Morgunblaðið - 15.02.1974, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. FEBRUAR 1974
31
FRAMHALDSSAGA EFTIR
MAJ SJÖWALL OG PER WAHLÖÖ
A \T\T A JÓHANNA KRISTJÓNSDÓTTIR
ANNA ÞÝDDI
32
hefur alltaf verið í þessum fötum.
Sérstaklega man ég eftir húfunni.
— Munið þér eftir því hvort
hann var með í sumar? Þá voruð
þér á ,,Juno“, ekki rétt?
— Jú. Við skulum nú sjá. Ég
man það satt að segja ekki. Það er
svo margt fólk, sem ferðast með
þessum bátum. En ég man eftir
honum í fyrrasumar og þá var ég
á ,,Díönu“ og vinnufélagi minn,
sem var lika þjónustustúlka, hún
þekkti hann vel. Ég man, að þau
voru oft á tali saman. Hann hafði
ekki klefa, hann var á ferða-
mannaplássi og hann var ekki
með alla ferðina. Hann borðaði
alltaf á eftir fastagestunum, eins
og þessir farþegar gera. En ég
held ég muni það rétt, að hann
hafi venjulega farið í land f
Gautaborg.
— Hvar býr þessi vinkona
yðar?
— Það er nú kannski of mikið
sagt, að við höfum verið vin-
konur. Við unnum bara saman.
Ég veit ekki hvar hún á heima, en
hún fór alltaf til Vaxjö, þegar
ferðirnar hættu á haustin. Svo að
sennilega býr hún þar.
— Vitið þér hvort hún þekkti
þennan mann náið?
— Nei, ég veit ekki um það. En
ég held hún hafi verið dálítið hrif-
in af honum. Hún hitti hann víst
öðru hverju, þegar hún átti frí, þó
að okkur hafi reyndar verið
bannað að hafa nokkur samskipti
við farþegana. Hann er ansi
myndarl egur.
— Getið þér sagt mér, hvernig
hann er í hátt? Eg á við — háralit,
augu, hæð, aldur og svoleiðis.
— Ja, hann er áreiðanlega í
hærra lagi. Sennilega hærri en
þér til dæmis. Ekki feitur og ekki
mjór, kannski þrekvaxinn væri
rétta orðið og hann var herða-
breiður. Bláeygður minnir mig.
En ég er sem sagt ekki viss um
það. Með ljóst hár. Hann var oft-
ast með þessa húfu. Og svo hafði
hann fallegar tennur og augun
voru dálítið útstæð. En hann var
ljómandi geðslegur. Og hann gæti
verið svona þrjátiu og fimm til
fjörutiu ára gamall.
Martin lagði fyrir hana nokkrar
spurningar til viðbótar, en fór svo
aftur til skrifstofunnar. Þegar
hann kom aftur til skriftofunnar,
fór hann aftur yfir listann og
fann fljótlega nafnið, sem hann
var að leita að. Þar var ekkert
heimilisfang, aðeins merkt við
hana og sagt að hún hefði unnið
sem þjónustustúlka á ,,Diönu“ frá
1960—1963.
Það tók hann ekki nokkra stund
að finna hana í símaskránni i
Váxjö, en hann varð að bíða óra-
tima, áður en hún svaraði. Hún
var hin fúlasta, en hún neitaði
ekki beinlínis að taka á móti
honum og tala vað hann, ef hann
kæmi.
Martin fór með næturlestinni
og var kominn á áfangastað
klukkan hálf sjö. Enn var dimmt,
en loftið var mjúkt og rakt. Hann
reikaði um göturnar og fylgdist
með því, þegar bærinn tók að
vakna. Hann keypti sér dagblað,
þegar söluturninn á járnbrautar-
stöðinni opnaði. Svo gekk hann
inn á næsta veitingahús, fékk sér
kaffi og beið.
Klukkan níu stóð hann upp og
borgaði fyrir sig og fáeinum
mínútum síðar var hann kominn
að heimili konunnar. Larsson stóð
á skiltinu. Feitlagin kona í morg-
unslopp opnaði fyrir honum. —
Má ég tala við ungfrú Larsson,
sagði hann.
Konan fór inn og hann heyrði
hana segja stríðnislega: —
Karin, það er maður úti að spyrja
um þig.
