Morgunblaðið - 13.02.1974, Side 18

Morgunblaðið - 13.02.1974, Side 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. FEBRUAR 1974 Verzlunarhús kaupfélags- ins í Þorlákshöfn brann ELDUR kom upp í verzlunarhúsi Kaupfélags Arnesinga í Þorláks- höfn I fyrrakvöld og urðu miklar skemmdir á húsinu, en verzlun kaupfélagsins er eina verzlunin í þorpinu og er því mjög bagalegt ástand þar eystra nú. Er nú unnið að því að fá bráðabirgðahúsnæði fyrir verzlunina, en nýtt verzlunarhúsnæði er fokhelt og verður ekki tekið í notkun strax. Eldurinn kom upp um 10-ieytið í fyrrakvöld. Lagfæringar höfðu r Avísanafals- ari gripinn A FÖSTUDAGSKVÖLDIÐ var handtekinn í Reykjavík maður, sem grunaður var um þjófnað á tveimur ávísanaheftum og fölsun ávísana úr þeim. Öðru heftanna hafði verið stolið frá manni á Landakotspítala í byrjun janúar, en hinu frá manni á Landspítala i lok janúar. Bárust síðan til banka falsaðar ávís- anir úr báðum heftunum og benti ymislegt til þess, að sami maður væri þar að verki. Maðurinn, sem handtekinn var á föstudagskvöld- ið, var úrskurðaður í gæzluvarð- hald í allt að 20 daga vegna rann- sóknar málsins. Hann hefur játað á sig verknaðinn. Hann falsaði ávísanir að andvirði um eða yfir 80 þús. kr. — Aburðar- farmur Framhaid af bls. 2 skipti það engum togum, að skipið fór að síga niður, og sökk það á 2—3 mínútum." Sagði Þórður i samtali sinu við fréttaritara Morgunblaðsins, að ef gúmbjörgunarbáturinn hefði ekki verið nærtækur, væri ekki víst að mannskapurinn hefði bjargast,því ekki hefði gefist tími til að leysa skipsbát skipsins, og með naumindum hefði verið hægt að senda út neyðarkall og skjóta blysum á loft. Töluverður sjór komst i gúm- bátinn, og biotnuðu skipverjar allir nokkuð við það, en alls voru þeir í um það bil 40 mínútur í bátnum, áður en þeim var bjargað um borð í Harald. Hannes Hafstein, framkvæmda- stjóri Slysavarnafélagsins, sagði i samtali við Morgunblaðið, að það hefði verið kl. 9.05, sem Loft- skeytastöðin í Reykjavík hefði móttekið neyðarskeyti frá Vestra. Samstundis hefði stöðin kallað nærliggjandi skip upp og beðið þau að fara Vestra til aðstoðar. Síðan hafði S.V.F.Í. samband við björgunarsveitina á Akranesi og bað um að bátar yrðu sendir á stað þaðan. Fóru tveir bátar, Har- aldur og Höfrungur, út til að svip- ast um eftir gúmbátnum. Einnig var haft samband við Landhelgis- gæsluna og beðið um að flugvél yrði send á vettvang. Fór Friendship-vélin TF-SÝR í loftið, en þyrla Slysavarnafélagsins og Landhelgisgæzlunnar TF-GNÁ var höfð til taks. Um kl. 9.52 fann svo Haraldur gúmbátinn og tók hann og skipbrotsmenn um borð. Sagði Hannes, að Akraborg hefði lagt af stað til Reykjavíkur frá Akranesi klukkan 9 í gær- morgun og hefði hún verið stutt frá þeim stað, þar sem óhappið varð, þegar það átti sér stað, Reykjavíkurradíó kallaði strax í skipið, en það svaraði ekki og náðist ekki samband við það, fyrr en það kom til Reykjavíkur. „Að hafa talstöðvar skipa ekki opnar, þegar skip eru á siglingu, er algjört kæruleysi," sagði Hann- es. Vestri var 305 nettórúmlestir að stærð, smíðaður i Danmörku 1964 og hét áður Bellatrix. Skipið var keypt hingað fyrir nokkrum árum af Jóní Franklin útgerðarmanni. Skipstjóri á Vestra í þessari ferð var Tómas Hassing. farið fram á húsinu undanfarið og var verið að