Morgunblaðið - 17.01.1974, Síða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. JANUAR 1974
hafa beðið fyrir mér i 10 ár. Þá
fór ég í kirkju og bað Drottin
Jesúin að kotna til mín. Þá fann
ég að bænir þessar voru heyrðar."
Þetta er saga margra. Getum
við gengið fram hjá þessum frá-
sögum? Hvaða kraftur er fólgínn
í trúnni, sem verður til þess, að
eiturlyfjaneytendur snúa frá
villu sinni? Er þessi trú eitthvað
fyrir okkur, jafnvel þó við séum
ekki fórfallin? Hvernig væri að
gefa gaum að því i alvöru?
Síðastliðið haust söfnuðust sam-
an í London 20—30 þúsund
manns frá ýrnsum Iöndum á mót,
á vegum Billy Graham Associa-
tion. Þar kom þetta fólk saman,
fór um borgina og henti fólki á
Jesúm Krist. Og i Suður-Kóreu
var ein stærsta samkunda i sög-
unni, 1,1 milljón manna, einnig
haldin á vegum Billy Graham og
manna hans.
Þessar fréttir fara ekki hátt.
Það voru heldur ekki starfsað-
ferðir Jesú Krists að vekja sem
mesta athygli. En hann bendir þó
á Ieið tíl lífs, og okkar er að hlusta
og velja. Athugum málið. Athug-
um hver leið hans er, það er allt
um hana i Bibliunni, sem e.t.v.
liggur rykfallin í bókahillunni
þinni.
Gísli Halldórsson borgarfulltrúi:
Byggingarkostnaður
tvöfaldaður frá 1971
I desember Iögðu sjálfstæðis-
menn í borgarstjórn Reykjavíkur
frain tillögur um framkvæmdir í
húsnæðismálum. Þessar tillögur
voru teknar til afgreiðslu og sam-
þvkktar á síðari fundi borgar-
stjórnar i desember, þegar fjár-
hagsáætlun borgarinnar fyrir
áriðl974 var samþykkt.
1 greinargerð nieð tillögunum
er m.a. bent á. að á þessu ári verði
hafizt handa um byggingu 74
íbúða fyrir aldraða við Furugerði.
Þá segir og, að ákveðið sé að
b.vggja 308 íbúðar i Seljahverfi
samkvæmt lögum um verka-
mannabústaði. En tillögur sjálf-
stæðismanna um framkvæmdir i
húsnæðismáluin á næstunni eru
svohljóða ndi:
í. Hafinn verði undirbúningur nú
þegar að 2. áfanga í byggingu
verkamannabústaða. Verði þar
um að ræða 250 íbúðir bvggðar á
árunum 1975 og 1970.
2. Undirbúningur verði nú þegar
hafinn að byggingu 100 íbúða af
mismunandí stærðum, sem lokið
verði við á árinu 1970. íbúðir
þessar verði leigðar eða seldar
leigutökum borgarinnar á góðum
kjörum.
3. A næsta óri verði hafinn undir-
búningur að bvggingu 00 íbúða
fyrir aldraða. af svipaðri gerð og
reistar liafa verið við Norður-
brún.
4. Byggingarsjóður Reykjavíkur-
borgar haldi ófram að lána 100 —
200 þús. kr. lán til kaupa á hag-
,* kvæmum ibúðum. eða félagasam-
í tiikuin til bygginga eigin íbúða.
3 Árlega verði verið kr.
15.000.000.00 til lánastarfsemi.
5. Kannaðir verðí möguleikar
ieiguliða Keykjavíkurborgar á
kattpum íbúða í verkamanna-
bústöðum. ef þeir fengju hagstæð
lárt úr borgarsjoði fyrir hluta af 1.
itl lwirgun. sem nú er 20Mo af kaup-
Véfði.
0. Leitað verði samvinnu við
v e r k alý ðs h rey f i ng u n a u m
byggingu leiguíbúða sérstaklega
ætlaðar efnalitlum meðlimum
v e r k al ý ðs h rey f i n g a r.
Gisii Halldórsson (S):
Fyrir nokkrum dögum mátti
lesa greinarstúf í Þjóðviljanum,
þar sem fjandskapast var út í það,
að ég setti fram á einfaldan hátt í
línuriti hækkun á vísitölu
byggingarkostnaðar. Var stuðst
við tölur frá Hagstofu Islands.
Vildi ritstjóri Þjóðviljans reikna
þetta á allt annan hátt en Hag-
stofan.
Þegar menn afneita að horfast í
augu við staðreyndir, er ekki
hægt að ætlast til, að þeir lagfæri
vandamálið, sem við er að glfma.
