Morgunblaðið - 15.02.1974, Síða 14

Morgunblaðið - 15.02.1974, Síða 14
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. FEBRUAR 1974 Davíð Oddsson: Heimsmet í lágkúru VIÐ íslendingar erum einatt dá- litið smáþjóðlegir og okkur þykir vænt, þegar hendir, að okkar menn eru ekki aftar á merum en útlendir menn. Ekki finnst okkur verra, ef okkar er að góðu getið erlendis, enda komum við hrósinu þá gjarnan yfir á íslenzku og birt- um það aftur hér heima. Því mætti ætla, að tækist svo til, að einhverjum okkar auðnaðist að efna til heimsmets, þá yrði hinum sama fagnað sem þjóðhetju og þjóðin sjálf myndi ekki vita, hvemig hún ætti að láta. — í fyrradag urðu þau tímamót, að heimsmet var sett á Islandi, en óvíst er, að slíkt sé fagnaðarund- ur. Fyrir tveimur dögum tókst sovézkum yfirvöldum loks að vinna á Alexander Solsénitsin. I fljótu bragði sýnist, að slíkt hljóti að hafa verið létt verk fyrir kóng- ana í Kreml, sem hafa til að bera fjölþætta reynslu og þekkingu í umgengni við föðurlandsvini og frelsisunnandi menn, sem á þar- lenda vísu eru ótíndir þrjótar og óbótamenn. En Solsénitsin bjó yf- ir óbilandi festu og baráttuvilja, sem hertur er í þeim eldi, sem Sovétstjórinin hefur undir hon- um kynnt. Og það, sem meira var, hann stóð ekki einn. Hugur allra góðra manna á Vesturlöndum hef- ur staðið með honum eins og miiljónogeinn Björn að baki Kára. Að visu eru þeir í Kreml þekktari fyrir annað en að sinna áliti almennings hér eðaþar. En í þetta sinn forðuðust þeir í lengstu lög að styggja hann, af ótta við að verða af korni., sem þeir þarfnast og eins eru uppi fyrirboðar um, að þeir verði að halda í stríð við Kína áður en varir, og þá er hag- kvæmara að hafa ekki ónot f Vest- urlandabiium ámeðan. Rödd Solsénitsins f ófrelsinu varð svo sterk og bergmál hennar um víðan veg svo hátt, að yfir- gnæfði rússneska ritskoðun og aðra truflun við óbrjálaða hugs- un. Slikt gat ekki öllu lengur gengið i Sovétríkjunum og Solsénitsin var hent út úr heima- landi sinu, svo helzt minnti á, er helsjúkur líkami hafnar heil- brigðu hjarta. Hvar sem menn áttu sér stað í heiminum og gátu um frjálst höf- uð strokið, var risið upp og allir sem einn fordæmdu hryðjuverk- in, þá kúgun, sem einum manni var sýnd í nafni heillrar þjóðar, sem sjálf mátti ekki mæla. Á Alþingi Islendinga, elzta samastað þingræðis, var að von- um einnig risið upp og mótmælt. En einmitt þar og þá gerðist heimsmetið. Meðal samhljóma raddanna heyrðist ein og ein hjá- róma. íslenzkur þingmaður stóð upp og brýndi fyrir mönnum, að einmitt á þessari stundu mættu menn ekki gleyma, að einnig á Vesturlöndum viðgengist órétt- læti. Menn yrðu að minnast þess, að rithöfundurinn Arthur Miller hefði sætt ofsóknum óamerísku riefndarinnar í Bandaríkjunum fyrir tuttugu árum! Þannig lét þessi þingmaður móðan mása. I öðru orðinu þóttist hann harma örlög hins rússneska rithöfundar, en í hinu gerði hann allt, sem hann mátti, til að drepa á dreif samstæðum mótmælum