakröfur
háskólamennt-
aðra manna o.fl.
Kristjana Guðmundsdóttir,
hjúkrunarkona, skrifar:
„Mikið er amazt við launakröf-
um háskólamenntaðra manna, og
þá ekki siður háum tekjum lækna
og kröfum þeirra um góð laun.
Ekki er ég dómbær á það hvort
þessar kröfur eru um of.
En hvers vegna talar fólk, sem
ekki er háskólagengið, svo mjög
um tekjur þessara manna? Er það
leiði yfir þvi, að það hefur ekki
sjálft gengið þessa braut, eða er
það af öfund?
Þó eru tekjur háskólamanna
ekki hærri en margra iðnaðar-
manna.
Ég leyfi mér að benda á það, að
nú geta allir hér á landi lært það,
sem þeir vilja læra. Námslán eru
góð, og „öldungadeild" við
— Nú eða i mitt herbergi, ef
i þér viljið það heldur!
Frammi heyrðist fótatak. Við
sviðið voru dyr, sem lágu fram að
eldhússtiganum. Duclos og Beetje
hröðuðu sér þá leiðina. Maigret
lauk upp og stóð auglitis við Lie-
wens bónda, sem leit yfir axlir
hans inn i salinn.
— Hvar er Beetje?
Það var engum vandkvæðum
bundið að skilja, hvað hann sagði.
Maigret lét sér nægja að varna
honum vegarins, svo að hann
tafði fyrir bóndanum í nokkrar
sekúndur, án þess að það væri of
áberandi.
Skömmu siðar kom Jean
Duclos inn með uppgerðar kæru-
leysissvip.
— Segið honum, að hann fái
dóttur sina aftur í kvöld, en við
þurfum á aðstoð hennar að halda í
kvöld, vegna þess að við ætlum að
fara í gegnum atburði kvöldsins,
þegar morðið var framið . ..
— Er það nauðsynlegt?
— Svona, segið honum þetta,
eins og ég skipa yður.
Duclos endurtók fyrirmæli
Maigret, vingjarnlegri röddu.
Bóndinn leit á þá.
— Segið honum einnig að í
kvöld verði morðinginnsettur bak
við lás og slá.
Duclos þýddi orð hans. Og
Maigret gafst rétt timi til að
stökkva fram og ráðast á Liewens,
sem hafði þrifið upp byssu sem
hann beindi að gagnauga sínu.
Atökin stóðu stutt, Maigret var
svo þungur, að andstæðingur
hans lét afvopna sig á skammri
stundu.
— Læsið dyrunum! hrópaði
Maigret til Duclos. — Það er
óþarfi að einhver komi hingað.
9 KAPITULI
Atburðaásin endurtekin
Wienandsfjölskyldan kom
fyrst. Þau komu á mínútunni hálf
átta. Þá voru þrjár manneskjur,
sem biðu í veizlusal Hótel Van
Hasselt og þessar þrjár mann-
eskjur stóðu ekki saman i hóp og
spjölluðu saman. Þarna var pró-
fessorinn, harla taugaóstyrkur, að
þvi er virtist og hann skálmaði
fram og aftur. Liewens sat á stól
og horfði reiðilega fram fyrir sig,
og þarna var Maigret og hallaði
sér letilega upp að pianóinu og
reykti pípu sina.
Engum hafði dottið í hug að
kveikja á ljósakrónunni, svo að
birtan var dauf frá veggljósunum.
Stólarnir voru enn uppstaflaðir
Hamrahliðarskóla hefur verið
opnuð þeim, sem þá leið vilja
fara. Það er aðeins eitt, sem við
þurfum sjálf .að leggja til. Það er
viljinn til að læra. Án hans lærir
enginn neitt, og án hans kemst
enginn í gegnum háskólanám og
fær þessar öfundsverðu, hátt-
launuðu stöður.
Þar sem ég hef starfað í sjúkra-
húsum í nærfellt 15 ár þykir mér
rétt að nefna hér starf lækna.
í starfi mínu hef ég aldrei orðið
vör við sérhlifni hjá lækni, enda
þótt ég hafi oft vitað til þess, að
viðkomandi hafi unnið án hvíldar
tvöfaldan vinnutima.
Nám þeirra hef ég kynnzt af
eigin raun, og veit, að á náms-
árunum þarf að spara og spara
mikið, ef ljúka skal námi.
Þess vegna ættu þeir, sem
öfunda svo stétt þessa, að setjast
niður og læra — nú þegar öllum
er gefið tækifæri til sliks.
Hvernig ætti landið að geta
verið án alls þess fólks, sem nennt
hefur að læra?