vinna við upp- setningu á kælitækjum. Tveir menn unnu með logsuðutæki og varð þá eldur skyndilega laus og varð ekki við neitt ráðið. Komust mennirnir tveir naumiega út úr húsinu. Slökkviliðið á staðnum kom þegar á vettvang, svo og slökkvi- lið frá Hveragerði og Selfossi. Vatn var notað úr neyzluvatns- brunni þorpsins, en einnig var notaður sjór. Mikið tjón varð á vörubirgðum verzlunarinnar og nemur tjónið í brunanum milljón- um króna. Talið er að vörubirgðir verzlunarannar séu ónýtar. Slökkviliðinu tókst að slökkva eldinn um eða rétt fyrir miðnætti, en vörður var við brunarústirnar í aila nótt. Strekkingur var af norðaustan, en áveðurs við húsið eru bensin- og gasolíutankar og mun hagstæð vindátt hafa komið í veg fyrir að eldurinn kæmist i tankana. Reknir Seoul, 12. febrúar, NTB. YFIRVÖLD í Suður-Kóreu hafa vikið 113 embættismönnum á skattstofu landsins úr starfi og er það liður í tilraunum þeirra til að uppræta spillingu opinberra emb- ættismanna. Skattstjóri landsins upplýsti á fundi með fréttamönn- um að hinir reknu hefðu lifað f vellystingum pragtugiega, langt um efni fram. — Oveður Framhald af bls. 2 ljóst, að háspennulínan frá Laxár- virkjun hafði slitnað einhvers staðar. Leit var hafin að bilun- inni, þrátt fyrir foraðsveður á Vaðlaheiði og austan hennar og undir hádegið var ljóst, að línan var slitin í Reykjadal. Skömmtun var hagað þannig, að veitusvæðinu vestan Vaðla- heiðar var skipt í fjögur hverfi og hafði hvert hverfi rafmagn í tvær klukkustundir, en var síðan raf- magnslaust í sex klukkustundir. Athafnalíf á Akureyri var lamað í dag af þessum sökum, skólar gátu ekki starfað og undir kvöldið óttuðust menn vatnsskort í bæn- um, vegna þess að dælur, sem dæla vatni til bæjarins frá Krossastaðaeyrum i Hörgárdal voru óstarfhæfar. Viðgerð á linu- slitinu í Reykjadal lauk nú í kvöld og var rafmagn komið á línuna til Akureyrar klukkan 18,45. Allmiklar rafmagnslínubilanir urðu hér við Eyjafjörð í óveðrinu, m.a. tók snjóflóð sundur þrjá staura á túninu á Áshóli skammt sunnan við Laufás. Viðgerðar- menn hafa verið á ferðinni i dag í snjóbílum og unnið að Iagfæring- um. Hægt gengur að hreinsa götur Akureyrar, enda snjómagnið gifurlegt’. Snjórinn hefur lika blotnað og þétzt í blotanum í dag, en hér á Akureyri hefur í dag verið frostleysa með norðaustan- átt og hríðarlemjanda. — Sv. P. 30 ára tré brotna Húsavík, 12. febrúar — STÖÐUG stórhríð hefur verið hér síðan hann brast á um miðjan dag í gær. Sett hefur niður mikinn snjó, en hitastig er um frostmark og hefur snjór því setzt illa á raflínur og trjágróður í görðum. Raflínur hér innanbæjar, sem ekki eru í jörð, hafa mikið slitnað og 10 til 20 staurar brotnað. Hafa ýmsir bæjarhlutar verið raf- magnslausir af þeim sökum. Línan frá Laxá hefur enn staðið af sér veðrið. Húsagarðar hafa víða skemmzt mikið, t.d. hafa 20 til 30 ára gömul tré brotnað und- an snjó og veðurofsa. Engin mjólk hefur komið hingað í dag, svo að ekki er vitað um færð á vegum í nágrenninu, en buast má við, að víða hafi hún spillzt. Ekki verður færð þó könnuð fyrr en veðrinu slotar. —Fréttaritari. — Deilt um verkfall Framhald af bls. 2 samningaumleitanir heildarsam- takanna á sama tíma og prentarar líta á sem sinn bezta tíma til kjarabaráttu. Því var ekki um annað að ræða — sagði Þórólfur, en HÍP