Morgunblaðið - 15.02.1974, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. FEBRÚAR 1974
17
Tyrkir vilja
rækta ópíum
IFrá verkfalli námaverkamanna í Bretlandi: Verkfallsverðir stöðva viðgerðarmann sem hyggst fara
1 námu til þess að sjá um viðhald mannvirkja.
Rússar græða á
olíu frá Aröbum
YFIRVÖLD í Irak reyna að rifta
samningi sem Rússar hafa gert
við þau um kaup á olfu fyrir sex
milljónir punda.
Ástæðan er sú að Rússar hafa
selt Vestur-Þjóðverjum sama
magn af olíu fyrir 18 milljónir
punda.
Iröksk yfirvöld segja að þannig
selji Rússar og bandamenn þeirra
olíu sem þeir hafi fengið frá írak
til Vesturlanda á Iaun og með
stórfelldum hagnaði. Ásamatíma
hefur Irak sett ýmis vestræn ríki í
olíubann og gæti hagnazt miklu
meir á því að selja þeim oliuna
beint.
Rússa vantar olíu til þess að
standa við skuldbindingar sinar
gagnvart löndunum í markaðs-
bandalaginu Comeeon. Oliuút-
flutningur þeirra á þessu ári nem-
ur alls um 500 milljón tunnum og
þar af fá Pólverjar 70 milljónir
tunna, Ungverjar 37 milljónir
Algeirsborg, 14. febr.NTB
UTANRÍKISRÁÐHERRAR
Saudi Arabíu og Egyptalands,
þeir Omar Sakkaf og Ismail
Fahmy, héldu í dag flugleiðis frá
Algeirsborg til Parfsar, eftir að
ákveðið hafði verið á leiðtoga-
fundi fjögurra Arabaríkja að
senda nefndir undir forystu
þeirra til Parfsar og Washington
til að skýra frá niðurstöðum við-
ræðna þeirra.
Leiðtogar þessara landa, Alsír,
Egyptalands, Sýrlands og Saudi
Arabiu hafa setið á rökstólum í
Algerisborg síðustu tvo daga og
rætt þar meðal annars um það,
hvort aflétta skuli olíusölu-
banninu á Bandaríkin svo og þær
áætlanir, sem Henry Kissinger,
utanríkisráðherra Banda-
ríkjanna, er sagður hafa gert um
brottflutning hersveita ísraela og
Sýrlendinga í Golan-hæðum.
Leiðtogar Saudi Arabíu og
Egyptalands eru sagðir hafa verið
því fylgjandi að olíusölubanninu
verði aflétt, en Houri Boumed-
ienne, forseti Alsír, viljað að því
yrði haldið áfram, þar til tsraels-
menn hefðu látið af hendi öll
tunna, og Tékkóslóvakar fá 90%
þeirrar olíu sem þeir þurfa frá
Sovétríkjunum.
Um þessar mundir er unnið að
gerð oliuleiðslu, sem verður köll-
uð Adria, frá hafnarborginni Rij-
eka í Júgóslavíu til Ungverja-
lands og Tékkóslóvakíu. Tass seg-
ir að oliu frá írak, sem Rússar
hafi samið um kaup á, verði dælt
eftir þessari leiðslu.
Um þessa leiðslu verður hægt
að flytja sem svarar 250 milljón-
um tunna af olíu, en þegar hún
verður tekin í notkun 1976 verður
fyrst dælt um hana sem svarar 70
milljönum oliutunna frá irak.
Yfirvöld i irak gerðu umrædd-
an olíusamning við Rússa til að fá
vopn i stað þeirra sem þeir misstu
í októberstríðinu. Olían er enn i
írak og stjórn landsins kannar nú
hvort önnur olíuframleiðslulönd i
Arabaheiminum hafi gert svipaða
olíusamninga við Rússa.
