Morgunblaðið - 12.01.1974, Page 8

Morgunblaðið - 12.01.1974, Page 8
8 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. JANUAR 1974 Það er farið að snjóa, þegar við komum að kanadísku landa- mærunum. Sessunautur minn, amerísk ekkja, ein af þessum vel- meðförnu, sem gætu verið svo anzi lengi á óákveðnum aldri, ef ekki væri fyrir skartgripina og stríðsmálninguna, hættir að segja mér frá börnunum sínum tveim- ur, sem hún kveðst engan veginn skilja, og bílstjóri Greyhound- áætlunarvagnsins tilkynnir laus- lega á ensku og frönsku, hvað fram eigi að fara. Ungur, ein- kennisklæddur Kanadamaður stígur inn í bílinn og tekur að spyrja mannskapinn spjörunum úr, sérstaklega virðist hann gruna, að fólk lumi á skuggaleg- um ástæðum fyrir heimsókn sinni til Kanada. Allt gengur þó fremur snuðru- laust fyrir sig, þar til hann kemur að lftilli, grannvaxinni, gamalli konu, andlit hennar er fínlegur vefnaður af hrukkum margra at- burða, og hún heldur dauðahaldi um snjáða ferðatösku. Hin emb- ættislegu augnalok unga manns- ins taka að titra, kannski hefur hún stungið tímasprengju niður á milli flúnelsnáttkjólsins og hné- síðu nærhaldanna, sem hún ætlar sér síðar meir að senda Önnu Bretaprinsessu í brúðargjöf. Kannski er hún heldur alls ekki lítil, grannvaxin, gömul kona, heldur forhertur glæpon, í dular- gervi, nýkominn af megrunarkúr, sem á engin hnésíð nærhöld, hvað þá heldur flúnelsnáttkjól. Sam- kvæmt sjónvarpinu er ekkert of ótrúlegt til að vera satt. Kannski er taskan hennar full af rifflum, sem hún (hann) ætlar að nota til að koma af stað nýrri uppreisn í Quebec. Það bætir heldur ekki úr skák, að hún talar Iitla sem enga ensku, það eina, sem hann skilur, er ungverskur uppruni hennar. Embættismaðurinn ungi getur ekki séð neina ástæðu fyrir svo- leiðis persónu til að heimsækja Kanada, nema ef vera skyldi til að komast á jötu hjá félagsmála- stofnuninni, sem þegar er nógu þéttsetin fyrir. Gamla konan er farin að gráta, hún veifar bréfi fram og aftur fyrir framan nefið á embættis- manninum, sem hann kveðst ekki skilja. Hún kallar upp, hvort það sé nokkur þýzkumælandi í bíln- um, sem vilji hjálpa sér. Ég gef mig fram og fæ bréfið i hendurn- ar, í þvi virðist allt hennar hjálp- ræði fólgið. Það er frá Sternbaum nokkrum kaupmanni í Montreal, sem lýsir yfir því, að það sé hon- um mikill heiður að fá barónessu von Wollendorfer í heimsókn og annast öll hennar útgjöld í því Montreal er skemmtilegt samband af nýjum og gömlum byggingum. MONTREAL sex árum eftir heimssýningu sorglega skammt ég komin i því að læra að hugsa jákvætt. Enda fæ ég brátt nóg með sjálfa mig að gera, þar sem það kemur í ljós, að ástæður mínar fyrir Kanadaheim- sókn eru enn óljósari en baróness- unnar, eiginlega engar, og ég hef ekkert bréf upp á rekstrar- kostnað. Engin heiðvirð manneskja flækist svona um land á milli að ástæðulausu, ekki nema i hæsta lagi hippalýður og eitur- lyfjaneytendur, sem eru eiginlega það sama. Svo að ég er send út úr bílnum til nánari yfirheyrslu ásamt lágvöxnum, snaggaralegum náungafrá Kólumbiu. Við tökum tal saman meðan að við biðum, og hann segir mér, að hann sé á leið til Kólumbíska sendiráðsins í Montreal til að fá bandaríska dvalarieyfið sitt fram- lengt. Mér þykir það furðuleg ráð- stöfun að þurfa að fara til Kanada til að fá amerískt dvalarleyfi og spyr hann, hvað valdi. „Ég veit það ekki, svarar hann og ypptir eftir að fara í