ætti samstöðu með heild- arsamtökunum við að ná þeim samningum, sem fengjust. Þetta hef ég talið vera stefnu félagsins og I samræmi við vilja félagsmanna. Segist hann hafa hagað störfum sinum innan 30 manna nefndarinnar samkvæmt því, enda hafi aldrei komið til þess, að trúnaðarmannaráðið sam- þykkti það, að félagið drægi sig út úr heildarsamningunum. Þegar síðan 30-manna nefndin verður sammála um að dagsetja verkfall, þá vill meirihluti trúnaðarmanna- ráðs, 13 gegn 7, ekki gera það og hefur ennfremur ekki aðra hug- mynd um dagsteningu verkfalls. „Þarna verður stefnubreyting hjá HlP,“ sagði Þórólfur, „að í febrú- armánuði telur það sig ekki geta framkvæmt það, sem það hafði talið sig geta frá því I fyrrasumar, þegar ég var sendur á kjaramála- ráðstefnuna. Niðurstaðan verður sú, að þegar fulltrúi prentarafé- lagsins hefur verið hafður í-30- manna nefndinni allan þennan tíma og verið trúað fy'rir ákveðn- um málaflokkum fyrir iðnaðar- menn — hefur þessi stefnubreyt- ing það í för með sér, að um árabil verður fulltrúa HlP aldrei treyst til þess að fara með slíka mála- flokka einfaldlega af því að hon- um yrði ekki treystandi til þess að félag hans veitti honum þann stuðning, sem þarf til að slást til loka hverrar baráttu." Þórólfur sagði, að afstaða hans myndi ekki breytast, nema því aðeins að félagsfundur kæmist að annarrri niðurstöðu en trúnaðar- mannaráðið og að því tilskyldu, að það breyti um skoðun og boði til verkfalls sem næst 19. febrúar eða með löglegum fyrirvara. Fé- lagsfundur I HlP verður í dag. Þórólfur sagðist þó búast við því, að meirihluti trúnaðarmannaráðs hefði félagsfund með sér I þessari afstöðu. Afsögn Þórólfs gildir frá og með næsta aðalfundi að þvi er öll félagsmál varðar að undan- teknum samningamálunum, sem hann tekur ekki lengur ábyrgð á — eða frá þvi er trúnaðarmanna- ráðið gerði samþykkt sína. — Loðnu dælt í sjó Framhald af bls. 32 „Ég get aðeins sagt eitt,“ sagði hann, „ég hef ekki efni á svona veiðiskap, og ég held að þjóðar- búið hafi ekki heldur efni á þvi. Þvi miður gerði ég þá vitleysu á sinum tíma að kjósa þá flokka, sem mynda núverandi ríkis- stjórn, en það geri ég ekki aftur. Brennt barn forðast eldinn.“ Ef fer sem horfir, þá eru miklar likur á, að enn fleiri skip þurfi að dæla loðnunni í sjóinn í dag og á morgun, ef ekkert verðurað gert. — Loðnan full af átu Framhald af hls. 32 mælzt áður, en sem betur fer eru sumir farmar lausir víð átuna. Verið er að athuga hvort átan sé á einhverju vissu veiðisvæði, og bendir margt til þess, að meira sé um átufulla loðnu á vestursvæð- inu. I dag höfum við því reynt að benda skipstjórnarmönnum á að koma ekki með loðnu til frysting- ar, sem inniheldur átu, sagði Eyjólfur. Ólafur Jónsson, aðstoðarfram- kvæmdastjóri sjávarafurðadeild- ar S.I.S. sagði, að átumagnið væri orðið stórvandamál og leyfði S.I.S. ekki frystingu á loðnu, sem væri með átu. Frystihús Sam- bandsins voru búin að frysta um 1100 lestir af loðnu i gær. Við erum þegar búnir að neita bátum um löndum, því að loðnan sem þeir hafa verið með er með of mikið af átu, sagði Bjarni Magnússon hjá íslenzku umboðs- sölunni. Hann sagði, að þeirra frystihús væru nú búin að frysta um 500 lestir og gengi frysting sæmilega. Núverandi ástand er mjög al- varlegt og ekki er vitað, til hvaða ráða