Morgunblaðið - 17.01.1974, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 17.01.1974, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. JANUAR 1974 NY GOTUHEITII BREIÐHOLTIII. A FUNDI byggingarnefndar Reykjavíkurborgar sl. fimmtudag voru samþykktar eftirfarandi til- lögur borgarlögmanns og skrif- stofustjóra byggingarfulItrúa að götunöfnum íBreiðholti II: Þannig munu göturnar í áfram- haldi Fálkhóls hljóta nafnið Fífu- sel, Fjarðarsel, Fljótasel, og Flúðasel. í raðhúsahverfi verða götuheitin eftirfarandi: Giljasel, Gljúfrasel, Grjótasel og Grófarsel. í hverfi, sem rís sunnan og vest- an við Seljaskóga, verða götuheit- in sem hér segir: Staðarsel Stafnasel, Stapasel, Steinasel, Stekkjarsel, Stokkasel, Stuðlasel og Stúfssel. i hverfi norða við verkamannabústaðina hafa göt- urnar hlotið þessi heiti: Tjarnar- sel, Vaðlasel, Vaglasel, Vatnasel og Vogasel. Sænsk-íslenzkt djass- og ljóðakvöld í Norræna húsinu í kvöld í KVÖLI) verður efnt til sænsk- íslenzks djass- og Ijóðakvölds f Norrama húsinu og hefst það kl. 8.J0. Hingað eru komnir þrír sa-nskir listamenn, sem munu standa að þessum flutningi ásamt íslenzkum hljómlistarmönnum. Verður m.a. lesið úr verkum ísl. ljóð- skálda, þeirra Jóhanns IIjálmarssonar, Þorsteins frá Hamri, Matthíasar Johannes- sen og Jóns Óskars. Morgunblaðið náði í gær- kvöldi tali af einum Svíanna — Lasse Söderberg, sem stjórnar þessu kvöldi. Hann sagði, að þeir þremenningarnir hefðu verið á æfingum með hinum íslenzku flytjendum bæði í fyrrakvöld og í gærkvöldi. Kvað hann æfingar hafa gengið í alla staði vel og ekki komið upp nein vandkvæði. Lýsti Söder- berg yfir ánægju sinni með samstarfið við íslenzku lista- mennina, en þarna koma ekki aðeins fram islenzkir hljóm- listarmenn. heldur einnig þrjár íslenzkar leikkonur og lesa upp ljóð eftirsænskog íslenzk ljóð- skáld. Annað djass- og ljóðakvöldið verður í Norræna húsinu á laugardag. Krafla verði rekin af Laxárvirkiun Mikill eldur var f trésmiðjunni um tfmaog logaði út um gluggana. Eldur í VI ði Akure.vri — 16. janúar. LA\AR VTRKJUNARSTJÖRN samþykkti eftirfarandi ályktun á fundi sínum nýlega: „I tilefni af framkomnu stjórn arfrumvarpi um lagaheimild til virkjunar gufu við Kröflu til raf- orkuframleiðslu villstjórn Laxár- virkjunar lýsa því yfir, að hún telur eðlilegt, aðuinrædd virkjun verði reist og rekin af Laxárvirkj- un, þar eð Krafla er á orkusvæði Laxárvirkjunar." Laxárvirkjun hefur frá upphafi annast orkuöflun fyrir Laxár- svæðið sem svo er nefnt, en það nær frá Dalvík að vestan og til Raufarhafnar að austan. Þá hafði Laxárvirkjun forgöngu urn fyrstu gufuaflsvirkjunina á landinu. sem framleiðir raforku til al- mennings nota og kom henni af eigin rammleik upp í Bjarnar- flagi við Mývatn. Af þessum ástæðum þvkir Lax- árvirkjunarstjórn, að Laxárvirkj- un sé sniðgengin í nefndu frum- varpi um jarðgufuvirkjun á svæði hennar, þegar væntanlegri Norð- urlandsvirkjun er a-tlað þetta verkefni, en undirbúningur að stofnun þess fyrirtækis mun vera á algjiiru frumstigi og enn ekki vitað, hver niðurstaða þess máls verður. Láxárvirkjunarst jórn hefur jægar ritað iðnaðarráðunevtinu bréf og látið I ljós undrun sína á fyrrnefndu ákvæði í frumvarp- inu. — Sv.P. ELDUR kom upp I trésmiðjunni