Morgunblaðið - 17.01.1974, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUft 17. JANUAR 1974
Danskar vatnslitamyndir
í Norræna húsinu stendur nú um um öll Norðurlönd, hvernig
yfir sýning á vatnslitamyndum
eftir fjóra danska listamenn, sem
allir eru þekktir í heimalandi
sinu og koma fram á þessari sýn-
ingu sem fulltrúar ólikra kyn-
slóða. Þannig er hægt að gera sér
nokkra grein fyrir vatnslitameð-
ferð i Danmörku allt frá aldamót-
unum siðustu fram á okkar daga,
enda heitir sýningin „Þrjár kyn-
slóðir í danskri vatnslitamynda-
gerð'*.
Eins og allir vita, sem átt hafa
við myndlist, eru vantslitir ef til
vili eitthvert vandamesta efni,
sem notað er til myndagerðar. Eg
veit ekki, hvort fólk gerir sér al-
mennt grein fyrir því, hve erfið
þessi myndgerð er og hnitmiðuð.
Það hefur viljað brenna við hjá
okkur hér á íslandi, að fólk hefur
litið á vatnsliti sem óæðra efni til
myndgerðar eða jafnvel sem dútl
listamanna og stundum álitið það
aðeins hæft til frummyndagerðar.
Þetta er auðvitað alrangt. Þess
má vel minnast, að fjölmargir
listamenn okkar hafa glimt við
vatnsliti með miklum árangri, og
er þar skemmst að minnast
Ásgrims Jónssonar og Snorra
Arinbjarnar, svo tvö nöfn séu
nefnd. Mörg af innilegustu lista-
verkum veraldar eru unnin í
vatnslitum, og nefni ég hér aðeins
eitt dæmi. Cezanne væri ekki sá
mikli meistari, sem hann er, ef
ekki lægju eftir hann vatnslita-
myndir, sem ef til vill eru eitt
ljösasta dæmið um snilli hans og
ferskleik.
Þessi dönsku verk i Norræna
húsinu láta ekki mikið yfir sér við
fyrstu sýn, en þegar farið er að
aðgæta hlutina betur, kemur í
Ijós, hve vönduð og heiðarleg
þessi sýning er. Enda hefur mjög
verið vandað til valsins, og hér
eru Danir að sýna frændum sín-
þeir hafa unniö f vatnsliti um
langt árabil.
Sigurd Swane er elstur þessara
listamanna, og til gamans má geta
þess, að hann var nemandi á
Konuglegu listaakademíunni f
Kaupmannahöfn árið 1899, en var
fæddur 1876. Yngstur þeirra fjór-
menningana er 'Poul Winther,
sem er fæddur 1939. Af þessu má
glögglega sjá, að hér er langt
tímabil spannað, þar sem margt
hefur gerst í myndlist og hver
hræringin eftir aðra hefur risið
og fallið, en þessi sýning er ekki
byggð upp sem sýnishorn
stíltegunda, heldur fyrst og
fremst sem vitnisburður um
örugga og þróaða myndlist. Hér
sjáum við auðveldlega þann tón
eða hvað á að kalla það, sem orð
fá illa útskýrt, en sem er aðals-
merki allrar góðrar myndlistar, i
hvaða stil eða formi sem vera
skal, þetta „dette et" eins og
danskurinn segir. Þessi sýning er
engin hávaðamessa, en það er ein-
mitt það gagnstæða, sem hrífur
áhorfendur og gerir þessi lista-
verk svo innileg og aðgengileg.
Persónulega finnst mér mjög
skemmtilegt að sjá slíka sýningu.
Það eru þægileg og mannleg
áhrif, sem skapast við snertingu
þessara listaverka og ekki ólíkt
því að heyra góða hljómlist í hin-
um rafmagnaða stereo-heimi sam-
tímans.
Öumdeilanlegasti listamaður á
þessari sýningu er án nokkurs efa
SIGURD SWANE. Hann hefur
stundum verið nefndur hinnklass
íski impressionisti i danskri
íriálaralist, og eitt er víst, að ung-
ur varð hann fyrir áhrifum frá
frönskum impressionistum, aðal-
leg Renoir, en hann stóð einnig
föstum fótum i heimalandi sinu.
Kai Mottlau: Udover Kattegat.
Það er áberandi, hvað mjög hann
hefur lært af þeitn löndum sínum,
sem ganga undir samheitinu
„Fynboerne" og hvernig hann
skapar sér persónulegan stíl, sem
byggður er á og sameinar þessa
tvo þætti sem ég hef minnst hér á.
Swane er mikill afburðarmaður í
meðferð vatnslita, og teikning
hans er hnitmiðuð og lifandi. I
stuttu máli má um þessar vatns-
litamyndir Swane segja, að þær
séu sannkallaðar perlur.