Fyrir rúmum þremur árum
hernumdu svæðin. Er talið, að
hinir leiðtogarnir þrír hafi látið
undan vilja Boumediennes í þess-
um efnum og eitt helzta verkefni
utanríkisráðherranna og fylgdar-
liðs þeirra sé að skýra fyrir
bandariskum ráðamönnum — og
frönskum — hvers vegna. Ráð-
herrarnir verða í París fram að
helgi, en halda þá áfram til
Washington.
gerði írak samning við Rússa um
olíusölu til ársins 1979. Þá hafði
Irak meiri áhuga á nýjum mark-
aði fyrir olíu sína en Rússar á þvi
að kaupa olíu.
Samkvæmt þessum samningi
virðast Rússar mega selja olíuna
aftur til hvaða lands sem er.
Segir
Meir
Tel Aviv, 14. febrúar. NTB.
STJÓRN frú Goldu Meir forsætis-
ráðherra hangir á þræði og svo
getur farið að frú Meir segi af sér
sem foringi Verkamannaflokks-
ins, aðalstjórnarflokksins, sam-
kvæmt áreiðanlegum heimildum
í Tel Aviv.
Viðræður um myndun nýrrar
stjórnar hafa farið út um þúfur
vegna ágreinings um þá tillögu
eins flokkanna í fyrri stjórn frú
Meir að trúarreglur Gyðinga hafi
mótandi áhrif á lög landsins 1
vissum málum.
Frú Meir hefur lagt til að um-
ræðum um þetta mál vérði frestað
í tvö ár samkvæmt heimildum, en
það neitar Þjóðlegi trúarflokkur-
inn (NRP) að fallast á.
Foringi NRP, Zwi Bernstein,
segir að viðræðurnar um stjórnar-
myndunina séu farnar út um þúf-
ur en flokkurinn sé reiðubdinn að
kanna nýja tillögur sem kunni að
berast frá Verkamannaflokknum.
Frú Meir á að gefa Ephraim
Katzir forseta skýrslu á mánudag
Istanbul, 14. febrúar, NTB.
TYRKIR hafa tilkynnt Banda-
rfkjamönnum, að svo geti farið,
að ópfumrækt verði hafin að nýju
i Tyrklandi ef bændur landsins
fái ékki greiddar viðunandi
skaðabætur fyrir tekjumissi, sem
þeir hafa orðið fyrir, að sögn
biaðsins Hiirriyet í dag.
Leitað
enn að
togara
Bodö, 14. febrúar. NTB.
LEIT að brezkum togara, Gaul,
bar engan árangur í dag. Togar-
inn hvarf á föstudag 1 sfðustu
viku með 36 mönnum innanborðs
á svæðinu norðvestur af nyrzta
odda Noregs.
Brezk og norsk flugvél halda
leitinni áfram á morgun ásamt
brezkri freigátu, en brezkt flug-
vélamóðurskip og norsk freigáta
hættu þátttöku í leitinni í dag.
Leitað var í dag upp að ísrönd-
inni við Grænland. Um 20 fiski-
skip eru á þessu svæði og þau
munu aðstoða við leitina næstu
daga. Veður er slæmt á þessum
slóðum.
Golda Meir.
um niðurstöður viðræðna stjórn-
málaflokkanná.
Ef stjórnarkreppan leysist ekki
er hugsanlegt að frú Meir hætti
tilraunum sínum til stjórnar-
myndunar, sagði áreiðanlegur
heimildarmaður í Verkamanna-
flokknum.
Öpíumrækt i Tyrklandi var
bönnuð fýrir 13 mánuðum að
beiðni bandariskra yfirvalda, sem
héldu því fram, að 80% alls heró-
ins, sem væri smyglað til Banda-
rikjanna, kæmu frá Tyrklandi.
70.000 bændur, sem lifðu á
ópíumrækt, fengu þá rúmlega
37.5 milljónir dollara í skaðabæt-
ur frá Bandaríkjamönnum, en
töldu það of lítið.
