Morgunblaðið - 12.01.1974, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 12.01.1974, Qupperneq 2
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. JANÚAR 1974 2 Gífurlegt flóð — engar skemmdir MENN í verstöðvum sunnanlands minnast naumast annars eins flöSs og þar kom í fyrrakvöld og gærmorgun. Vfða flæddi allt að 50 sm yfir bryggjur, en engar skemmdir urðu neins staðar svo vitað sé til, vegna þess hversu veður var hagstætt. Er ekki að efa að stórtjón hefði orðið á flestum þessara staða í verra veðri. Tréttaritari Mbl. á Stokkseyri sagði, að þar hefði flóðið orðið geysihátt, svo að flæddi yfir bryggjur. Hægviðri var á þessum tíma og varð því ekkert tjón í höfninni. „Hins vegar vil ég helzt ekki hugsa um hvað hefði getað gerzt í hressilegri hafátt," sagði hann. í Þorlákshöfn fékk Morgun- blaðið þær upplýsingar, að þar hefði flóðið orðið mjög hátt og flætt upp á bryggjur. Sama var uppi á teningnum í Grindavfk — fréttaritari Mbl. þar taldi, að þeg- ar flóðið var sem mest, hafi dýpt- in verið um 2 fet frá yfirborði sjávar niður á bryggjuna. Taldi hann þetta eitt alhæsta flóð, sem þar hefði komið í manna minnum. I Sandgerði var flóðið mest í gær- morgun og flæddi þá sjór yfir bryggjur, svo að um 30 sm voru niður á hana. Engar skemmdir urðu þar á mannvirkjum þrátt fyrir flóðið. 697 sakborn- ingar hlutu dóm Fýrsta útskipunin á freðfiski f Vestmannaeyjum eftir gos fór fram þar á miðvikudaginn var. Vöru það alls um 100 tonn, sem unnin voru f Vinnslustöðinni eftir að starfræksla hennar hófst aftur eftir gos. Selfoss, skip Eimskipafélagsins, tók fiskinn og mun flytja á Amerfkumarkað. (Ljósm. Mbl. Sigurgeir.) 1450 IBUÐIR ERU I SMÍÐUM í REYKJAVÍK í SAKADOMl Reykjavíkur voru á árinu 1973 kveðnir upp dómar í málum 697 sakborninga. Af þeim voru 239 ákærðir fyrir brot gegn LÝST EFT- IR VITNUM HINN 22. desember sl. um mið- nætti var ekíð á mann í Nóatúni. Bifrerðin, sem ók á manninn, var jeppabifreið, græn aðofan en ljós að neðan, af eldri gerð. Talið er, að ökumaðurinn hafi kallað í sjúkrabifreið og lögreglu, en þegar hún kom á vettvang, var jeppinn horfinn af staðnum. Þrátt fyrir allnákvæma lýsingu finnst jeppabifreið þessi hvergí á skrá, og biður því umferðardeild rann- sóknarlögreglu alla þá, sem ein- hverjar upplýsingar geta gefið unrþennan atburð — að gefa sig fram. SEMENTSVERKSMIÐJA ríkis- ins seldi á sl. ári samtals 135.874 tonn af sementi, að því er segir f fréttatilkynningu frá verk- smiðjunni. Af því magni fóru 2.302 tonn til virkjanafram- kvæmda á Norður- og Austur- landi, og hafa þannig alls um 133.572 tonn farið til húsbygg- inga og allra annarra fram- kvæmda á árinu. Á árinu 1972 nam salan all: 128.572 tonnum en af þeirri upp hæð fóru 3.745 tonn tíl virkjana framkvæmda og 7.524 tonn til steypu í nýja Vesturlandsveginn. Til húsbygginga og allra ann- arra framkvæmda fóru því 117.303 tonn árið 1972. A árinu Bessi aflar vel Súðavík —11. jan. Skuttogarinn Bessi kom hingað f dag með um 120 tonn af fiski, seiti allur ver.ður unninn hér. Togarinn hefur aflað mjög vel. Hann kom hingað í mafmánuði í fyrra og hóf þá veiðar. Fékk hann samtals 1950 tonn á sl. ári. Nú hefur verið ákveðið, að leigja vb. Dofra til Bolungarvíkur, þar sem mannskapurinn er önnum kafinn við vinnslu á afla Bessa og getur ekki annaðmeiru. — Fréttaritari almennum hegningarlögum, en 458 fyrir brot gegn sérrefsilög- gjöf, þar af 355 fyrir ölvun við bifreiðarstjórn. Eftir niðurstöðum skiptast dóm- arnir þannig, að í 18 tilfellum var sýknað af öllum kröfum ákæru- valds, en áfallsdómar voru 679. 1 79 þeirra var ákærðum dæmd sekt, skilorðsbundið varðhald í 28 málum, óskilorðsbundið varðhald í 361 máli, skilorðsbundið fang- elsi í 76 málum og óskilorðsbund- ið fangelsi í 109 málum. í 11 tilfellum var ákvörðun um refsingu frestað skilorðsbundið og í 13 málum var ákærði sak- felldur án þess honum væri dæmd refsing. Einn sakborninga var dæmdur til að sæta vist á hæli og einn sviptur sjálfræði. Ödæmdar ákærur i árslok voru 143. Það er einnig óafgreiddur mikill fjöldi smámála, einkum mála út af minni háttar umferðar- brotum. 