Dagblaðið Tíminn birti nýlega
í undirfvrirsögn auglýsingu eftír
nýju orði í stað orðsins ..Oðaverð-
bólga ", sem blaðamaðurinn, sagði
að dygði ekki lengur um þá verð-
bólgu. sem hér væri.-svo færi
fram um verðlag og kaupgjalds-
mál.
Þar með er þó litið raunsæjum
augum ó staðreyndir og eiga þess-
ir aðilar þá betur með að spyrna
við fætí, þar sem þeir viðurkenna
vandamálið, er nú blasir við okk-
ur.
Til þess að sýna fram á, hvaða
áhrif þessi óðaverðbólga, sem nú
hefur staðið í rösk tvö ár hefur,
við ég greina frá kostnaðarmun á
að byggja síðasta áfangann hjó
F.B., sem eru 314 íbúðir.
Ef þessar ílniðir hefðu verið
byggðar á miðju ári 1971, þá
hefðu þær kostað 474.220.000, kr.,
en miðað við byggingarvfsitöluna
i dag mundu þær kosta
809.650.000, kr., og hvað þær
kosta í ársbyrjun 1975, þegar
þeim á aðljúka getur enginn get-
ið sér tíl.
Hér er aðeins miðað við vísitölu
Hagstofunnar í báðum tilfellum,
en þegar verðlag er svo óstöðugt
sem nú, koma ávallt nýjar og
óvæntar kröfur, sem ekki ganga
inn f verðlagið.
Þessi þróun er líka að eyði-
leggja allt okkar lánakerfi, sem
sést best á því, að húsnæðismála-
lán, sem eru 800 kr. á íbúð,
duga hvergi nærri fyrir hækkun á
byggingarkostnaði, sem orðið
hefur á tveimur og liálfu ári.
Hækkunin nemur á 314 íbúð-
um, sem ekki eru stórar, um 300
rúm 334.430.000, kr. En húsnæðis-
málalán á þessar íbúðir, ef þær
væru býggðar af einstklingum,
mundu nema aðeins 251.200.000,
kr.
Það er þessi óheillavænlega
þróun, sem við sjálfstæðismenn
vifjum stiiðva, því við vitinn, að
ekkert lánakerfi er hægt að
byggja upp við slíkar aðstæður.
Ilr. ritstjóri.
Nú undanfarið hafa farið fram að þvf er virðist meiri umræður
manna á meðal um trúmál og sitthvaö, er lýtur að þeim. Menn
ræða um kristindóm jafnt, sem önnur trúarbrögð, bera þau
saman, vega og meta. Segja má, að nú sé fólk víða farið að vakna
til vitundar um, að lífið sé meira en fæðan, og komið hefur í ljós,
að þessi efnislegu gæði, sem við búum við, eru að meira eða
minna leyti hverful. Undirrituðum datt því í hug, hvort að ekki
væri „actuelt“ að vekja máls á ýmsum efnum, er varða kristin-
dóm, en við teljum hann taka langt fram öðrum trúarbrögðum.
Benda má einnig á, að í blaði yðar skömmu fyrir jól var að
okkar mati tímabær for>stugrein, sem endaöi á orðunum „megi
kristni eflast í landi voru“, er hún eiginlega kveikjan að þessum
greinum, sem við höfum ritað og leggjum hér með.
Jóhannes Tómasson
og Gunnar E. Finnbogason:
Ópíum?
I fjölmiðluin er mikiö talað um
það neikvæða, sem gerist í heim-
iiuim. Fréttir af styrjöldum. of-
beldi og inanndrápum berast okk-
ur til e.vrna daglega. Þrátt fyrir
þetta eiga sér einnig stað jákvæð-
ir atburðir. sem þó ber ininna á.
Ekki alls fyrir löngti kom út á
dönsku bók. sem skýrir frá ungu
fólki, sem risið hefur upp gegn
klámiðnaði og eiturlyfjaneyslu
frænda vorra Dana. Bók þessi var
gelin út hjá l’erspektiv forlaginu
og nefnist „Disse unge kristne og
deres hykleri". Höfundar hennar
eru Johs. Facius og Johnv Noer.
Tímabært er fyrir okkur Islend-
inga að hugleiða þessi efni alvar-
lega og standa í vegi fyrir því, að
þessi „pest" berist til okkar. Við
getúin því lært af reynslu Dana í
þessum efnum. okkur til varn-
aðar.
I greinarkórni því, sem hér fer
á eftir, er m.a. stuðst við ofan-
greinda Ixik.
Þegai" Ixn in eru saman danska
þjóðfélagið og það íslenzka. virð-
ist sem það danska sé koinið inun
lengra á vegi eiturlyfjaneyslu og
klámíðnaður mun gróskumeiri en
hér er. Þetla er vissulega hlutur,
sem ber að t'agna. og ekki er
ástieða til að fvllast svartsýní. er
vtð hugsuin um stiiðu æsku vorrar
f dag. Eíi annarri hugsun slær að
nkkur: eigum við ekki að láta víti
þeirra. t.d. á sviði eiturlyfja verða
okkur ti 1 varnaðar?
