Morgunblaðið - 15.02.1974, Page 35

Morgunblaðið - 15.02.1974, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. FEBRUAR 1974 35 Opið unglinga- mót í borðtennis BORÐTENNISDEILD KR gengst fyrir opnu móti í tilefni af 75 ára afmæli KR og 5 ára afmæli Borð- tennisdeildarinnar. Keppt verður í tveimur flokkum pilta, 15—17 ára og 15 ára og yngri og í flokki stúlkna 17 ára og yngri. Mótið fer fram i Laugardalshöllinni 28. febrúar og hefst klukkan 20.30. Þátttakendur verða að vera mætt- ir kl. 20.00. Þátttökugjald er krón- ur 200 og greiðist við innganginn. Þátttökutilkynningar þurfa að berast fyrir 26. febrúar til Jóns Jónssonar, s. 22543, Péturs Ingi- mundarsonar, s. 30529, eða Finns Snorrasonar, s. 17713. Síðar er áætlað að halda opið kvennamót. Skólamótið í knattspyrnu KNATTSPYRNUMÓT skólanna, hið sjöunda í röðinni, hefst um helgina, en alls taka 24 skólar þátt f mótinu að þessu sinni. Eftirtalin lið leika saman 1 1. umferð, ákveðnir leikdagar innan sviga. Þingholtsskóli — Hí (laugard. 16. 2., kl. 14 á Kópavogsvelli) Vi — Vélskólinn (Kópavogsvelli kl. 15.30, laugardag 16. 2.) Menntask. Kóp. — iþrótta- kennarsk. (Kópavogsv. sunnud. 17. 2.,kl. 14.00) Vighólaskóli — Kennaraháskóli (Kópavogsvöllur sunnud. 17. 2., kl. 15.30) MH — Gagnfr. Austurb. MR —Gagnfr.Garðahr. Vogask. — Stýrimannask. Lindargötusk. — ML Héraðssk. Laugav. — Tækni- skólinn MA — MT Laugalækjask. — Mi Iðnsk., Ak. — Hliðadalssk., Ölfusi Ráðgert er að ljúka fyrstu um- ferð helgina 23. — 24. febrúar. Reglur mótsins er þær, að það lið, sem tapar í fyrstu umferð, er úr keppninni, en þau lið, sem eftir standa, þurfa hins vegar að tapa tveimur leikjum til að falla úr keppni. Leiktími er 2x40 mín., framlenging 2x10 mín., síðan víta- spyrnukeppni þar til úrslit fást. Bikarkeppni KKI DREGIÐ hefur verið um það, hvaða lið leika saman í fyrstu umferð bikarkeppni Körfuknatt- leikssambands íslands, en hún mun hefjast i byrjun marz n.k. 1 fyrstu umferð leika saman: UMFG — Haukar UMFN — Snæfell KR — Fram ÍR — ÍS Fjögur lið: Valur, Armann, HSK og UMFS sitja yfir í fyrstu umferð. Júgóslavar íúrslitHM JOGÓSLAVAR tryggðu sér þátttökurétt meðal hinna 16 þjóða, sem leika til úrslita í heimsmeistarakeppninni i knattspyrnu í Vestur-Þýzka- landi næsta sumar. Júgóslavía vann Spán með einu marki gegn engu í aukaleik liðanna I Frankfurt I fyrrakvöld og skoraði Katalinski mark Júgó- slavanna á 13. mínútu leiksins. Hann skallaði að marki af stuttu færi, spánski mark- vörðurinn hálfvarði, en Katal- inski fylgdi vel eftir ogrenndi knettinum í netið. Það var mikil stemmning á áhorfenda- pöllunum meðan leikurinn fór fram meðal hinna 63 þúsund áhorfenda, þar af höfðu 20 þúsund komið frá Spáni og Júgóslavíu til að fylgjast með leiknum. Leikurinn þótti góður og spennandi, bæði liðin áttu mörg marktækifæri, en sigur Júgóslavanna þótti fylli- Iega verðskuidaður. HEFUR ÞÚ 40%—70% AFSLÁTTUR UfSOLUMARKMHNN AÐ AUSTURSTRÆTI 22 ???? □ 100% ULLARKÁPUR, BÆÐI KÖFLÓTTAR OG EINLITAR — GÓÐ SNIÐ □ LOÐFÓÐRAÐIR KVENKULDAJAKKAR □ KVENKULDAJAKKAR 100% ULL □ KVENLEÐURJAKKAR □ DRENGJA- OG TELPNA BUXUR ÚR Tery- lene & ull, denim og flaueli □ BLÚSSUR □ DÖMUPEYSUR □ SAMKVÆM- ISBLÚSSUR OG BOLIR □ SAMKVÆMISBUXUR □ SÍÐ PILSQ SÍÐIR KJÓLAR □ SMEKKBUXUR □ HERRASKYRTUR □ BOLIR □ DENIM SKYRTUJAKKAR — MJÖG HENTUGIR FYRIR SKÍTVINNU EF El - ÞÁ ER SVO SANNARLEGA KOMINN TÍMI TIL ÞESS - SLÍK KJÖR BJÓDAST EKKI OFT - JÁ ÓTRÚLEG KJÖR □ FERMINGARFÖT — GOTT SNIÐ —GOTTEFNI □ STAKIR HERRAJAKKAR 100% SKOZKT TWEED — GÓÐ SNIÐ □ FÖT MEÐ VESTI ÚR TERYLENE& ULL MJÖG GÓÐ SNIÐ □ HERRAKULDA JAKKAR100% □ HERRAKULDA JAKKAR, STUTTIR, KÖFLÓTTIR, EINLITIR □ LOÐFÓÐRAÐIR STUTTJAKKAR — FLAUEL f f □ LOÐFÓÐRAÐIR RÚSKINNSSTUTTJAKKAR □ STUTTIR LEÐURJAKKAR . O <0) KARNABÆR ■ AUSTURSTRÆTI 22

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.