Morgunblaðið - 12.01.1974, Síða 31

Morgunblaðið - 12.01.1974, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. JANUAR 1974 31 | íMiiimmíniii MORcuniBiAÐSiiys r Island — Ungverjaland: ísland og Ungverjaland leika sinn fimmta landsleik í handknattleik í Laugardalshiill- inni í dag og hefst leikurinn klukkan 16.00 Á morgun leika þjóðirnar svo aftur og hefst sá leikur klukkan 15.00. Fullvíst má telja aS mikil aðsókn verði að leikjum þessum þar sem þeir eru þeir síöustu sem íslenzka landsliðið leikur hér heima áður en haldið verður til átakanna í úrstlitum HIVI í A-Þýzkalandi. Er því rét að minna á forsöluna, sem Tveir þjálfarar ANTHONY Sanders, enski þjálf- arinn, sem Vfkingur hefur ráðið til að þjálfa 1. deildar lið féiags- ins næsta keppnistímabil, kom til landsins í gærkvöldi. Hann dvelst hér fram yfir helgi, tekur æfingu með meistaraflokkum og ræðir við þjálfara og forystumenn Vík- ings. Síðan kemur hann aftur hingað í byrjun marz og tekur þá til við þjálfunina af fullum krafti. Vikingar munu þó ekki sitja auðum höndum fram að þeim tíma, heldur munu þeir byggja upp þrekið. Til þess hafa þeir ráðið Tékkann Maehael Vachun, en hann þjálfar júdó hjá Júdófé- lagi Reykjavíkur. Knapp utan ENSKI knattspyrnuþjálfarinn Tony Knapp hélt utan í gær án þess að skrifa undir saminga við KR-inga, en hingað kom hann á þeirra vegum. Kynnti Knapp sér aðstæður hjá KR og ræddi við forystumenn félagsins. Þó að ekki hafi orðið af samingum nú,er ekki ósennilegt, að það verði gert innan skamms. Blakmeistaramótið hófst í gær og byrjar aftur klukk- an 13 í dag í Laugardalshöllinni. ísland og Ungverjalanjl hafa fjórum sinnum leikið landsleik í handknattleik og alltaf hafa Ung- verjarnir borið sigur úr býtum. Síðast nú í desember, þá munaði ekki nema 3 mörkum á liðun- um, en í tvö skiptin þar á undan höfðu Ungverjarnir unnið með miklum mun. Ef til vill eru lið þjóðanna að færast nær hvort öðru og nú hefur íslenzka liðið í fyrsta skipti heimavöllinn með sér. Það er því ekki svo fjarlægt að gera sér vonir um íslenzkan sigur — hinn fyrsta gegn Ung- verjum. Liðið sem leikur leikinn í dag er skipað eftirtöldum mönnum: Ólafi Benediktssyni, Gunnari Einarssyni, Gunnsteini Skúla- syni, Gísla Blöndal, Viðari Jónssyni, Auðunni Óskarssyni, Axel Axelssyni og Herði kristins- syni. Liðið sem leikur á morgun verður valið strax að loknum leiknum í dag. loknum leiknum í dag. Leikirnir við Ungverja eru tímamótaleikir fyrir nokkra af leikmönnum landsliðsins. Þannig leikur fyrirliði liðsins, Gunnsteinn sinn 50. landsleik á morgun og Auðunn Óskarsson sinn fertugasta.I leikn um leikur Viðar Símonarson sinn landsleik númer 60 og Hörður Kristinsson, sem verið hefur utan landsliðsins 1 þrjú ár, leikur sinn 20. leik í dag. • • Orninn Borðtennisklúbburinn Örninn heldur aðalfund sinn f Kristalsal Hótels Loftleiða sunnudaginn 13.1. og hefst hann kl. 14.00. I lok fundarins fer fram skráning eldri félaga til æfinga á vormisseri. Skráning nýrra félaga verður þriðjudaginn 15. janúar klukkan 18.00 í Laugardalshöll. Ur landsleikjum Islands og Ungverjalands hingað til er markataian Ungverjunum hag- stæð um 25 mörk, 83:58. Leik- urinn í dag verður 125. lands- leikur íslands og er markatalan úr þeim leikjum sem leiknir hafa verið tslendingum hagstæð um 63 mörk, en hún er 2248 mörk skoruð gegn 2185 mörkum. Leikurinn í dag hefst klukkan 16, en á morgun byrjar slagurinn klukkan 15. Dómarar í leikjunum verða sænskir, þeir Gunnar Lundin og Axel Wester, þeir hafa ekki dæmt hér á landi áður. Sterkur varnarmaður er nauð- synlegur hverju liði og það er ekki sízt verk Harðar Kristins- sonar hve Ármannsvörnin hefur verið þétt f vetur. Myndin er tekin í leik Armanns og IR f fyrra og það er Hörður Kristinsson sem gnæfir yfir aðra leikmenn. „Er ekki kominn tími til að vinna þá?” HÖRÐUR Kristinsson, hinn há- vaxni leikmaður Ármanns, kemur að nýju inn í landsliðið í leiknum við Ungverja í dag, eftir að hafa verið úti í kuldan- um þrjú síðustu ár. Hörður hefur leikið 19 landsleiki, lék síðast með landsliðinu f Tiblisi í desember 1970. í landsleikj- um sfnum hefur Hörður skorað 42 mörk, en að öllum líkindum verður hann ekki með mark- hærri leikmönnum landsliðsins f Ieiknum í dag. — Ég er valinn í liðið til að styrkja