Morgunblaðið - 13.02.1974, Page 14

Morgunblaðið - 13.02.1974, Page 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. FEBRUAR 1974 Oddur Qlafsson: Viðlagasjóðshús verði nýtt sem elliheimili o.fl. Oddur Ólafsson (S) hefur flutt þingsályktunartillögu um, að sveitarfélögum verði gefinn kost- ur á að kaupa innansveitar við- lagasjóðshús á kostnaðarverði, er þau verða auglýst til sölu nú á næstunni. Enn fremur verði 80% söiuverðs lánað sveitarfélögunum með hagkvæmum kjörum, enda verði húsin nýtt sem elliheimili, sem fbúðir fyrir aldraða og öryrkja eða leigð þeim (búum við- komandi sveitarfélags, sem ekki hafa efni á að koma sér upp eigin húsnæði. I upphafi greinargerðar með til- lögunni telur Oddur upp hvernig hin 554 viðlagasjóðshús dreifast á milli sveitarfélaga. Síðan segir: „Nú hafa aðstæður breytzt svo mjög, að nærri helmingur Vest- manneyinga er þegar fluttur til fyrri heimkynna og margir munu flytjast í vetur og vor, þ. á m. allmargir, er höfðu búið eða tryggt sér búsetu í viðlagasjóðs- húsum. Þess vegna verða 50—70 þessara húsa auglýst tilsölu fljót- lega og fieiri siðar. Sveitarfélög munu flest hafa tryggt sér for- kaupsrétt að húsunum, en ekki er likiegt, að þau geti eignazt húsin, nema verð og lánskjör verði hag- stæð. I lögum um Húsnæðismála- stofnun rikisins segir svo i B-lið 8. gr.: „Heimilt er að veita lán til byggingar leiguíbúða á vegum sveitarfélaga, er nemi allt að 80% Friðjón Þórðarson (S) og Björn Fr. Björnsson (F) flytja þings- áiyktunartillögu, þar sem iagt er til, að Aiþingi skori á ríkisstjórn- ina að gera nú þegar ráðstafanir til að auka tekjur sýsluféiaga, svo að þeim verði gert kleift að sinna lögboðnu hlutverki og aðkalla- andi viðfangsefnum. I upphafi greinargerðar eru rakin þau margþættu verkefni, sem sýslufélögum eru falin skv. lögum. Sfðar segir m.a.: „í 101. gr. sveitarstjórnarlaga er fjallað um tekjustofna sýslufé- laga. Segir þar, að sýslunefnd skuli á aðalfundi semja áætlun um tekjur og gjöld sýslusjóðs fyr- ir yfirstandandi ár. Síðan segir: „Því, sem á vantar, að tekjur sýslusjóðs hrökkvi fyrir útgjöld- um hans, skal jafnað niður á hreppana" eftir vissum reglum. Miðað við þetta orðalag virðist gert ráð fyrir, að sýslusjóðir njóti annarra, verulegra tekjustofna. Svo hefur þó ekki verið. Sýslu- sjóðsgjaldið, þ.e. hið niðurjafnaða gjald á hreppana, er hið eina fjár- af byggingarkostnaði, enda hafi hlutaðeigandi sveitarfélag ekki byggt íbúðir samkv. 1. gr. laga nr. 97 22. des. 1965 og íbúar þess ekki átt kost á íbúðum, sem þar um ræðir. Lán þessi skulu vera til 33 ára, afborgunarlaus fyrstu þrjú árin, en endurgreiðast síðan á 30 árum. Að öðru leyti eru lánakjör- in hin sömu og lánakjör Bygg- ingasjóðs ríkisins. A næstu 5 ár- ELLERT B. Schram (S) hefur mælt við fyrstu umræðu f neðri deild fyrir frumvarpi, sem hann flytur ásamt þremur öðrum þing- mönnum um breytingu á lögum um íbúðarhúsnæði í eigu rfkisins. Leggja flutningsmenn tiL að við lögin bætist ný grein til bráða- birgða, svohljóðandi: „Þegar seid eru prestsetur 1 þéttbýli, sem ekki eru f eigu ríkis- sjóðs, skal andvirði þeirra renna óskert f sérstakan sjóð, sem not- aður skal til að veita þeim söfnuð- magn að heita má, sem sýslufélög hafa yfir að ráða. Þar sem um slika niðurjöfnun