Morgunblaðið - 15.02.1974, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. FEBRUAR 1974
19
Dr. Þorsteinn Sæmundsson um undirskriftasöfnunina:
I fyrradag bárust þær fréttir
frá skrifstofu „Varins lands“ i
Reykjavík, að fjöldi þeirra, sem
undirritað hefðu áskorunarskjal-
ið um varið land, væri kominn
yfir 40 þúsund. Voru þá taldar
þær undirskriftir, sem skrif-
stofunni höfðu borizt, bæði frá
Reykjavík og utan af landi. 1 til-
efni af þessari frétt sneri Mbl. sér
til eins af forvígismönnum undir-
skriftasöfnunarinnar, dr. Þor-
steins Sæmundssonar, og fer við-
talið við hann hér á eftir.
— Eruð þið ekki mjög ánægðir
með þann glæsilega árangur, sem
náðst hefur i þessari undirskrifta-
söfnun?
— Jú, vissulega erum við það.
Þetta er stórkostlegur árangur,
ekki sízt miðað við það, hve stutt-
ur tími er liðinn sfðan undir-
skriftasöfnunin hófst, hávetur og
samgöngur erfiðar. Við, sem að
því stóðum að hrinda söfnuninni
af stað, vorum að vfsu sannfærðir
um það fyrirfram, að meirihluti
landsmanna væri svipaðrar skoð-
unar og við i varnarmálunum. En
það er eitt að hafa ákveðna skoð-
un á einhverju máli og annað að
rita nafn sitt undir áskorunar-
skjai. Ef við fjórtánmenningarnir
hefðum þurft að ganga fyrir
hvérs manns dyr með skjalið og
leita eftir undirskriftum, er ég
hræddur um, að söfnunin væri
ekki komin langt á veg. Það, sem
úrslitum hefur ráðið, er hinn
brennandi áhugi almennings og
allur sá fjöldi framtakssamra
manna, sem strax í upphafi gaf
sig fram til að taka lista og safna
undirskriftum eða aðstoða á ann-
an hátt við söfnunina. Ahugasam-
ir menn úti um land brugðu lika
skjótt við og tóku höndum saman
til stuðnings málefninu, opnuðu
skrifstofur o.s.frv. Það hefur ver-
ið ævintýri líkast að fylgjast með
gangi þessa máls.
— í sjónvarpsþætti nýlega var
gerður samanburður á fjölda
þeirra undirskrifta, sem þá höfðu
borizt, og kjósendaf jölda stjórnar-
andstöðunnar við síðustu al-
þingiskosningar. Teljið þið slíkan
samanburð skynsamlegan?
— Engan veginn, og éghef ekki
trú á því, að margir liti þannig á
málin? Þegar menn greiða stjórn-
málaflokki atkvæði sitt í kosning-
um, eru þeir að taka afstöðu til
stefnu flokksins í heild fremur en
stefnunnar í einstökum málum. í
atkvæðagreiðslum um einstök
mál gæti skipting orðið allt
önnur. Þetta virðist einmitt ætla
að sannast nú. Undirskriftirnar
tala sínu máli um það, að fólk úr
ölium stjórnmálaflokkum, fólk
með ólíkar skoðanir i þjóðmálum,
hefur þarna sameinazt um afstöð-
una til einstaks mikilvægs mál-
efnis, sem sé varnarmálanna.
í öðru lagi er samanburður á
fjölda undirskrifta og atkvæða-
fjölda í almennum kosningum
óraunhæfur af þeirri ástæðu, að
aðstaða er afar ólík. Almennar
kosningar eru vandlega skipu-
lagðar með það fyrir augum, að
allir, sem á annað borð hafa hug á
að kjósa, eigi þess kost og láti
verða af því. Árstíminn er valinn
með tilliti til þess, að samgöngur
séu sem greiðastar. Ennfremur
eru kosningarnar leynilegar, og
það skiptir verulegu máli, því að
mörgum er litt um það gefið að
flíka skoðunum sínum við aðra og
taka þeir því fremur þátt í leyni-
legum kosningum en opinberri
undirskriftasöfnun. Með tilliti til
allra þeirra atriða, sem hér hafa
verið nefnd, hlýtur þátttakan í
undirskriftasöfnuninni að teljast
ótrúlega mikil og bera vott um
einstakan áhuga almennings. Ég
veit ekki hvort nokkurt annað
dæmi er um það, að svo stór hluti
heillar þjóðar hafi tekið þátt í
undirskriftasöfnun sem þessari.