Vfði í gærmorgun. Eldurinn kviknaði i sprautuklefa og breiddist þaðan ört út og upp á næstu hæð fyrir ofan. Um tíma leit út fyrir, að þarna Ekið á kyrrstæða hifreið ÞRIÐJUDAGINN 15. jan sl. kl. 08—13 var ekið á Morris Marina- bifreiðina G-8025, þar sem hún stóð á bifreiðastæði á Vitatorgi og vinstra frambretti hennar beygl- að, framstuðarinn skemmdur og svuntan neðan við hann. Þeir, sem gætu gefið upplýsingar um ákeyrslu þessa, eru beðnir aðláta lögregluna vita. Ekkert bokast í sjómannasamningum kindurnar i J CJ Hólmavík, 16. jan. SATTASEMJARI rfkisins hélt fund með fulltrúum farmanna, sjómanna og útgerðarmanna á þriðjudag og lauk honum á þriðja tímanum í fvrrinótt. Nýr fundur hefur verið boðaður með hinum sömu aðilum á mánudag næst- komandi. Jón Sigurðsson, formaður Sjó- mannasambandsins, sagði í viðtali við Morgunblaðið í gær, að málin hefðu bókstaflega ekkert mjakast á þessum fundi. Einungis hefðu verið rædd nokkur smærri atriði, en ekkert vikið að fæðiskröfu sjó- manna og kröfu þeirra um hækk- un skiptaprósentu. Sagði Jón, að útgerðarmenn. hefðu þegar lýst því yfir, að þeir gætu ekki gengið að þessum kröfum sjómanna, en Jón kvað sjómenn ekki tilbúna að leggja upp laupana svo auðveld- lega. Hann sagði ennfremur, að innan samninganefndar sjó- manna hefði lítillega verið rætt um boðun verkfalls, en engin ákvörðun hefði ennþá verið tekin í því efni. Eignarfallságreiningur vegna sýningarskála DALÍTIÐ spaugilegur ágrein- ingur hefur nú risið milli borg- arvfirvalda og Sýningarsam- taka atvinnuveganna varðandi úthlutun á svæði í Laugardal til byggingar sýningarskála. Er um það deilt hvort átt hafi ver- ið við „skála" í eignarfalli ein- tölu eða fleirtölu. Fyrir nokkru síðan sendu Sýningarsamtök atvinnuveg- anna borgarráði bréf ineð ósk um úthlutun á svæði austan Laugardalshallarinnar. Er þetta allstórt svæði, þar sem gert er ráð fyrir nokkrum sýn- ingarskálum. Bréfið er sent samkvæmt samnirrgi, er borgar- yfirvöld gerðu við samtökin, er borgin keypti á sinum tíma eignarhluta samtakanna í Laugardalshöllinni. Er í samn- ingi þessum kveðið á um, að sýningarsamtökin fái úthlutað svæði í Laugardal .,íil byggingar sýningarskála." Borgar.yfirvöld hafá jafnan túlKað samninginn á þá leið, að átt hafi verið við einn „skála" en sýningarsamtökin á þá leið, að átt hafi verið við fleiri en einn skála. Málið var til um- ræðu í borgarráði sl. föstudag, en hlaut þar ekki afgreiðslu. Verði ágreiningur þessi ekki jafnaður í fullri vinsemd, er aldrei að vita, nema eftirleiðis verði gripið til þess ráðs að fá málfræðinga til ráðuneytis um gerð veigamikilla samninga. Viðgerð Stjörnu- bíós í full- um gangi VIÐGERÐ á Stjörnubíó er nú í fullum gangi. Kvikmyndasalur- inn hefur verið teiknaður á nýjan Teik og'verður gerð algjör breyt ing á honum. Verður þetta nú einn salur, án svala, eins og áður var. Meiri upphækkun verður sfð- an í salnum sjáifum en áður var, en hann verður eftir sem áður svipaður að stærð. Mikið hefur verið brotið niður í salnum af veggjum og skilrúmum í þessu skyni, en í dag má segja, að hin raunverulega endurbygging hefj- ist. Ekki treysti framkvæmda- stjóri kvikmyndahússins sér til að segja til um hversu langan tfma viðgerðin tæki, en kvað stefnt