Morgunblaðið - 13.02.1974, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 13.02.1974, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 13. FEBRUAR 1974 7 „Greið upplýsingamiðlun meginhluti starfsins” Rœtt við Olaf Sigurðsson blaða- fulltrúa F.Í.L UR HRINGIÐU ATVINNUUFSINS t nútlmaþjóðfélagi er stöð- < ugt lögð meiri áherzla hjá fyrirtækjum og stofnunum á upplýsingamiðlun. Erlendis eru vfða stór fyrirtæki, sem annast þessi mál og nefnd eru á ensku „Public Relation“, en ekki virðist enn hafa tekizt að finna gott fslenzkt orð yfir þetta starfssvið. Hér á landi hefur undanfarið orðið nokkur þróun á þessu sviði, einkum þannig að fyrir- tæki, stofnanir eða samtök ráða sér menn, sem kallaðir eru blaðafulltrúar. Eru þeir nú 12—15 að tölu. Til þess að fræð- ast um störf þessara manna átt- um við samtal við Ólaf Sigurðs- son, blaðafulltrúa Félags ís- lenzkra iðnrekenda, en Ölafur tók við því starfi fyrir rúmu ári eftir að hafa starfað sem blaða- fulltrúi Upplýsingaþjónustu Bandaríkjanna um 5 áraskeið. — Hvert er starfssvið blaða- fulltrúa? — Orðið blaðafulltrúi gefur kannski ekki rétta mynd af starfi allra þeirra, sem á þessu sviði vinna. Sumir, sem slík starfsheiti bera, hafa mikil samskipti við fjölmiðla, eins og t.d. hjá flugfélögunum, Land- helgisgæzlunni, forsætis- og ut- anrfkisráðuneytunum, svo eitt- hvað sé nefnt. Meginhluti starfsins er hins vegar alls kon- ar upplýsinga- og fræðslustarf- semi af allt öðru tagi. — Ef við förum nánar út í það? — T.d. hjá F.Í.I. þurfum við að halda sambandi við félags- menn og láta þá vita af því, sem við erum að gera á skrif- stofunni, og ég þarf að heim- sækja þá til að sjá hvað þeir eru að gera, því að það skilur eng- inn atvinnugrein án þess að vita, hvað er að gerast hjá fyrir- tækjunum. Til þess að halda þessum samskiptum vakandi höfum við hafið útgáfu frétta- bréfs, sem stefnir að þvf að fræða félagsmenn um starfsemi félagsins út á við í þeirra þágu og einnig láta þá vita um starf- semi hvers annars. Þá er gefið út tímaritið Islenzkur iðnaður, er kemur út 4 sinnum á ári. I því er fjallað í greinum um þróun mikilvægra mála fyrir iðnaðinn og birtar stefnumót- andi greinar. I þessi tvö rit fer eðlilega mikill tími. Þá er eitt af starfs- sviðunum margvisleg þjónusta við félagsmenn. T.d. ráðgjafar- starfsemi af ýmsu tagi í sam- bandi við kynningu og fræðslu. Má þar nefna hvernig á að taka á móti skólanemendum f heim- sókn í fyrirtæki, hvort á að halda blaðamannafund eða ekki, hvernig á að útbúa kynn- ingarbækling um fyrirtækið, minnast afmælis o.fl. í svip- uðum dúr. — Nú ert þú fyrsti blaðafull- trúi F.Í.I., hvernig var starfs- svið þitt hugsað? — Þó að ég sé fyrsti fastráðni blaðafulltrúi félagsins.