vörnina, skytturnar eru mýmargar í liðinu, svo það kæmi mér ekki á óvart þó ég yrði látinn hvíla í sókninni, sagði Hörður er við ræddum við hann i gær og Hörður heldur áfram. — Þó ég komi iskaldur inn i landsliðið nú, en með því hef ég ekkert æft i vetur, er ég bjartsýnn á leikinn i dag. Ég hef leikið meira og minna með strákunum í landsliðinu og oft- sinnis á móti þeim svo ég ætti að þekkja inn á þá. — Til Ungverjanna þekki ég litið, hef einu sinni leikið gegn þeim, það var í Bratislava árið 1964, með'liðinu sem leikur for- leikinn að leiknum á morgun. Mér er sagt að Ungverjarnir séu nokkuð sterkir um þessar mundir og við höfum aldrei borið sigurorð af þeim, en er ekki kominn tími til að gera það i leiknum í dag? Fimmti leikuriim, fyrsti sigurinn? Áhorfendum fækkar með hverju ári Blakmenn taka nú um helgina til við þar sem frá var horfið fyrir jólafríið og fara tveir leikir fram í blakmeistaramótinu á morgun, sunnudag. Báðir leikirnir verða háðir á Laugarvatni og eru það Kópavogsfélögin: Handknatt- leiksfélag Kópavogs og Breiða- blik, sem fara þangað í heimsókn. Leikur HK við UMF Laugdæla og Breiðablik leikur við UME Bisk- upstungna. Fyrri leikurinn hefst kl. 13.30 og verður það leikur HK og UMF Laugdæla. KNATTSPYRNUMENN hafa oft kvartað sáran yfir þvf, að aðsókn að knattspyrnuleikjum færi ört minnkandi. Þessi þróun virðist einnig eiga sér stað í handknatt- leiknum, en hingað til hefur handknattleikurinn verið sú íþrótt, sem mestum vinsældum hefur átt að fagna. Frá því á keppnistímabilinu 1970 hefur aðsóknin minnkað mjög mikið, eða um meira en helming að leikjum 1. deildar í Laugardalshöllinni. í íþróttahús- inu í Hafnarfirði er þróunin hins vegar ekki sú sama, en lítil breyt- ing er þar á aðsókn frá ári til árs. Þessar upplýsingar fengum við, er við ræddum við Gunnar Guð- mannsson forstjóra Laugardals- hallarinnar og Yngva Rafn Baldvinsson, íþróttafulltrúa f Hafnarfirði. Hér á eftir fara töfl- ur yfir aðsókn að leikjum 1. deildar í þessum tveimur íþrótta- húsum, en sá er munurinn að f Laugardalshöllinni er miðað við hvert keppnistímabil, en í Hafnarfirði við áramót. Íþróttahöllin í Laugardal: Ar Leik- Alls kvöld áhorfendur 1969—70 16 7601 1970—71 15 20762 1971—72 15 19090 1972—73 21 17670 19 73—74 9 4715 íþróttahúsið í Hafnarfirði: 1971 8 6318 1972 4 3254 1973 7 5493 Það skal tekið fram, að tölurnar úr íþróttahöllinni fyrir íslands- mótið 1973—74 eru miðaðar við 10/1. Því er ef til vill ekki rétt að dæma aðsóknina nú, þar sem venjan er sú, að leikir fyrri umferðarinnar eru alltaf verr sóttir, en leikir þeirrar síðari. Hins vegar leynir það sér ekki, að aðsóknin fer minnkandi með hverju árinu frá því 1970—71 og má mikið vera ef íslandsmótið nú verður eins vel sótt og síðasta íslandsmót. Þegar fjölgað var f 1. deild Islandsmótsins um eitt lið haustið 1971 og svo upp i 8 haust- ið eftir, voru þeir margir, sem spáðu því, að með auknum leikja- fjölda myndi aðsóknin minnka. Sú virðist ætla að verða raunin, Meðaltal 475 1380 1273 889 524 789 814 785 aukinn leikjaföldi gerir það að verkum, að áhorfendur dreifast í fleiri leiki. Sum leikkvöldin verða laus við alla spennu þar sem miðl- ungsliðin keppa og berjast hvorki á toppi eða botni. Þegar svo stemmningin minnkar á leikj- unum, hætta jafnvel tryggustu áhorendur að koma, því það er nú einu sinni þannig, að það eru ekki sízt margir áhorfendur, sem skapa spennu á handknattleiks- leikjum. 1 Hafnarfirði virðist aðsóknin vera nokkuð svipuð frá ári til árs, að meðaltali i kringum 800 á hvern leik. Er það mjög gott, þegar miðað er við það, að íþrótta- húsið í Hafnarfirði tekur ekki nema í mesta lagi 1150 manns. Aðdáendur Hafnarfjarðarliðanna sýnast tryggari en Reykjavíkur- félaganna og svo er það örugglega þungt á metunum, að færri Framhald á bls. 18 Leikið í 2. deild VEGNA Iandsleikjanna við Ungverja verður ekkert leikið í 1. deild karla um helgina. Hins vegar fara fjórir leikir fram í 2. deild í dag og á morgun. Fjölgun liðanna f 1. deild úr 6 f 8 er ef til vill ein meginorsökin fyrir þvf, að áhorfendum fækkar nú að leikjum 1. deildar. Þessi mynd er tekin að loknum leik Vfkings og Ármanns haustið 1971, Vfkingar fagna sigri og sæti í 1. deild — þvf sjöunda.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.