í leiðinni langar mig til að
minnast á sjónvarpsþátt þar sem
Vilmundur Gylfason átti viðtal
við Guðrúnu Erlendsdóttur, lög-
fræðing, um fóstureyðingar. Þar
bar þessi ungi maður saman morð
á tveggja mánaða gömlu barni og
fóstureyðingu. Það setti að mér
hroll. Er slikt heilbrigður saman-
burður?
Kristjana Guðmundsdóttir.“
Minnst
2%
í gæzlu-
vistarsjóð
AÐALFUNDUR Bandalags
kvenna í Reykjavík, haldinn
dagana 8. og 9. nóvember 1973,
álvktaði eftirfarandi um áfengis-
mál:
1. „Aðalfundurinn skorar á
borgarstjórn Reykjavíkur að
bregðast skjótt við til hjálpar
þeim drykkjusjúku konum, sem
ekkert heimili eiga og aðeins fá
svefnpláss i neyðartilfellum í
fangaklefum lögreglunnar. Fund-
urinn telur, að það þoli enga bið,
að upp verði komið vistheimili
fyrir þessar konur.“
2. „Aðalfundurinn telur nauð-
synlegt, að byggingu dr.vkkju-
mannahælis í landi Vifilsstaða
verði hraðað eins og mögulegt er,
og að á þessu hæli verði jöfn
aðstaða fyrir konur sem karla.
Lögð verði áherzla á að skapa
heimilislegan blæ í byggingunni
og að þar verði góð vinnuaðstaða
og næg verkefni fyrir alla.“
3. „Aðalfundurinn beinir þeim
tilmælum til hæstvirts Alþingis
að veita aldrei minna fé árlega í
æzluvistarsjóð én sem nemur
% af ágóða Afengis- og tóbaks-
verzlunar ríkisins, til þess að sjóð-
urinn geti staðið undir þeim
kostnaði við uppbyggingu nauð-
synlegra stofnana, sem lög kveða
á um.“
4. „Aðalfundurinn vill beina
þeim tilmælum til réttra aðila, að
fjölmennar útisamkomur, sem
verið hafa mikið áhyggjuefni
foreldra og annarra ráoamanna,
verði framvegis undir umsjá
þeirra félagasamtaka, sem bezt
hafa reynzt. í því sambandi vill
fundurinn benda á mótið í Galta-
lækjarskógi um verzlunarmanna-
helgina, sem góðtemplarar sáu
um, og hvítasunnumótið í Þjórs-
árdal, sem ungmennafélags-
hreyfingin sá um. Þökkum þann
góða árangur.“
5. „Aðalfundurinn skorar á alla
þá aðila, sem hafa með áfengis- og
fíknilyfjamál að gera, að láta
einskis ófreistað til þess að
uppræta sölu áfengis og fiknilyfja
til unglinga, og að þeir, sem
gerast sekir um slíkt, hljóti þung
viðurlög."
6. „Aðalfundurinn beinir þeim
eindregnu tilmælum til borgar-
stjórnar Reykjavikur, að hún
hlutist til um, að skipulögð verði
hið bráðasta þjónusta, sem veiti
vernd og skyndihjálp þeim
heimilum, sem þjökuð eru af
völdum ofdrykkju. Fundurinn
vill leggja áherzlu á, að sú
þjónusta, er hér um ræðir, er orð-
in mjög aðkallandi.“
7. „Aðalfundurinn þakkar
Langholtssöfnuði og prestum
hans þá miklu aðstoð, sem þessir
aðilar hafa veitt A. A.-samtökun-
um með þvi að veita þeim ókeypis
húsnæði til fundarhalda og sam-
komuhalds."
Enn varð slys
í Vatnsskarði
Mælifelli, 27. des.
AÐ kvöldi hins 21. des. sl. varð
harður árekstur á Vatnsskarðs-
vegi, nánar tiltekið á miðhæðinni
á Gilsfóla. Annar bíllinn var stór
fólksbíll á leið norður á Hofsós,
hinn Land Rover úr Húnavats-
sýslu á heimleið. I fólksbilnum
var einn farþegi, stúlka, sem sat í
framsæti og mun hafa sofið, er
áreksturinn varð. Meiddist hún
svo, að hún var flutt á héraðshæl-
ið á Blönduósi, en siðan suður.
Aðrir hlutu og töluverð
meiðsli. Samkvæmt . upplýs-
ingum símstöðvarinnar í Bólstað-
arhlið, eru báðir bílarnir taldir
ónýtir. Ekki er kunnugt um telj-
andi óhöpp í umferðinni hér um
sveitir hátíðardagana. Vegir eru
vel færir, en hálka mikil.
Agúst.