Morgunblaðið - 13.02.1974, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 13.02.1974, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. FEBRÚAR 1974 Marinó Jónsson forstjóri -Minning F. 4. 11. 1906, D. 6. 2. 1974. MARINÖ Jónsson, eigandi og for- stjóri Töskugerðarinnar, varð bráðkvaddur hinn 6. þ.m. Með Marínó er horfinn sjónum okkar hægur og ljúfur hagleiks- maður. Marinó var hlédrægur og undi sér best með vinum sínum og ættmennum eða góðri bók. Hann var í hópi þeirra íslend- inga, sem lifað hafa gjörbyltingu i lífi þjóðarinnar, ekki aðeins kynnst henni af frásögn, heldur + Föðursystij mín HELGA LÁRUSDÓTTIR Bergstaðastræti 68 andaðist að Heilsuverndarstöð- inni að kvöldi 10. febrúars.l Fyrir hönd aðstandenda Gyða Ingólfsdóttir. tekið virkan þátt í henni og lagt sinn skerf til að hún gat orðið. Þeim fer nú óðum fækkandi, sem tekið hafa þátt í og lifað þessa ótrúlegu breytingu. Marínó var tviburabróðir Arna Jónssonar stórkaupmanns, en hann lést fyrir fáum árum. Þeir voru fæddir á Bíldudal h. 4. 11. 1906, synir síra Jóns Árnasonar og Jóhönnu Pálsdóttur, sem þá voru nýflutt með prestsetrið frá Otradal til Bíldudals. Bíldudalur var í þá daga nokkuð vel settur atvinnulega séð og á þeirra tíma mælikvarða, því útgerð Péturs Thorsteinssonar stóð þá í blóma og flest allir þorpsbúar, ungir sem gamlir, tóku þátt í saltfisk- framleiðslunni á einn eða annan hátt. Þeir voru ekki gamlir krakkarnir, þegar þeir fóru að geta þjálpað til við fiskbreiðslu. Þeim prestshjónum varð 8 barna auðið. Einn sonur, Árni, dó kornungur og annar sonur, Páll fórst með Kútter Gyðu í ofsaveðri 1910, aðeins 17 ára. í því veðri t SIGURLAUG DANIELSDÓTTIR Hreðavatni, verður jarðsett frá Hvammskirkju, Norðurárdal, laugardaginn 16. febrúar Athöfnin hefst kl. 2 e.h Blóm afþökkuð. Aðstandendur. Eiginmaður minn GUNNAR SNORRASON, Básenda 10, Reykjavík, andaðist að Heilsuverndarstöðinni 12 febrúar. Inga Guðmundsdóttir. + Móðir okkar, tengdamóðir og amma, MARGRÉT SIGFÚSDÓTTIR, frá Uppsölum, Hrefnugötu 8, andaðist i Borgarsjúkrahúsinu 1 2. þ.m. Börn, tengdabörn, og barnabörn. + Maðurinn minn, faðir, tengdafaðir og afi, BJÖRN FRANZSON, sem lést 7 þ.m. verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni föstudaginn 1 5. febrúar kl. 1.30. Ragna Þorvarðardóttir Fróði Björnsson, Hólmfriður Kofoed Hansen og barnaborn + Útför móður okkar og tengdamóður UNU G. Þ. ÞORSTEINSDÓTTUR, sem andaðist að Hrafnistu 6. febrúar, fer fram frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 1 4 febrúar kl 1 3,30 Þeím, sem vildu minnast hennar, er bent á Kvennadeild Slysavarnafélagsins. Ragnhildur Guðmundsdóttir Sig. Gunnar Sigurðsson Birna Guðmundsdóttir Kristín Guðmundsdóttir Guðmundur Ófeigsson fórust 2 fiskiskip frá Bíldudal. Það var mikið áfall fyrir svo lítið fiskiþorp að sjá á bak svo mörgum í hina votu gröf og nærri má geta að það hefur verið erfiður reynslutími fyrir síra Jón og frú Jóhönnu að hugga hina mörgu syrgjendur