I bókinni er sagt. að um 60
tmgmenni hafilátizt af eiturlyfja-
neyzlu í Diunnörku árið '71 og
áietluð voru um 180 dauðsföll
1972. (Nýrri talna hiifum við ekki
aflað). Það hefur orðið til þess, að
menn hafa komið sainan til að
gera sér grein fyrir, hvað að-
hafast skuli til að stemma stigu
við þessuin ófögnuði. Látum bök-
ina segja frá:
„Hlátur og tortryggní uinvafði
hínn unga Teeh Challenge mann
lloward Folz. þegar hann sagðí
frá því. sem trúin á Jesúm Kiist
hefði gert fyrir marga eiturlyfja-
neytendur hvarvetna í heiminum.
Þetta sagði hann á læknaráð-
stefnu uin eiturlyf, sein lionum
hafði verið boðið til. Bros, axla-
ypptingar og skarpar athuga-
semdir fékk hann, er hann upp-
lýsti, að í dag (1972) flytja um
500 fyrrverandi eiturlyfjaneyt-
endur f Bandaríkjunum, boðskap-
inn uin Jesúm Krist meðal félaga
sinna; þar til hvíthærður eldri
læknir sneri sér til starfsbræðra
sinna og með orðum sinum fékk
hann lægt allar mötbárur:
„Þið eruð allir færir um að at-
huga og skýrgreina eiturlyfja-
vandann út frá þekkingu vkkar
og koina fram með kenningar
ykkar um áhrifamestu úrbæturn-
ar. en meðan enginn ykkar. gagn-
stætt þessum unga manni, getur
nefnt svo mikið sem eitt dæmi um
að hafa læknað eiturlyfjaneyt-
anda, legg ég til, að við hlustum á
ráð hans og re.vnslu af áhuga og
með virðingu."
Þetta athuguðu læknarnir. og í
Bandarikjunuin hefur ríkisstjórn-
in beðið kristna menn. fyrrver-
andi eiturlyfjaneytendur, um
hjálp í þessari baráttu. Enda
hefur það hvað eftir annað sýnt
sig, að þeir ná undraverðum
árangri.
Frægur plötusnúður segir
nokkuð frá lífi sínu i „Cainpus
Life". blaði fvrir framhaldsskóla-
nemendur í Bandaríkjunum.
Maðurinn heitir Scott Ross og
heftir uin árabil séð tun útvarps-
þætti í Long Island: „Ég vann
með næstum öllum aðalinönn-
unum f poppheiminum, Bítlun-
um, Rolling Stones, Bob Dylan,
B.vrds og fleiri. 1 rafmagnsle.vsinu
fræga var ég á höteli nieð Rolling
Stones og þá reyndi ég fyrst
marijuana. Eitt eiturlyfið leiddi
annað af sér, og brátt hafði ég
re.vnt öll nema lieróin. Þö fannst
mér vanta eitthvað og ég ræddi
einu sinni lengi við Brian Jones í
Rolling Stones, en við fengum
engin svör við lífsgátunni. Eg
reyndi að fara í kirkju en var
snúið við í dyrunum þvf klæðnað-
urinn þötti ekki nögu góður. Ég
spurði, hvað þeir inyndu gera, ef
Jesús kæmi í skikkju og sandöl-
uni, en fékk ekkert svar. Eg sagði
þeim að fara til h . . . Seinna var
ég á „túr" i Central FíU'k og þá
man ég. að ég kallaði upp: Guð
hvcr ertu? Ég þarf á hjálp að
lialda! Seinna var þetta hróp mitt
heyrt. Það var um næstu jöl. er ég
kom heim og móðir mfn sagðist
Tillögur sjálfstæðis-
manna í húsnæðismálum
Aðalatriðin í tillögum sjálfstæðismanna í hús-
næðismálum eru þessi:
G Byggðar verði 250 íbúðir í verkamannabústöð-
um árin 1975—76.
□ Borgin byggi 100 íbúðir fyrir árslok 1976 til
sölu og leigu.
Pl 60 íbúðir fyrir aldraða verði byggðar á næst-
unni.
□ Kannað verði, hvort unnt sé að veita þeim, er
nú búa í leÍKuhúsnæði hjá borginni, fyrir-
greiðslu til þess að kaupa íbúðir.
Q Leitað verði samvinnu við verkalýðshreyf-
inguna um byggingu leiguíbúða, sem ætlaðar
verði efnalitlu fólki.