Morgunblaðið - 12.01.1974, Qupperneq 24
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. JANUAR 1974
— Montreal
Framhald af bls. 8
kemur betur og betur í Ijós, hvað
hún er skemmtilegt sambland af
nýjum og gömlum byggingum.
Montreal, næst stærsta frönsku-
mælandi borg í heimi, tvær og
hálf milljón sálna. Bíllinn skrikar
til á hálum götunum, loks nemur
hann stáðar, og bílstjórinn fer út.
Ég gríp úlpuna mína og held, að
ég sé komin á áfangastað. En það
reynist misskilníngur, það hefur
orðið árekstur milli áætlunarbif-
reiðarinnar og litillar fólksbif-
reiðar. Bílstjórarnir ræðast við af
miklu fjöri og handpati og biða
komu lögreglunnar.
Kólumbíumaðurínn, sem situr í
næstu sætaröð, hallar sér fram og
spyr, hvort ég tali spænsku. Ég
tala ekki spænsku, en það kemur í
ljós, að við eigum margt annað
sameiginlegt. Það tekur enginn á
móti okkur í Montreal og við
erum bæðí hótellaus. Hann kveðst
óvanur ferðalögum á eigin spýtur
og spyr, hvort hann megi slást í
för með mér. Ég sé ekkert því til
fyrirstöðu. Bíllinn ekur aftur af
stað, það er ekki nema fárra
mínútna akstur að áætlunar-
stöðinni. En þar með er ekki allt
fengið. Bilstjórinn segist ekki
geta hleypt út farþegum nema fá
nöfn þeirra og heimilisföng sem
vitna að árekstrinum. Annars
verði þeir hinir sömu að sitja hér
í bílnum og bíða æðri dómstóla,
kannski í hálftíma, kannski í
klukkutíma.
Farþegar þrjózkast við af hinni
gamalgrónu hræðslu stórborgar-
búans við að blanda sér í málefni,
sém geta haft óþekktar afleiðing-
ar í för með sér. Þar að auki höfðu
fæstir raunverulega séð árekstur-
inn. Þannig sitjum við í tíu mínút-
ur, unz ég og ungur Bandaríkja-
maður með bakpoka missum þol-
inmæðina og riðum á vaðið með
undirskriftir. Bílstjórinn réttir
okkur litla miðablokk, á hverjum
miða eru tvær spurningar og lína
STÓRDANSLEIKUR
B LÓÐ BE R G
Sætaferðirfrá B.S.Í. kl. 9.30.
fyrir undirskrift og heimilisfang.
„Teljið þér bílstjóra Greynound-
vagnsins eiga sök á slysinu, teljið
þér hann ekki o.s.frv. Setjið kross
framan við rétt svar.“ En við
þurfum ekkert að hafa fyrir að
krossa, segir bílstjórinn, bara
skrifa undir. Ég geri eins og mér
er sagt og býst ekki við, að öku-
maður folksbifreiðarinnar hafi
mikla möguleika á að vinna málið
gegn rúmlega fjörutíu vitnum.
Ég kveð barónessuna, sem bfð-
ur komu Sternbaums kaupmanns.
Hún kyssir mig á báðar kinnar,
svo röltum við af stað með föggur
okkar, ég og sá kólumbíski. Göt-
urnar eru glerhálar, hann styður
mig af suðrænni riddara-
mennsku. Þvi miður nær hann
mér ekki nema rétt í handar-
krika, svo að sennilega er erfitt
fyrir utanaðkomandi aðila að
gera sér grein fyrir, hver styður
hvern.
Skammt frá áætlunarstöðinni
er kaffihús, ofan við það röð af
gömlum, rómantiskum húsum,
sem öll auglýsa herbergi til gist-
ingar. Við fáum okkur kaffi, við
erum einu gestirnir utan eins
drukkins manns, sem segir, að ég
sé sæt stelpa, og býðst til að kaupa
handa mér skólatösku næstkom-
andi mánudag. Það finnst mér
vingjarnalega boðið. Sá kólumbí-
ski, sem treystir mér augsýnilega
jafn mikið og sendiráðinu sínu,
sendir mig i hótelleiðangur, með-
an hann passar föggurnar og lýk-
ur við kaffið. A næsta gististað fæ
ég tvö einsmanns herbergi fyrir 6
dali hvort, gólfin í þeim hallast
iskyggilega, en þau eru hrein og
þokkaleg. Gistihússeigandinn ráð-
leggur okkur að fara og borða á
veitingastað, sem heitir Napóleon
og er við St. Catherinestræti, aðal-
verzlunargötu Montreal. Þetta er
fallega innréttað veitingahús af
betra taginu, matseðillinn fullyrð-
ir, að allir réttir séu miðaðir við
það, sem Napóleon þótti allra
bezt, sem sé ekkert slor að miða
við. Við veljum okkur fondue á
napóleonska vísu, og ég sé það
fyrir mér, hvernig Napóleon,
hundleiður á öllu stíðsbrölti, hef-
ur setið með Jósefínu sinni á
dimmu, köldu vetrarkvöldi og
slappað af við að steikja fondue.
