Morgunblaðið - 15.02.1974, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 15.02.1974, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. FEBRUAR 1974 Björn Franzson —Minningarorö Kveðja frá tengdadóttur. Þegar ég nú kveð tengdaföður minn, Björn Franzson, örfáum orðum, er það ekki til að rekja fjölbreytilegan lífsferil hans, heldur til að þakka ógleymanleg kynni, sem urðu mér því dýrmæt- ari sem þau urðu lengri og nánari. Björn var maður dulur og seintek- inn, og mér er til efs að kynni okkar hefðu orðið sérlega náin, ef ekki hefðu komið til barnabörnin hans þrjú, sem urðu nokkurs kon- ar lykill að hug og hjarta hans. Fjölfróðari manni hef ég ekki kynnzt á lífsleiðinni, og mátti einu gilda hvar niður var borið, hvort sem um var að ræða töfra- heima tónlistar og vísinda, undur hinnar lifandi náttúru eða furður himingeimsins. Þekking hans var óþrjótandi, að mér fannst, og hon- um var sérstök unun að vekja forvitni manns og svala henni. Þolinmæði hans í þeim efnum var næstum ótrúleg, en hún var sprottin af sönnum og einlægum áhuga á að uppörva og i^pfræða. Þetta kom kannski skýrast fram í samskiptum hans við barnabörn- in. Þau voru ekki orðin há í loft- inu þegar afi fór með þau niður í fjöru til að tína með þeim skeljar eða skoða sjófuglana eða niður að Tjörn að gefa öndunum. Ævin- lega var hann að fræða þau um eitthvað forvitnilegt, enda var viðkvæðið, þegar ég gat ekki s'var- að spurningum þeirra: „Við skul- um bara spyrja afa Björn. Hann veit allt.“ Eg var ekki svo mjög frábrugð- in börnunum að þessu leyti, og þau voru ófá skiptin sem hringt var í Björn, þó langt væri liðið á kvöld, ef eitthvert ágreinings- atriði kom upp i kunningjahópi. Eftir að við fluttumst í Mos- fellssveitina, fór hann oft í göngu- ferðir um nágrennið, og þegar ég slóst í förina, hvort sem var um sólríkan sumardag eða stjörnu- bjart kvöld, var hann óþreytandi að fræða mig um nöfnin á stjörn- unum eða jurtunum, sem honum var svo annt um; þeim varð að sýna sömu nærgætni og öðru lífi. Dýrmætust verður mér þó minningin um samverustundir hans með barnabörnunum, fölskvalaus ánægja hans af að taka þátt I leikjum þeirra og natni hans við að velja þeim góðar bæk- ur. Enga bók gaf hann þeim, sem hann hafði ekki gengið sjálfur úr skugga um, að væri þeim holl og uppbyggileg. Þannig var 'hann í öllum greinum. Blessuð sé minning þessa mæta manns. Fríða. Veit duftsins son nokkra dýrlegri sýn en drottnanna hásal í rafurloga? Þegar ég frétti lát vinar míns Björns Fi-anzsonar flugu i gegn um hugminnþessarhendingar úr kvæðinu Norðurljós eftir Einar Benediktsson, vegna þess að mér var svo vel kunnugt um lotningu þá, er Björn bar fyrir ómælisvídd- um himingeimsins, tengslum þess kerfis við líf vort jarðarbúa, er það virðist lúta og hafa lotið frá örófi alda. Hann varði mestum hluta frístunda sinna þessu mál- efni, að kanna tengslin milli efnis og þess, er vér köllum hinn and- lega heim. Éfe var svo lánsamur að kynnast þessum mannkostamanni er við báðir máttum teljast á léttasta skeiði lífsins, en við höfðum þekkzt í 35 ár. Allar stundir er við höfum átt saman á þessu