Morgunblaðið - 15.02.1974, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 15.02.1974, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. FEBRÚAR 1974 11 ÞRIÐJUDbGUR 19. febrúar 1974 20.00 Fréttir 20.25 Veður og auglýsingar 20.30 Skák Stuttur, bandariskur skák- þáttur. Þýðandi og þulur Jón Thor Haraldsson. 20.40 Valdatafl Bresk framhaldsmynd. 2. þáttur. Þýðandi Jón O. Edwald. Efni 1. þáttar: Sir John Wilder snýr aftur heim frá Belgíu, þar sem hann hefur um skeið unnið á vegum Efnahagsbandalags- ins. Hann hefur nýjar hug- myndir um framkvæmdir Bligh-fyrirtækisins, en Bligh er þeim mótfallinn. Wilder tekst þó að vinna hann á sitt mál með þvi að lofa að standa ekki í vegi fyrir honum, þeg- ar valinn verður forseti út- flutningsráðsins á næstunni. 21.30 Heimshorn Fréttaskýringaþáttur um er- lend málefni. Umsjónarmaður Jón Hákon Magnússon. Að loknu októberstrfði Dönsk fréttamynd um stjórn- mála- og þjóðfélagsástand í Austurlöndum nær. Þýðandi og þulur Óskar Ingi- marsson. (Nordvision — Danska sjónvarpið) Jóga tii heilsubótar Bandarískur myndaflokkur með kennslu í jógaæfingum. Þýðandi og þulur Jón O. Ed- wald. Dagskrárlok AIIDMIKUDIkGUR 20. febrúar 1974 18.00 Chaplin Stutt kvikmynd með gaman- leikaranum heimskunna, Charles Chaplin. 18.10 Skippf Ástralskur myndaflokkur fyrir börn og unglinga. Þýðandi Jóhanna Jóhanns- dóttir. 18.30 Matthildur f Madrfd Danskur þáttur um daglegt líf lítillar stúlku á Spáni. Þýðandi Jóhanna Jóhanns- dóttir. (Nordvision — Danska sjón- varpið) 18.50 Gftarskólinn Gítarkennsla fyrir byrj- endur. 3. þáttur. Kennari Eyþór Þorláksson. 19.20 Hlé 20.00 Fréttir 20.25 Veður og auglýsingar 20.30 Lff og f jör f læknadeild Breskur gamanmyndaflokk- ur. Lokaprófið. Sögulok. Þýðandi Jón Thor Haraldsson. 20.55 Krunkað á skjáinn Þáttur með blönduðu efni varðandi fjölskyldu og heim- ili. Umsjónarmaður Magnús Bjarnfreðsson. 21.45 Njósnarinn Philby Bresk heímildamynd um fer- il breska njósnarans Kim Philby. Philby fæddist á Indlandi ár- ið 1912 og var faðir hans kunnur, breskur landkönn- uður. Rúmlega tvítugur að aldri gekk hann í þjónustu rússnesku leyniþjónustunnar og var falið það starf að kom- ast til áhrifa innan leyniþjón- ustu Breta. Þetta tókst hon- um svo fullkomlega, að eftir nokkur ár var hann orðinn yfirmaður bresku gagn- njósnastofnunarinnar. En upp komust þó svik um síðir, og nú er njósnarinn Philby búsettur í Moskvu. 23.10 Dagskrárlok FÖSTUDKGUR 22. febrúar 1974 20.00 Fréttir 20.25 Veðurog auglýsingar 20.30 Að Heiðargarði Bandarískur kúrekamynda- flokkur. Vandanum vaxinn Þýðandi Kristmann Eiðsson. 21.25 Landshorn Fréttaskýringaþáttur um innlend málefni. Umsjónarmaður Svala Thorlacius. 22.05 Everiste Galois Leikin, frönsk mynd um ævi- lok franska stærðfræðingsins Galois (1811—1832), sem tal- inn hefur verið einn af snjöll- ustu stærðfræðingum sög- unnar og gerði meðal annars merkar uppgötvanir á sviði algebru og mengjafræði. Þýðandi Dóra Hafsteins- dóttir. 22.35 Dagskrárlok L4UG4RD4GUR 23. febrúar 1974 17.00 Iþróttir Meðal efnis í þættinum er mynd frá heimsmeistaramót- inu á skiðum og mynd úr ensku knattspyrnunni. Umsjónarmaður Ömar Ragn- arsson. 19.15 Þingvikan Þáttur um störf Alþingis. Umsjónarmenn Björn Teits- son og Björn Þorsteinsson. 19.45 Hlé 20.00 Fréttir 20.20 Veður og auglýsingar 20.25 Söngelska f jölskyldan Bandarískur söngva- og gam- anmyndaflokkur. Þýðandi Heba Júlíusdóttir. 20.50 Vaka Dagskrá um bókmenntir og listir. 