KAI MOTTLAU hefur serstæða
litsjón, sem fellur vel að hinni
einföldu og tilgerðarlausu mvnd-
byggingu, er hann notar í
vatnslitamyndum sínum.
Hann er málari skóga og
strandar, k.vrrðar og sólstáfa.
Honum nægir einföld fyrirmynd
til að skapa myndræna heild.
Mottlau er einn af þeim fáu lista-
mönnum, sem þekkja sin takmörk
og upplifir fyrirmyndina þannig
að verk hans verða traust og aðlað
andi. Hljóðlátur afburða listamað-
ur, sem nær einkennilega seið-
andi tökum á verkefnum sínum.
GUNNAR SAIETZ er sá
þessara listamanna, sem einna
minnst áhrif hefur á mig. Myndir
hans hafa þægilegan blæ og eru
dregnar úr heimi súrrealista, en
>að er eins og þessi verk standist
ikki snúning við hlið annarra
istaverka áþessari sýningu.
POUL WINTHER er yngstur
þessara listamanna eins og fyrr
segir. Hann er ágætur málan með
23
vatnsliti og hefur stundum ein-
kennilega næma tilfinningu og
mikið vald á þvi, er hann fæst við.
Það fer ekki mikið fyrir stærðum
mynda hans, en þær skila samt
fyllilega því er máli skiptir:
Myndbygging hans er snjölI og
sterk, og með fáeinum linum gef-
ur hann m.vndfletinum lif og fjör.
Hann töfrar fram viðkvæman og
persónulegazn heim. Tveir ávext-
ir eða ein sítróna er honum nægi-
leg fyrirmynd eða öllu heldur
hvati.
Það er eitt, sem mig langar til
að minnast á í þessum linum, sem
verður að hafa hugfast, er þessi
sýning er skoðuð. Litsjón í landi
eins og Danmörku er svo frá-
brugðin þeim heimi, sem við er-
um vön hér á íslandi, að stundum
getur komið fyrir, að fólki finnist
t.d., dönsk list nokkuð litalaus,
þegar hún er komin i islenskt
umhverfi. Þetta er langt frá því
að vera rétt, dönsk list hefur oft
sama aðlaðandi andrúmsloft og
landið sjálft og þannig er það
raunar hvar sem er i veröldinni.
Þvi er það oft að útlendingum,
sem ekki þekkja umhverfi okkar
og hina ljóssterku islensku
náttúru, þykir þeir heldur lit-
sterkir í verkum þeirra og skilja
ekki, hváð verið er að fara. Nú
gefst gott tækifæri til að sjá þessa
tvo heima og gera samanburð.
Það er sýning Reykjavikurborgar
á Kjarvalsstöðum, sem ég bendi á
i þessu sambandi.
Þeir, sem lesa þetta ski if, sjá
strax, að ég er hrifinn af þessum
dcinsku málurum, jafnvel langar
mig ti I að segja, að þessi sýning sé
í sérflokki Eg óska þvi, að sem
flestir geti notið hennar og að
lokum vil ég þakka öllum sem
gert hafa þessa sýningu að veru-
leika í Norræna húsinu.
Valtýr Pétursson.
Jódís Jónsdóttir:
Útburðir
þjóðfélagsins
Hart hefur verið deilt um
fóstureyðingafrumvarp það, sem
liggur fyrir Alþingi, og sýnist sitt
hverjum. Mikið hefur verið fjall-
að um rétt móðurinnar og rétt
fóstursins, en ég hef saknað einn-
ar spurningar í öllum þessum
umræðum:
Hver er réttur barnsins, hins
óvelkomna, óskilgetna barns?
Aður en ég fjalla um það,
langar mig til að vikja ögn að
hinum margumtalaða rétti
fóstursins eins og hann er i dag.
Velunnurum þess til fróðleiks vil
ég geta þess, að missi hin
verðandi móðir atvinnuna vegna
þungunar sinnar, sem ekki er óal-
gengt, ber barnsföður hennar
engin skylda til að sjá henni far-
borða, hvað þá öðrum. Umkomu-
lausógiftmóðirogfóstur hennar
geta þess vegna dáið drottni sin-
um af skorti. Drekkingahylur er
ekki eins langt undan og ætla
mætti.
Víkjum þá að rétti barnsins.