Hann heyrði ekki, hverju var
svarað, en konan í sloppnum kom
aftur fram og bauð honum inn
fyrir og för síðan.
Hann stóð þarna í ganginum og
hélt á hattinum í hendinni. All-
löng stund leið unz stúlkan kom.
— Ég bjóst ekki við yður svona
snemma, sagði konan.
Hún var svarthærð, en hann sá
grilla í grá hár og það var druslu-
lega upp sett. Andlitið var lang-
leitt og virtist allt of lítið í hlut-
falli við líkamann. Hún var lag-
leg, en hafði ekki hraustlegt yfir-
bragð. Hún hafði breiðar mjaðmir
og mikil brjóst.
—Ég vinn frameftir, svo að ég
er vön að sofa frameftir, sagði
hún eins og í ásökunartón.
— Ég bið yður að afsaka, sagði
Martin. — Eg er hingað kominn
til að biðja yður að hjálpa okkur i
máli, sem er i tengslum við veru
yðar um borð i ,,Díönu“. Voruð
þér á Diönu i sumar er leið.
— Nei, ég var á bát sem siglir á
Leningrad, sagði konan.
Hún horfði enn á Martin og
bauð honum ekki sæti. Hann sett-
ist í hægindastól með stórrósóttu
áklæði. Svo rétti hann henni
myndina. Andartak sá hann svip
hennar breytast og hún glennti
upp augun. En þegar hún rétti
honum myndina aftur var hún
ákveðin á svip.
— Og hvað?
— Þekkið þérþennan mann?
— Nei, sagði hún án þess að
hika.
Hún gekk yfir gólfið og fékk sér
sígarettu. Svo settist hún i legu-
bekkinn andspænis Martin.
— Nei, ég hef aldrei séð hann.
Hvers vegna spyrjið þér mig um
það.
Rödd hennar var róleg. Martin
virti hana fyrir sér. Svo sagði
hann:
— Ég veit að þér þekkið hann.
Þer hittuð hann meðal annars um
borð i „Díönu" í fyrrasumar.
— Nei, ég hef aldrei séð hann.
Nú verðið þér að fara. Mér veitir
ekki af að leggja mig.
— Hvers vegna segið þér ósatt?
— Komið þér hingað til að sýna
ruddaskap. Eg var að segja, að
þér ættuð að fara.
— Ungfrú Larsson, hvers vegna
viljið þér ekki viðurkenna, að þér
vitið hver hann er? Ég veit, að þér
eruð að segja ósatt. Ef þér haldið
því til streitu, gæti það komið sér
óþægilega fyrir yður síðar meir.
— Ég þekki manninn ekki.
— Það færi betur, að þér segð-
uð sannieikann, svo að ég þurfi
ekki að sanna á annan hátt, að þér
hafið iðulega sézt með þessum
manni. Ég vil vita, hver maðurinn
á myndinni er, og þér getið sagt
mérþað. Verið nú skynsöm.
— Þetta er misskilningur. Yður
skjátlast, einhverra hluta vegna.
Ég veit ekki, hver hann er. Farið
nú og leyfið mér að vera í friði.
Martin horfði fast á konuna,
meðan þau skiptust á þessum orð-
um. Hún sló öskuna af sígarett-
unni óstyrkum fingrum. Andlit
og-
j Styrktarfélag
l aldraðra stofnað
j á Suðurnesjum
l
l
l
STOFNFUNDUR Styrktarfélags
aldraðra á Suðurnesjum var hald-
inn sunnudaginn 3. febrúar sl. i
húsi Framsóknarfélagsins í Kefla-
vík. Markmið félagsinser að gæta
hagsmuna aldraðs fólks á Suður-
nesjum og ríkti mikill áhugi með-
al fundargesta á málefninu. For-
maður hins nýstofnaða félags er
Matti Ó. Asbjörnsson í Keflavík.
hennar bar vott um spennu
hann skildi, hvað var að.
Hún var dauðhrædd. _
Hann sat enn sem fastast í hæg- I
indastólnum og reyndi að fá hana |
til að tjá sig. En hún sagði ekkert,
sat teinrétt eins og stirðnuð í
legubekknum og loks reis hún á
fætur og fór að ganga um gólf.
