Morgunblaðið - 15.02.1974, Side 20

Morgunblaðið - 15.02.1974, Side 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. FEBRUAR 1974 Dunduðu við sauma- skap og spil í teppunni Tunguheiði. Var ekki vitað hvort elding eða raflína hefði kveikt f honum. Taeplega 30 manns voru tepptir á Króksfjarðarnesi frá síðasta föstudegi og þar til í gær er þyrla flutti fólkið þangað sem bílasam- band var í lagi. Var það um 10 km Ieið. Fólkið hafði verið við jarðar- för og kom með rútu, sem lokaðist siðan inni í óveðrinu. Bjuggu ferðalangarnir í félagsheimilinu á Króksfjarðrnesi og dunduðu m.a. við spil og saumaskap. Haukur kvað þá hafa byrjað að moka Gilsfjörð í gær, en það hefði gengið hægt og voru moksturs- menn komnir á 5 metra dypt án þess að finna veginn. Haukur kvað enga skaða hafa orðið á mönnum eða skepnum svo vitað væri, en sambandslaust kvað hann vera við Gilsfjarðarbæina vegna snjóflóða. Kvað hann ekki mögulegt annað en leggja vír ofan á snjóinn til þess að koma sam- bandi á aftur. Símasamband við Gilfjarðarbæina fór er snjó flóð brutu staura og slitu leiðslur. VIÐ höfðum í gær samband við Króksfjarðarnes í Austur-Barða strandarsýslu, en þar varð allt símasambandslaust og rafmagns- laust í óveðrinu mikla, sem gekk yfir landið fyrir nokkrum dögum. Símasamband var nýkomið á þeg- ar við hringdum þangað og röbb- uðum við Hauk Friðriksson sfm- stöðvarstjóra. Hann sagði að ástandið væri orðið all sæmilegt, en 80 hús og bæir eru á svæðinu. Rafmagn var komið á aftur, en þó var það á með rykkjum. því verið var að gera við brunninn staur á — Solzhenitsyn Framhald af bls. 1 í dag kom til Langenbroich túlkur frá Sviss til þess að aðstoða rithöfundana í samræðum þeirra, þar sem málaerfiðleikar hafa verið þeim til trafala. FÆR ÞÝZKT VEGABRÉF Miklar vangaveltur hafa verið um það í dag, hvar Solzhenitsyn muni setjast að. Hann hefur þegar fengið þýzkt vegabréf og ráðamenn í mörgum löndum m.a. Bandaríkjunum, Bretlandi, Þýzkalandi, Noregi og Svíþjóð hafa boðið hann velkominn hver til sinna heima. Haft hefur verið eftir vinum Bölls að Solzhenitsyn geti gjarnan hugsað sér að setjast að í Noregi. Forsætisráðherra Noregs, Trygve Bratteli, brá skjótt við, þegar það fréttist og sagði hann velkominn þangað. Solzhenitsyn hefur í fjögur ár átt boð frá norskri nefnd til stuðnings frjálsum andans mönn- um um að koma þangað. Var það fyrst fram sett, þegar Solzhenit- syn var rekinn úr sovézku rithöfundasamtökunum. Hefur hann oftar en einu sinni þakkað þetta boð og sagt, að það hafi skipt miklu máli fyrir sig á þeim tíma og líklega átt sinn þátt í að ekki var frekar að honum veitzt þá. Boðið var ítrekað í Moskvu í sumar af einum nefndarmanna, málaranum Victor Sparre og í gær sendi Sparre rithöfundinum simskeyti, sem hann fékk á flug- vellinum í Frankfurt. Nefndin norska hefur þegar fengið boð frá mörgum aðilum um húsnæði fyrir Solzhenitsyn- fjölskylduna, en talsmenn hennar segjast ekkert aðhafast I málinu, fyrr en frekara samband hefur verið haft við rithöfundinn. Einn