Islend- inga og draga þannig úr þeim kraftinn. Eftir allmargar atrenn- ur gerðist svo sá atburður, sem er upphaf að þessum skrifum; Þing- maðurinn setti heimsmet f lág- kúru. Eftir að Jónas Arnason hafði um stund bent á dæmi þess úr okkar heimshluta, að sitthvað færi miður, til að sanna að „hinir geri það líka“ — sem er alþekkt regla, sem óknyttastrákar nota til að réttlæta strákapör sin og Sovétstjórnin mun eflaust brúka til að afsaka sinn nýjasta glæp — þá kom heimsmetið. Þingmaður- inn sagðist í þessu sambandi vilja vekja athygli á, að Ingólfur Jóns- son „hefði rekið Guðmund Daníelsson" frá einhverju blaði á Selfossi!!! Jónas Árnason alþingismaður kallar sig rithöfund og með þessu heimsmeti hans er sennilegt, að vegur hans vaxi svo, að hann sé orðinn gjaldgengur sem fastur dálkahöfundur við literaturnaja Gazeta. En það liggur við, að rétt sé að ráðleggja þessum íslenzka rithöfundi að nota heimild sinatil smávægilegrar sögufölsunar og strika þessi ummæli sín út úr þingtiðindum, þvf að met Jónasar Árnasonar í lágkúru er eitt af þeim fáu heimsmetum, sem jafn- vel smáþjóðlegir íslendingar vilja ekki fá skrásett. Svar til Þjóðleik- hússtjóra ÞAÐ er mér vissulega ánægju- efni, að málsgrein ein í formála að samtali við Sigurð Björnsson óperusöngvara í sfðasta sunnu- dagsblaði skyldi verða til þess, að Þjóðleikhússtjóri, Sveinn Einars- son, sæi ástæðu til að gera „smá- úttekt“, sem hann svo kallar, á óperumálum leikhússins. Þar með hefur hann svarað spurning- unni, sem þar var fram varpað og með þeim hætti, að sýnt er, að hann hefur fullan hug á að halda áfram því starfi, sem hafið var á þessu sviði um og upp úr 1950. Mér er sízt í huga að fara út í blaðadeilur við Svein Einarsson en um þetta mál vil ég taka fram eftirfarandi: Málsgreinin, sem hann visar til, var ekki sprottin af fordómum né hugsuð sem illgirnislegt hnútu- kast; hún var athugasemd, sem rót átti að rekja til vonbrigða vegna vals leikhússins á Leður- blökunni til sýninga f vetur. Svo sem Sveinn tekur fram, höfðu fæstir söngvara okkar kom- ið á svið árum saman og var held- ur raunalegt að sjá þá, sem höfðu áður fyrr sýnt ótvíræða hæfileika til óperuleiks og söngs og lagt fram mikið starf til óperuflutn- ings leikhússins, hverfa gersam- lega í skugga leikara, sem virtust alveg vera að yfirtaka flutning söngleikja i Þjóðleikhúsinu, njót- andi stöðugrar þjálfunar í starfi og þeirrar aðstöðu, að ekki er þaggað niður í þeim þó að sýning- ar þeirra séu ekki alltaf jafn góð- ar eða vinsælar af almenningi. Ég tek fram til að forðast mis- skilning, að i þessu felst enginn dómur um gæði þeirra söngleikja- sýninga, sem leikarar hafa staðið að. Hlutverk Þjóðleikhússsins hef- ur mikið verið rætt og reifað um árin og menn ekki verið á eitt sáttir um það hversu gengi að rækja það. Fyrrverandi Þjóðleik- hússtjóri sætti löngum gagnrýni fyrir ýmsa hluti, m.a. fyrir vett- lingatök á þeim þætti, er laut að söngleikjum, og honum var gjarn- an legið á