Eftir nokkra stund stóð Martin
upp lika, tók hatt sinn og kvaddi.
Hún svaraði ekki, og hann fann
fjandsamlegt augnaráð hennar
hvila á sér.
— Þér eigið eftir að heyra frá
mér, sagði hann.
Hann lagði nafnspjald sitt á
borðið, þegar hann fór.
Þegar hann kom aftur til Stokk-
hólms, var komið kvöld, og hann |
hélt rakleiðis heim til sin.
Morguninn eftir hringdi hann ■
til Göta Isaksson. Hún átti ekki |
akt fyrr en síðdegis, svo að hún i pyrir jólin kom út annað bindi,
L /,v> 11 ivi n i\ lr /a m o hníinr n on n ■
| Athuga-
semd
sagði honum að koma, þegar hann
vildi. Klukkutima siðar sat hann í
tveggja herbergja ibúð hennar á
Kungsholmen og hún bjó til kaffi
handa þeim í öriitlu eldhúsi, sem
fylgdi íbúðinni, og þegar hún
hafði skenkt f bollana þeirra,
sagði hann:
— Ég fór til Váxjö og talaði við
starfssystur yðar. Hún harðneit-
aði að hún þekkti þennan mann.
Og ég hafði á tilfinningunni, að
hún væri hrædd. Gætuð þér
ímyndað yður einhverja ástæðu ■
fyrir þvi, að hún veigraði sér við 1
að viðurkenna, að hún þekkti
hann.
— Nei, það get ég hreint ekki
skilið. Annars veit ég ósköp litið
um hana. Hún er ekki sérlega I
safnritsins Sögn og saga eftir Osk-
ar Clausen rithöfund. Þar er með-
al margs annars fróðleiksþáttur
um — ,,rika Breiðfirðinga.“ —
Einn af þessum breiðfirzku höfð-
ingjum er nafngeindur: maddama
Þórkatla Torfadóttir, sem var
hálfsystir Þorl. læknis í Bjarnar-
höfn, en gift sr. Ólafi Guðmunds-
syni. Mér er málið bæði skvlt og
kunnugt, þar sem þetta er lang-
amma mín og tel ég mig hafa rétt
til að leiðrétta mikla missögn hjá
Öskari Clausen.
I stuttu æviágripi framan við
ljóðakver eftir son sr. Ólafs, sem
gefið var út í Winnipeg 1915, seg-
ir: „Guðmundur höfundur þess-
ara Ijóða var sonur sr. Ólafs Guð-
mundssonar og Þórkötlu Torfa-
skrafhreifin. Við unnum saman í | óóttur konu hans. Séra Ólafur og
þrjú sumur, en hún sagði
lítið og fátt af sjálfri sér.
—t Minnist þér þess, að hún hafi |
talað um karlmenn þennan tíma, |
sem þið unnuð saman?
— Bara um einn. Ég man hún I
orðaði það einhvern veginn svo, J
að hún hefði hitt svo viðkunnan- ■
legan mann. Ég held það hafi J
verið annað sumarið okkar I
I
saman.
— Talaði hún oft um hann
— Hún svona minntist á hann I
öðru hverju. Mér fannst, að þau |
Þórkatla bjuggu að Sveirtsstöðum
í Neshreppi. En eftir 16 ára sam-
búð missti séra Ölafur konu sína,
Þórkötlu, frá stórum hópi ungra
barna. Séra Ólafur kvæntist aftur
— Bergljótu Sveinsdóttur frá
Hallsbæ á Snæfellsnesi. Fluttust
þau þá norður — að Hjaltabakka í
Húnavatnssýslu, er hann hafði
fengið veitingu fyrir sama ár
(1841). Þjónaði hann Hjalta-
bakkasókn í rúm 20 ár eða til
ársins 1862 — er hann fékk veit-
ingu fyrir Höskuldsstöðum
hittust öðruhverju. Kannski hann ■ Skagaströnd. Þar þjónaði hann í 3
hafi ferðast með bátunum vegna 1 - .....
------------- | ar, en lét þá af prestsskap og
hennar, eða þau hafi bara hitzt á I andaðist 1866 og hafði þá verið
VELVAKANDI
Velvakandi svarar i sima 10-100
kl. 1 0.30 — 1 1 30, frá mánudegi
til föstudags.