að því að fá húsið sem fyrst aftur í notkun. gæti orðið stórbruni, en slökkvi- liðið kom þegar á vettvang og tókst með liáþrýstidælum sfnum að ráða niðurlögum eldsins. Ljóst er, að mjög . iniklar skemmdir hafa orðið í trésmiðjunni, þrátt fyrir það hversu slökkvistarfið gekk fljótt fyrir sig. Eldsupptök munu vera þau, að Ijósapera í sprautuklefanum sprakk, en loftið þar var mettaö eldfimum gufum, svo að klefinn blossaði upp í einu vetfangi. Flugmaður- inn fann Enn stendur á loðnuverði VERÐLAGSRAÐ sjávarút- vegsins hélt fund í gærmorg- un um loðnuverðið. Stóð fundurinn fram undir há- degi án þess, að samkomu- lag næðist um verðið. Mikill kurrernú kominnf sjómenn vegna þess, að verðið er ekki komið og loðnan er í vel veiðanlegu ástandi Verðlagsráðið heldur ann- an fund í dag kl. 14 um loðnuverðið, en talið er hæp- ið, að samkomulag náist þá um verðið. Jafnvel er talið, að vfsa verði málinu til yfir- nefndar og tefst þá af- greiðsla þess eitthvað enn. Hólmavík, 16. jan. FLUGFÉLAGIÐ Vængir hefur í vetur haldið uppi flugsamgöngum við Hólmavik og Gjögur í Standa- sýslu tvisvar í viku og hafa fáar ferðir fallið úr vegna veðurs. Al- menn ánægja er meðal sýslubúa með þessa þjónustu. Síðastliðinn mánudag sá flugmaður frá Vængjum, Þórólfur Magnússon, tvær kindur uppi á Goðdal í Standasýslu og gerði hann bænd- um íBjarnarfirði aðvart.Fóru þeir á vélsleða daginn eftir og fundu kindurnar eftir tilvfsun fiug- mannsins. Var þetta ær með lambi, er vantaði í leitum í haust. Heldur voru kindurnar orðnar mjóslegnar, því að nær algjört jarðbann var. þar sem þær fundust. Mikill snjór og harð- fenni er þar uppi. — Andrés. Gæftaleysi hjá Hafnarbátum Höfn, Hornafirði — 16. janúar ALGJÖRT gæftaleysi hefur verið hér um slóðir síðan um áramót. Það var fyrst í þessari viku sem bátar gátu hafið róðra, en héðan hafa þrír bátar róið með lfnu og afli þeirra hefur verið frá 3—6 lestir í róðri. Tveir bátar hafa byrjað togveiðar og var afli þeirra eftir tvo sólarhringa 18—20 lestir. Annars munu fimm bátar héðan fara til loðnuveiða, þrír stunda línu, 3 togveiðar, einn á net, en einn er ennþá í slipp. — Gunnar Góðar sölur TVÖ Islenzk skip seldu í Grimsb.v f gær og fengu þau bæði ágætar sölur þar — eða röskar 75 krónur á hvert kfló. Skipin voru Arnar frá Skaga- strönd og Svalbakur EA. Arnar seldi alls um 109 tonn af fiski fyrir röskar 8 milljónir króna eða um kr. 75,20 á hvert kíló. Svalbak- ur seldi alls 116 tonn og fékk fyrir aflann um 8,7 milljónir — meðal- verðið var rétt rúmlega 75 kr. á kílóið. Fiskmatið í heildarathugun sjavarútvegsraðherra hefur nú skipað nefnd til að taka til hei Id arathugunar lögin um Fiskmat ríkisins. I nefndinni eiga sæti þeir Þórður Asgeirsson, skrifstofustjóri sjávarútvegsráðu- ne.vtisins, Jóhann Guömundsson hjá Rannsóknarstofnun fiskiðn- aðarins og Örn Marinösson hjá fjármála- og hagsýslustjóra. Sem fyrr segir er þessum þrem- ur mönnum ætlað að taka til heildarathugunar starfsemi og skipulag Fiskmats ríkisins ög semja frumvarp um ný lög um það, þar sem gengið er út frá því, að síldarmatið verði lagt niður sem sérstök stofnun og fellt inn skipulag Fiskmatsins eða nýrrar stofriunar, sem komið yrði á fót.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.