Morgunblaðið - 12.01.1974, Qupperneq 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. JANOAR 1974
Hallur Þorleifsson
—Minningarorð
f. 15. 4. 1893,
d. 7. 1. 1974.
Um Jónsmessuleytið vorið 1939
var mikið um dýrðir uppi i
Borgarfirði: Minnzt var hálfrar
aldar afmælis Bændaskólans að
Hvanneyri með tveggja daga sam-
felidri hátíð. Síðari daginn, er var
sunnudagur 25. juní, skartaði
náttúra héraðsins sínu fegursta,
með hægum norðan andvara og
sólfari. Á betra hátíðarveður varð
ekki kosið og mun naumast í ann-
an tíma meira fjölmenni hafa
komið saman á Hvanneyrarstað,
enda tilefnið ærið, að fagna merk-
um starfsáfanga elstu mennta-
stofnunar héraðsins. Af hálfu
skóla og staðar var heldur ekkert
til sparað að gera mætti þessa
hátíð sem veglegasta. Þjóðskör-
t
FREDERICK S QUIN
2 sendiráðsritari
við Ameriska Sendiráðið
á íslandi,
lést iWashington miðvikudaginn
9 janúar sl
Minningarathöfn fer fram í
Washington, en þeim sem vildu
minnast hins látna er bent á
minningarsjóð Landspitalans.
ungar, með sjálfan forsætisráð-
herra landsins í broddi fylkingar
fluttu ræður stórar, skáld lásu
frumort ljóð og söngsnillingar úr
höfuðstaðnum vor fengnir gagn-
gert til þess að skemmta, Karla-
kórinn Fóstbræður undir stjórn
Jóns Halldórssonar hafði fylkt
liði i brekkunni meðan við ræðu-
pallinn og söng ættjarðarlög milli
atriða, en að ræðuhöldum loknum
flutti kórinn sérstaka söngskrá
fyrir hinn fjölmenna og áheyr-
andaskara, sem safnazt hafði sam-
an þarna í vorblíðunni. Ungur
sveítarpiltur, hneigður til söngs
og ljóða, hlýddi gagntekinn og
heillaður á hinn friða flokk, sem
hafði sönglistina svo fagurlega á
valdi sinu undir forystu hins
kempulega stjórnanda, Jóns Hall-
dórssonar. Er efamál, hvort í ann-
an tíma hefur áhrifameiri söng-
skemmtun verið haldin á íslandi
en sú, sem Fóstbræður efndu til á
Hvanneyrartúninu fyrir hartnær
35 árum, fyrir fáein hundruð
ósöngfróðra áheyrenda, með ekki
annan sviðsbúnað en Baulu,
Eiríksjökul, Skarðsheiði og
Hafnarfjall. Svo mikið er a.m.k.
víst, að sá er þetta ritar var ekki
samur maður eftir þann dag.
Þótti honum upp frá þvi sem
naumast gæti eftirsóknarverðara
hnoss en það, að mega standa i
röðum slíkra snillinga á söngpalli.
Hefur sú árátta tekíð litlym breyt-
ingum síðan.
Að loknum þessum eftirminni-
lega útikonsert þáðu söngmenn-
irnir veitingar í stóru samkomu-
tjaldi á Hvanneyrartúni. Settust
þeir við langborð og hófu brátt
upp aðra söngskemmtun fyrir
sjálfa sig og viðstadda, að þessu
sinni undir forystu nýs stjórn-
anda, er var miðaldra, grannleit-
ur maður, rjóður í vöngum og
grár fyrir hærum. Var hann ber-
sýnilega vanur söngstjóri og þótti
mér, fávísum sveitadrengnum,
sem reynt hafði að troða mér eins
nálægt og kostur var, einkum
mikið til þess koma þegar stjórn-
andinn „gaf tóninn" með atbeina
tónkvíslar, sem ég leit þá augum í
fyrsta sinn. Varð mér næsta star-
sýnt á þennan mann, kvikan og
léttan í fasi, sem stjórnaði söng
félaga sinna undir borðum með
tilþrifum og innilegu fjöri. Ekki
virtust þrot á kunnáttu eða söng-
þreki þeirra félaga, því áfram var
haldið að syngja allt þar til stigið
var upp í bíla, sem fluttu þessa
aufúsugesti áleiðis aftur suður.