timabili hafa illa enzt okkur til þess að ráða í framtíð lífsins á jörð okkar með hliðsjón og samanburði við það, sem lengst þekkist um hið liðna. Vitanlega var Björn ávallt sá, er ég leitaði til í minni leit að svörum við hinni svo óvissu fram- tíð mannsins í þeim heimi, er sýn- ist hafa mikla tækni í hendi sér, en þessi tækni virðist hæglega geta orðið viðskila við sálarlíf mannsins, og ef slíkt hendir, er vandséð um endalokin. Björn Franzson var hámenntað- ur maður og hafði alla ævi verið að afla sér meiri þekkingar á öllum sviðum er hann taldi mestu varða um þroska mannsins. Allar list- greinar voru honum sérstaklega hugstæðar, tónlist, myndlist og list hins ritaða og talaða orðs. Til tónlistarnáms varði hann mörg- um árum ævi sinnar bæði hér heima og erlendis. Heiðarleiki og mannkostir voru svo áberandi í fari hans, að maður þurfti alls ekki annað en snerta hendi hans til þess að finna, að hér fór heill maður, er hvergi mátti sjá mis- fellu án þess að það snerti hann djúpt. Þess vegna var hann dýrk- andi fegurðar hvar sem hana var að finna, í tónum, litum, í lífi og starfi og íslenzk tunga var honum heilög, enda ritaði hann fagurt og kjarnmikið mál. Hann á fjölda íslenzkra nýyrða, er studd eru smekk og rökhygg'ju hins íhygla kunnáttumanns i meðferð móður- málsins. Hin undur fíngerða sál- argerð hans þoldi ekkert, er hrófl- aði við mótaðri skoðun hans á andlegum afkvæmum sálarlífsins. Félagshyggjumaður var Björn allt sitt líf og hafði hann helgað þeirri hugsjón stóran þátt í sam- tengingarhugmyndum sínum dag- Iegs lífs og þáttar sálarlífsins. Hann átti draum um frið i heimi vorum og vopnlaust mannkyn án hungurs og neyðar. í einkalífi sínu var Björn mikill gæfumaður. Hann átti fyrir lífs- förunaut Rögnu Þorvarðardóttur er hann mat mikils, enda setti hún sig inní hugmyndalíf hans og lífsdrauma svo að traust kærleiks- samband tengdi þau allar þeirra samverustundir. Þau eignuðust einn son, er þau unnu bæði mikið, Fróða, sem er starfandi flugmað- ur hjá Loftleiðum. Nú er gengin i garð Vatnsbera- öld, en hún tekur yfir 2160 ár. Ur Fiskamerkinu gekk jörð vor inn i Vatnsberamerkið og eftir þau um- brot, er orðið hafa á því skeiði, er jörð vor var í því merki, vil ég bera fram þá ósk í minningu Björns Franzsonar, að sá þroski, sem mannkyn vort á að öðlast á Vatnsberaöld eða á næstu 2160 árum samkvæmt hans eindregnu vissu, megi verða að verúleika. Þá rætast hugsjónir og þá mun aftur morgna. Eftir þessi fátæklegu orð er mér efst í huga þakklæti fyrir það að hafa átt þennan vitra og ágæta mann að trúnaðarvini. Meginhluti þess, er ég hefði viljað segja um hann, er ósagt af mér. Það eru ýmist persónuleg skoðanaskipti.er milli okkar hafa farið, en auk þess á ég ekki það vald yfir frá- sögn og máli, að það standi í mínu valdi áð inna það af hendi. Ég leyfi mér aðeins að enda þessi orð mín með tilvitnun í hans eigin orð, er vitnar til svörunar og sam- hæfis, „Sem hið efra, svo hið neðra“. Eg þakka þessum góða vini mín- um allt það mikla og að mínu viti ómetanlega, er hann hefur mér miðlað. Hafsteinn Guðmundsson. t Kveðjuathöfn móðurokkar, tengdamóður, systurog