og eiga sjálf að sjá eftir elskulegum og tápmiklum syni í blóma lífsins. Auk tvíburanna voru 4 systur og eru þær allar enn á lífi. Þær eru: Sigríður, f. 1892, var gift Sigurði heitnum Magnússyni prófessor og yfirlækni á Vifils- stöðum, Ragnheiður, f. 1896, starfaði um árabil við innheimtu Landsbankans, Anna Guðrún, f. 1900, frv. hjúkrunarkona, gift þeim er þetta ritar og Svanlaug, f. 1903, var gift Gfsla heitnum Páls- syni lækni. Þetta var umhverfið og and- rúmsloftið, sem tvíburarnir ólust upp í. Þar skiptust vitanlega á skin og skúrir, eins og áður var á drepið, en fuliyrða má, að prests- heimilið hafi verið eitt af mestu menningarheimilum þorpsins. Þegar Marínó hafði aldur til fór hann að heiman til að leita sér frekari menntunar. Hann lauk loftskeytamannsprófi rétt eftir að þess var kostur hér á landi og sigldi um 10 ár á togurum, lengst með Jóni Birni Elíassyni skip- stjóra á b/v Surprise. Var með þeim mikil vinátta meðan báðir lifðu. Eins vissi ég til, að sumir af skipsfélögum Marínós héldu við hann tryggð, löngu eftir að hann varhættur siglingum. Árið 1931 kvæntist Marinó Soffíu Vedhólm og fór í land nokkrum árum síðar. Sonur þeirra er Örn viðskiptafræðingur og starfsmaður í fjármálaráðu- neytinu. Hann er kvæntur Ragn- heiði Þorgeirsdóttur frá Gufunesi og eiga þau 3 börn: Soffíu, Örn Marinó og Þór. Árið 1966 missti Marfnó konu sina og var það hon- Þórunn Rafnar — Kveðja frá Thorvaldsensfélaginu. ÞÓRUNN Rafnar dáin — Er ég opnaði Morgunblaðið á heimleið erlendis frá blöstu þessi orð við mér. Mér varð um stund svart fyrir augum. Ein af okkar yngstu félagskonum í Thorvaldsensfélag- inu skyndilega horfin úr hópnum. Ég hvarf aftur í barnstrú mína, er ég sveif í háloftunum og hugs- aði, að ég hlyti að vera nær henni, en á jörðu niðri. Okkar kynni höfðu ekki staðið í mörg ár, en þess betri. Hugur minn reikaði til eins af hamingju dögum þeirra hjóna, er þau giftu eldri dóttur sína Ingi- björgu. Hún giftist Stefáni syni vina og tengdafólks míns, Erlu og Skarphéðins Loftssonar. Þórunn var glöð þann dag, því þau hjónin vissu, að þar biðu dóttur þeirra önnur foreldrahús. Yfir þeim degi hvíldi hamingja og sá menn- ingarbragur, er ætið fylgdi þeim hjónum Þórunni og Ingimari. + Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi EINAR BALDVIN GUÐMUNDSSON. Hæstaréttarlögmaður verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 1 4. febrúar kl. 3. Kristín Ingvarsdóttir, Unnur Óskarsdóttir, Axel Einarsson, Jóhanna Jórunn Thors, Ólafur B. Thors, Kristfn Klara Einarsdóttir, Árni Indriðason og barnabörn. Skömmu síðar gekk hún f Thor- valdsensfélagið. Tjáði hún mér að stefnuskrá félagskvenna væri sér að skapi, að hjálpa og vinna sem + Þökkum innilega auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu EINHILDAR SVEINSDÓTTUR, frá Þúfu. Guðjón Magnússon, Þórhallur Guðjónsson, Sólveig Guðjónsdóttir, Sveinbjörg Guðjónsdóttir, Ársæll Markússon og barnabörn. + Okkar innilegustu þakkir, til