0 Börnin og
sjónvarps-
myndirnar
Móðir í Garðahreppi hafði
samband við Velvakanda, og
sagðist hún vera ósammála þeim,
sem halda, að gagnslaust sé að
benda forráðamönnum barna á
sjónvarpsmyndir, sem eru ekki
við hæfi þeirra.
Hún sagðist undantekninga-
laust taka mark á slíkum viðvör-
unum og börnin á heimilinu
horfðu ekki á það, sem þeim væri
bannað að horfa á.
Þess vegna vildi hún koma því á
framfæri hér, að framhald þyrfti
að vera á þessum víðvörunum
sjónvarpsins þegar þær ættu við.
0 Dýrir ávextir
og stöðugar
verðhækkanir
Anna D. Þórisdóttir I
Garðahreppi skrifar:
„Hvers vegna í ósköpunum
eru ávextir svo dýrir? Það er anzi
hart að þurfa að neita börnum
sínum um þessa hollu og góðu
fæðu vegna okurverðs. T.d. kostar
ein appelsina um 25 krónur, þótt
ekki sé hún stór. Rauð epli eru á
svipuðu verði, og mér finnst þetta
of langt gengið.
Ekki tekur betra við þegar
kemur að grænu vínberjunum,
sem fást hér i verzlunum. Ég
keypti nýlega klasa af slíkum vin-
berjum fyrir 100 krónur, en þegar
ég var búin að fleygja skemmdu
berjunum voru ekki nema 26 heil
eftir. Sem sagt — 26 vínber fyrir
100 krónur!
Svo er annað, sem ég vil lika
nefna, og það er barnamaturinn,
sem fæst á glerkrukkum.
Ég er með 6 mánaða gamalt
barn, og kaupi stundum þennan
barnamat, en það er aldrei sama
verð á krukkunum. Minnstu
krukkurnar kostuðu nýlega 32
krónur, í næstu viku þar á eftir
kostaði krukkan 34 krónur, þriðju
vikuna 36 krónur og nú í þessari
viku er krukkan komin upp í 38
krónur.
Hvað skyldi hún haldast lengi í
38 krónum? Ég vil taka fram, að í
öll skiptin hef ég keypt
krukkurnar á sama stað.
Ég spurði afgreiðslustúlku: —
Hvað ætii þessar litlu krúsir verði
komnar upp í þegar ég kem næst,
50 krónur?
Svarið var: — Það getur alveg
eins verið, þetta er alltaf að
hækka.
Jæja, ég læt staðar numið núna,
en hvar er þetta verðlagseftirlit?
Er alveg ótakmarkað hvað hægt
er að leggja á vöruna?
Anna D. Þórisdóttir.“-
0 Vatnsskorturinn
í Þingholtunum
Ibúi við Þórsgötu hafði
samband við Velvakanda, vegna
bréfs, sem birtist hér í dálkunum
fyrir nokkru, en þar var kvartað
æjög yfir vatnsskorti þar um
slóðir. Sá, sem nú hringdi, vildi
taka undir það, sem 1 bréfinu
stóð, og sagði ennfremur, að síðan
loðnuvertíðin hófst hafi það alveg
verið á mörkunum að íbúar í
hverfinu gætu stundað almennt
hreinlæti. Þegar vatnsnotkun
frystihúsa og fiskverkunarstöðva
hófst hafi vatnsmagnið minnkað
mjög verulega, og hafi það þó
ekki verið mikið fyrir. Hann vildi
koma þeim tilmælum til borgar-
yfirvalda, að þau sneru sér að þvi
hið bráðasta að ráða bót á þessu
ófremdarástandi.
Hann vildi nefna það sem lítið
dæmi, að nágrannakona sin hafi
ætlað að kreista vatn úr
krönunum til að þvo sér um hárið,
en henni hefði ekki orðið kápan
Ur því klæðinu.
