Morgunblaðið - 17.01.1974, Page 13

Morgunblaðið - 17.01.1974, Page 13
geymslurými. Rannsókn, seir nýlega er lokið á geymslurými félagsins, sýnir, að húsaskortur- inn stafar ekki af því, að varan liggi mjög lengi i húsunum. Nálega 75% af þeirri vöru sem flutt er inn með skipurr. Eimskipafélagsins, eru af- greiddar til innflytjandans innan 3ja til 4ra vikna eftir að þær koma inn i vörugeymsluna. Má reikna með, að geymslutími sé að meðal- tali 4 til 5 vikur. Slíkt verður að teljast mjög eðlilegt, þegar tiilit er tekið til þess, að skipafélögin gegna að vissu marki hlutverki fríhafna. Með breyttu fyrirkomu- lagi á tollafgreiðslu mætti hins vegar gera voruinnflytjandanum kleift að taka vöruna fyfr, og það væri mjög æskilegt. Að því er varðar þjónustugjöld vöru- afgreiðslunnar, þá eru þau ið- gjöld háð verðlagsákvæðum. Fyrstu tvær vikurnar eftir að skip kemur til hafnar, reiknast engin vörugeymsluleiga fyrir vöruna. En þess má geta, að vöruaf- greiðslugjöld eru það lág, að vöru- afgreiðsla félagsins hefur verið rekin með tapi á undanförnum árum.“ „Eins og frant hefur komið í fréttum ákvað Eimskipafélagið árið 1965 að fastráða starfsmenn við vöruafgreiðslu félagsins. Hvernig hefur þetta reýnzt?" ,,Mjög vel. Fyrir fastráðning- una höfðu vöruafgreiðslumenn Þær eru oft erfiðar siglingar íslenzku skipanna. við skip félagsins ekkert atvinnu- öryggi. Þeir koníu niður á höfn kl. 8 að morgni og hurfu heim að nýju án þess að fá vinnu. Eftir fastráðninguna voru þeim tryggð dagvinnulaun, hvort sem verk- efni voru fyrir hendi við losun og lestun skipa eða ekki. Áður fyrr voru árekstrar tiðir á vinnustað. nú eru þeir óþekktir að heita má. Fastráðning verkamanna hefur stuðlað að aukinni vinnugleði þeirra og félagshyggju. Eimskipa- félagið hefur eignazt þjálfaða starfsmenn og vinnuslysum hefur fækkað mikið." Hlutur skipanna fyrir borð borinn „Hvað er að segja um samkeppnisaðstöðu skipa og flug- véla í vöruflutningum á milli landa og skipa og vörubifreiða við innanlandsflutninga?" ..Ég tel hlut skipanna mjög fyrir borð borinn varðandi út- reikning á tollum, á flutnings- gjöldum til Iandsins og álögur bæjarfélaga og ríkis, þegar um skip og vörubíla er að ræða. Eim- skipafélagið hefur oft óskað eftir því, að yfirvöld létu óvilhalla að- ila rannsaka þessi mál og gera tillögur um leiðréttingu, þannig að flutningaaðilum, sem eiga rétt á sér, sé ekki mismunað í opinber- um álögum. Þá fyrst kemur í ljós, hvaða flutningatæki henta bezt hverju sinni og þjóna hags- munum landsmanna." „Býr félagið við mikla sam- keppni um vöruflutninga á sjó?“ „Svar mitt við þessari spurn- ingu er ótvírætt játandi. sam- keppni milli íslenzkra skiþafélaga er mikil, auk þess sem erlendum skipafélögum er frjálst að sigla til Islands. Eins og kunnugt er, sigldu erlend skipafélög hingað til landsins allt fram á siöasta áratug. En þrátt fyrir það, að þau sigldu aðeins til Reykjavíkur, MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDÁGUR 17. JANUAR.1974 13 lögðust siglingar þeirra niður. þar sem þær vöru ekki arðbærar. Astæðurnar fyrir taprekstri má fyrst og fremst rekja til þess, að flutningsgjöldin fyrir stykkja- vöru hafá verið háð verðlags- ákvæðúrn siðastliðina áratugi, sem mun vera einsdæmi í heimin- um að ég bezt veit, og haldið svo lágum, að erlendu skipafélögin hættu siglingum hingað og hafa hin lágu flutningsgjöld staðið i vegí fyrir eðlilegum vexti íslenzka skipaflotans." „Stundum hefur heyrzt, að flutningsgjöld frá Bandaríkjun- um væri óeðlilega há miðað við Evröpuflutmngsgjöldin og flutn- ingsgjöldin milli Bandaríkjanna og Evröpu?