Torhan Gúnes utanríkisráð-
herra sagði, þegar hann skýrði
bandaríska sendiherranum frá
fyrirætlunum nýju stjórnarinnar,
að Tyrkir hefðu aðeins áhuga á
efnahagshlið málsins. Eftirlit
verður haft með ópíumræktinni
ef hún verður aftur tekin upp.
Velkominn
ti!V-
Þýzkalands
ÞEGAR fréttist að Alexander
Solzhenitsyn væri á leið til Vest-
ur-Þýzkalands, sagði Willy
Brandt kanslari, að skáldinu væri
heimil og velkomin búseta þar í
landi ef hann æskti þess. Sam-
kvæmt stjórnarskrá landsins er
öllum íbúum þess heimilt að fara
þaðan og koma hvenær sem þeir
æskja þess.
Þá hafa einnig þeir sem verða
fyrir pólitískum ofsóknum rétt til
að flytjast til Vestur-Þýzkalands
og taka sér bólfestu þar, hvert
sem þjóðerni þeirra er.
Taugaveiki-
faraldur í
Júgóslavíu
Belgrad, 14. febrúar, NTB.
62 hafa verið fluttir í sjúkrahú í
bænum Doboj í Mið-Júgóslavfu
vegna taugaveiki og óttazt er. að
faraldurinn breiðist út, að sögn
blaðsins Politika í dag.
Sjúkdómurinn kom fyrst upp í
desember, og þá voru 22 fluttir í
sjúkrahúsið i Doboj. Skortur á
rennandi vatni og holræsum er
talinn orsök faraldursins að dómi
yfirvalda.
®--------------
EDLENT
Tunglskinssónatan hættuleg í Kína
Tokyo, 14. febrúar. AP.
MÁLGAGN kínverskra
kommúnista, Alþýðudagblaðið
í Peking, veittist f dag öðru
sinni að Ludwig van Beethoven
og lagði tónlist hans og ítalska
tónskáldsins Ottorino Respighi
að jöfnu.
Blaðið sagði að þeir væru
báðir afkáralegir og stórskrítn-
ir og að tónlist þeirra endur-
speglaði „rotið lff og úr-
kynjaðar tilfinningar borgara-
stéttarinnar".
Beethoven og Respighi voru
ekki nafngreindir, en Alþýðu-
daghlaðið nefndi þrjú verk
eftir þá: „Tunglskinssónötuna“
eftir Beethoven og „Gosbrunn-
ar Rómar“ og „Furur Rómar“
eftir Respighi, sem lézt 1936.
Vaxandi áhugi á vestrænni
tónlist hefur komið fram í
Kína, en landsmenn hafa ekki
heyrt tónlist af því tagi árum
saman og nú virðist áherzla
lögð á að þeir lilusti ekki á
hana. Fíladelfíuhljómsveitin
og vestrænir tónlistarmenn
hafa vakið hrifningu í Kína að
undanförnu og rnargir Kín-
verjar hafa kynnzt klassfskri
tónlist í Bandarfkjunum og
Evrópu.
Jafnframt er háð hörð bar-
átta gegn Lin Piao, fyrrverandi
staðgengli Mao Tse-tungs, og
heimspekingnum Konfúsfusi.
Sú tónlist sem hefur verið
samin og flutt f Kína á undan-
förnum árum er óður um
stefnu Maos og hefur þjónað
þeim tilgangi að gera hundruð-
um milljóna verkamanna og
bænda boðskap Maos skiljan-
legan. Óttazt er að klassfsk
músík gæti skyggt á slíka inn-
lenda tónlist.
Kínverskir aðdáendur vest-
rænnar tónlistar segja að titil-
laus verk séu stjórnmálalega
hlutlaus og að óhætt sé að leika
þau. Alþýðudagblaðið segir
hins vegar að „borgaraleg
músfk án heitis séu verkfæri
Framhald á bls. 20.
Olíusölubanníð
áfram á USA?
Golda
af sér?