Ekki virðast allir jafnir fyrir
lögunum, því að samkvæmt
islenzkum lögum eru hér tvær
tegundir barna og um hvorn hóp
gilda sérstök lög. Þessi lög heita
„Afstaða foreldra til óskilgetinna
barna" og „Afstaða foreldra til
skilgetinna barna." Einhver gæti
kannski haldið nafnanna vegna,
að hér væri um að ræða lög um
rétt foreldra, en það er mesti mis-
skilningur. Þetta eiga að vera lög
um réttarstöðu barna. Þegar flett
er lögunum fer maður þó að skilja
nafngiftina. Réttur hins óskil-
getna barns til að ei$a þá
foreldra, sem ábyrgð bera á upp-
eldi þess, er enginn. Móðirin get-
ur gefið það upp á sitt eigið ein-
dæmi og ekki er skylt að feðra
börn á íslandi.
Á Norðurlöndum gildir það, að
hið opinbera skipar hinum nýja
þjóðfélagsþegni eins konar
verndara, sem sér til þess, að
hann sé feðraður innan tiltekins
tíma. Á íslandi er umhyggjan
fyrir barninu ekki meiri en svo,
að lagt er I hendur móðurinnar
nýstiginnar af barnssæng, oft
óþroskaðrar, tilfinningaléga í
molum og í uppnámi vegna af-
stöðu föðurins, hvort þetta barn
nýtur þess sjálfsagða réttar að
vita, hver annar helmingur þess
er.
Þótt barnið hafi verið feðrað, er
réttur þess til að kynnast föður
sínum og umgangast hann
enginn. Hlutverk föðurins í lífi
þess virðist það eitt að greiða
meðlagið, en það hefur lengst af
verið greitt til 16 ára aldurs. Fyrir
tveimur. árum rumskaði lög-
gjafinn litið eitt og uppgötvaði,
að miðað við núverandi kröf-
ur til menntunar var þess
ekki að vænta að 16
ára unglingur væri fær um að
fara út í atvinnulífið til þess að
sjá um sig sjálfur. Var þá
meðlagstiminn lengdur af mikilli
rausn og föður gert að greiða lög-
boðið meðlag til 17 ára aldurs, og
þótti það í fyrstu mikil bót. Það
kom þó fljótlega í ljós, að svo var
ekki. Meðlagsupphæðin er nefni-
lega skattlögð hjá bæði föður og
móður án nokkurs frádráttar.
Meðlagið er því tvískattlagt og
getur hið opinbera þannig, miðað
við þokkalegar tekjur beggja
foreldra, náð i sinn hlut allri upp-
hæðinni og ríflega það, eða allt að
10% betur. Þykir öllum, er þetta
skilja, firn mikil og sýnist þarna,
að réttur ríkiskassans sé settur
skör ofar rétti barnsins.
Ekki verður hjá því komizt að
benda á enn eitt dæmi um það,
hve skilningslítil löggjöfin er.
Óvígð sambúð hefur færzt mjög í
vöxt á undanförnum árum, en
börn fædd í slikri sambúð eru
óskilgetin. Engin lög eru nú til
um þetta form sambúðar, og
réttindaleysi móður og barna
hénnar við slit er algert, þar sem
eignir eru í flestum tilfellum
skráðar á nafn mannsins. Eina
von hennar og barna hennar er
öraunhæf krafa um ráðskonulaun
Fyrir þann tíma, sem sambúð
hefur varað.
I hugum þeirra, sem ekki fást
beint við uppeldi, stendur mjög
óraunveruleg mynd af barni. Þeir
sjá fyrir sér nýbaðaða, ilmandi,
hjalandi og umfram allt mjúka og
hlýja veru, eins konar gæludýr.
Móðir, sem elur upp barn sitt og
ber ábyrgð á velferð þess, veit
betur. Barn er kröfuhörð vera,
sem þarfnast umöhnunar dag og
nótt. Hvernig á að uppfylla þessa
kröfu? Til þess þarf aðstöðu fyrst
og fremst húsnæði, þar sem unnt
er að þvo og elda. Síðan atvinnu
og barnagæzlu.
Ætla mætti að réttur barnsins
væri svo virtur, að móðurinni
væri gert kleift að verða við þörf-
um þess, en það er siður en svo.
Varla er unnt að fá íbúð og þótt
hún fengist er húsaleiga of há og
fyrirframgreiðsla langtum hærri
en geta hennar leyfir. Þar að auki
þarf hún að hugsa fyrir öðrum
útgjöldum, sem óhjákvæmilega
fylgja heimilisstofnun.
Ymsir kynnu að segja sem svo,
að þarna gæti skyldusparnað-
urinn hjálpað, en svo er ekki.
Hann er aðeins greiddur þeim
stúlkum, sem sýnt geta hjóna-
vigsluvottorð sitt og fullvinnandi
karlmanns. Ösjálfbjarga barn
réttlætir ekki heimilisstofnun
samkvæmt lögum um skyldu-
sparnað.
