Morgunblaðið - 12.01.1974, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 12.01.1974, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. JANUAR 1974 5 w Bóksalafélag Islands 85 ára islendingar hafa löngum státað af því, að vera mesta bókaþjóð í heimi — miðað við fólksfjölda. Hvað sem um það má segja, er hitt víst, að prentlistin hóf snemma innreið sína eftir að upp- finning Gutenbergs kom til sög- unnar 1454. Talið er líklegt, að fyrsta bók, sem prentuð var á íslandi og jafnframt Sú eina, sem prentuð var fyrir siðabót, hafi verið Brevoritum Nidrosience, sem út kom árið 1534, þó að ekki séu nú til af henni nematvö blöð, sem eru í Sviþjóð. Á 16. öld er talið, að út hafi komið milli 40 — 50 bækur á Islenzku og ber þar fyrst að nefna Nýja testamenti Odds Gottskálks- sonar biskups, sem prentað var I Hróarskeldu 1540, og um 30 árum síðar kom út Guðbrandsbiblía, vafalaust mesta gersemi íslenzkr- ar prentlistar fyrr og síðar, prent- uð á Hólum. Á 17. öld koma út um 225 is- lenzkar bækur, 134 prentaðar á Hólum 62 í Skálholti, en hinar erlendis. Á 18. og 19. öld fo'r bókaútgáfa jafnt og þétt vaxandi, að vísu hægt framan af, en þegar lfður á 19. öldina, einkum síðari hluta hennar, fer bókaútgáfa og jafn- framt blaðaútgáfa mjög í vöxt. Fyrstu bóksalar á Islandi voru farandsalar, sem ferðuðst með 1 bækur, ýmist á hestum eða ber- andi bókapinkla á sjálfum sér. Skipulag kemst ekki á þessa dreif ingu fyrr en þrír framtaksamir bókaútgefendur í Reykjavík tóku sig saman og stofnuðu Bóksala- félag íslands 12. janúar 1889. Menn þessir voru: Björn Jónsson, ritstjóri, Sigfús Eymundsson, bókaútgefandi og ljósmyndari, sem var formaður og Sigurðuur Kristjánsson. Fundargerðarbækur félagsins eru allar til frá upphafi. í fyrstu fundargerðinni er greint frá regl- um, sem samþykktar voru fyrir félagið. Þá eru þar bókuð „við- skiptaskilyrði Bóksalafélagsins við útsölumenn sína“, og jafn- framt er birt skrá yfir útsölu- mennina, 27 talsins. í dag eru útsölumenn Bóksala- félags islands milli 90 og 100. Allt fram til ársins 1952 var félagið sameiginlegt fyrir bóksala og bókaútgefendur, en þá var lög- um félagsins breytt þannig, að félagar gátu einungis verið bóka- útgefendur, enda höfðu bóka- kaupmenn áður stofnað með sér sérstakt félag. Það er ljóst, að þegar við stofn- un Bóksalafélags íslands var lagð- ur sá grunnur að starfsemi félags- ins, sem það byggir á enn þann dag i dag. Meginverkefni hefur alla tíð verið að gera samninga við útsölumenn félagsins og hafa eft- irlit með starfsemi þeirra. Annað verkefni félagsins hefur jafnan verið að standa vörð um hags- muni bókaútgefenda og stuðla að viðgangi bókagerðar í landinu. Það hefur eftir föngum reynt að fylgjast með þróun mála i bókaút- gáfu í öðrum löndum, sérstaklega hjá þeim þjóðum, sem okkur eru skyldastar, og reynt að hafa áhrif á löggjafarvaldið þannig að að- staða islenzkrar bókaútgáfu væri ekki lakari en þar tiðkast, þó það verði því miður að segjast, að í því efni hafi oft verið talað fyrir daufum eyrum og ekkki náðst sá árangur sem skyldi. Sem dæmi um þessa mismun- andi aðstöðu má geta þess, að í Noregi hafa stjórnvöld talið sér skylt að styðja við bakið