Morgunblaðið - 24.02.1974, Page 1

Morgunblaðið - 24.02.1974, Page 1
44 SIÐUR OG LESBOK 56. tbl. 61. árg. SUNNUDAGUR 24. FEBRUAR 1974 Prentsmiðja Morgunbiaðsins Stjórnarmyndun erfið i ísrael Tel Aviv, 23. febr., NTB. EINN helzti leiStogi Likudbanda- lagsins í ísrael, hinn frægi hers- höfðingi Ariel Sharon sagði í dag, að stjórnarandstöðuflokkarnir mvndu steypa úr sessi minni- hlutastjórn þeirri, sem Golda Meir kynni ef til vill að mynda. Krefðust þeir þess, að efnt yrði til nýrra kosninga. Innan Likud-bandalagsins er Þjóðlegi trúarflokkurinn, Verka- mannabandalagið og rétttrúaðir. Hafa foringjar þessara flokka set- 4W» ■ ið á fundum undanfama daga með það fyrir augum að koma sér saman um samsteypustjórn. Golda Meir hafði i dag, laugar- dag, ekki enn gefið upp alla von um að mynda minnihlutastjórn, en hún á erfitt um vik, þar sem Þjóðlegi trúarflokkurinn hefur dregið sig út úr stjórnarsamvinnu og Simon Peres samgönguráð- herra og Moshe Dayan varnar- málaráðherra hafa ákveðið að taka ekki sæti í stjórn hennar. Sovét: Símar hjá Gyðingum teknir úr sambandi Moskva23. febr. AP. SOVÉZK fyrirvöld hafa gengið fram f því af mikilli hörku að skera á símalínur sem tengd eru númerum sovézkra Gyðinga að þvf er heimildir innan samtaka Það er ljúft að taka sund- sprett í heitu vatni laug- anna, enda er ekki annað að sjá en vel fari um sundmanninn, þar sem hann líður um silkimjúk- an flöt vatnsins í Laugar- dalslauginni. Ljósmynd Mbl. Ól. K. M. Solzhenitsyn skoðar hús í Lillehammer Osló, 23. febr., NTB. ÞEGAR Alexander Solzhenitsyn kom sjóleiðis til Oslóar á laugar- dagsmorgun voru ýmsir forsvars- menn rithöfunda og norskra lista- manna á hafnarbakkanum til að fagna honum. Solzhenits.vn hafði skamma viðdvöl í höfuðborginni. Hann hélt síðan með jarnbraut- arlest til Lillehammer og voru i fylgd með honum nokkrir velvild- armenn hans. Við komuna til Lillehammer hafði talsverður mannfjöldi safnazt saman og fagnaði skáldinu, þegar hann sté úr lestinni. í Lillehammer dvelst Solzhenitsyn um óákveðinn tíma. Hann mun skoðaþar nokkur íbúð- arhús, sem honum standa til boða, en fram til þessa hefur hann haft í huga að setjast að í Lillehamm- er, að minnsta kosti um hríð. Af fjölskyldu Solzhenitsyns hefur ekki frétzt alveg nýlega en eins og sagt hefur verið frá, hafa kona hans og börn fengið farar- leyfi frá Sovétríkjunum. Var bú- izt við, að þau kæmu til hans í Kaupmannahöfn, en af því varð ekki. Leiddu menn getur að því, að þau ætluðu að koma til Oslóar í dag, en að líkindum dregst það fram yfir helgi. Segja þeir, sem hafa verið í för með Solzhenitsyn, að hann hafi áhuga á að vera búinn að útvega fastan samastað og búa í haginn, þegar eiginkonan og synir hans komatil hans. Á leiðinni frá Kaupmannahöfn til Oslóar dvaldi rithöfundurinn i klefa sínum. Vörður var ekki við dyrnar og blaðamenn virtu þá beiðni rithöfundarins að láta hann í friði. í morgun snæddi hann i matsal ferjunnar áður en lagzt var að bryggju í Osló. Með bátnum voru aðallega danskir ferðamenn á leið i skíðaleyfi til Noregs, og enda þótt rithöfundur- inn vekti bersýnilega áhuga gesta reyndu menn hvorki að nálgast hann né angra á neinn hátt, segir NTB. sovézkra Gyðinga sögðu frá í dag. Er vitað til að klippt hefur verið á línur hjá að