En áður hafði mér einhvern veg-
inn tekizt að nasa það uppi, að sá
sem stjórnaði söngnum í veitinga-
tjaldinu héti Hallur Þorleifsson,
þjóðkunnur bassasöngvari og
söngmálafrömuður.
Tveimur eða þremur árum eftir
þessa atburði lá leið mín til
Reykjavíkur til náms. Þar
kynntist ég í skólanum von bráðar
tveimur piltum, með svipuð
áhugamál og ég átti sjálfur. Þeir
hétu Kristinn og Ásgeir og
reyndust vera synir Halls kunn-
ingja mins frá Hvanneyrar-
hátíðinni góðu. Er skemmst af að
segja að ég varð brátt heimagang-
ur hjá þeim bræðrum að Baróns-
stíg 65, og átti að fagna framúr-
skarandi góðu atlæti og ástríki
húsbændanna, þeirra Halls og frú
Guðrúnar Ágústsdóttur konu
hans. Mátti kalla að ég ætti það
mitt annað heimili í borginni um
árabil og á ég þeim góðu hjónum
meira að þakka en flestu vand-
lausu fólki öðru frá þvi skeiði.
Heimili frú Guðrúnar og Halls
var um margt óvenjulegt. Á þess-
arí stundu vil ég einkum minnast
afstöðu þeirra til tónlistarinnar
almennt, sem grundvallaðist á
þeirri bjargföstu lífsskoðun hjón-
anna beggja, að músíkin væri eitt
hið stærsta og mikilvægasta í ver-
öldinni, og að seint yrði of mikið í
sölurnar lagt til þjónustu við
hana. Þessa fullyrðingu geta stað-
fest hinir fjölmörgu vinír og sam-
ferðamenn þeirra hjóna, sem
vissu hvert athvarf og vettvangur
heimili þeirra var um langan ald-
ur fyrir iðkun söngs og annarrar
tónlistar hér í borg.
Um þær mundir sem ég
kynntist fyrst heimilinu á Baróns-
stíg 65, voru þau frú Guðrún og
Hallur maður hennar meðal
helztu máttarstólpa í sönglifi
borgarinnar, eftirsóttur og ómiss-
andi liðskraftur við allar upp-
færslur meiriháttar kórverka.
Bæði sungu þau í Dómkórnum,
samkór Tónlistarfélagsins, Hallur
auk þess jafnan með Fóstbræðr-
um og frú Guðrún kom iðulega
fram sem einsöngvari á hljóm-
leikum og í útvarpi. Mest af þessu
gífurlega starfi var ólaunuð
vinna áhugafólks, sem trúði álist-
ina og lét hana njóta forgangs í
sinu daglega lifi. Þau hjón munu
ekki hafa verið auðug að fé, en
þrátt fyrir það skorti aldrei til-
föng eða höfðinglegan viðurgern-
ing við þann fjölda gesta, sem að
garði bar. Og aldrei átti hin mikil-
hæfa húsfreyja svo annríkt, að
hún gæfi sér ekki tíma til þess að
setjast við hljóðfærið og leika
undir söng eiginmanns síns, sona
eða iélaga þeirra feðga, hvenær
sem öskað var eftir. Allir sem
vildu og gátu iðkað söng voru
aufúsugestir á Barónstíg 65 og
áttu vísa uppörvun, leiðbeiningu
og aðstoð húsráðenda.
Hallur Þorleifsson hafði ungur
gengið í K.F.U.M. og starfaði í
söngflokki félagsins allt frá 1911.