nefndarmanna, Aasmund Brynildsen, sagði í viðtali við NTB að enda þótt Solzhenitsyn hefði e.t.v sagt, að sér væri kært að koma til Noregs mætti öllum ljóst vera að brottvikningin frá Sovétrikjunum væri honum gífurlegt áfall. „Meðan hann var í Rússlandi og landar hans vissu af honum þar, var hann andleg orku- miðstöð, ég vil segja, hjarta bar- áttunnar fyrir frelsi og lýðræði í sinu samfélagi. Með því að reka hann burt er dregið mjög úr krafti þessarar baráttu. Við verð- um líka að muna, að andans menn rússneskir hafa yfirleitt verið mjög bundnir þjóð sinni og sínu rússneska umhverfi, þeir hafa aldrei verið eins miklir heims- borgarar og margir aðrir í afstöðu sinni til bókmennta og menningar,“ sagði Brynildsen. GETUR FENGIÐ NÓBELSVERÐLAUN AFHENT HVAR OG HVERNÆR SEMER Haft er eftir heimildum ná- komnum Böll að Solzhenitsyn muni á morgun fara til Sviss að sinna þar fjármálum sinum. Lög- fræðingur hans, Fritz Heeb, kom til Lagenbroich síðdegis I dag og fara þeir síðan saman til Sviss. Ljóst er að Solzhenitsyn þarf ekki að hafa fjárhagsáhyggjur, talið er að hann eigi inni mikið fé fyrir bækur sínar og Nóbelsverðlauna- féð var á sínum tíma lagt inn á bankareikning hans í Sviss. Af hálfu Nóbelsstofnunarinnar sænsku hefur verið sagt, að Solzh- enitsyn geti hvenær og hvar sem er fengið afhent Nóbelsverðlaun- in, þ.e. gullmedalíu og önnur til- heyrandi virðingartákn. Fram- kvæmdastjóri stofnunarinnar, Stig Gamel, sagði, að rithöfund- inn ætti boð til Svíþjóðar frá fyrri tíma og hann gerði sér von um, að hann yrði meðal gesta á næstu Nóbelshátíð. Sænski rithöfundurinn Per Westberg, sem nú er formaður PEN-klúbbsins, alþjóðasamtaka frjálsra rithöfunda, upplýsti í dag, að Solzhenitsyn hefði verið boðið á fund klúbbsins I London 24. febrúar nk. Mundi fundurinn meðal annars fjalla um mál hans og ástandið í menningarmálum Sovétríkjanna. Ekki er vitað, hvort hann þiggur boðið. (JTLEGÐ ER 10—15 ARA VINNUBÚÐAVIST FYRIR LANDRAÐ Haft er eftir góðum heimildum, að Heinrich Böll hafi ekki vitað um það fyrr en I gærmorgun, og þá frá v-þýzka utanríkisráðuneyt- inu, að Solzhenitsyn væri á leið til hans. Sömu heimildir herma, að sovézk yfirvöld hafi sakað Solzh- enitsyn um landráð og tjáð hon- um, að hann yrði dæmdur í 10—15 ára vinnubúðavist, ef hann færi ekki úr landi. Segja þessar heimildir, að hann hafi ekki átt um neitt að velja og hon- um hafi verið tilkynnt, að hann yrði fluttur til V-Þýzkalands, rétt áður en flugvélin átti að fara. Hann hafði neitað kröftuglega og reynt að veita viðnám á flugvell- inum þeim átta rhönnum, sem fóru með hann út í vélina en lítils mátt sín gegn þeim. Natalja, kona Solzhenitsyns, upplýsti í Moskvu, eftir að hún hefði talað við mann sinn í gær- kveldi og aftur i morgun, að hann hefði verið í varðhaldi í Lefortovo fangelsinu f Moskvu, en það er í hverfi borgarinnar, sem útlend- ingar fá ekki að skoða. Þetta fang- elsi kemur oft við sögu í bók Solzhenitsyns. Þá er haft eftir hálfopinberum heimildum í Moskvu, að Sovét- stjórnin