hálsi fyrir að taka létt- meti eða örugg „kassastykki" fram yfir önnur verk, sem meira listgildi hefðu. Með tilkomu arftaka hans, ungs og þaulmenntaðs leikhúsmanns, vöknuðu því vonir um, að nú yrði breyting á í þessum efnum. Því kom mér það óþægilega á óvart, að fyrsta verkefnið, sem söngvar- ar okkar fengu til flutnings f Þjóðleikhúsinu eftir allan þennan tíma, skyldi verða Leðurblakan — og breytti þar engu um, að hún hafði verið sýnd hér áður fyrr.því að enn eru óflutt svo mörg verk önnur, eldri sem yngri. Nú rökstyður Þjóðleikhússtjóri val óperettunnar með því m.a„ að hún hafi þótt svo líkleg til vin- sælda, að veita muni söngvurum okkar óþjálfuðum og sviðsstirðum æfingu og tækifæri til að vinna hug og hjörtu nógu margra áhorf- enda. Hvað sem líður einstakl- ingsbundnu mati mínu á Leður- blökunni er mér ljúft að fallast á þetta sjónarmið — sérstaklega þó á grundvelli þeirra upplýsinga, sem Þjóðleikhússtjóri gefur um, að unnið sé að áætlun til næstu fjögurra ára um söngleikjaflutn- ing leikhússins. Má ætla, að söngvarar okkar fái þá tækifæri til að byggja ofan á þann grunn endurþjálfunar, sem þeir eiga að fá á öllum þessum Leðurblöku- sýningum. I von um, að í áætlun þessari verði að finna forvitnileg og eftir- sóknarverð viðfangsefni, þakka ég Þjóðleikhússtjóra hans ágætu athugasemd. Margrét R. Bjarnason. Reykjavíkurskákmótið Flestum mun bera saman um, að 8. umferð Reykjavfkurskák- mótsins hafi verið sú daufasta til þessa. Að vfsu var barizt hart á öllum borðum, en einhvern veg- inn fór það svo, að skákirnar runnu í heldur leiðinlegan og þunglamalegan farveg, áhorfend- um til Iftillar ánægju. Við þessu er ekkert að gera, menn geta ekki endalaust teflt fyrir áhorfendur þótt þeir fegnir vildu. I skák þeirra Guðmundar og Ciocaltea var tefldur spánski leik- urinn og leit allt út fyrir harða baráttu. Rúmeninn tefldi vörnina mjög vel og hafði ajn.k. jafnað taflið þegar jafntefli var samið. Friðrik hafði hvítt gegn Veli- mirovic, sem beitti kógsind- verskri vörn. Júgóslavinn fómaði snemma peði og á tímabili virtist manni, sem Friðrik myndi einfald- lega halda peðinu yfir og betri stöðu. En svo fór þó ekki, biskupar Velimirovic urðu geysi- sterkir og þegar Friðrik hafði gefið peðið til baka leystist skákin upp í jafntefli. Um skák þeirra Jóns og Magnús ar er fátt að segja, hún var í jafnvægi allan tímann og jafntefli rökrétt úrslit. Freysteinn Þorbergsson hafði svart og beitti franskri vörn gegn Kristjáni Guðmundssyni. Kristj- án tefldi heldur glannalega i byrj- uninni og fékk ekki við neitt ráðið eftir það. Ingvar Asmundsson hafði svart gegn Forintos. Ut úr byrjuninni fékk Ungverjinn mjöggott tafl og virtist eiga alls kostar við and- stæðinginn. En Ingvar tefldi vörnina af hörku og tókst að rétta töluvert við. Þegar skákin fór í bið var staða Forintos enn mun betri, en Ingvar hefur þó nokkra varnarmöguleika. Búlgarski stórmeistarinn Georgi Tringov hefur ekki verið ýkja sigursæll á mótinu til þessa. I 8. umferð vænkaðist hagur hans þó nokkuð er hann lagði Ögaard í eftirfarandi skák. Hvftt: G. Tringov Svart: L. Ögaard Sikileyjarvörn 1. e4 — c5, 2. Rf3 — e6, 3. d4 — cxd4, 4. Rxd4 — Rc6, 5. Rc3 — a6, 6. Be2 — Dc7, 7. 