gegnum Wneríska nálaraugað. Því miður gengur það ekki eins glatt hjá mér og löndum mínum úr Keflavikinni, sem skruppu vestur sem laumufar- þegar með Loftleiðum. Mig vant- ar sem sé snepilinn, sem festúr var í passann minn við komuna á Kennedy, þann hinn góða, er sýn- ir, hversu lengi Ameríku er óhætt að hafa mig án mikillar áhættu. Snepill þessi er því miður staddur hjá útlendingaeftirlitinu í Buffaló, þar sem ég er að sækja um framlengingu á dvalarleyfi minu. Ég útskýri, að það hafi staðið skýrum stöfum á viðeigandi plöggum, að snepillinn skyldi fylgja með umsókninni, fulltrúi Kana í þessum hreinsunareldi getur ekki borið á móti því, en dregur samt mjög í efa hrein- skilni mína og sannsögli í þessu máli. Hann sér í mér tilvonandi alþjóðlegt vandamál, miklu verra en þorskastríðið — jafnvel heims- fara, að hún hefði rangt fyrir sér með það. ,,Ég á bara þessi tvö börn, hvar mistókst mér? ‘ spyr ekkjan og lyftir augum sínum til bílþaksins. Ég kann því miður ekkert svar við þeirri spurningu, við kveðjumst með virktum, og ég færi mig yfir til barónessunnar, sem er greinilega mjög miður sín. „Ég vissi alltaf, að ég mundi lenda í vandræðum, jafnvel þó að ég sé með græna kortið,“ segir hún klökk, „Ég vildi, að ég hefði ekki samþykkt að fara, ég er búin að fá nóg af landamærastappi um ævina, ég er orðin of gömul og þreytt til að standa I svoleiðis löguðu." Ég reyni að róa hana með því, að þetta hafi bara verið minni- háttar sjónarspil, að landamæra- verðir verði að fá sína ánægju út úr lífinu eins og aðrir. „Segið þetta ekki, barn,“ segir hún. Kannski meinar hún Guðsbarn, kannski er hún búin að lifa svo lengi, að fyrir henni eru allir ekkert Iengur hér að gera, bara til vandræða.'* „Var hann ekki kvæntur?" spyr ég, því að ég get ekki fremur gefið henni nokkur svör við lífsgátunni en amerísku ekkjunni. „Jú, en þau voru barn- laus. Hún er amerísk, og fluttist aftur heim til foreldra sinna. Eigið þér rnann?" Ég neita því, og hún hristir höfuðið döpur á svip, þetta er næstum þvi jafn sorglegt og allt annað. „Æijá, þið mis- skiljið svo margt, ungu konurnar nú á dögum. Frelsið er kannski mikilvægt, en maður og kona — þau tilheyra hvort öðru. Það er ömurlegt að vera einn, ég ætti að vita það, búin að vera ekkja í þrjátíu ár. Ég hefði heldur kosið — ófrelsið." Eg svara engu, því að það svar, sem mér kemur í hug, virðist eitt- hvað svo smekklaust frammi fyrir þessu rúnum rista andliti og barnslega bláu augum. „Þið haldið líka, að allar þessar hug- myndir ykkar séu alveg nýjar af nálinni, að kvenfólk fyrri kyn- slóða hafi ekki verið annað en hugsunarlausir sauðir. Þér hefðuð átt að þekkja hana beztu vinkonu mina, hana Önnu prinsessu af Júgóslavíu. Hún var svo falleg, hávaxin, grönn, dökk eins og Tatari, en hún fussaði við öllum biðlum og hataði handa- vinnu. Ég ætla aldrei að giftast, Dorca, var hún vön að segja við mig. Nú er hún löngu farin eins og allir aðrir, og ég sit hérna og þvæli um löngu liðna tíma, sem engum koma við. Yður hlýtur að dauðleiðast vaðallinn á mér, þér verðið aðfyrirgefa mér.