— Hafa verið skipulagðar göng-
ur i hús til að bjóða fólki að skrifa
undir, t.d. hér í Reykjavík?
— Ekki sem nokkru nemur.
Starfið hefur að mestu leyti verið
í höndum sjálfboðaliða, sem hafa
starfað sjálfstætt, hver fyrir sig.
Þetta hefur auðvitað leitt til þess,
að sums staðar hefur verið gengið
oftar en einu sinni í sama húsið,
en annars staðar hefur enginn
iisti sézt. Þess vegna höfum við
Hlýtur að sannfæra
ráðamenn um
raunverulegan
viliaþjóðarinnar
skorað á fólk að gefa sig fram við
næstu skrifstofu, ef það villskrifa
undir, en hefur ekki fengið lista í
hendur.
Til þess að kanna, hvort mikil
brögð séu að þvf, að hús eða heilar
húsaraðir hafi orðoð útundan hér
í Reykjavík, höfum við fengið
sjálfboðaliða til að ganga í hús við
nokkrar götur. Niðurstaðan af
þeirri könnun bendir til þess, að
listar hafi farið furðu víða, þótt
eyður séu að sjálfsögðu hér og
hvar. Margir þeirra, sem spurðir
eru, hafa skrifað á lista, sem enn
hefur ekki verið skilað til skrif-
stofunnar. Skýringin kann að
vera sú, að menn séu tregir til að
skila listum, ef fá nöfn eru á
þeim. Er það til mikils baga fyrir
þá, sem starfa að talningu og
könnun lista á skrifstofunni. Það
er því fyllsta ástæða til að hvetja
menn til að skila listum strax,
jafnvel þótt aðeins eitt eða tvö
nöfn séu á þeim. Um leið og list-
unum er skilað, geta menn fengið
ný eyðublöð, ef þeir vilja hafa
þau við höndina.
— Hafið þið staðið fyrir funda
höldum í sambandi við undir-
skriftasöfnunina?
— Þegar söfnunin fór af stað,
tilkynntum við, að fundur yrði
haldinn að Hótel Sögu að viku
liðinni. Ætlunin með þeim fundi
var fyrst og fremst sú að ná sam-
bandi við menn, sem vildu taka að
sér að safna undirskriftum, en
einnig að gefa mönnum kost á að
skrifa undir. Þegar fundurinn var
boðaður, vissum við ekki, að slík-
ur fjöldi sjálfboðaliða myndi
streyma til skrifstofunnar strax á
fyrstu dögunum að fundurinn
yrði nánast óþarfur. Hins vegar
sjáum við ekki eftir því, að hann
skyldi haldinn, því að þeim, sem
fundinn sóttu, gafst gott tækifæri
til að kynnast vinnubrögðum
þeirra, sem mæla fyrir annarri
stefnu í varnarmálunum. Þeir
menn gerðu skipulega tilraun til
að spilla fundinum og sýndu
þannig í verki, hvaða skoðun þeir
hafa á lýðræðislegum rétti sam-
borgara sinna til fundafrelsis.
Þess ber að geta, að fundurinn
var boðaður fyrir stuðningsmenn
i þeim tilgangi, sem fyrr getur.
— Hefur komið til tals að halda
fjöldafund á borð við þann, sem
herstöðvaandstæðingar efndu til
með skemmtidagskrá í Háskóla-
bíói?
— Nei, engar fyrirætlanir eru
um slikt. Þó má geta þess til
gamans, að sú hugmynd hefur
skotið upp kollinum að boða síðar
meir til fundar stuðningsmanna
„Varins lands“ í Háskólabíói í
þeim eina tilgangi að skera úr um
það, hve margir rúmist í bygging-
unni, en um það hefur. nokkuð
verið deilt upp á síðkastið.
— Er það rétt, að forvígismenn
undirskriftasöfnunarinnar hafi
neitað að taka þátt i kappræðum
við samtök herstöðvaandstæðinga
og hliðstæða hópa?