þá hafði áður verið unnið að þessum málum þar, Islenzkur iðnaður hefur komið út í meira en 20 ár, Hagtölur iðnaðarins o.fl., en markmiðið með ráðningu minni var að koma þessu starfi á skipulegri grundvöll, bæði inn á við og út á við. Það hefur ekki minna að segja í kynningar- starfsemi að kynna störf félags- manna innbyrðis, en meðal Ólafur Sigurðsson, blaðafull- trúi F.I.I. HAGTÖLUR IÐNAÐARINS Cti FÉUG ÍSLENZKRA IÐNREKENDA Hagtölur iðnaðarins og tslenzk- ur iðnaður, sem Fll gefur út ásamt fréttabréfi. hópa utan iðnaðarins. Mestu erfiðleikarnir i þessu sambandi eru hve fjölbreyttur iðnaður- inn er. Ég hef nú heimsótt um 100 iðnfyrirtæki og um 60 þeirra reka starfsemi, sem égsá hvergi annars staðar. Ef þetta er borið saman við aðrar at- vinnugreinar, þarf ekki að sjá mörg bú til að vita, hvernig landbúnaður er rekinn og eins ekki mörg skip eða verksmiðjur til að gera sér mynd af sjávarút- vegi. eftir Ingva Hrafn Jónsson Kynningarstarfsemi verður öll miklu erfiðari, þegar svona er, þar sem fátt fólk hefur nokkra heildarmynd af því, hvað Islenzkur iðnaður er. Það eru ekki mikil tengsl á milli framleiðslu á steinsteypu og náttfötum, eða mayonese og skuttogarasmiði. Allt er þetta þó flokkað undir iðnað. Af þessu leiðir að fólk litur ekki á iðnaðinn sem heild, nema þegar talað er um hann i fréttum. — Það hlýtur að hafa tekið tíma að setja sig inn í þetta allt, en hvernig hefur gengið að koma starfinu á þann skipulega grundvölL sem þú ræddir um áðan? — Það hefur gengið hægt, enda ékki hægt að vinna slikt verkefni með hraði. Minn timi hefur farið í að kynnast því, hvað iðnaður er, hvernig tengslum hans er háttað við sitt umhverfi, að kynnast forustu- mönnum iðnaðarins og ekki sízt þeim mönnum, sem mest áhrif hafa á mál iðnaðarins. Það er raunar fyrst nú, að grundvöllur er að skapast fyrir skipulögðum vinnubrögðum i iQ'nningar- starfsemi fyrir iðnaðinn frá minni hendi. Mikilvægasta málið, sem við stöndum frammi fyrir, er að auka skilning á iðnaðinum innan fræðslukerfis- ins, og á það raunar við um alla atvinnuvegi þjóðarinnar. Ég hef safnað saman öllu þvi efni, sem kennt er í samfélagsfræð- um í skólum, og mér virðist augljóst, að þar þurfi margt að endurskoða. Svo er annað sér- vandamál iðnaðarins og það er að mikill meirihluti íslendinga er nátengdur landbúnaði og sjávarútvegi gegnum ættir, en iðnaðurinn er tiltölulega ung atvinnugrein. — Hver heldurðu, að þróunin verði hér á sviði upplýsinga- miðlunar? — Hraði upplýsinga- dreifingar fer stöðugt vaxandi, og því þarf að sama skapi greið- ari aðgang að upplýsingum. Það er meginhlutverk þeirra, sem að blaðafulltrúastörfum vinna, að sjá um greiða upplýsinga- miðlun. Ég tel engan vafa á, að slíkum mönnum eigi eftir að fjölga mikið á næstu árum. Hins vegar er þorri fyrirtækja og stofnana það litill, að ekki er grundvöllur fyrir fullu starfi á þessu sviði einu. Það hlýtur því að fara að koma að því, að hér verði stofnað ráðgjafarfyrir- tæki um upplýsingamiðlun og er raunar þegar orðin brýn þörf fyrir slíkt fyrirtæki. FORD BRONCO ÁRG. '73 Til sölu V 8 vél og kraftstýri. Uppl. Islma 32374 eftirkl. 