Árið 1916 beitti hann sér, ásamt
fleirum, fyrir stofnun Karlakórs
K.F.U.M., er seinna hlaut nafnið
Karlakórinn Fóstbræður, og á
þeim vettvangi starfaði hann
meira og betur en flestir menn
aðrir, fyrr og síðar. Hann hafði i
vöggugjöf hlotið óvenju ríka tón-
listarhæfileika, sem hann ræktaði
með sjálfsnámi og undir leiðsögu
kunnáttumanna, svo sem Sigfúsar
Einarssonar tónskálds o.fl. Söng-
rödd Halls var bæði eðlisdjúp og
hljómfögur, og hann beitti henni
af meiri kunnáttu og smekkvísi,
en títt er. Það var því mjög að
vonum að hann þætti ómissandi
söngmaður í röðum félaga sinna
um áratuga skeið. Um hitt var þó
ekki minna vert, hver félagsmað-
ur Hallur var og óþreytandi að
beita sér fyrir heill og framgangi
Fóstbræðra. Um margvisleg störf
Halls fyrir Fóstbræður mætti rita
langt mál og kæmi trúlega ýms-
um, jafnvel þeim sem kunnugir
eru, á óvart hversu ráð hahs og
áhrif réðu stundum úrslitum á
örlagaríkum tímamótum í sögu fé-
lagsins. Fölskvalaus áhugi Halls
fyrir hagsmunamálum kórsins og
kærleiki hans til félagsins rénaði
ekki, þótt árin liðu og kraftarnir
dvínuðu. Við sem yngri vorum
sáum í honum fyrirmynd þess,
hvernig sannur Fóstbróðir ætti að
hugsa og breyta gagnvart félagi
sínu. Hann var oft í okkar hópi
kallaður „afi“ kórsins, og skír-
skotaði sú nafngift ekki aðeins til
hlutdeildar hans í upphafi og
stofnun félagsins, heldur túlkaði
hún vissulega einnig þá virðingu
og það hlýja hugarþel, sem í vit-
und okkar er tengt afa-nafninu.
Enn er ótalinn einn allra merk-
asti þátturinn i söngmálastarfi
Halls Þorleifssonar, en það er for-
ganga hans um stofnun Karla-
kórsins „Kátra félaga'* árið 1932.
Starfaði sá kór af miklum þrótti
undir söngstjórn Halls um 12 ára
skeið, eða til ársins 1944, er hann
sameinaðist Fóstbræðrum. Raun-
ar voru alla tíð náin tengsl milli
kóranna og má með nokkrum
rétti segja, að „Kátir félagar" hafi
í reynd verið eins konar forskóli
eða undirbúningsdeild fyrir inn-
göngu f Fóstbræður. Einnig á
þessu sviði vann Hallur ómetan-
legt starf í þágu Fóstbræðra og
söngmenntar f landinu almennt.
A sjötugsafmæli sínu árið 1963
var hann sæmdur riddarakrossi
hinnar íslenzku Fálkaorðu fyrir
langt og óeigingjarnt starf að
söngmálum, og ’munu fáir hafa
verið betur að slíkum heiðri
komnir.
Glaðværð og alvara voru hvort
tveggja ríkir þættir í dagfari
Halls Þorleifssonar. Hann bar
næmt skyn á hið skoplega og
hafði einatt spaugsyrði á hrað-
bergi í góðra vina hópi. En að
hinu leytinu var hann alvörugef-
inn og trúhneigður. Allmörg síð-
ustu árin átti hann við vanheilsu
að stríða og lá margar legur og
þungar, en komst þó oft furðu
fljótt til nokkurrar heilsu aftur.
Fyrir fáeinum árum sótti hann
gleðifund hjá Fóstbræðrum, þá
nýlega stiginn upp úr veikindum,
sem hann að sínum hætti kallaði
fjórðu eða fimmtu „banaleguna".
Einhver hafði við orð hvort ekki
væri óvarlegt fyrir hann að fara
svo snemma á fætur. Hallur gerði
lítið úr því og lét svo um mælt, að
ekki kysi hann að kveðja þennan
heim annars staðar fremur en í
glöðum hópi söngbræðra og sam-
herja, enda væri hann þess full-
viss, að fornvinir og raddfélagar
eins og Pétur Halldórsson og Sím-
on frá Hól mundu tilbúnir að
fagna sér fyrir handan.
Þannig var Hallur: Gamansam-
ur alvörumaður. Við treystum þvf
staðfastlega að honum hafi nú
orðið aðsinni trú. Hafi hann heila
þökk fyrir samfylgdina og víst er
það, að sjálfur er hann í hópi
þeirra, sem við vinir hans vildum
fegnir mega hitta aftur í nýju
ljósi.
Magnús Guðmundsson.
KVEÐJA:
Knattspyrnufélagið, Valur.
í dag er til moldar borinn Hall-
ur Þorleifsson fæddur 15. apríl
1893, einn af frumherjum „Vals“
og stofnandi, einn þessara
drengja er hreifst af leiðtoganum
mikla séra Friðriki, sem laðaði
unga menn að sér með sínum sér-
stæða persónuleika.