er hægt að grípa. Menn vona helzt að áta haldi sig svo til ein- göngu á einu veiðisvæði eins og margt bendir til, og ef svo er þá ætti að vera hægt að fá loðnu til frystingar af átufríu svæði, sagði Bjarni. — Solzhenitsyn Framhald af bls. 1 hvað sovézk yfirvöld ætlist fyrir með Solzhenitsyn. Þeir telja hugs- anlegt að honum verði sleppt með viðvörun um að hætta mótmæla- aðgerðum sínum. Einnig gæti hann orðið ákærður fyrir að hafa skrifað óhróður um Sovétríkin og settur I gæzluvarðhald meðan á rannsókninni stæði, en slík rann- sókn getur tekið allt að 9 mánuði. Hámarksdómur fyrir slíkt brot er 7 ár í vinnubúðum og 5 ára Siber- íuvist. Þá er hugsanlegt að hann verði sendur í útlegð til einhvers afskekkts staðar I Sovétríkjunum og enn einn möguleiki er að hon- um verði varpað úr landi, en margir sérfræðingar telja að slíkt sé ólöglegt. Solzhenitsyn hefur áður verið 8 ár í fangelsum og vinnubúðum í Sovétríkjunum og það var bók hans Gulag Eyjahafið, sem gefin var út í París fyrir síðustu áramót og lýsir aðbúnaði í vinnubúðum á tímum Stalíns, sem var upphaf herferðarinnar á hendur honum í sovézkum fjölmiðlum og sem nú hefur leitt til handtöku hans. Solzhenitsyn lét áróðursherferð- ina ekkert á sig fá og hefur á siðustu vikum afhent erlendum. fréttamönnum í Moskvu hverja yfirlýsinguna á fætur annarri, þar sem hann hefur svarað árás- unum. I siðustu yfirlýsingunni, sem hann gaf eftir að honum var fyrst stefnt til saksóknara á laug- ardaginn sagði m.a.: „Utrýmið úr áhrifastöðum þeim, sem hafa ótakmarkað vald yfir borgurun- um og kunna það ráð eitt að draga þá fyrir dömstóla eða geðlækna." Af hálfu sovézkra yfirvalda var engin yfirlýsing gefin út um mál- ið í dag né skýrt frá handtökunni í fjölmiðlum. Talsmaður sænsku vísindaaka- demíunnar Karl-Ragnar Gierow sagði í dag að fréttin um handtök- una væri mikið áfall, en erfitt væri að gera sér grein fyrir eðli málsins. Sagðist hann vona að Solzhenitsyn yrði ekki settur í gæzluvarðhald. Trygve Bratteli forsætisráðherra Noregs sagði að fréttirnar frá Moskvu ykju þann kvíðboga, sem Norðmenn hefði borið vegna meðferðarinnar á Solzhenitsyn og frekari frétta yrði beðið með eftirvænt.ingu. Talsmaður Nixons forseta sagði að forsetinn hefði ekkert rætt þetta mál, en bætti við að Banda- rfkjastjórn hefði áður látið í ljós álit sitt í þessu máli. I kvöld höfðu ekki borist fregnir um önnur við- brögð frá stjórnum á Vesturlönd- um. — Til Helga Framhald af bls. 16 valda misskilningi, en hann mátti leiðrétta síðar, ef hans yrði vart, og nú er tími til þess kominn. Allt eins og orðið erindi getur bæði merkt visst snið bundins máls og óbundins, þannig hugsa ég mér að orðið ljóðabréf geti bæði merkt rím- uð sendibréf, eins og það hefur hingað til gert, og stutta ljóð- ræna pistla í Iausu máli, áþekka þeim sem frá mér komu nú í haust. Ég sakast ekki um það við neinn, þótt bókarheitið væri skakkt skilið, við því mátti bu- ast. En þetta hefur það í för með sér, að Ljóðabréf eru ekki lengur svo og svo lök í sam- jöfnuði við ljóðabækur mínar, heldur bækur í sundurlausu máli. Að endingu: Þú nefnir Esjuna í bréfi þínu, frændi minn. Ég skal feg- inn ganga með þér upp á hvaða sjónarhól sem er til þess að dást að Esjunni. En einu máttu ekki gleyma, að nú styttist mjög til borgarstjórnarkosninga og þess