“ Ég reyni að fá hana til að halda áfram, en glampinn yfir fegurð löngu liðinna ára er horfinn úr augum hennar, hún er ófáanleg til þess. Ég leyni vonbirgðum minum og hugsa um, hvað það er undarlegt að sitja við hlið þessarar snjáðu barónessu í Greyhound-áætlunarvagni og hlusta á hana minnast vinkonu FERÐAÞÁTTUR EFTIR JÓHÖNNU ÞÓRIS- DÓTTUR Fyrri hluti Stræti heilagrar Katrfnar, aðalverzlunargata Montreal. sambandi. Ég þýði bréfið fyrir embættismanninn, sem lætur sér nægja loforð kaupmannsins fyrir þvf, að annast rekstur og uppi- hald barónessunnar í Montreal. Titillinn hefur sýnilega lítil sem engin áhrif á hann. Kannski er það af því, að það þekkist enginn stéttarmismunur í Kanada, kannski af því, að það er erfitt að trúa á barónessu, sem ferðast með Greyhound. Það síðarnefnda sýn- ir mér enn einu sinni, hversu öxlum. „Það er bara svoleiðis." Ég vona innilega, að Ameríka hafi vit á að taka svona nýtum þjóðfélags- þegni opnum örmum, nú á tímum þjóðfélagslegrar upplausnar, Vatnahliða og annarra óefna. Eítir að hafa fer.gið bleikan miða frá einum embættismanni, afhent hann öðrum, og fengið grænan miða í staðinn, virðist ég nokkurn veginn komin á græna grein, hvað Kanadamenn snertir. En ég hrósa sigri of snemma, ég á styrjöld, og er sannfærður um, að skuldinni verði skellt á hann. „Þú segist kosta þig sjálf,“ segir hann þungbúinn. „Áttu nokkrt peninga?" Ég hef heyrt þessa spurningu áður, og kemst við vegna þess að umhyggja Bandaríkjamanna fyrir mér, bláókunnugri mann- eskjunni, skuli ná bæði inn og út úr landi. Loks fæ ég blessun hans til að halda áfram, enda er áætlunarbíllinn farinn að bíða og farþegar orðnir óþolinmóðir. Ég lofa að láta ekki sjá mig aftur á landamærunum án tilheyrandi fylgiskjala. Ekkjan flýtir sér að segja mér frá börnum sinum, enda ætlar hún út í Pittsburg, sem er fyrsti viðkomustaður eftir landamærin. Þar býr sonur henn- ar f gamalli hlöðu ásamt fleiri sérsinnuðum, ekki einu sinni rennandi vatn fyrir hendi, enda kveðst ekkjan ekki ætla að gista þar, fái hún og máttarvöldin ein- hverju um ráðið. Dóttir hennar er nýlögð af stað í þriggja ára hnatt- siglingu á seglbáti ásamt eigin- manni, 6 mánaða gamalli dóttur og mági. Ekkjan býst ekki við, að þau komi lifandi til baka, en hefur þó fengið loforð frá Ladys Journal um að birta myndir og frásagnir af förinni, ef svo skyldi aðrir börn. „Ég hef svo oft séð svona sjónarspil, eins og þér kallið það, snúast upp í baráttu upp á líf og dauða." Ég þegi við, og hún leggur höndina á öxl mér. „Ég á dálítið erfitt með að taka hlutunum núna, ég missti einkason minn fyrir tveimur mánuðum, núna er ég alein.“ Ég fer hjá mér, eins og sannur Norðurlandabúi gerir, þegar hann stendur óvænt frammi fyrir nakinni sorg blá- ókunnugra, og tauta nokkur inni- haldslaus samúðarorð. Hún tekur mynd upp úr veskinu sínu, tárin renna niður hrukkóttar kinnarn- ar. Hún ýtir myndinni að mér. „Hjartað bilaði, hann var ekki nema 46 ára gamall. Það hefði verið nær að kippa mínu úr sam- bandi, svona gamalt skar hefur sinnar, kvenréttindakonunnar fögru, Önnu prinsessu af Júgóslaviu. Mér verður allt í einu þungt fyrir brjósti, mikið er tíminn grimmúðlegt fyrirbæri. Því miður er ég líka ákaflega illa að mér í evrópsku kóngafólki, bæði fyrr og síðar, en ég þori ekki að spyrja, hvar Anna prinsessa komi þar við sögu. Nú blasir Montreal við augum, svo evrópsk og heímilisleg miðað við borgir nágrannalandsins. Ég hef orð á því við barnónessuna. „Æi, þegar maður er kominn á minn aldur, óskar maður þess bara að fá að vera heima, hvar svo sem það nú er,“ svarar hún, og röddin ber vitni um langvarandi heimilisleysi. Við ökum inn í borgina, eftir því sem nær dregur Framhald á bls. 24.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.