1973 fóru, eins og áður segir, 133,572 tonn til þessara fram- kvæmda og er það um 14% aukn- ing frá fyrra ári. Á árinu 1973 voru flutt inn 32.859 tonn af erlendu sements gjalli. Árið 1972 voru flutt inn 12.207 tonn af sementsgjalli. Alls var lokið á síðastliðnu ári i við smíði 794 íbúða í Reykjavík — samkvæmt nýútkominni skýrslu byggingarfulltrúa Reykjavíkurborgar. Ibúðirnar eru af stærðinni frá 1 herbergi og upp í tíu herbergi —. flestar 3ja herbergja eða 235 talsins, 234 2ja herbergja, 140 4ra herbergja og 133 fimm herbergja íbúðir. Þá segir ennfremur í yfirliti byggingarfulltrúans, að i smíðum nú um áramótin hafi verið 1450 fbúðir, þar af séu 859 fokheldar eða meira. Á sl. ári var hafin bygging á 1133 nýjum íbúðum. Lokið var við 108 færri fbúðir árið 1973 en árið 1972, en hafin bygging á 238 fleiri íbúðum á sl. • ári en árið á undan. Á s.l. ári var ennfremur flutt inn 1.600 tonn af sekkjuðu sementi til sölu innanfand. Framleidd voru innanlands um 99.000 tonn af sementsgjalli á s.l. ári. Á árinu 1972 var framleitt svipað magnj enda framleiðslu- getan nýtt aðfullu bæði árin. Einnig kemur fram, að alls j hefur verið lokið yið að byggja á árinu 84.974,5 fermetra og 649.829 rúmmetra eða 8,70% minna en árið 1972. Þar af éru íbúðarhús alls 33.449.3 ferín. og 265:447 rúmm.; skólar og félags- heimili eru 6.669.8 . ferm. og 50.597 rúmm.; verzlunar-, iðnaðar og skrifstofuhús eru ails 8.662.8 HEIMDALLUR, samtök ungra sjálfstæðismanna, efnir til ráð- stefnu um stefnuskrá Heimdallar í Þingholti (Hótel Holt) f dag kl. 14.00. Fyrirkomulag ráðstefnunnar verður með þeim hætti, að i dag verða flutt framsöguerindi og sið- an verður þátttakendum gefinn kostur á að skipa sér í starfshópa. Starfshóparnir starfa síðan um eins mánaðar skeið en þá verður ráðstefnunni framhaldið og álykt- anir gerðar. Fjallað verður um eftirtalda málaflokka í dag á ráðstefnunni: 1. Þjóðmál — málshefjandi Gunnar Thoroddsen. 2. Utanríkismál — málshefj- andi Björn Bjarnason. 3. Menntamál — málshefjandi Þorvaldur Búason. ferm. og 80.569 rúmm.; iðnaðar- og geymsluhús 28.350.0 ferm og 229.955 rúmm. og bflskúrar, geymslur o.fl. eru alls 7.842.6 ferm. og 23.261 rúmm. Rúmmetrarnir skiptast þannig: úr steini 622.276 rúmm., úr timbri 23.828 rúmm. og úr járni 3.725 rúmm. 4. Borgarmál — málshefjandi Albert Guðmundsson. 5. Skipulagsmál Sjálfstæðis- flokksins — málshefjandi Bald- vin Tryggvason. . 6. Sjálfstæðisstefnan — máls- hefjandi Jón Steinar Gunnlaugs- son. Ráðstefna með þessum hætti er nýmæli í starfi Heimdallar, og er þess vænst að ungt sjálfstæðisfólk taki virkan þátt i henni. Fundur um loðnu- verð á mánudag EKKI hefur verið haldinn fundur um loðnuverðið hjá Verðlagsráði sjávarútvegsins siðan á miðviku- dag, og að sögn Sveins Finnssonar hjá Verðlagsráðinu, verður næsti fundur ekki haldinn fyrr en á mánudag. Yfirnefnd Verðlagsráðsins hefur fjallað um verð á fiskbein- um að undanförnu, en ekki hefur enn náðst samstaða um það. Mun Yfirnefndin að líkindum koma saman um helgina og fjalla um verðið. Bráðabirgða- lög um útflutn- ingsgjald EINS OG skýrt hefur verið frá í Morgunblaðinu, ákvað sjávarút- vegsráðherra að láta setja lög um sérstakt útflutningsgjald af loðnuafurðum, sem framleiddar verða á árinu 1974, til þess að greiða niður verð á brennsluolíu fiski skipa. Útflutningsgjaldið verður 5% af fob-verðmæti loðnu- afurða. í gær gaf svo forseti Islands út bráðabirgðalög um sérstakt út- flutningsgjald af loðnuafurðum framleiddum á þessu ári og öðluð- ust þau þegar gildi. Aldraðir Vestmannaeyingar eru nú að flytja inn í 31 fbúð f Reykjavfk, sem Rauði krossinn leggur þeim til við Sfðumúla og Brekkulæk. Lyklar að 12 fyrstu íbúðunum voru afhentir í gær. Rauði krossinn keypti fbúðirnar fyrir 31 milljón króna af söfnunarfé til að hjálpa öldruðum Vestmanna- eyingum, sem fluttust til Reykjavíkur eftir eldgosið. Myndin er frá afhendingunni f gær. Sementsverksmiðjan seldi um 136 þús. tonn á sl. ári Ráðstefna um stefnu- skrá Heimdallar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.