Hótel
Akranes
Stórdansleikur
leikur I kvöld
Stórfurðulegt, hvað öll stórmenni
veraldarinnar hafa alltaf verið
heimilislega sinnúð inni við bein-
ið, samanber Guðföðurinn og
Napóleon. Því miður eigum við,
ég og sá kólumbíski, lítið sam-
eiginlegt með Napóleon og Jóse-
fínu annað en stærðarmismuninn
og fonduíð.
Eftir matinn ákveðum við að
fara út að dansa og leitum ráða
gengilbeinunnar í þeim efnum.
Hún mælir með Caf’con í
Champalin-kastalanum, sem sé
tvímælalaust bezti dansstaðurinn
í Montreal. Við tökum okkur
leigubíl þangað, en þetta reynist
vera Hótel Saga þeirra Montreal-
búa, dyravörðurinn lítur með við-
bjóði á gallabuxurnar minar og
föðurlandsúlpuna, hann harðneit-
ar að hleypa okkur inn. Við reyn-
um annan stað, sem bílstjórinn
mælir með, sá heitir Sexmaskin-
an. Hann á það sameiginlegt með
Hótel Sögu, að fyrir utan er mílu-
löng biðröð. Við reynum þann
þriðja, sem er við næstu götu. Þar
er lögreglan komin á undan okk-
ur, hún ryður sér braut gegnum
mannþröngina, sem bíður fyrir
utan. Fólkið missir áhugann á að
fara inn og það sama gildir um
okkur. Bílstjórinn segir okkur, að
lögreglán hafi sennilega fengið
ábendingu um eiturlyfjaneyzlu
eða unglinga undir lögaldri.
Ég vendi mínu kvæði í kross og
vil bara fara í bíó, og okkur tekst
að ná i siðustu sýningu á „Öpum
og hvískri'1 eftir Bergman. Mynd-
in reynist vera með sænsku tali og
frönskum texta, svo að það er
ekki bara, að þessi norræna list
fari gjörsamlega fyrir ofan garð
og neðan hjá þeim kólumbíska,
heldur þjáist hann líka ógurlega
af leiðindum, eftir því sem á
myndina líður blandast lágar
stunur hans óþægilega saman við
óp og hvískur Bergmans. Við rölt-
um svo heim í hálkunni, sá kólum-
bíski er full og gerir enga tilraun
til aðstyðja mig.
IESIÐ
DflGLEGIl
ÞJÓÐMÁL
UTANRÍKISMÁL
MENNTAMÁL
STEFNUSKRÁRRÁÐSTEFNA
HEIMDALLAR, FYRRI HLUTI
Heimdallur, samtök ungra Sjálfstæðismanna, efnir til ráðstefnu um
stefnuskrá Sjálfstæðisflokksins í Þingholti, laugardaginn 12. janúar, kl.
14:00.
Að loknu framsðguerlndl mun páittakendum geflnn kostur á
að sklpa sér íeftirtalda starlshöpa:
1. Starfshópur um þjóðmál.
Málshefjandi: Gunnar Thoroddsen.
2. Starfshópur um utanríkismál.
Málshefjandi: Björn Bjarnason.
3. Starfshópur um menntamál.
Málshefjandi: Þorvaldur Búason.
4. Starfshópur um borgarmál.
Málshefjandi: Albert Guðmundsson.
5. Starfshópur um skipulagsmál Sjálfstæðisflokksins.
Málshefjandi: Baldvin Tryggvason.
6. Starfshópur um Sjálfstæðisstefnuna.
Málshefjandi: Jón Steinar Gunníaugsson.
Væntanleglr páttlakendur lötl skrá slg t síma 171 oo
HEIMDALLUR S.U.S
SKIPULAGSMÁL
SJÁLFSTÆÐIS-
FLOKKSINS
SJÁLFSTÆÐIS
STEFNAN