gjalda er að ræða á fámenna og fátæka hreppa, má geta nærri, að álögum verður að stilla í hóf, svo sem unnt er. Niðurstaðan verður því sú, að sýslusjóðir hafa yfirleitt mjög lítið fé til ráðstöfunar fram yfir brýnustu útgjöld. Það er að sjálfsögðu með öllu fráleitt, því að mörgum þörfum málum mætti án efaþoka áleiðis með auknum fjár- ráðum sýslusjóða, sbr. framanrit- að. Að dómi flutningsmanna kæmi vel til álita, að sýslufélög fengju greiddan einhvern hluta af sölu- skatti til sinna þarfa. Einnig mætti benda á Byggðasjóð, en hlutverk hans er að stuðla að jafn- vægi í byggð landsins, svo sem alkunnugt er. Fullljóst má vera af framan- sögðu, að hina mestu nauðsyn ber til að efla sýslusjóðina og auka tekjustofna þeirra. Það er tví- mælalaust í flokki hinna allra mikilvægustu byggðamála." um er heimilt að veita lán út á allt að 1000 ibúðir." Þetta heimildarákvæði laganna hefur enn ekki verið notað. Hér virðist tilvalið tækifæri til að beita þessu merka lagaákvæði. Er bygging húsanna var heimil- uð, var í sumum tilvikum vikið frá gerðu skipulagi og byggðaá- ætlun vegna hinna sérstöku erfið- leika, er þá voru fyrir hendi. Með- um styrk, er sjálfir vilja tryggja sóknarpresti sínum húsnæði, enda verði það í eigu safnaðarins. Sjóðurinn skal vera i vörslu fjár- málaráðuneytisins, en að öðru leyti skal kveðið nánar á um með- ferð hans í reglugerð." i greinargerð með frumvarpinu segir svo m.a.: „Um aldir hefur það þótt sjálf- sagt, að prestur nyti þess, að hið opinbera sæi honum fyrir jörð til ábúðar og/eða íbiíðarhúsnæði. Með lögum nr. 27/1968 var sam- þykkt breyting á þessu fyrir- komulagi á þann veg, að i þéttbýli skyldi prestsetur selt, er prestur sá léti af störfum, sem þar hefði búið. Þötti þó sjálfsagt, að í strjá- býli og minni bæjum ætti ríkið áfram prestsetur. Ekki skal farið út í það hér að rekja ástæður fyrir þessari breyt- ingu né heldur gagnrýna hana. Aftur á móti skal bent á það mikla óhagræði, sem það er söfnuðum, að ekki skuli vera húsnæði, sem prestur þeirra nýtur, sem næst sóknarbörnunum. Prestsetrið hef- ur ævinlega gegnt miklu víðtæk- aiwnci al annars með tilliti til þessa er æskilegt, að húsin komist í eigu sveitarfélaganna og verði notuð til þess að uppfylla þarfir á hverj- um stað, frekar en að nýir inn- flytjendur setjist að í þeim án tillits til aðstæðna." ara hlutverki en því einu að vera íbúð prests og fjölskyldu hans. Þar hittist fólk, oft stórir hópar, bæði á stundum gleði og sorgar, svo ogtilýmissa funda. Sömuleiðis er óhjákvæmilegt, að prestar inni ýmis þjónustustörf af hendi á heimili sinu. Á þetta líka við, þar sem kirkjur hafa risið, því að ekki eru allar kirkjur þannig, að auð- velt sé um fundarhald, auk þess sem skrifstofuaðstaða er óvíða. En þar sem kirkjur eru engar, má segja, að prestsetrið sé allsherjar- miðstöð safnaðarins. Er því nauð- synlegt þar fyrir söfnuðinn, að prestur búi þannig, að rými sé nægilegt fyrir alla þá, sem þangað leita, og fer þá ekki eftir sérstök- um auglýstum viðtalstíma." Fer hér á eftir stuttur kafli úr framsöguræðu Ellerts B. Schram fyrir frumvarpinu: „Eins og lög gera ráð fyrir, er eðlilegt, að prestar séu búsettir í þeim prestaköllum, þar sem þeir gegna sínu embætti. Að því eru hins vegar nokkur brögð, að við- komandi