vegna er hætt við að á flestum góðum útsýnisstöðum verði lít- ið pláss fyrir vinstrimann eins og þig og lausamann eins og mig vegna ljósmyndara Sjálf- stæðisflokksins. Þú hlýtur að hafa tekið eftir því, að ljós- myndum af Esjunni fjölgar jafnaðarlega til stórra muna í Morgunblaðinu og víðar hægra megin í þjóðfélaginu, þegar dregur að borgarstjórnarkosn- ingum, því ekki má fara fram hjá neinum að Esjan, fjall Reykvíkinga, er i Sjálfstæðis- flokknum og styður borgar- stjórnarmeirihlutann. Fyrir þessar sakir legg ég til að við geymum okkur að ganga upp í Öskjuhlíð ellegar á aðra jafn- góða kögunarhóla þar til eftir kosningar. Þá verður komið vor og við getum lagzt í grasið og hlegið saman eins og oft áður. Eg mun ekki tala við þig um Silfurhestinn, þvi ég nenni því ekki framar. En kannski um aðra hesta, til dæmis Stiganda Jóns Péturssonar frænda okkar frá Nautabúi, hinn hvíta vekr- ing sem heygður var standandi og altygjaður i Skiphól i Vall- hólmi. Þaðan horfir hann yfir skeiðgrundirnar miklu og norður í hafsauga. Þinn frændi Hannes. — Heikal Framhald af bls. 15 aukið jafnvægi f samskiptum Bandarikjanna við tsrael og Ara- baríkin sé til komið af öðru en þvi, hversu tiltölulega vel Aröbum og þá sérstaklega Egypt- um gekk í síðasta stríði. SADAT AKVEÐINN Sadat forseti virðist hins vegar ákveðinn í að gefa Kissinger tæki- færi til að sanna hollustu sína, og hann hefur gefið hverja yfir- lýsinguna á fætur annarri um efnahagsáætlanir fyrir Egypta- land, en þegar þessar áætlanir eru komnar í framkvæmd, gætu þær minnkað möguleikann á að fara hernaðarleiðina. Sadat vill með þessu sýna, að honum sé full alvara, þegar hann segist vilja semja um réttlátan frið. — Magnús Torfi Framhald af bls. 1 ógnarstjórninni eins og. hún var grimmust á dögum Stalins, heldur einnig að rótum þess kerfis, þar sem ekki ríkti lögbundin stjórn, heldur geðþóttastjórn. Hann leitaðist við að sýna fram á, að þau ógnarverk, sem hann lýsti i bókinni, væru afleiðing þeirra ákvarðana, sem teknar voru á byltingarárunum um stjórnar- hætti, jafnvel þótt þær hefðu ekki komið fram I sinni verstu mynd fyrr en löngu seinna. Menntamálaráðherra sagði, að Nóbelsskáldið hefði skrifað þessa bók fyrst og fremst fyrir landa sina og til þess að hafa áhrif á þróunina heima fyrir. Hann reyndi að finna orsakirnar fyrir þeirri sögulegu þróun, sem átt hefði sér stað og hvað þjóðin gæti gert til þess að koma í-wg fyrir þetta síðar. Eftir því sem ég hef séð af bókinni, sagði menntamála- ráðherra, er ég sannfærður um, að hún á eftir að hafa gífurleg áhrif í Sovétríkjunum. Viðbrögð stjórnvalda sýna, að þeim er ljóst, hvert áhrifavald hennar er, líka heima fyrir. I meira en áratug væri búið að þegja um Solzhenit- syn í Sovétríkjunum en samt yrði hann allt i eini miðdepill mikillar umræðu, án þess, að landsmenn vissu um hvað mál hans raun- verulega snerust. Þau fyrirbæri, sem hann lýsir eru áreiðanlega mjög stór i vitund Rússa og þeir munu hafa úti öll spjót, eftir því sem kjarkur dugar, til þess að fá frekari upplýsingar um mál hans. Menntamálaráðherra sagði að lokum, að enginn gæti vitað, hvað yrði um Solzhenitsyn, sjálfviljug- ur mundi hann ekki fara úr landi, hins vegar gæti til þess komið, að honum yrði hent úr landi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.