ömmu, KATRÍNAR SVÖLU GUÐMUNDSDÓTTUR Meistaravöllum 35, fer fram frá Neskírkju laugardaginn 1 6 þ.m. kl. 1 0.30. Jarðsett verður að Reynivöllum í Kjós sama dag kl. 1 .30 e.h. Jóhanna Sveinsdóttir, Hörður B. Bjarnason Áslaug Þórarinsdóttir. t Faðir okkar. EINAR JÓHANNSSON, Mýrakoti, Hofshreppi, lézt að heimili sínu 1 1. þ.m. Jarðarför auglýst síðar. Börnin. Faðir okkar. t GISLI GUÐBJARTSSON, Sunnuvegi 1 5, verður jarðsungínn frá Fossvogskirkju laugardaginn 16. febrúar klukk- an 10.30 Fyrir hönd vandamanna Þórey Gfsladóttir Kristján Gfslason. t Hjartanlegar þakkir til allra fyrir auðsýnda samúð og vináttu við andlát og jarðarför eiginmanns, föður, tengdaföður og afa. t Þökkum auðsýnda samúð við andlát og jarðarför móður okkar, ÓLAFSÁRNA GUÐBJARGAR GUÐMUNDSSONAR ÞÓRÐARDÓTTUR, Sæfelli, Eyrarbakka. Bergþórugötu 7. Gyða Guðmundsdóttir, Bjarney Ágústsdóttir, Svava Guðmundsdóttir, Már Ólafsson, ÞórarinnTh. Olafsson, Erlendur Guðmundsson, Ágúst Ólafsson, Þórunn Engilbertsdóttir, Arnbjörg Guðjónsdóttir, Bjarney Ágústsdóttir. Rögnvaldur Guðjónsson. Guðmimda Eiríksdótt- ir — Minningarorð t dag verður frú Guðmunda Ei- ríksdóttir jarðsungin frá Foss- vogskirkju, en hún lézt í Borgar- sjúkrahúsinu í Reykjavik föstu- daginn 8. þ.m. eftir langa og erf- iðasjúkdómslegu. Guðmunda var fædd að Byggð- arenda i Grindavík þ. 24. október 1908, dóttir hjónanna Eiríks Guð- mundssonar og Rósu Samúels- dóttur, sem þar bjuggu. Guðmunda ólst upp i föðurhús- um að Byggðarenda ásamt 6 systkinum, sem öll eru á lífi, en þau eru Marel, Margrét, Árni og Eyjólfur, öll búsett í Grindavík og Ragnhildur og Helga, sem búsett- ar eru í Reykjavík. Dvaldi hún á heimili foreldra sinna, þar til hún giftist eftirlifandi manni sínum Ingimundi Guðmundssyni frá Eiði í Grindavík þ. 10. janúar 1931. Bjuggu þau fyrstu árin að Sæbóli í Grindavík, en síðar að Hraunteigi til ársins 1939 er þau fluttust alfarin til Reykjavíkur. Fljótlega eftir komu sína þangað festu þau hjónin kaup á húsinu nr. 101 við Hverfisgötu og bjuggu þar æ sfðan. Þeim Guðmundu og Ingimundi varð 2ja barna auðið. Þau eru Helgi, skrifstofustjóri hjá Sölu- miðstöð Hraðfrystihúsanna, og Rósa, sem búsett er í New York, en maður hennar er starfsmaður Loftleiða þar. Á heimili þeirra Guðmundu og Ingimundar á Hverfisgötunni var oft gestkvæmt. Þangað komu vinir og vandamenn úr Grinda- vík, sem erindi áttu til borgarinn- ar, til lengri eða skemmri dvalar, og áttu þar jafnan einstakri gest- risni og hlýju viðmóti að fagna. Guðmunda var einstaklega nat- in og góð húsmóðir, enda bar heimilið þess vott. Þar sást aldrei blettur eða hrukka á neinum hlut, en verklagni hennar og hyggindi við heimilishaldið voru slik, að svo virtist sem verkin léku í hönd- um hennar og gerðust að mestu erfiðislaust. Við, sem þessar línur ritum, eig- um báðir Mundu frænku margt að þakka, og ekki síst, þegar við á skólaárunum í Reykjavík vorum daglegir gestir á Hverfisgötunni og áttum okkur þar annað heim- ili. Hjá Mundu og Ingimundi og þeim systkinum Helga og Rósu var gott að eiga athvarf á þeim árum. Nú eru þeir timar Iangt að baki og