“ „Þetta er byggt á misskilningi. Vegalengdin á milli Reykjavíkur og Norfolk í Bandarikjunum er um það bil helmingi lengri en t.d. frá Reykjavík til meginlands Evrópu og taka verður til greina ýmsan kostnað, svo sem hafnar- gjöld og iestunarkostnað. Þá verð- ur samanburður ekki raunsær á flutningsgjöldum með stórum bílaflutningaskipum, sem flytja frá einni höfn til annarrar, og íslenzkum skipum, sem auk þess sigla til Reýkjavíkur, flytja vör- una víða frítt til aukahafna á íslandi og veita margfalda þjón- ustu samanborið viö bílaflutn- ingaskipin." Tvísýna framundan Eimskipafélaginu hefur verið úthlutað miklu athafnasvæði við Sundahöfn og á myndinni sést vel yfir hluta þess svæðis. I norður frá garðinum á að fylla upp meðfram landinu og í framtíðinni munu rísa þar stórar vöruskemmur. A miðri myndinni er hin nýja vörugeymsla félagsins Sundaskáli, en það hús verður fullbyggt um 75.500 rúmmetrar. „Hvers er að vænta um rekstur Eimskipafélagsins á komandi tím- um?" „Hin mikla veröbólga undan- farin ár og óvissa. sem nú er rfkjandi í efnahagsmálunt hvar- vetna í heiminum, þegar viðhorf breytast frá degi til dags, skapa vissulega mikla tvísýnu i allri áætlunargerð. Við getum tekið olíuna sem dæmi. Ennþá hefur okkur tekizt að fá olíu fvrir skipin, en það hefur oft slaðið naumt. I október 1972 var verð á hverju tonni á olíu 27 dalir í Hamborg, nú , um síð- ustu áramöt kostaöi tonið 112 oliu 27 dalir í Hamborg, nú um síðustu áramót kostaði tonnið 112 dali, og um þessar mundir kostar það 140 dali, og enn er búizt við hækkunum. Arið 1972 keypti Eimskipafélagið olíu fvrir 60 mil'lj. kr. Frá þeim tima hefur olían sexfaldazt í verði og þvi má búast við, að félagið kaupi olíu fyrir 300—400 ntillj. kr.^á þessu ári, sem er eins og andvirði eins stórs flutningaskips. Allar framkvæmdir byggjast fyrst og fremst á því, að rekstur Uppskipun f Revkjavík. Hús Eimskipafélagsins á horniPósthússtrætis og Hafnarstrætis. hvers fyrirtækis skili hagnaði. Að öðrum kosti verður einvörðungu að byggja á lántökum, sem hafa stnar takmarkanir, því rekstur hvers fyrirtækis hlýtur að grund- vallast á þvi, að um nauðsynlega fjárnagnsmyndun sé að ræða. Eimskipafélaginu er nauðsyn að flýta byggingu vörugeymsluhúsa í Reykjavík og úti á landi og að endurnýja skipastólinn. — Þvi ber að fagna, að rikisstjörnin hef- ur sýnt fullan skilning á þörfuni félagsins á kaupum 5—6 nýrra vöruflutningaskipa og að hafnar- stjórn Reykjavíkurborgar hef- ur samþykkt beiðni félagsins um f ramtiðarathafnasvæði við Sundahöfn." „Óskabarnið“ ekkert barn lengur „Að lokum. Öttar. Eimskipa- félagið hefur oft verið kallað „óskabarn þjóðarinnar". Er ekki oft erfitt fyrir svona stór fyrir- tæki að standa undir nafni sent þessu?" „Sem betur fer er „óskabarnið" ekkert barn lengur, og sent betur fer hefur ísland eignazt fleiri öskabörn. En hvort félagið rís alltaf undir nafni. verða aðrir að dæma um. . . — Það hefur oft verið minnzt á stofnun Eimskipa- félagsins árið 1914 sem einhvers merkasta atburðarins_ í sögu þjóðarinnar. Af um 80 þúsundum landsmanna gerðust á 14. þúsund hluthafar í félaginu. I dag eru hluthafarnir um 11.200, þannig að Eintskipafélagið er sannkallað þjöðarfyrirtæki. Það var stofnað sem þjónustufyrirtæki og er þannig rekið. Að sjálfsögðu eru skoðanirá því mismunandi, hvort félaginu hefur tekizt að rækja þjónustuhlutverk sitt. ÖIl mannanna verk orka tvímælis og enginn gerir svo öllum líki. En það má fullyrða. að fyrirsvars- menn Eimskipafélagsins hafa kappkostað og munu hafa að leiðarljósi þá stefnu. sem mörkuð var í upphafi. I sex áratugi hafa dugandi Islendingar lagt inn á nýjar brautir, stofnað til útflutnings — og framleiðslufyrirtækja og inn- flutningsfyrirtækja i öruggri vissu um að. fá varning sinn fluttan á jafnréttisgrundvelli. Má því taka undir orð þjöðkunns manns. sem sagt hefur við mig. að hann hafi alltaf litið á Eimskipa- félagið sent líftryggingu hinnar frjálsu verzlunar við umheiminn. Að lokum langar mig til þess að þakka öllum viðskiptavinum Eim- skipafélagsins fyrir góð viðskipti og starfsmönnum öllum fyrir \el unnin störf. Öðrum velunnurum félagsins óska ég árs og friðar," sagðiöttar. Þ.O.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.