hafi ætlað að gefa honum 2—3 daga frest til þess að undir- búa brottför sína úr landi, en hafi séð sig um hönd þegar hann neit- aði að mæta sjálfviljugur til yfir- heyrslu í skrifstofu saksóknara, svo sem til var ætlazt. Sömu heimildir herma, að hann hafi fallizt á að fara úr landi eftir viðtal við saksóknara. ÖRÞRIFARÁÐ Dagblöð fjalla ýtarlega um mál Solzhenitsyns í dag og fara vest- ræn blöð yfirleitt ákaflega hörð- um orðum um aðferðir Sovét- stjórnarinnar. Sömuleiðis hafa stjórnarleiðtogar margra ríkja harmað það, sem gerzt hefur, þar á meðal Edward Heath, forsætis- ráðherra Bretlands, Henry Kissinger, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og Poul Hartling, forsætisráðherra Dana. Kissinger sagði aðspurður, að hann gæti ekki á þessu stigi málsins sagt um það hvort málið myndi hafa áhrif á samband Sovétríkjanna og Bandaríkjanna. Zhores Medvedev, sovézki erfðafræðingurinn, sem dveíst nú í London sagði, að það væri örþrifaráð Sovétstjórnarinnar að reka Solzhenitsyn í útlegð. Af hálfu sovézkra yfirvalda var mikil áherzla lögð á það í dag við vestræna blaðamenn I Moskvu, að þau mundu gera það sem þau gætu til að auðvelda Natölju, konu rithöfundarins, brottförina frá Sovétríkjunum. Var sagt, að hún gæti haft með sér þau bók- menntagögn, sem maður hennar teldi sig þurfa til að geta haldið áfram ritstörfum á Vesturlönd- um. Vinir fjölskyldunnar eru tor- tryggnir á þetta og telja að erfitt verði að koma þeim gögnum úr landi, sem Solzhenitsyn hafi not- að. — Pompidou Framhald af bls. 1 Evrópu, sem hann teldi tilheyra yfirráðasvæði Bandaríkjanna, en hreint ekki til þess að ræða orku- vandamálin. Forsetinn franski sagði, að nið- urstöður ráðstefnunnar væru mikill ósigur fyrir bandalagsríki Frakka í EBE, en alls ekki fyrir Evrópu sem heild. „Sovétstjórnin hefur sýnt og sannað hæfileika sinn til þess að hafa í fullu tré við fylgiríki sín í Austur-Evrópu, sagði Pompidou, og nú ætlar Nixon að sýna, að Bandaríkjamenn geti gert það sama í Vestur-Evrópu.“ Hann kvaðst harma mjög, að stefnumót- un í alþjóðasamskiptum færi nú í æ meiri mæli fram á leynifundum Nixons forseta og Leonids Brehn- evs, leiðtoga sovézka kommúnista- flokksins. Framtíð heimsins væri komin undir niðurstöðum við- ræðna þeirra. Frakkar stóðu mjög einangraðir á orkuráðstefnunni í Washington á dögunum svo sem frá hefur verið skýrt i fréttum. Þetta sagði Pompidou, að hefði stafað af því, að Michel Jobert, utanríkisráð- herra Frakklands, hafði verið eini maðurinn, sem reyndi að fara i veg fyrir stefnu Bandaríkja- manna að markmiði þeirra. „Jo- bert talaði þar ekki sem franskur þjóðernissinni“, sagði franski for- setinn, „hann talaði þar sem evr- ópskur þjóðernissinni." — Sjómenn dæla Framhald af bls. 36 með, kastaði og fyllti lestar skips- ins, alls um 200 tonn, og tók stefn- una, sem leið liggur norður til Siglufjarðar. 