á bókaút- gáfu með margs konar aðgerðum á þeirri forsendu, að norska þjóð- in, sem telur fjórar milljónir manna, sé svo lítið málsamfélag, að því sé hætta búin ef bókaút- gáfa og bókalestur drægist veru- lega saman, en hér á landi, í 200.000 manna málsamfélagi hafa stjórnvöld á umliðnum áratugum jafnan skellt skollaeyrum við ósk- um íslenzkra bókaútgefenda um hliðstæðar aðgerðir. Það hefur alla tíð verið eitt af baráttumálum félagsins, að felld- ir yrðu niður tollar af bókagerðar- efni og skal það viðurkennt, að nokkuð hefur áunnizt í þeim mál- um. Hins vegar hefur þeirri mála- leitan félagsins ekki verið sinnt, að fella niður söluskatt af bókum, sem talið er sjálfsagt í ýmsum menningarlöndum og alls staðar hefur verkað örvandi á bóksölu. Á síðasta alþingi var samþykkt, að endurgreiða til höfunda upp- hæð, sem svarar til söluskatts af bókum. Það er meginstefna Bók- salafélags íslands, að á meðan söluskattur er lagður á bækur og honum ætlað að renna til höf- unda, þá eigi það að vera í réttu hlutfalli við sölu bóka hvers höf- undar. Þrátt fyrir það orð, sem fer af íslendingum sem bókaþjóð, þá Sigfús Eymundsson — fyrsti for- maður Bóksalafélags Islands. eru ekki til i landinu neinar öruggar, tölulegar upplýsingar um þróun bókaútgáfu og bóksölu síðustu áratugina, en slíkt er nauðsynleg forsenda fyrir þvi, að unnt sé að gera sér grein fyrir hvert stefnir i þessum efnum. Af þeim sökum hefur Bóksalafélag islands farið þess á leit við al- þingi, að það veiti fé til rann- sókna á þessu sviði. Því er ekki að neita, að í nú- tímaþjóðfélagi hefur aðstaða bók- arinnar .breytzt mjög, ekki sízt fyrir tilkomu sjónvarps og ann- arra mikilvirkra fjölmiðla. Þetta atriði er mjög á dagskrá innan félagsins og hefur félagið ákveðið i tilefni afmælisins að efna innan tíðar til ráðstefnu meðal bókaút- gefenda um stöðu bókaútgáfu i landinu. Svo sem áður segir, vai- Sigfús Eymundsson fyrsti formaður fé- lagsins, síðan gengdi formennsku i félaginu Ólafur Runólfsson, Arinbjörn Sveinbjarnarson, Pét- úr Halldórsson, Gunnar Einars- son, Ragnar Jónsson, Oliver Steinn og Valdimar Jóhannsson. Núverandi stjórn félagsins er þannig skipuð: Örlygur Hálfdán- arson, form., .Arnbjörn Kristins- son, varaform., Gisli Ölafsson, rit- ari, Hilmar Sigurðsson, gjaldkeri og meðstjórnendur þeir Valdímar Jóhannsson, Böðvar Pétursson og Björn Jónsson. Lögfræðilegur ráðunautur félagsins er Knútur Bruun. Á sjötiu og fimm ára afmæli félagsins gaf það út myndarlegt afmælisrit, sem Sveinn Sigurðs- son tók saman og er þar margan fróðleik að finna bæði um sögu félagsins og bókaútgáfu almennt. Félagið hefur nýlega keypt sér húsnæði fyrir framtiðarstarfsemi sina aðLaufásvegi 12, Reykjavik. (Frá Bóksalafélaginu). * / OKKAR LANDSFRÆGA JANUAR- ÚTSALA HEFST MANUDAGINN 14. JANUAR OG NÚ HÖLDUM VIÐ HANA Á 2 STÖÐUM Á LAUGAVEGI 37 OG 89 FÖT FRÁ KR. 5900,— PEYSUR FRÁ KR. 690.— RÚSSKINNSJAKKAR FRÁ KR. 5900.— STAKIR JAKKAR FRÁ KR. 3500 — SKYRTUR FRÁ KR. 560.—AMERÍSKAR KULDAÚLPUR FRÁ KR. 2950.— ALULLARTEPPI 2mx1,50m FYRIR ABEIHS KR. 990.- STÓRKOSTLEG PLÖTUUTSflLfl MIKfB AF NÝJUSTU PLÖTUNUM Hljómdeild Laugavegi 89.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.