21.30 Eftirsótt íbúð (The Apartment) Bandarísk bíómynd frá árinu 1960. Leikstjóri Billy Wilder. Aðalhlutverk Jack Lemmon, Shirley MacLaine og Fred MacMurray. Þýðandi Öskar Ingimarsson. Aðalpersóna myndarinnar er piparsveinn nokkur, Baxter að nafni. Hann vinnur hjá stóru og mannmörgu fyrir- tæki og kemur sér þar vel við yfirmenn sína, enda gerir hann þeim gjarnan smá- greiða, þegar svo ber undir. Hjá fyrirtækinu vinnur einn- ig bráðfalleg lyftustúlka, sem Baxter verður ástfanginn af. En svo illa vill til, að forstjór- anum er ágæti stúlkunnar ljóst, ekki síður en honum. Þess má geta, að myndin fékk Öskarsverðlaun sem besta mynd ársins 1960. 23.30 Dagskrárlok Á sunnudaginn kl. 14 verður þáttur f umsjá Svavars Gests. „Hann heitir Með sínu lagi“, sagði Svavar „og er endurtek- inn. Hann fjallar um bræðurna Erling, Jónatan og Sigurð Ölafssyni, en ég tek viðtal við Jónatan og Sigurð. Erling var elztur þeirra bræðra, mikill og góður barytonsöngvari og söng inn á tvær plötur 1932. Hann dó ungur að árum eða rétt liðlega tvítugur. Erling var jafn vin- sæll hjá þjóðinni á þessum tima sem söngvari eins og Bjöggi var vinsæll hjá ungu kynslóðinni á sínum tima. Eg lagði feikna mikla vinnu í þennan þátt og hef heyrt, að mörgum likaði hann vel. Nú er hann endurfluttur og þá hittir svo á, að það er gert á 60 ára Andrés Björnsson afmælisdegi Jónatans, en hann er fyrrverandi hljómsveitar- stjóri og dægurlagahöfundur. Meðal kunnra Iaga hans má nefna I landhelginni, Land- leguvalsinn, Laus og liðugur og Stungið af.“ Á miðvikudagskvöld fyrir kvöldfréttir er Sveinn H. Skúla- son með þáttinn Til umhugs- unar. Þar er hann með viðtal við Bergfrid Fjöse, fyrrverandi félagsmálaráðherra Noregs, og einnig mun Ómar Ragnarsson greina frá þeim mismun, sem er á því að skemmta annars vegar fyrir drukkið fólk og hins vegar fyrir ódrukkið fólk. A fimmtudagskvöld les Andrés Björnsson útvarpsstjóri kínversk ljóð í þýðingu Helga Hálfdánarsonar. Er öruggt, að þeir tveir snillingar bjóða fram gott efni. A föstudagskvöld hefst fyrsti þátturinn af sex í söguflokkn- um Ummyndanir. Er þar um að ræða sex goðsögur í búningi rómverska skáldsins Ovids í þýðingu Kristjáns Árnasonar menntaskólakennara með tón- list eftir Benjamin Britten. Verður ein saga flutt á hverju föstudagskvöldi næstu sex vik- ur í röð. Fyrsta sagan fjallar um skóg- arguðinn Pan. Segir frá við- skiptum hans og skógardís- Gltarkennslan hjá sjónvarpinu var vel til fundin. enda virðist hún eiga ákaflega miklum vinsældum að fagna. Eyþór Þorláksson er. sem kunnugt er. gítarsnillingur og ekki er að efa, að margir eiga eftir að hafa gaman af gitarkennslunni, þvi ótrúlega fljótt eftir að fólk er búið að læra undirstöðuatriðin getur það farið að röfla sjálfstætt á gítarinn sinn. Brezki sjónvarpsþátturinn, Þeg- ar goðin reiðast var mjög forvitni- legur og gaf fróðlega mynd af hinum ýmsu tegundum náttúru- hamfara. Kom þar berlega i Ijós, að þótt við búum á einu mesta eldfjallalandi i heimi, eiga margar aðrar þjóðir yfir höfði sér óttalegri og hrikalegri náttúruhamfarir en íslendingar. Fellibyljir, jarðskjálft- ar og flóðöldur eru þess eðlis, að miklu erfiðara er að gera björgun- arinnar Sírings, en hún breytt- ist í reyr og síðan gerði Pan flautu úr reyr og er það upphaf hjarðpipunnar. Sagan um Pan er langstytzta sagan. Önnur sagan fjallar um Faþeon, er var sonur sólguðs- ins. Hann fékk að aka sólar- vagninum, en allt fór i handa- skolum og endaði með skelf- ingu. Faþeon réð ekki við hest- ana fyrir vagninum, sem var mesta tryllitæki. Þriðja sagan fjallar um kon- una Nioba, sem storkaði guð- unum með því að hæla sér af barnaláni sínu, en sfðan missti hún öll börnin sin, 14 að tölu. Fjórða sagan fjallar um vin- guðinn Bakkus og segir annars vegar frá sjómönnum, sem ætl- uðu að ræna honum en urðu að höfrungum, en hins vegar segir sagan frá konungi i Þebu, sem SvavarGests snerist gegn Bakkusardýrkun með þeim árangri, að blótkonur Bakkusar tættu hann i