prestum gengur illa að koma sér upp slíku húsnæði í prestaköllunum og þurfa að standa í venjulegum húsakaup- um, afborgunum og fjárhagserfið- leikum, sem því fylgir, eins og gengur og gerist. Sjálfsagt og eðli- legt er, að prestar gangi undirþað jarðarmen eins og aðrir þjóðfé- lagsþegnar, en þó er augljóst, að þetta veldur þeim erfiðleikum og tekur meiri tíma en góðu hófi gegnir frá þeirra mikilvæga starfi í þágu safnaðarins. Þess vegna er sú ósk eðlileg frá söfnuðum, að þeir geti komið til móts við prest- ana með því að aðstoða þá við húsakaup og hjálpa þeim til þess að setjast að í viðkomandi presta kalli. Söfnuðirnir vilja aðstoða presta sína í þessum efnum og það er sjálfsagt, að Alþingi taki til athugunar og vinsamlegrar með- ferðar þessa ósk. Kirkjusöfnuðir vinna gott starf í kyrrþey, — öflugt starf, þar sem fólk leggur drjúgt af mörkum til þess að reyna að bæta umhverfi sitt og sambúð manna ámeðal.“ Ný þingmál Umferðarlög STJÖRNARFRUMVARP til laga um breytingu á umferðarlögum. Er f frumvarpinu lagt tiL að vátr.vggingarf járhæðir fyrir hinar lögboðnu ábyrgðar- tryggingar ökutækja verðí tvö- faldaðar frá þvf, sem nú er. Verð- ur fjárhæðin þá 6.000.000,00 kr. fyrir bifreið. Með þessari breyt ingu tvöfaldast eigin áhætta þess, sem fébótaábyrgð ber á tjóni. Þá er f frumvarpinu einnig lagt til, að vátryggingarfélög greiði 1!4% af iðgjaldatekjum vegna lögboðinna ábyrgðartrygginga ökutækja til umferðarslysavarna, sem renni til umferðarráðs. Takmörkun vinnslustöðva Frumvarp til laga frá Stein- grími Hermannssyni (F), þar sem lagt er til, að óheimilt verði að stækka eða setja á fót nýjar vinnslustöðvar á þeim sviðum sjávarútvegs, sem háð eru afla- takmörkunum, sem sjávarútvegs- ráðherra ákveður. Unnt á þó að vera að fá til þessa sérstakt leyfi, skv. ákvörðun þriggja manna nefndar. Framkvæmdastofnun Frumvarp frá Steingrími Hermannssyni (F) og Stefáni Jónssyni (Ab) um breytingu á Iögum um Framkvæmdastofnun rfkisins. Segir, að frumvarpið sé flutt á vegum milliþinganefndar í byggðamálum. Er í frumvarpinu lagt tiL að við Byggðasjóð starfi íbúðalánadeild, sem veiti lán til sérstakrar örvunar almennum fbúðarbyggingum, þar sem skort- ur á húsnæði stendur í vegi fyrir eðlilegri byggðaþróun. Strandferðaskip Þingsályktunartillaga frá Vil- hjálmi Hjálmarssyni (F) og Karvel Pálmasyni (SFV), þar sem lagt er til, að Alþingi álykti að heimila rfkisstjórninni að láta smfða eða kaupa skip tii strand- ferða. Jafnframt heimilist henni að taka nú þegar skip á leigu til sömu nota. Landgræðslustörf skólafólks Nokkrir þingmenn Fram- sóknarflokksins hafa flutt frum- varp til laga um landgræðslustörf skólafólks. Er f 1. gr. frumvarps- ins ákvæði, sem segir, að heimilt skuli vera að kveðja til starfa við landgræðslu a.m.k. tvo daga á hverju skólaári hvern þann nemanda, sem orðinn sé 12 ára gamall og stundar nám í skóla, sem að einhverju leyti er kostað- ur af rfkinu, enda sé nemandinn hraustur og ófatlaður. Páll Þorsteinsson er fyrsti flutningsmaður þessa frumvarps og mælti hann fyrir því við 1. umræðu f efri deild i gær. Friðjón Þórðarson og B jörn Fr. B jörnsson; Auka verður tekj- ur sýslufélaga Ellert B. Schram: Styðjum húsnæðis- mál sóknarpresta

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.