Morgunblaðið - 15.02.1974, Page 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. FEBRUAR 1974
Gísii, Eiríkur og Heigi
efflr
inglbiörgu
Jðnsdðttur
Umsjónarmaðurinn hváði, en honum létti þegar
hann frétti, að hamsturinn héti Hallgrímur og turn-
inn ætti að vera Hallgrímsturn. Drengirnir voru
allan daginn að smíða. Þetta var að lokum orðið
stórt, fallegt hamstrahús með háum — já, mjög
háum turni.
„Megum við fara heim með það?“ spurði Heigi
litli. Umsjónarmaðurinn á starfsvellinum leyfði
þeim að fara heim með húsið, þó að hann gerði ekki
ráð fyrir því, að nokkur mamma vildi fá það inn tiJ
sín.
Þetta var svo stórt hús og svo var það appelsínu-
rautt allt saman. Mamma hans Helga litla fórnaði
líka höndunum, þegar hún sá það.
„Blessaðir drengirnir,“ sagði hún. „Duglegir eru
þið, það verður aldrei af ykkur skafið, en ég held, að
þið ættuð heldur að hafa húsið í garðinum. Ég skal
skreppa í bæinn og kaupa hús handa hamstrinum.“
Gísla, Eiríki og Helga þóttu þetta ekki alltof góðar
móttökur, en það var svo sem hægt að hafa húsið úti
í garði og þeir settu það þar skammt frá kartöflubeð-
inu.
Mamma hans Helga litla fór í kápu og setti á sig
hatt. „Blessaður drengurinn minn,“ sagði hún við
Helga litla. „Mamma hans Eiríks lítur eftir þér,
meðan mamma skreppur í bæinn til að kaupa
hamstrabúr. Annars er mamma alveg að missa af
strætó.“
Svona talaði mamma hans Helga litla nefnilega
alltaf, en fljót var hún að hlaupa, þegar hún heyrði,
að strætisvagninn var að koma.
Húsið stóð úti í garði. Þetta var fallegt hús og
turninn prýddi það mest. Það var aðeins eitt að. Þeir
höfðu gleymt að setja glugga á turnin.
„Þá kemur ekkert Ijós inn,“ sagði Gísli.
„Nei, við sjáum ekkert til,“ sagði Eiríkur.
„Ég á vasaljós,“ sagði Helgi og strákarnir ákváðu á
stundinni að halda veizlu í Hallgrímsturni um kvöld-
ið. Alvöruveizlu með kökum og kók og láta svo
vasaljósið lýsa sér.
Þeir skemmtu sér líka vel um kvöldið, þó að þeir
mættu ekki vera úti nema til klukkan níu. Á hrikt-
andi, skjöktandi borði var kaka og þrjár gosdrykkja-
flöskur. Helgi litli hafði smíðað borðið.
„Æ,“ sagði Eíríkur. „Nú rak ég mig á einn naglann
enn.“
„Það er heilmikið af nöglum í borðinu," sagði Gísli.
„Ég hefði aldrei trúað því, að það gætu verið svona
margir naglar í einu borði.“
„Þeir eru nú ekki færri hér í Hallgrímsturni,“
sagði Helgi litli og gapti yfir kökubitanum.
„Ég held, að það séu engir strákar í öllum heimin-
um, sem eiga fínni Hallgrímsturn en við,“ sagði Gísli
og lauk við gosið sitt.
Hvaö stendur
á hinni
greininni? avc,s
Ef þú vilt vita, hvað það er, sem stendur á greininni andspænis
þeim, sem er að tfna hananana, þá skaltu draga milli punktanna,
byrja á 1 og enda á 76 og þá færðu svarið.
„Já,“ sagði Helgi Iitli. „Það var gott, að mamma
keypti hamstrahús handa Hallgrími, því að við fáum
hvergi annan eins frið og hérna inni.“
Þeir fengu lika að vera í friði þangað til að
mamma þeirra hvers fyrir sig kallaði á þá á
mínútunni klukkan níu.
„Næst höfum við turninn ennþá hærri,“ sagði
Helgi litli um leið og hann smaug inn í kjallarann.
„Við höfum tvo turna,“ sagði Gísli um leið og hann
fór inn á miðhæðina.
<^Nonni ogcTVlanni Jóri Sveinsson
Freysteinn
Gunnarsson
þýddi
En ég treysti því, að frelsarinn hjálpi okkur. Hann
getur allt. Honum verðum við að treysta“.
Þetta var venjulegt svar hjá Manna, þegar hann var
í vandræðum.
Hann elskaði guð og treysti frelsaranum í öllum
erfiðleikum.
Ég svaraði:
„Þetta er satt og rétt, sem þú segir. En þá verðum
við að biðja guð um að hjálpa okkur, og við megum
aldrei gleyma því, sem við höfum lofað“.
Hann féllst á það, og glaðir í huga gengum við
heim.
Sögulok
Vegna margvíslegra tilviljana, eða réttara sagt, vegna
handleiðslu guðs gerðist það ári síðar, að mér var boðið
að fara til Frakklands til þess að læra þar í Jesúíta-
skóla.1)
Þremur árum seinna fór Manni bróðir minn líka til
náms í útlöndum.
Við vorum lúterskir eins og allur landslýður á ís-
landi og andvígir kaþólsku kirkjunni, ekki sízt Jesúít-
um, eins og venjulegt er um lúterskt fólk.
En jafnskjótt sem við lærðmn að þekkja kaþólsku
kirkjuna sem móðurkirkju, sannfærðiunst við um sann-
leika hennar og gengum í hana.
Um Jesúítana er það að segja, að þeir reyndust
okkur duglegir og ástríkir kennarar, sem við höfðum
miklar mætur á. Og svo handgengnir urðum við þeim,
0 Frá ferð r.iinni til útlanda segir í bókinni „Nonni“.
Hún kom fyrst út í Þýzkalandi um jólin 1913.
J
— Ég mun aldrei gleyma þér
— sko, ég hef bundið hnút á
vasaklútinn til að minna mig
á. . .
— Mikmak. . ; Nú gengurðu 1
svefni enn einu sinni. . .
— Það lftur ekki út fyrir að við
höfum gleymt nokkurri
klemmu þarna inni, — en hvað
er yfirdýralæknirinn???
— Það er allt f lagi — þetta var
ekki rukkari. . .