Það mun hafa verið í nóvember
1908 að stofnuð var sérstök ung-
lingadeild innan K.F.U.M. (U.D.)
og urðu margir drengir til þess að
gerast félagar, þar var á boðstól-
um hljömsveit, taflfélagið Týr,
söngur, fyrsti vísir að Karlakór
K.F.U.M. og að sjálfsögðu knatt-
spyrna leikin í portinu hjá
K.F.U.M. húsinu. Valur spratt svo
upp úr þessum ágæta drengja-
stofni og Hallur var 11. maí 1911,
kjörinn gjaldkeri „Vals“ á stofn-
degi. í hinum greinunum var
hann allsstaðar liðtækur, söng-
maður, hljómsveitarmaður og
fleira. Verkefni Halls urðu auð-
vitað mörg því hæfileikarnir voru
alveg sérstakir. Auk iþróttafé-
lagshyggjunnar var söngurinn
hans hjartans mál, enda einn
besti bassi er landið hefir hlustað
á með söguríka arfleið, því Krist-
inn og Ásgeir synir hans bera
þess ljúfast vitni og reyndar lika
sem knattspyrnumenn í kappliði
Vals á sínum III og II flokks árum
og var þessi fjölskylda sem ein
eining, þegar Val bar á góma.
Auðvitað leitaði Hallur í lið
Valsmanna er hann stofnaði kór-
inn „Kátir Félagar", en þar mátti
sjá Frímann Helgason, Gfsla
Kærnested, Guðmund Sigurðsson,
Ágúst Bjarnason, Björgúlf Bald-
ursson, Pétur Kristinsson og und-
irritaðan, svo að sjá mátti tengsl-
in, sem þessi hæfileikamaður batt
við æskufélagið Val.
Þegar Hallur varð áttræður,
hittist svo skemmtilega á, að Val-
ur endurheimti sinn gamla titil
„íslandsmeistari í handknattleik"
og var það sú besta afmælisgjöf
og endurnæring, sem gamli mað-
Fósturfaðir minn,
LÁRUS STEFÁNSSON
frá Auðkúlu i Svinadal,
siðast til heimilis að Grund i Svinadal,
lézt á Héraðshælinu á Blönduósi 3. janúar sl.
Útförin verður gerð frá Auðkúlukirkju, laugardaginn 12. janúar kl 2
e.h.
Fyrir hönd vina og ættingja,
Guðrún Jakobsdóttir.
Eiginkona min,
STEINUNN GUÐMUNDSDÓTTIR,
Geirshlíð, Dalasýslu,
andaðistað morgni 10 janúar.
F h vandamanna,
Gisli Þorsteinsson.
t
Þökkum þeim, er sýndu okkur hlýhug og vináttu við fráfall,
GUNNARS J. ÓLASONAR,
Grafarholti.
Fyrir hönd aðstandenda
Kristín Bæringsdóttir.
t
Inmlegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við fráfall og
jarðarför móður minnar, tengdamóður og ömmu,
INGIBJARGAR GUNNARSDÓTTUR
frá Gröf.
Guð blessi ykkur öll
Ásta Gunnarsdóttir, Örlaugur Björnsson,
Ingvar Kárason.
t
Þökkum innilega sýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðarför
föður og tengdaföður okkar.
GUÐMUNDAR J. SIGURÐSSONAR,
vólsmiðs
frá Þingeyri.
Rannveig Guðmundsdóttir,
Sigurbjörg J. Guðmundsdóttir, G. V. Mackay,
Camilla Sigmundsdóttir, Matthías Guðmundsson.
t Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og útför,
ANTONÍU GUÐRÚNARJÓNSDÓTTUR
Jón Tómasson,
Óskar Jónsson, Nico Jónsson,
Ingibjörg Jónsdóttir, Guðjón Guðjónsson,
Rebekka Jónsdóttir, Jóhannes Magnússon,
Jón Hj. Jónsson, Sólveig Jónsson,
Tómas Jónsson, Carol Jónsson,
Málfríður Jónsdóttir, Jóel Jakobsson,
Kristín Einarsdóttir, Helgi Ólafsson
og barnabörn.