0-0 — Rf6, 8. Be3 — Bb4, (Þetta afbrigði nýtur tölu- verðra vinsælda um þessar mund- ir, en hér er einnig leikið 8. — b5 óg svo 8. — d6, sem leiðir til Schveningenafbrigðisins). (Nú vinnur hvítur peð um stundarsakir, en hér er ekki síðra að leika 11. c4, t.d. 11. — Bd6, 12. f4 — Rxe4, 13. Bd3 — Rf6, 14. c5 — Be7, 15. Bd4 og hvítur stendur betur, Kusmin — Sveschnikov, Skákþ. Sovétr. 1973). 12. — Hb8, 13. Rxc8 — Hfxc8, 14. Bd3 — Bd6, 15. Khl — Be5!, (Auðvitað ekki 15. — Bxh2, 16. g3). 16. c3 — Hxb2, 17. Dcl — Rg4, 18. f4 (Ekki 18. Dxb2?? vegna 18. — Bxc3 og vinnur drottninguna). 18. — Rxe3, 19. Dxb2 — Bxf4, 20. Df2 — Rxf 1, 21. Hxfl —g5!, (Fram til þessa hefur skákin teflzt eins og skák þeirra Smejkal og Karpov á millisvæðamótinu í Leningfad 1973. Karpov lék hér 21. — e5, sem lítur óneitanlega betur út en leikur ögaards, þótt hvítur héldi öllu betra tafli eftir sem áður). 22. g3 — Dd6, 23. Bc2 — Be5, 24. Dxf7+ — Kh8, 25. Kg2 — Bg7, 26. Hdl (Skemmtilegur möguleiki var hér 26. e5 og eftir 26. — Dxe5, 27. Dh5 — h6, 28. Dg6 verður svartur mát. Hins vegar virðist svartur eiga næga vörn með 26. — Dd5+). 26. — De5! (Eftir 26. — Dc7 væri 27. e5 óþægilegt og ef 26. — Df8 þá 27. Dh5. Ekki dugir heldur 26. — Hf8, vegna 27. Dxg7). 27. Hxd7 — Hf8, 28. De7 — Dxc3, 29. Bdl — De5, 30. Kh3 — Hg8, 31. Hd8 — c5?, (Fram til þessa hefur ögaard teflt vörnina mjög vel, en nú verð- ur honum alvarlega á í messunni, Hér var bezt að leika 31. — Df6 og þá er ekki að sjá að hvítur eigi neitt betra en að skipta á hrókum og vegna hinnar sterku hótunar Dfl+ ætti svartur að halda jöfnu í öllum tilfellum). 32. Bg4! (Nú vinnur hvítur eitt tempó og það er nóg). 32. — Df6, (Einum of seint). 33. Hxg8+ — Kxg8, 34. Bxe6+ — Kh8, 35. Dxf6 — Bxf6, 36. Kg4 — Kg7, 37. Kf5 — Bd8, 38. Bc4 — h6, 39. a4 — Ba5, 40. Ke6 — Bc3, 41. e5 og svartur gafst upp. Smyslov er enn við sama hey- garðshomið. I & umferð tefldi hann við Júlíus, sem hafði full- komlega jafnt tafl lengi framan af. I miðtaflinu urðu Júlíus svo á smávægileg mistök og þá var ekki að sökum að spyrja, allt hrundi í einni svipan. Eftir 8 umferðir er staðan þessi: 1. Smyslov 7 v. og biðsk., 2- Forintos 6 v. og biðsk. 3. Friðrik 6 v., 4. Bronstein 5 v., 6. Guðmundur 5 v., 6. Ciocaltea 4!4 v., 7. Velimirovic 4 v.,8. Magnús 3 v., 9. Freysteinn 2'A, 10. — 11. Tringov og ögaard 2 v. og biðsk., 12. — 13. Kristján og Ingvar l‘A og biðsk., 14. Jón lA og biðsk., 15. Július !4 v. 9. umferð verður tefld á morgun og hefst kl. 13.30. Þá tefla saman: Magnús og Guðmundur, Ögaard og Jón, Freysteinn og Tringov, Ingvar og Kristján, Velimirovic og Forintos, Júlíus og Friðrik, Bronstein og Smyslov, Ciocaltea situr hjá. Jón Þ. Þór.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.