Morgunblaðið - 13.02.1974, Síða 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. FEBRUAR 1974
Græna
byltingin
veitir stundarhlé
Hin snjalla skáldsaga
George Orwells, 1984, gerði það
ár að táknrænu ári endalok-
anna, þegar neikvæðar gerðir
20. aldar manna á efnahags-
iegu-, félagslegu- og stjórn-
málalegu sviði hefðu Jeitt okk-
ur á enda blindgötu fátæktar,
ófrelsis og einhvers konar
fágaðrar villimennsku. Árið
1984 getur líka i raun — ekki
aðeins í skáldsögu — orðið
hættuár í veröldinni. Á því ári
getur það fæðumagn, sem á
vantar til að hægt sé að halda
við heilsu manna, eðlilegum
vexti og andlegum þroska,
verið komið upp í 2'A milljón
tonna. Á næsta ári mun
heimurinn þurfa að fæða 75
milljónir manna til viðbótar við
það sem nú er, jafnframt þvi
sem dregið hefur mikið úr
heimsframleiðslunni á matvæl-
um eftir 75% aukningu á árun-
um 1960—1970. En uppskera úr
sjó og af ökrum eykst ekki jafn
hratt og mannfjölgunin. Mikil
skrif um þessi mál á undan-
fömum árum hafa orðið til
þess, að hættan á að við verðum
undir í kapphlaupinu milli
fólksfjölgunar og matvæla-
framleiðslu fer nú varla fram
hjá almenningi. Og því gripa
menn fegins hendi við hinni
svokölluðu „grænu byltingu",
sem getur lyft undir bjartari
vonir.
Árið 1970 hlaut ekki fræg
ur stjornmálamaður friðarverð
laun Nóbels eins og venjulega,
heldur ræktunarmaður, dr.
Norman Borlaug, sem með
rannsóknum sinum tókst að fá
fram hæfari korntegundir og
afkastameiri og margfalda
þannig uppskeruna á sömu
blettunum. Þessar hratt vax-
andi korntegundir hans hafa
ekki eingöngu breytt korn-
skortinum í Mexico í umfram-
framleiðslu, svo unnt er að
flytja korn út, heldur líka
forðað Pakistan og Indlandi frá
stöðugri hungursneyð, svo
þessi lönd eru nú nær alltaf fær
um að brauðfæða sig. Þetta er
hin svokallaða „græna bylt-
ing“.
Og græna byltingin ætti
vissulega að megna að veita
nokkurt ráðrúm, þó sérfræð-
inga greini á um, hve lengi það
endist. Með því ætti mannkynið
að vinna nokkurn tíma, sem
nota ætti til að ráðast á skipu-
legan og mannlegan hátt gegn
þvi, sem dr. Borlaug kallar
„mannfjölgunarskrímslið". En
grænu byltingunni eru viss tak-
mörk sett af þeim sökum, að til
að rækta svo fljótvaxnar og af-
kastamiklar plöntur þarf mikið
vatn, sem farið er að minnka á
jörðinni og má ekki bruðla með
í það óendanlega. Einnig
krefjast þessar plöntur geysi-
mikils tilbúins áburðar, sem
ekki er æskilegur af mengunar-
ástæðum og er að auki fram-
leiddur með mikilli orku, sem
lika er takmörk sett.
við höfum aldrei beðið
eftir fullkomum tegundum eða
fullkomnum ræktunaraðferð-
um,“ segir dr. Borlaug. — Við
höfum einfaldlega notað
beztu fáanlegu aðferðirnar sem
fyrir hendi eru hverju sinni, og
bætum þær svo eftir því sem
okkur miðar í framförum.
Þessari -einföldu staðreynd
vilja vísindamenn iðulega
gleyma, þegar þeir eru að kref j-
ast fullkomnunar og eyða heilli
mannsævi i leit að því ófinnan-
lega. . . Nú þegar er fyrir
hendi mikil tækni og nægur
efniviður til að auka grænu
byltinguna og færa hana út til
annarra greina ræktunar.
Blaðamaður einn hitti dr.
Borlaug að máli á tilraunabú-
garði hans í Mexico, þar sem
bæði eru gerðar tilraunir og
þjálfað tæknifólk á þessu sviði
alls staðar að úr heiminum.
Blaðamaður spurði Borlaug,
hvort hann væri sammálaþeim,
sem fuliyrtu að „græna hylting-
in“ mundi líklega hafa áhrif á
líf fleiri manna á skemmri tima
en nokkur önnur tæknileg
breyting f mannkynssögunni.
Hann svaraði:
Ég held að græna byltingin
hafi möguleika til þess, ef
stjórnir landanna láta ekki
reka á reiðanum, heldur láta
hendur standa fram úr ermum,
veita réttan stuðning, halda
uppi öflugri tilraunastarfsemi
og þjálfa nægilega marga unga
vísiridamenn. En það er ekki
nóg að vinna að rannsóknum.