minnsta kosti tíu fjölskvldum, sem hafa eitthvað látið að sér kveða í gagnrýni á yfirvöld og margir tugir fjöl- skyldna af Gyðingaættum hafa árangurslaust reynt að ná sam- bandi simleiðis undanfarna daga, en án árangurs. Við spurnir frá viökomandi hefur ekki fengizt staðfesting á að símarnir hafi ver- ið teknir úr sambandi. Þá telja heimildirnar, sem ofar er vitnað til, að sovézka öryggis- lögreglan muni með ýmsum ráð- um herða sóknina gegn Gyðingum á næstunni og alveg sérstaklega reyrta að halda þeim í skefjum, þegar Henry Kissinger, utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna, kemur i heimsókn til Sovétríkjanna i næsta mánuði. 9 reknir Saigon, 23. febrúar NTB FRÁ því var skýrt í Saigon í daj að Thieu, forseti S-Vietnam: hefði rekið 9 hershöfðingja ú her landsins. Eru aðgerðir þessa settar í samband við breytingarr ar, sem Thieu gerði á stjór landsins á dögunum. Staða brezks iðnaðar betri en búizt var við London, 23. febrúar, AP. TALSMAÐUR félags brezkra iðnrekenda skýrði frá því i dag, að könnun félagsins á stöðu brezkra iðnfyrirtækja vegna þriggja daga vinnuvikunnar, sem verið hefur í gildi síðan um áramót, hefði leitt f Ijós, að staðan væri miklu betri en menn hefðu búizt við. Sagði talsmaðurinn að sökum þess að starfsfólkið legði mun harðar að sér, tækist að ná fjögurra daga framleiðslu á þremur dögum. Sagði talsmaðurinn, að ef verkfall kolanámamanna leystist snemma í marz, myndi iðnaðurinn f heild komast tik tölulega vel út úr kreppunni. Sem kunnugt er höfðu ýmsir af forvígismönnum brezks iðn- aðar spáð þvi, að 3ja daga vinnuvikan myndi verða til þess, að allur iðnaður lamaðist fljótlega, smáfyrirtæki yrðu gjaldþrota og atvinnuleysi stór- ykist. Ekkert af þessu hefur gerzt, að því er ráða má af niðurstöðum könnunarinnár, en hún sýnir, að afköst iðnaðar- ins i heild eru um 70—80% af því, sem þau voru fyrir verk- fallið. Sir Michael Clapham fór- maður félags brezkra iðnrek- enda sagði, að þennan árangur bæri fyrst og fremst að þakka '«? góðri samvinnu starfs- tuiks og stjórnenda fyrirtækja og góðri hagræðingu á vinnu- stöðum. Hann sagði, að verka- fólk hefði fækkað testundum, stytt matartima og gert fleira, sem hefði aukið afköstin mjög mikið. Hins vegar sagði Clap- ham, að leystist verkfallið ekki fljótlega, eða tveggja daga vinnuvika yrði fyrirskipuð, myndi allt fara um koll. 8 fórust San Fransisco, 23. febrúar NTB. ÍTALSKT risaolíuskip, Nai Giovanna, fórst í dag á Kyrra- hafi, eftir að mikil sprenging hafði orðið um borð. 8 af 43 manna áhöfn fórust. Skipið, sem var 133 þúsund lestir að stærð, var á leið frá Los Angeles til Persaflóa. Ritstjóran- um sleppt Atlanta Georgiu, 23. febr. NTB. RITSTJÓRA bandarfska blaðsins Atlanta Constitution var í dag sleppt af ræningjunum, sem námu hann á brott sl. miðviku- dagskvöld. Blað hans greiddi 700 þúsund dollara í lausnargjald. Ræningjarnir sögðust vera fé- lagar f „handurfska byltingar- hernum“ og vildu þeir mótmæla vinstrisinnuðum skrifum f banda- rfskum blöðum. Lögreglan í Atlanta skýrði frá því í morgun að hún hefði hand- tekið hjón nokkur í sambandi við ránið á ritstjóranum, sem heitir Rex Murphy. Ekki var sagt hvort lögreglan hefði fundið lausnar- féð.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.