allra þeirra, sem sýndu okkur hlýhug og samúð við andlát og jarðarför móður okkar, tengdamóður, ömmu og systur, GUÐRÚNAR SIGURÐARDÓTTUR, Hverfisgötu 6 a, Hafnarfirði. Guðlaug Guðmundsdóttir, Eiríkur Ágústsson, Stefanía Guðmundsdóttir, Guðbjörn Jóhannesson, Gfsli Guðmundsson, Sigurlaug Sigurðardóttir, Sigurður Guðmundsson, Helga Baldursdóttir, Guðmundur Guðmundsson, Ásta Vilmundardóttir, Jón Guðmundsson, Margrét Lára Þórðardóttir barnabörn og bræður. um mikið áfall, enda voru þau óvenjulega samhent. Þegar Marinó fór í land hóf hann framleiðslu á kventöskum. Dáðist ég að hversu vel honum tókst til við að sníða og fullgera alls konar töskur. Þær jöfnuðust fyllilega á við það, sem fæst annars staðar frá. Rak hann starfsemi þessatil dauðadags. Það fer ekki hjá því, að þegar við kveðjum vini okkar yfir landa- mærin miklu, þá leita á okkur tregablandnar minningar, ekki síst þegar um jafn óáleitinn og elskulegan mann er að ræða eins og Marínó Jónsson var. Ég veit, að þeir eru margir, sem minnast hans með hlýhug, ekki síst eldri Bílddælingar, en trygglyndi hans kom m.a. fram í þvi, að hann taldi sig til þeirra til hinstu stundar. Fyrir örfáum dögum bauð Marinó Sigríði systur sinni með sér á Sólarkaffi Bílddælinga. Söknuður nánustu ástvina er þó sárastur, ekki síst litlu sonarbarn- anna, nú getur afi ekki glettst við þau oftar.Eins veit ég, að systurn- ar sjá eftir bróðursínum. Ég votta þeim öllum samúð og bið Guð að blessa minningu Marínós Jóns- sonar. Gunnar Bjarnason fyrrv. skólastjóri. Minning mest í kyrrþey. Stóð það nálægt eðli hennar sjálfrar. Hún vann meðal okkar brosmild og háttvís. Hún var sönn húsprýði hvar sem hún fór. Við Thorvaldsensféiagskonur biðjum manni hennar, börnum og dætrabörnum guðsblessunar og er það fullvissa okkar, að það leiðarljós, er þau hafa kveikt fyrir börnin sín, slokknar ekki, þau geta haldið stefnunni örugg og viss og gefið það næstu kynslóð í hendur. Bræðrum hennar og fjöl- skyldum þeirra sendum við inni- legar samúðarkveðjur. F.H. Thorvaldsensfélagsins Unnur Agústsdóttir formaður. Samvinna um lausn B eirut 11. febrúar — NTB ABDEL Rahman Atiki, oliumála- ráðherra Kuwait, sagða i gær, að hai.n liti svo á, að bæði olíu- neyzlulönd og olíuframleiðslu- lönd ættu að koma saman til að finna sameiginlega lausn á orku- kreppunni. Þessi yfirlýsing kem- ur sama dag og fulltrúar olíu- neyzlurfkja komu saman til fund- ar í Washington. + Alúðarþakkir fyrir auðsýnda sam- úð og vináttu við andlát og jarðarför eiginmanns míns, bróður, föður, tengdaföður og afa, JÓNS GUÐMUNDSSONAR, bónda, Stóru-Ávik. Unnur Aðalheiður Jónsdóttir, Ingibjörg Guðmundsdóttir, börn, tengdabörn og barna- börn. + Þökkum hjartanlega auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför sonar okkar og bróðurs, KRISTJÁNS RÖGNVALDSSONAR, Stekkjarflöt 9. Fríða Kristjánsdóttir Rögnvaldur Bergsveinsson Ragnheiður Rögnvaldsdóttir Regína Rögnvaldsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.