Menn verða lika að vera reiðu-
búnir til að nýta þessa nýju
vitneskju og tækni til að bæta
úr matvælaskortinum. Það er
hægt að hafá rétta fræið, kunn-
áttuna og tilbúna áburðinn í
einhverju landi, en samt gerist
þar ekki neitt. Ef græna bylt-
ingin á að breyta einhverju, þá
verður æðsta stjórn landsins að
taka upprétta stefnu og láta
framkvæma hana. Stundum er
erfiðast að sannfæra stjórnirn-
ar um, að þær verði fyrst af öllu
að styðja tilraunastarfsemina
og síðan að gera það eftir-
sóknarvert fyrir smábændurna
að nýta þessa nýfengnu þekk-
ingu. Nauðsynlegt er að sjá
fyrir lánum til kaupa á tilbún-
um áburði og fræi og tryggja
stöðugan markað, svo botninn
detti ekki úr öllu saman, þegar
bændurnir fá uppskeru sína.
Allir þessir liðir eru álíka
mikilvægir. Við verðum að gera
okkur far um að dreifa hinni
nýju tækni til sívaxandi hluta
mannkynsins og ekki aðeins
varðandi hveititegundirnar,
heldur allar aðrar komtegund-
ir, svo að fleiri og fleiri bændur
víðs vegar um heim geti orðið
þátttakendur. Tökum nýja
hveitið sem dæmi. Bændur í
Indlandi og Pakistan hafa nú
fengið peninga í vasann i fyrsta
skipti og þeir eru farnir að
kaupa sér ýmislegt. Það hrindir
af stað breytingu og hreyfingu
í smáiðnaði i þorpunum, og
hjálpar til við að lífga alla þjóð-
arframleiðsluna.
Ef við höldum áfram á sömu
braut, náum til fleiri og fleiri
manna með þetta, þá kemur
það okkur áreiðanlega á óvart,
hvað það getur gert fyrir al-
menna efnahagslega þróun í
landinu. En til að þetta geti
orðið og haldið áfram og þróast,
þá verðum við að hafa stöðugar
stjórnir í löndunum og frið í
heiminum. Það er ekki hægt að
hafa eintóma óreiðu og bæta
jafnframt hag hins almenna
borgara í löndunum.
Blaðamaðurinn spurði dr.
Borlaug, hvort það væri rétt
eftir honum haft að erfið-
asti vandinn við að koma hinum
stórkostlegu umbótum á i
Mexico hefði verið að sannfæra
bændurna um, að þeir ættu að
rækta þessar nýju tegundir af
korni.
Ég held, að þetta hljóti alltaf
að vera einn mesti vandinn við
að koma á nýrri tækni, ekki
aðeins þegar um korntegundir
er að ræða. Viss tregða er alltaf
fyrir hendi og því meiri sem
fólk er fátækara, sagði Borlaug.
Þess vegna eru smábændur
tregastir til að breyta til —
einkum þeir sem rétt draga
fram lífið. Maður verður að
gera sér þetta ljóst, ef maður
ætlar að kynna nýtt fræ og nýja
tækni til úrbóta. Það þýðir
ekkert að sýna bóndapum 10—
15% meiri uppskerú einhvers
staðar og ætlast til þess
að hann trúi þvi. Maður verð-
ur að geta sýnt, hvern-
ig farið er að þvi að rækta
þrefalt eða fjórfalt meira en
hans uppskera er venjulega. Sé
hægt að gera það á hans eigin
landi en ekki á tilraunabúgarði
stjórnarinnar, þá skilur hann
það. Kotbóndinn er alltaf
tregur til að trúa því sem hann
sér á opinberri tilraunastöð.
Hann heldur að stjómin sé
alltaf rík og hafi næga sjóði og
geti því framkvæmt ýmislegt,
sem hann getur ekki á sinu
landi. Þó hann segi það kannski
ekki, þá er ég viss um, að iðu-
lega veit hann ekki, hvað hann
á að halda um þessi töfrabrögð,
getur alveg eins trúað, að eitt-
hvað slíkt sé á ferðinni eins og
að visindin ráði þar um. Eftir
að hann hefur aftur á móti séð
þetta gerast á hans eigin landi
og tekið þátt í ræktuninni þá
verður hann einhver duglegasti
áróðursmaðurinn, og kynnir að-
ferðina fyrir ættingjum sínum
og nágrönnum, ekki aðeins í
þorpinu sem hann býr i, heldur
líka í fjarlægum þorpum, þar
sem hann á kannski fjarskyld-
ari ættingja. A þennan hátt
breiddist þessi nýjung yfir Ind-
land og Pakistan og þannig
verður hún að dreifast yfir
fleiri lönd.
Aðeins ein jörð
Bergfrid Fjose fyrrverandi
félagsmálaráðherra Noregs:
Fóstur-
eyðingar
óviðunandi
lausn
á félagslegu vandamáli
UM HELGINA var frú Bergfrid
Fjose hér f boði Norræna félags-
ins, og flutti hún erindi um
áfengismál í Norræna húsinu sl.
laugardag.
Frú Fjose var félagsmálaráð-
herra i stjórn Lars Korvalds, og
hefurhún verið þingmaður Hörða
lands fyrir Kristilega þjóðar-
flokkinn sfðan 1969. Hún er
ákafur fylgismaður bindindis og
hefur beitt áhrifum sfnum mjög á
þvf sviði.