minningin ein eftir. Sjúkdómur sá, sem leiddi Guð- mundu til dauða, hefur sjálfsagt verið lengi að búa um sig. En henni var ekki lagið að flíka til- finningum sínum og kvartaði ekki, þótt eflaust hafi hún átt við þrautir að stríða löngu áður en hún lagðist fársjúk á Borgar- sjúkrahúsið 8. maí í fyrra. Þaðan átti hún ekki afturkvæmt í lif- anda lífi og lézt, sem fyrr segir, 8. febrúar sl. Um leið og við þökkum Mundu frænku auðsýnda vináttu og tryggð, vottum við Ingimundi og systkinunum Rósu og Helga, systkinum hennar og öðrum vandamönnum okkar innilegustu samúð. Hin langa þraut er liðin, nú loksins hlaustu friðinn, og allt er orðið rótt, nú sæll er sigur unninn og sólin björt upp runnin á bak við dimma dauðans nótt. (V.B.) EA/GE Þótt engum okkar í fjölskyld- unni hafi komið á óvart andlát ömmu okkar, Guðmundu Eiríks- dóttur, þar sem hún var búin að eiga langa og erfiða legu á sjúkra- húsi, þá tók það okkur sárt, sonar- dætur hennar, jafnt sem fleirum, að heyra að amma væri dáin, — horfin úr lífi okkar, og hugsa til þess að eiga ekki eftir að vera meira með henni. Ef til vill er það vegna þess, hve það er ofvaxið skilningi okkar unglinganna, hversu lífið getur stundum verið hverfult. Við minnumst þess er við bjuggum öll í sama húsinu að Hverfisgötu 101, fjölskylda okkar og amma og afi á hæðinni fyrir ofan. Þá var hvert tækifæri notað til þess eins, að vera í návist þeirra beggja. Við vissum að hún amina okkar gekk ekki heil til skógar mörgum árum áður en hinn erfiði sjúk- dómur tók hana frá okkur, en hún bar harm sinn í hljóði og hugsaði meir um velferð okkar. Við þökkum ömmu okkar fyrir samveruna og munum við ætíð minnast hennar, þegar við heyr- um góðrarkonu getið. Rósa og Þóra Helgadætur. Fræðslukvöld RKI fyrir sjúkravini Kvennadeild Rvd. Rauða kross íslands efnir til árlegra fræðslu- og kynningarkvölda fyrir vænt- anlega sjúkravini þ. 4. og 11. marz nk. Kvennadeildin er grein af Reykjavíkurdeild Rauða kross Is- lands, stofnuð af henni í desem- ber 1966, og starfar undir eigin stjórn og eftir eigin reglugerð. Kjarninn í starfsemi deildarinnar er hið svokallaða sjúkravinastarf. Sjúkravinir starfa sem sjálfboða- liðar á eftirtöldum vettvöngum: í sjúklingabókasöfnum sjúkrahús- anna (Borgarspítala, Landakots- spítala og Landspítala), við sölu- búð í Landakotsspítala (og mun starfrækja væntanlega sölubúð í Landspítala), aðstoða við starf- semi Félagsmálastofnunar fyrir aldraða, og loks er verið að koma í framkvæmd heimsóknarþjónustu til aldraðra og einstæðinga, en sú þjónusta hefur verið í undir- búningi um skeið. Síðan 1968 hefur á vegum Kvennadeildarinnar árlega verið efnt til fræðslufunda — svo- nefndra sjúkravinanámskeiða — fyrir þá, sem vilja leggja fram krafta sína til sjúkravinastarfa. Fluttir eru 6 fyrirlestrar á 2 kvöldum, og fjalla þeir um: Sögu og skipulag Rauða krossins, tryggingamál, velferðarmál aldraðra, félagsleg viðhorf til geð- sjúkra, sjúklingabókasöfn og framkomu í starfi. Lágmarksaldur þátttakenda er 20 ár. (Fréttatilkynnipg frá Kvenna- deild Rauða kross íslands)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.