8. keflavIk sandgerði Til sölu 3ja, 4ra og 5 herb. ibúðir i Sandgerði og Keflavík Blla og Fasteignaþjónusta Suðurnesja Slmi eftir kl. 13, 92-1535 og heima 92-2341. CHEVROLET Vega Station 1972 til sölu. Nýinn- fluttur frá U.S.A. uppl. I slma 35200. 21 712 og 13285. KEFLAVÍK SUÐURNES Til sölu 140 ferm. einbýlishús á góðum stað I Keflavik Skipti koma til greina á íbúð i Reykjavik eða Keflavik Bila og Fasteignaþj. Suðurn. S. 1 535 og heima 92-2341. TRJÁKLIPPINGAR og áburðardreifing. Þórarinn Ingi Jónsson. Slmi 36870 HÚSNÆÐI ÓSKAST Ung barnlaus hjón vantar 2ja herb. ibúð eins fljótt og hægt er. Fyrir- framgr i boði ef óskað er Algjörri reglusemi heitið Tlb merkt 3282 sendist Mbl. fyrir 1 5. þ.m. SUMARBÚSTAÐUR Stór sumarbústaður til sölu 50 km. frá Reykjavík, bústaðurinn er fokheldur. Verð 2—300 þús Tlb sendist Mbl. f. 19. þ.m. merkt 1 366. MÓTATIMBUR Notað mótatimbur til sölu Uppl i sima 92-2375. RÁÐSKONUSTAÐA ÓSKAST Kona um fertugt með 2 börn á framfæri óskar eftir ráðskonustöðu á góðu heimili I Rvk. eða nágr. Tlb. óskast send Mbl. merkt „Ráðskona 1365" KEFLAVÍK — YTRI-NJARÐVÍK Herbergi óskast fyrir tvo reglu- sama menn. Simar 2152 eða 1549. BROTAMÁLMUR Kaupi allan brotamálm langhæsta verði. Staðgreiðsla. Nóatún 27, slmi 25891. GÓÐUR HESTUR 4ra vetra. stór, sótrauður, ekki fulltaminn, alveg hrekkjalaus, til sölu. Óska einnig eftir að koma hvolpi fyrir aðeins i sveit Uppl. í s. 1 991 1 e. kl. 8. MÓTATIMBUR til sölu. Sími 21 962. UNGUR REGLUSAMUR MAÐUR utan af landi óskar eftir herbergi, helst sem næst miðborginni. Tilboð sendist blaðinu fyrir 18. þ.m. merkt 1364. ÓSKAEFTIR húsnæði strax, ca. 100 fm. fyrir sérverzlun; Tlb. sendist Mbl. fyrir 15.2. merkt Húsnæði 3216. LÍTIL ÍBÚÐ ÓSKAST til leigu 1. marz helst i Austurbæn- um. Tvö fullorðin i heimili, vinna bæði úti. Uppl. í síma 12608 á kvöldin. TILSÖLU er heildsala og smásala i sérflokki. Miklir möguleikar. Lítil útb. Tlb. sendist Mbl. fyrir 15. 2. merkt Tækifæri 321 5. ^>mnRGFmDRR 7 mRRHRfl VÐRR Ný sending af ODYRU tfoáhiha sjónvarpstœkjum komin En því miður hún er uppseid. — En við eigum von á annarri sendingu mjög bráðlega. Það borgar sig að panta tæki strax. Verðið er ein- stakt. 12" sjónvarpstæki 220 volt og 12 volt kr. 18.470. 14" sjónvarpstæki 220 voltkr. 19.600. Toshiba Japan er stærsta verksmiðja í heimi á sviði rafeinda og kjarnorkutækja. 1 50.000 manna starfslið og þar af 6000 vísindamenn standa að baki hverju Toshiba tæki — Trygging fyrir gæðum. Flest japönsk tæki á markaðnum eru að meira eða minna leiti byggð upp af hlutum framleiddum af Toshiba. Trygging fyrir góðu verði. Umboðsmenn Toshiba Japan Einar Farestveit & Co h.f., Bergstaðarstræti 10 a. Sími 16995. KEA — Akureyri. Hljómverh.f. Akureyri.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.