Blaðamaður Mbl. átti viðtal við
frú Fjose, og sagði hún, að í Nor-
egi sem annars staðar væri við
alvarlegt áfengisvandamál að
etja. Þ(í væri það gleðiefni, að nú
væri áfengisneyzla almennt
miklu minni en hún hefði verið á
siðustu öld, og mætti fyrst og
fremst þakka það viðtæku
bindindisstarfi og ýmsum aðgerð-
um stjórnvalda til að hamla gegn
sölu og dreifingu á áfengum
drykkjum i landinu.
Frú Fjose sagði, að upp úr 1960
hefði áfengisneyzla farið vaxandi
viða um Iönd, og væri ástæðan
stórbætt lífskjör og velmegun al-
mennings. Einnig bæri að líta á
það, að verðlag á áfengi hefði
ekki fylgt eftir þeirri tekjuaukn-
ingu, sem orðið hefði i velferðar-
þjóðfélögum, svo og það, að
áfengisauglýsingar hefðu aukizt
mjög frá því, sem áður var, en
þessar auglýsingar hefðu sannan-
lega mjög örvandi áhrif á neyzl-
una.
Þá hefði áfengislöggjöf verið
rýmkuð tiltakanlega í Noregi árið
1972, og hefði árangurinn ekki
látið á sér standa. Til dæmis hefði
með gildistöku hinna nýju laga
orðið mun auðveldara að fá keypt
áfengi um helgar, og um leið
hefði tala umferðarslysa um
helgar hækkað verulega.
Frú Fjose kvað það vera sér
mikið áhugamál, að komið yrði á
samnorrænni löggjöf um bann við
áfengisauglýsingum og teldi hún
það vera verðugt verkefni fyrir
Norðurlandaráð aðstuðla að slíkri
löggjöf. Þetta mál hefði borið á
góma innan ráðsins og værí ljóst,
að slík samræming væri vel fram-
kvæmanleg og mjög æskileg. Þá
hefði þetta einnig komið til tals
innan Evrópuráðsins, og þætti sér
ekki óliklegt, að reynt yrði að
stuðla að samræmdri löggjöf á
þeim vettvangi einnig.
Spurningunni um það, hvað
vænlegast væri í baráttunni við
áfengisvandamálið svaraði frú
Fjose á þá leið, að vinna þyrfti að
því með öllum tiltækum ráðum,
að áfengisneyzla minnkaði stór-
lega, — efla hjálparstarf við
áfengissjúklinga, — stuðla að víð-
tæku fræðslustarfi í skólum og
æskulýðsfélögum og setja strang-
ari lagaákvæði um ölvun við
akstur.
Einnig telur hún mikilvægt, að
verðlag á áfengi verði stórhækkað
frá því, sem nú er, og einnig, að
kostnaður af hjálpar- og varnar-
starfi verði greiddur af því fé,
sem aflað er með þessu móti.
Frú Fjose vék að hefð, sem rikt
hefur lengi um víða veröld, þ.e.a.
s. tollaeftirgjöf á áfengi, tóbaki og
öðrum munaðarvarningi, sem
veitt er diplómötum og ferðafólki
sem ferá milli landa.
Hún sagði, að sér fyndist þessi
eftirgjöf fráleit og sæi raunar
enga skynsamlega ástæðu til þess,
að einstakir hópar nytu slikra for-
réttinda. Hún sagðist hafa orðið
þess greinilega vör, að þetta
sjónarmið sitt ætti miklu fylgi að
fagna meðal norskra þingmanna á
„vinstri vængnum", meðan þeir,
sem væru hægrisinnaðir, væru
yfirleitt tregari til að fallast á
það.
Þá spurðum við frú Fjose um
afstöðu hennar til breytingar á
norsku fóstureyðingalöggjöfinni,
en það mál hefur verið mjög á
döfinni í Noregi að undanförnu.
Hún sagðist vera mótfallin því, að
hróflað yrði við þeirri löggjöf,
sem í gildi væri, enda væri hún
rýmri en gerðist víða annars
staðar.
Hún sagði það vera persónulega
skoðun sína, að frjálsar fóstureyð-
ingar væru óviðunandi lausn á
félagslegu vandamáli i sið-
menntuðum þjóðfélögum, enda
hefði reynslan af frjálsum fóstur-
eyðingum orðið neikvæð, þar sem
þær hefðu verið teknar upp. Töl-
ur um fóstureyðingar i hlutfalli
við fæðingar væru ógnvekjandi í
þeim löndum, þar sem fóstureyð-
ingar hefðu verið gefnar frjálsar.
Þá benti hún á það, að í Rúmeniu
hefði verið tekin upp löggjöf, sem
heimilaði fóstureyðingu að ósk
konu, en þar hefði þessi löggjöf
nú verið afnumin að fenginni
reynslu.
Frú Fjose sagði, að um þetta
mál færu nú fram miklar umræð-
ur í Noregi og nú væri ljóst, að
úrslit í norska Stórþinginu. gætu
oltið á einu atkvæði.