Morgunblaðið - 15.02.1974, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. FEBRUAR 1974
A",“Johnle" Verzlunarskólinn sýnir
Leynimelinn fyrir almenning
Helga Margrét Guðmundsdóttir
Ásdís Jakobsdóttir
Elín Magnúsdóttir
Olga Kristjánsdóttir
Úlfar Steindórsson
Gunnlaugur E. Ragnarsson
Vilhjálmur Guðmundsson
Leiklistarfélag Verzlunarskóla ís-
lands sýnir um helgina gamanleik-
ritið Leynimel 14 í Austurbæjar-
bíói. Á laugardagskvöld verður
miSnætursýning. sem hefst kl. 24
og á sunnudag verður sýning kl.
14, en skólakór Vl kemur einnig
fram á sýningunum og syngur lög
úr popóperunni Tommy.
Við litum inn á æfingu hjá Verzl-
unarskólanemum og Leynimelur-
inn var þá I fullum gangi. Að-
almarkmiðið með uppfærslunni er
að sýna leikritið á árlegu Nem-
endamóti VÍ, sem var s.l. miðviku-
dag, en það kostar mikið að setja
upp leikrit og skólafólkið vill gefa
þeim, sem vilja, kost á að sjá þetta
gamansama leikrit.
f leiklistarnefnd eru m.a. Jó-
hanna Svemsdóttir og Guðrún Ið-
unn Jónsdóttir. Við röbbuðum
stuttlega við þær á meðan æfingin
fór fram. Allir nemendur Verzlun-
arskólans eru i Leiklistarfélaginu,
en I vetur hefur það bæði haft
leiklistarnámskeið og myndlistar-
námskeið.
Síðustu mánuði hefur leiklistar-
fólkið í Leynimel æft svo til á
hverju kvöldi og oft langt fram á
nótt. Þær stöllur sögðu, að erfið-
ast við að koma upp svona leikriti
væri það, að vinnan lendir mest á
svo fáum einstaklingum, þá væri
aðstaðan til æfinga mjög slæm og
einnig væri erfitt að fá fólk til þess
að leika, þvl það tæki svo mikinn
tlma frá náminu. Hins vegar sögðu
þær alla hafa mjög gaman af
þessu þegar út I atið væri komið.
Þær stöllur sögðu skólastjóra
Verzlunarskólans. dr. Jón Glsla-
son, hafa verið mjög lipran varð-
andi allan undirbúning og hefði
hann allt viljað fyrir þau gera.
Jón Hjartarson stjórnar Leyni-
melnum, en búningar voru fengnir
að láni I Iðnó. Öll leiktjöld hafa
verið teiknuð og unnin á allan hátt
af nemendum VÍ og er það I fyrsta
skipti, sem það er gert. Anna Har-
aldsdóttir ásamt fleirum teiknaði
tjöldin.
Þá má geta þess. að skólafólkið
hugsar sér að fara I ferðalag norð-
ur til Akureyrar með kórinn og
syngja lög úr Tommy fyrir Norðan-
menn.
Hópurinn á sviðinu I Austurbæjarbiói
Leikstjórar og aðrir verkstjórar: Frá vinstri: María Haraldsdóttir, Ingi
Örn Geirsson, Guðrún Iðunn Jónsdóttir, Óskar Ólafur Elíasson og Jón
Hjartarson leikstjóri. Ljósmyndir Mbl. Sv. Þorm.
Sviðsmynd úr Leynimel Verzlunarskólans
Börnin I leikritinu: Anna Haraldsdóttir, Ragnheiður Gunnarsdóttir,
Helgi Helgason og Jón Axel Ólafsson, en á myndina vantar Andra Þór
Guðmundsson
TRJÁKLIPPINGAR og áburðardreifing Þórarinn Ingi Jónsson. Sími 36870. SANKTI PAULSSTURTUR átta tonna til sölu ásamt 1 7 feta palli, afturhásing með tvískiptu drifi og vökvastýri Hagstætt verð Uppl. i slma 99-5175 eftir kl. 6 e.h.
HAFNARFJÖRÐUR OG NÁGR. Úrbeinað hangikjöt 495 kg. Nautabuff 495 kg. Nautahakk 295 kg. Úrvals unghænur. Kjötkjall. Vesturbr. 12. TILLEIGU 3ja herbergja ibúð í Hraunbæ. Upplýsíngar 1 sima 1 3576 eftír kl. 7. >
TRÉSMIÐUR ÓSKAST á verkstæði strax. Uppl. I síma 15686. SMYRNA- OG RÝATEPPI Ný munstur 1 kringlóttum mottum. Rýagarn i fallegu litavali Hannyrðaverzlunin Erla, Snortabraut.
CHEVROLET Vega Station 1 972 til sölu. Nýinn- fluttur frá U.S.A. Uppl. i slma 35200, 21712 og 13285. HAFNARFJ. OG NÁGRENNI. Úrvals saltkjöt. ódýrar rúllupylsur, ódýru dilkasviðin, bacon, ódýr á- vaxtasulta. Kjötkjall Vesturbr 1 2.
ÚTSALA Stakir stólar og sófar. Áklæðisbútar. Bólstrarinn, Hverfisgötu 74. U- jn»r0unblet>ib IsmnRGrniDnR 1 mnRKnnvnm
GJAFAVÖRUVERZLUN
Til sölu gjafavöruverzlun I miðborginni, verzlunin er vel staðsett og
lager góður. Hentugur atvinnurekstur fyrir þann sem vill skapa sér
sjálfstæða atvinnu. Væg útborgun. Áhugasamir leggi nöfn sin i
afgr. Morgunbl. Merkt: „Gjafavöruverzlun 1369"
Heimsmeistarakeppni
Handknattleiksdeild Vals efnir til ferðar á heimsmeist-
arakeppnina í handknattleik, sem fram fer í Austur-lÞýzka-
landi dagana 28. febrúar — 1. marz. Farið verður frá
Keflavík til Kaupmannahafnar 28. febrúar, frá Kaup-
mannahöfn sama dag til Austur-Berlínar.
Til baka verður svo farið frá Austur-Berlín til Kaup-
mannahafnar og heim.
Verð með hóteli, ferðum og 1 / 2 fæði er kr. 40.000,00.
Nánari upplýsingar veitir Ferðaskrifstofan
Landsýn og Stefán Bergsson í síma
31210.
Vi
U19Z XNaHi
CHIAgH
# # # HVERS vegna skyldu allar
UTSÝNARFERÐIR SELJAST UPP LÖNGU
FYRIRFRAM?
# # # SVARIÐ ÓSKAST SENT FERÐA-
SKRIFSTOFUNNI ÚTSÝN FYRIR KL. 5,18.
Þ.M. OG VERÐUR ÞAÐ BIRT í NÝRRI
FERÐAÁÆTLUN ÚTSÝNAR SEM KEMUR ÚT
24. Þ.M.
FYRIR BEZTA SVARIÐ:
• # # ÓKEYPIS
2JA VIKNA FERÐ
MEÐ ÚTSÝN
TIL COSTA DEL SOL.
ÚTSVN.
ÁUSTURSTRÆTI 17
SÍMAR: 26611
OG 20100.
VERÐLAUN