30 tíma stim takk með aðeins 200 tonn í bræluveðri. Þá voru bátar eins og Grímsey- ingur, Hrafn Sveinbjarnarson III, Hrafn Sveinbjarnarson, Ársæll Sigurðsson, Hafberg, Sandafelbð, Kópur og fleiri bátar að sigla út með sinn afla til þess að henda honum. Einnig voru bátar í Þor- lákshöfn og fleiri verstöðvum að fara sömu erinda með afla. Alls munu um 20 bátar þvi hafa dælt þúsundum tonna i hafið aftur í gær. Ástandið er nú þannig að bátarnir stíla upp á að ná litlum Alyktun Borg- araflokks MH Borgaraflokkur M.H. lýsir fullum stuðningi við stefnuna „varið land“, og telur að öryggi íslands sé bezt borgið með ná- inni samvinnu við vestrænar lýðræðisþjóðir. Borgaraflokkur M.H. telur að þíða sú sem skapast hefur i málefnum austurs og vesturs, stafi af því hernaðarjafnvægi sem ríkt hefur á síðustu árum. Svo framarlega sem þessu jafn- vægi verði ekki raskað, muni þessi þróun í átt til minnkandi spennu leiða til þess að raun- hæft verði að tala um brottför varnarliðs frá íslandi, innan fárra ára. Borgaraflokkur M.H. furðar síg á þeim upplýsingum utan- ríkisráðherra (ef sannar eru), að hingað til hafi ekki verið hreyfanlegar flugsveitir á Keflavíkurflugvelli. Borgára- flokkur M.H. leggur til að úr þvi verði bætt hið snarasta. Borgaraflokkur M.H. átelur harðlega þau vinnubrögð nemendafélags M.H., þegar það samþykkti ályktun þá sem birt- ist í „Þjóðviljanum" fyrir skömmu um brottför varnar- liðsins. Þá voru nokkrir „óæski legir“ nemendaráðs- meðlinir ekki boðaðir til fund- ar, vegna þeirra „óæskilegu" áhrifa sem þeirhefðugetað haft á framgang mála. Þetta er aug- ljóst dæmi um ólýðræðisleg vinnubrögð vinstri manna. F.h. stjórnar Borgaraflokks M.H. Páll Torfi Önundarson, form. (sign) Hreinn Loftsson, varaform. (sign) afla upp á von um að fá löndun, en kerfið í sambandi við úrgang frystihúsanna og bátanna, sem ætla að landa beint í bræðslu, fellur engan veginn saman. Vegnayfirvofandi verkfalla halda verksmiðjurnar yfirleitt að sér höndum og engar ráðstafanir eru gerðar til þess að auka þróar- rými til bráðabirgða eða annað, en á sama tíma er loðnutorfa við loðnutorfu á miðunum og bátarn- ir geta fyllt sig í flestum tilfellum í einu kasti. — Kohoutnæstur? Framhald af bls. 1 rithöfundarins Pavels Kohouts í dag og krafizt þess að fá að tala við hann. Kohout, sem I seinni tfð hefur verið mjög gagn- rýninn á afstöðu yfirvaldanna til lista- og menningarstarfsemi I Tékkóslóvakíu, neitaði hins vegar að ræða við lögreglumennina. Kohout sagði í síðustu viku í samtali við vestræna fréttamenn í Prag, að rithöfundar byggju við ámóta slæm skilyrði í Tékkó- slóvakíu nú og á Stalínstímanum. Sömuleiðis hafði Kohout andmælt árásum slóvakíska rithöfundarins Vladimirs Minacs á Heinrich Böll, — en Böll hafði m.a. haldið því fram, að það eina, sem Rússar gætu gert í sambandi við mál Solz- henitzyns væri að gefa út Eyja- klasann Gulag á rússnesku. Sagði Böll að annað sæmdi ekki Sovét- mönnum og hlaut fyrir það mikið ámæli tékkneskra yfirvalda. — 300 staurar Framhald af bls. 2. vera að skipta um staura og víra á sumum stöðum og einnig einangranir og þverslár. Birgðir rafmagnsveitanna af staurum og öðru sem þarf til við- gerðanna