Fær hún ekki einhver ósköp frá
tryggingunum spyr kannski ein-
hver. Jú, meðlag, sem rétt rúm-
lega hrekkur fyrir barnaheimilis-
gjaldi og mæðralaunMsem er svo
snilldarlega fyrirkomið, að þau ná
ekki kr. 1.000.— á mánuði fyrir
eitt barn, en í þeim flokki eru
flest óskilgetnu börnin, en nema
fullum örorkustyrk fyrir 3 börn.
Þarna er ekki verið að hugsa um
það, að fyrsta barn gerir vissa
aðstöðu nauðsynlega, en ekki
munar eins miklu um börn, sem
eftir koma, þegar heimili hefur
verið stofnað á annað borð.
Flestar þessar stúlkur eru
ungar og hafa lágar tekjur, en
möguleikar á aukavinnu eru
engir vegna barnsins. Umkomu-
laus stúlka á þess vegna ekki
annars úrkosta en að leita til
framfærslufulltrúa sveitarfélags-
ins í leit að hjálp með tilheyrandi
niðurlægingu og misjöfnum
árangri.
Takist henni að fá íbúð er
næsta skref að fá barnagæzlu.
Biðlisti Sumargjafar í Reykjavík
er álnalangur og biðin getur
varað marga mánuði. Borgin
hefur að vísu leitazt við að leysa
vandann með því að útvega gæzlu
á einkaheimilum, en sá galli er á
þeirri ráðstöfun að fóstur á einka-
heimilum er allmiklu dýrara en á
barnaheimilum, en sá mismunur
er ekki greiddur af borginni
nema í sérstökum tilvikum, þótt
barnaheimilisgjaldið sé greitt nið-
ur. Félagsmálastofnun Reykjavík-
ur, sem þó hefur að mínu mati
sýnt þessum mæðrum mikinn
skilning, virðist ekki ennþá hafa
komið auga á, að þetta er hróplegt
ranglæti. Börn veikjast oft og þá
er mæðrunum vandi á höndum og
slíkt hefur kostað atvinnumissi
vegna fjarveru úr vinnu yfir
barninu. Engin opinber stofnun
hefur talið sér koma þetta við né
reynt að útvega fólk til gæzlu í
þessum tilfellum.
Jólin eru nýliðin, hátíð barn-
anna, hátíð Jesúbarnsins, sem átti
sér engan föður samkvæmt
íslenzkum lögum. Fólk fellur
fram og tilbiður þetta barn,
klæðir það í peli og purpura,
skreytir það gulli, sem hvergi er
til nema í þess eigin hugarheimi.
Væri ekki nær að þetta fólk
reyndi að stuðla að réttlátari laga-
setningu þar að lútandi, að öll
börn lifandi borin ættu trygga
framfærslu svo að hin verðandi
móðir þurfi ekki að komast í þá
aðstöðu að leggja niður fyrir sér
þá spurningu, hvað rétt hún hafi
til að ala barn inn í veröld, sem er
svo rangsnúin, að faðirinn, einn
allra lifandi vera, snýr baki við
sjálfsögðum skyldum sínum og
þjóðfélagið fylgir eftir með því að
stíga þungum hrammi á lítil-
magnann til að troða hann niður.
Nú stendur þinghlé yfir. Fríið
gætu alþingismenn notað meðal
annars til þess að hugleiða, hvort
þeir, sem lögin setja, eru að varð-
veita hag mæðra eða vernda lítil
börn með þvi ákvæði, að ekki
þurfi að feðra börn á íslandi. Eða
hvort hugsazt gæti, að sú hugsun
liggi að baki, að ekki megi blettur
falla á hinar heilögu kýr þjóð-
féiagsins, ef þeir skyldu lenda í
því að stofna til nýs borgara, sem
gæti eyðilagt hagkvæmt hjóna-
band þeirra með arðbærri aðstöðu
f þjóðfélaginu.
Siðgæðishugmyndum okkar er
nú svo farið, að það út af fyrir sig
rýrir ekki gildi konu, þó hún eigi
óskilgetið barn. En samvizka okk-
ar er enn það vel varin, að við
horfum hiklaust framlijá þeirri
staðreynd, að það að ala slíkt barn
i heiminn er hinn raunverulegi
útburður í dag. Barnið er sem
sagt borið á hinn kalda klaka lög-
gjafarinnar og þaðan heyrist
margraddað óp mjóróma radda:
„Móðir min í kvi kví". Þetta hróp
heyrist gjarna þar til viðkomandi
fær kosningarétt og er þar með
orðinn einhvers virði í augum lög-
gjafanna. Eða ef hann lendir í
æsku inn á afbrotabrautinni, þá
standa honum til boða milljóna-
tugir i formi upptökuheimili,
fæðu og klæða auk ótaldra sér-
fræðinga, sem spretta eins og gor-
kúlur á haug að ganga þessum
börnum í foreldrastað — fyrir
riflega horgun