— Það er vissulega rétt. Mark-
mið okkar er fyrst og fremst það
að gefa almenningi kost á að láta í
ljós meginskoðun sína á varnar-
málunum með undirskriftum
undir stuttan en ótviræðan texta.
Þátttaka í kappræðum eða funda-
höldum annarra aðila er ekki á
stefnuskrá samstarfshópsins, og
satt bezt að segja höfum við allir
meira en nóg að gera utan vinnu-
tima við það mikla verkefni, sem
undirskriftasöfnunin er. Ég vil
líka benda á annað atriði i þessu
sambandi. Ef einhver úr okkar
hópi tekur þátt i opinberum um-
ræðum meðan undirskriftasöfn-
unin stendur yfir, er alltaf hætta
á, að þær skoðanir um minni hátt-
ar atriði, sem hann setur fram
sem einstaklingur, verði eignaðar
samstarfshópnum öllum og taldar
liggja að baki undirskriftasöfnun-
inni, jafnvel þótt svo sé ekki og
þær hafi aldrei verið ræddar i
hópnum.
— Þið hafið orðið fyrir tals-
verðu aðkasti í fjölmiðlum vegna
undirskriftasöfnunarinnar. Hvað
viltu segja um það?
— É& hef heldur lítið um það
mál að segja, enda gerist þess
tæplega þörf. Þó er það nokkurt
umhugsunarefni, að til skuli vera
menn, sem þola ekki, að almenn-
ingi sé gefinn kostur á að tjá hug
sinn um ákveðið mál. Annað er
það nú ekki, sem Varið land hefur
á sinni stefnuskrá.
— Er þessi undirskriftasöfnun
ekki kostnaðarsamt fyrirtæki?
— Jú, vissulega er svo, að um
margs konar útgjöld er að ræða.
Þótt mest af störfunum sé unnið i
sjálfboðavinnu, varð ekki hjá þvi
komiztaðráða fasta menn tilskrif-
stofustarfa. Skrifstofuáhöld höf-
um við sumpart lagt til sjálfir, en
annað hefur þurft að leigja eða
kaupa. Auglýsingakostnaður
hefur verið mikill, og simareikn-
ingar verða væntanlega mjög há-
ir, þar sem við höfum orðið að
standa i stöðugum simhring-
ingum út á iand. Heildarkostnað-
urinn nemur þegar nokkrum
hundruðum þúsunda.
— Hvernig farið þið að því að
mæta þessum kostnaði?
— Upphaflega varð samkomu-
lag um það með nokkrum okkar,
sem að þessu stóðum, að við skipt-
um kostnaði að jöfnu milli okkar.
Við töldum okkur ekki geta að
óreyndu treyst á fjárstuðning
annarra. Reyndin hefur hins veg-
ar orðið sú, að mjög margir hafa
komið á skrifstofuna og lagt fram
fé okkur til stuðnings. Eg þarf
varla að taka fram, að við erum
þakklátir þeim fjölmörgu al-
mennu borgurum, sem hafa lagt
okkur lið á þennan hátt. Þótt enn
sé ekki séð fyrir endann á öllum
útgjöldum, erum við vongóðir um,
að fyrirtækið muni ekki reynast
okkur ofviða fjárhagslega.
— I einu dagblaðanna hefur því
verið haldið fram, að á. fjölmörg-
um vinnustöðum skrifuðu menn
undir af ótta við yfirboðara sína,
sem otuðu að þeim listunum.
Leggið þið trúnað á slíkar fullyrð-
ingar?
— Eg á nú satt að segja bágt
með að trúa því, að nokkur haldi
því fram í alvöru, að annað eins
og þetta hafi gerzt á mörgum
vinnustöðum. Sjálfstæði einstakl-
inga hérlendis er sem betur fer
meira en svo, að slikt geti átt sér
stað, nema þá sem algjör undan-
tekning. Svipuðu máli gegnir um
hið gagnstæða. Við vitum dæmi
þess, að yfirboðarar hafi bannað
starfsfólki að hafa undirskrifta-
lista um hönd og hótað að rifa þá,
ef þeir kæmu inn fyrir dyr. En
slíkt er sjaldgæft og hefur áreið-
anlega lítil áhrif á heildarniður-
stöðuna.