stendur í járnum, en Valgarð taldi þó að þeir ættu nægar birgðir til þess að gera við allar skemmdir. Vinnuflokkar eru hvarvetha farnir að gera við og aðstoðarflokkar fara á þau svæði sem verst urðu úti. Einn vinnuflokkur fór t.d. úr Skaga- firði í gær til Eyjafjarðar og ann- ar vinnuflokkur af Skaftártungu- svæðinu fór þangað einnig. Val- garð taldi að flestar bilanir og skemmdir yrðu komnar í lag eftir 2—3 daga og allt ætti að vera komið í samt lag innan viku. — Tunglskins- sónatan Framhald af bls. 17 borgarastéttarinnar til þcss að ná pólitískum völdum ogtreysta völd hennar.“ Menningarbyltingin 1966— 69 hófst með árás á Ieikrit, breiddist út með árás á óper- una í Peking og náði að lokum til milljóna Kínverja, hárra og lágra. — Endaleysa Framhald af bls. 36 vin, „það var nóg af henni á Sandvíkinni norður af Grinda- vík, torfa við torfu. Við erum með svona 230 tonn í lest og það verður 30 tíma stím minnst til Siglufjarðar." „Spáin? Spáin er slæm, það spáir rudda, en við verðum að dúlla þetta í kafi ef ekki vill betur. Það er ekki björgulegt að þurfa að fara svona langt á ekki stærri bát, en það er áta í aflanum, svo að hann er óhæfur til frystingar. Þetta er annars meira ófremdarástandið í þess- um loðnumálum. Þetta er allt ein hringavitleysa og enda- leysa." — Sérkröfur Framhald af bls. 36 ýmsar tilfærslur milli flokka. Var þá nánast ekkert eftir nema semja um prósentuhækkun á launum. ISðv&rð Sigurðsson, for- maður samninganefndar ASÍ, sagði í viðtali við Mbl., að í fyrra- dag hefði miklum áfanga í samningagerðinni lokið og hefði það samkomulag, sem þá náðist, fært deiluaðila talsvert áleiðis. Hins vegar kvað hann enn ótal marga þætti samninganna óleysta og væri ekkert kægt að spá um framvindu mála. Ölafur Jónsson, framkvæmda- stjóri Vinnuveitendasambands íslands, vildi ekkert um stöðu samninganna segja í gærkvöldi annað en það, að mikið verk væri enn fyrir höndum, áður en samningar næðust. — Starfsmenn Framhald af bls. 16 Eftir verulega athugun þessara mála hefur orðið samkomulag um að leggja til, að starfsmennirnir skuli vera í sérstakri deild innan Lífeyrissjóðs starfsmanna rikis- ins með sérstöku reikningshaldi. Lagt er til, að lífeyrisréttindi þeirra verði að nokkru leyti snið- in eftir réttindum þingmanna. Verður að telja það eðlilegt, m.a. með tilliti til þess, hversu líkt er um atvinnuöryggi þessara tveggja starfshópa. Þeir starfsmenn, sem fengju rétt til aðildar að lífeyrissjóði samkvæmt þessu frv., eru 10—15 talsins. Flestir þeirra eru tiltölu- lega ungir og yrði þvi litið um greiðslur ellilífeyris til þeirra fyrstu 10 árin, svo að fé mundi safnast fyrir á þeim tíma. Nokkrar umræður urðu um frumvarpið að framsöguræða Sverris lokinni. M.a. tók fjármála- ráðherra til máls og taldi málið þurfa betri athugunar við. Bæri að athuga, hvort þingflokkarnir gætu náð samkomulagi i málinu. Að umræðum loknum var frum- varpinu vísað til 2. umræðu og fjárhags- og viðskiptanefndar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.