0 Skjárinn
Kona, sem búsett er í
Norðurmýrinni, hafði samband
við Velvakanda. Hún er á móti því
orði, sem nú er farið að nota í
auknum mæli yfir flötinn, sem
sjónvarpsmyndin birtist á, þ.e.a.s.
orðinu skjár. Konunni finnst
þetta hálfgert „miðaldaorð“, sem
sé þar að auki með öllu óþarft,
vegna þess að nóg sé að segja að
myndin komi í sjónvarpinu.
Velvakandi er konunni ekki
fyllilega sammála um þetta, enda
þótt hann sé ekki reglulega
ánægður með orðið skjár. Þetta
orð þýðir einfaldlega gluggi, eins
og allir vita. Hins vegar hljóta
menn að geta sætzt á það, að í
þessu tilfelli er orðið skjár sýnu
skárra en skermur, sem farið var
að heyrast æ oftar.Við Islend-
ingar erum nefnilega — og sem
betur fer — með því markinu
brenndir að geta alls ekki látið
okkur nægja eitt orð yfir hvert
fyrirbrigði, heldur verðum við
helzt að hafa minnst tvö orð —
svona til að krydda málfarið og
hafa tilbreytingu. Hins vegar
væri ágætt að fá fleiri uppá-
stungur* um orð, sem hæfa
þessum myndfleti, þó ekki væri
nema til þess að eiga fleiri kosta
völ.
| þjónandi prestur í 41 ár“. ..
I Mér reiknast þvi, að hann hafi
I lifað 24 ár eftir lát Þörkötlu
I („ekkju" sinnar!!) Hér skýtur
| heldur betur skökku við hjá hr.
■ Clausen, sem telur Þórkötlu
* „ekkju" sr. Ölafs, er hún deyr
| 1840 eða '41.
| Móðir mín, Ölína Bergljót Guð-
■ mundsdóttir Ólafssonar prests, að
I Hjaltabakka, ólst upp á Rauð-
| kollsstöðum hjá frænda sínum
■ Þórði alþm. Þorðarsyni (föðurafa
! þess, sem þetta ritar). Hún heyrði
■ hann lýsa Þórkötlu Torfadóttur
| sem aðdáanlegri persónu, fall-
■ egri, gjafmildri og góðhjartaðri,
J — svo gjöful, að hún hefði klætt
I sig úr fötunum til að skýla fátæk-
| um vesaling, sem á vegi hennar
- varð. Þessara kosta hennar getur
I Clausen hvergi; einungis auðæf-
| anna. Þau voru reyndar miklu
■ meiri en þau, sem hann tíundar,
! sem sé,
I jarðir
Undirskrifta
söfnun
að mig minnir, „5 stór-
og 7 fiskiskip, sem hún
gerði út“. Ég get bætt við: hest-
í burði af kvenskarti, og hef fyrir
I því orð afa míns, Þörðar alþm. á
| Rauðkollsstöðum, sem hann
Kona nokkur, sem sagðist I fræddi sonardóttur Þórkötlu um
sækja reglulega gufuböð, hringdi, • (æóður mína) Ölínu Bergljötu.
og sagðist hún vilja taka undir ■
skrif Rannveigar Sigurðardóttur |
hér í dálHunum um daginn. ■
Konan sagði, að óánægja með !
þann tíma, sem baðstaðirnir út- I
Þrátt fyrir gjafmildi sfna var Þór-
katla talin vera önnur ríkasta
kona á Islandi á sinni tíð. „Þar
var Guð í garði" — því eflaust
hafa margir aumir og vesælir beð-
hluta kvenþjóðinni til gufubaða, I ið henni blessunar. Og þá lyk ég
væri svo mikil, að nú hefði komið ■ þessari leiðréttingu, en læt þó
til tals að safna undirskriftum
þess vegna, og mælast til þess, að
þetta yrði iagfært hið bráðasta.
Hún sagðist ekki vera ánægð með
það, að konur fengju aðgang að
baðstofunum um helgar, heldur
þyrftu líka að vera fleiri dagar i
vikunni, sem þeim væri heimilt
að nota þær.
fylgja þá frómu ósk, að Ó. Clau-
sen og aðrir, sem setja saman
„þætti og sagnir" um löngu
gengna menn og konur leiti ský-
laustra heimilda og láti koma
fram sanna mynd þeinar per-
sónu, sem fjallað er um hverju
sinni.
Magdal. Asgeirsdóttir frá Fróðá.