Teljið þið, að einhver brögð séu
að því, að nöfn hafi verið fölsuð á
listana, eða að börn og unglingar
hafi tekið þátt í undirskriftum?
— Við höfum reynt að kanna
þetta með úrtaki úr þeim listum,
sem við höfum fengið hendur.
Niðurstaðan bendir til þess, að
mjög litið sé af undirskriftum af
þessu tagi, svo iítið, að það hafi
nær engin áhrif á heildartöluna.
Þennan góða árangur þökkum við
fyrst og fremst þeirri aðferð, sem
beitt hefur verið við undirskrifta-
söfnunina, að skrá nöfn allra, sem
fá lista i hendur, og gera þá á
vissan hátt ábyrga fyrir listunum.
Að vísu vitum við nokkur dæmi
þess, að menn hafi fengið börnum
sinum listana og beðið þau að
ganga milli manna. Við höfum
talið þetta óæskilegt og raunar
varhugavert, því að þess eru mörg
dæmi, að listar hafi verið rifnir og
eyðilagðir, eða að þeim hafi verið
stolið. Ég vil þó taka fram, að
okkur er ekki kunnugt um, að þar
hafi verið um skipulagðar aðgerð-
ir að ræða, né heldur teljum við
líklegt, að þetta hafi verið gert i
þeim mæli, að það hafi veruleg
áhrif á niðurstöðutölur.
Fyrir utan þetta úrtak, sem ég
nefndi áðan, er gerð lausleg at-
hugun á hverjum lista, sem berst.
Ef eitthvað er óeðlilegt við list-
ann, t.d. mörg nöfn með sömu
hendi eða þvíumlíkt, er málið
kannað nánar. Slikt hefur komið
fyrir, og hefur þá venjulega verið
um það að ræða, að maður hefur
ritað fyrir annan, sem af ein-
hverjum ástæðum hefur ekki átt
þess kost að skrifa undir sjálfur.
Til þess að slíka undirskriftir séu
gildar, þarf að vera unnt að stað-
festa, að umboð til undirskriftar
hafi legið fyrir. Einnig hefur það
gerzt, að sama nafn og heimilis-
fang hafi borizt á tveimur listum.
I slikum tilvikum verður að
kanna, hvort um alnafna sé að
ræða eða mistök.
I þeim fjölda, sem hér er við að
fást, verður aldrei unnt að grand-
skoða hverja undirskrift, en við,
sem að undirskriftasöfnuninni
stöndum munum einskis láta
ófreistað til að útiloka vafaatriði,
sem gagnrýni gætu valdið ef tir á.
— Hvaða áhrif teljið þið, að
þessi undirskriftasöfnun muni
hafa?
— Ahrifin hljóta fyrst og
fremst að verða þau að sannfæra
ráðamenn þjóðarinnar um raun-
verulegan vilja almennings í
varnarmálunum. Hvort sem
mönnum líkar það betur eða verr,
er staðreyndin sú, að síendur-
teknar og hávaðasamar kröfur
þeirra, sem vilja að Island verði
gert varnarlaust, voru farnar að
hafa nokkur áhrif á forvigismenn
allra stjórnmálaflokka; þeir voru
famir að halda, að þessi skoðun
væri útbreiddari meðal lands-
manna en raun ber vitni. Undir-
skriftirnar munu verða mikill
stuðningur fyrir þá forráðamenn,
innan ríkisstjórnar og utan, sem
vilja hafa varið land og efla sam-
starfið innan Atlantshafsbanda-
lagsins í stað þess að tefla á tæp-
asta vaðið í öryggismálum þjóðar-
innar.
— Hve mörgum undirskriftum
búizt þið við að safna áður en
lýkur?
— Ég vil engu spá um það.
Fjöldinn er fyrir löngu kominn
upp fyrir það, sem ég taldi líklegt
í upphafi. Ég vil því ekki segja
annað en það að ég vona að hinn
endanlegi árangur verði sem allra
glæsilegastur.
Yfir 40 þúsund undirskriftir hafa nú borizt til Varins lands. Hér vinna þrfr aðstandendur
söfnunarinnar að úrvinnslu gagna. Frá v. Bjarni Helgason, Hreggviður Jónsson, Björn Stefánsson.