sundur. Fimmta sagan fjallar um sveininn Narkissus, sem var svo ástfanginn af spegilmynd sinni, að hann tærðist upp við að horfa á sjálfan sig spegiast i lind og upp úr því varð hann að blómi, sem ber nafn hans, Narkissa. Sjötta sagan fjallar um disina Areþusa, sem breyttist í læk þegar hún var að flýja undan ásælni fljótsguðs. Þannig fjalla allar þessar sögur um ummyndanir, en tón- listina eftir Benjamin Britten leikur Kristján Þ. Stephensen á óbó. Flytjendur goðsagnanna eru Erlingur Gíslason, sem les tvær sögur, Kristín Anna Þór- arráðstafanir gegn þeim miðað við okkar hægfara eldgos, ef svo mætti að orði komast. Spjall Nóbelsverðlaunahafanna I raunvfsindum árið 1973 var skemmtilegt og fróðlegt, en þeir fjölluðu m.a. um vandamál sam- tiðar og framtíðar. Ugglaust hefur ýmsum þótt vfsindamennirnir manneskjulegri en þeir áttu von á. þv! þeir fjölluðu um hin ýmsu atriði einmitt eins og gengur og gerist hjá almennu fólki. Hví ekki að taka upp mun meira af slfkum umræðuþáttum i sjón- varpinu þar sem fleiri en hinir útvöldu spekingar fá að láta sitt álit i Ijós. Slikir þættir yrðu tvi- mælalaust mjög vinsælir, þ.e.a.s. ef nógu fjölbreytt sjónarmið fengju að koma fram. Laugardagsmyndin Paths of arinsdóttir les tvör sögur, Ingi- björg Stephensen les eina og Kristján les sjálfur eina, en hann flytur einnig erindi um sögurnar i upphafi fyrstu sög- unnar. Á sunnudaginn segir Jón As- geirsson frá heimsmeistara- keppninni í norrænum skíða- greinum, en sú keppni fer fram í Falun í Svfþjóð. Norrænu greinamar eru ganga og stökk. Frásögn Jóns verður í dag, 23. febr. og á morgun 24. febr. Stökkið i Falun fer fram á nýjum stökkpalli, en stökkv- arar stökkva mjög misjafnlega langt eftir stökkpöllum. Einn keppandi er frá tslandi, en það er Halldór Matthíasson sem er við nám í Noregi. Hann keppir i 15 og 30 km göngu. í sambandi við þetta mót verður kjörinn íþróttamaður ársins á Norðurlöndum og i því tilefni fer Guðni Kjartansson knatt- spyrnumaður úr Keflavík til Falun I boði Volvo-verksmiðj- anna. GLEFS 1 Nú er kvöldfréttatími út- varpsins kominn f samt lag aftur og aðalfréttirnar eru nú lesnar kl. 7. Hefur útvarpsráð þar með viðurkennt, að tilraun þeirra til að breyta matartfma og lifsháttum Íslendinga I þessu efni hefur mistekizt. Allir starfsmenn útvarpsins töldu algjörlega út f hött að breyta fréttatímanum eins og gert var, en sumir opinberir embættismenn vita allt og þurfa alltaf að vera að leika sér. Annars virðist það vera stefna meirihluta útvarpsráðs að gefa sér ákveðið kerfi og siðan á að fylla upp f það kerfisins vegna, en ekki fólks- ins, sem hlustar á. Annars verð- ur fróðlegt að vita hvað könnun útvarpsins á fréttatímanum kostar, sérstaklega þegar þess er gætt, hvað ríkisútvarpið er i miklum fjárhagsörðugleikum og fær ekki bráðnauðsynlega hækkun á afnotagjöldum. Mergurinn málsins er þó sá, að þetta mál er allt út í hött.því fréttatfmabrenglið var slíkt asnastrik strax f upphafi. Glory er eftirminnileg mynd, frá- bærlega leikin og fjallar um eilifS- arvandamál mannkynsins, strið. Þessi mynd hefur verið talin ein sterkasta anti-striðsmynd, sem gerð hefur verið, en það hefur nú liklega ekki mikið að segja, því þeir, sem stjórna stríðsrekstri, hafa líklega ekki áhuga á slfkum boðskap, sem myndin boðaði. Ein- kennilegt að samfélagsgrundvöll- ur þjóðanna og árátta i vanviti sinu beinlinis heimtar stríð oft á tfðum. Þáttur Elfnar Pálmadóttur s.l. sunnudag, Það eru komnir gestir, var ágætlega heppnaður og báðir gestirnir komu hið bezta fyrir. Spunnust þar saman þræðir af mannlegum og náttúrulegum hamförum. — á.j. Það eru margir knáir kappar I Heiðargarði. — á. j. GLUGG

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.