Morgunblaðið - 24.02.1974, Side 6

Morgunblaðið - 24.02.1974, Side 6
6 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. FEBRUAR 1974 DAGBÓK ÁRIMAÐ HEILLA 75 ára er f dag, 24. febrúar, Herdís Glsladóttir frá Hellnafelli í GrundarfirSi, nú til heimilis að Rauðalæk 19, Reykjavík. Þann 2. febrúar gaf séra Jö- hannes Pálmason saman 1 hjóna- band í Langholtskirkju Sigrúnu Klöru Hannesdóttur og Indriða Hallgrímsson. Heimili þeirra er að Grænuhlið 26, Reykjavík. (Studio Guðm.). FRÉTTIR Sunnudagaskóli Hjálpræðis- hersins er í Kirkjustræti 2 í dag kl. 2, og eru öll börn velkomin. Hið íslenzka náttúrufræðifélag heldur fræðslusamkomu x 1. kennslustofu Háskólans annað kvöld kl. 20.30. Jón Jónsson fil. lic. flytur erindi um eldfjöll og jarðhræringar í Nicaragua, og sýnir litskuggamyndir. Fuglaverndarfélag íslands heldur fund í Norræna húsinu n.k. miðvikudagskvöld kl. 20.30. Grétar Eiríksson tæknifræðingur flytur erindi og sýnír litskugga- myndir. Vikuna 22.—28. febrúar verður kvöld- helgar- og næturþjónusta apóteka í Reykjavík í Re.vkjavíkur- apóteki, en auk þess verður Borgarapótek opið utan venjulegs afgreiðslutíma til kl. 22, alla daga vakt- vikunnar nema sunnudag. 1 KROSSGÁTA ~j Lárétt: 1. ólund 5. grugga 7. mæla 9. samhljóðar 10. stampar 12. róta 13. und 14. títt 15. hallmæla Lóðrétt: 1. lævísa 2. brúka 3. örugga 4. sérhljóðar 6. hrasa 8. saurga 11. fjörugs 14. belti Lausn á síðustu krossgátu. Lárétt: 1. hefja 6. örn 7. farg 9. DD 10. rákinni 12. ár 13. laun 14. nes 15. nugga Lóðrétt: 1. hönk 2. ergileg 3. FN 4. andinn 5. ofraun 8. áar 9. DNU 11. nasa 14. NG IMÝIR BORGARAR Á Fæðingarheímili Reykja- víkur fæddist: Rögnu Bjarn adóttur og Guðmari Magnússyni, Barða- strönd 23, Seltjarnarnesi, sonur þann 18. febrúar kl. 18.50. Hann vó 13 merkur og var 49 sm að lengd. Málfríði Halldórsdóttur og Högna Jónssyni, Keldulandi 5, Reykjavík, sonur þann 18. febrú- ar kl. 04.33. Hann vó tæpar 13 merkur og var 49 sm að lengd. Hjördís Magnúsdóttur og Hálfdáni Helgasyni, Faxatúni 34, dóttir þann 19. febrúar kl. 07.35. Hún vó 13 merkur og var 51 sm að lengd. Hugrúnu H. Ingólfsdóttur og Jónasi Traustasyni, Lundar- brekku 2, Kópavogi, dóttir þann 19. febrúar kl. 12.55. Hún vó 16 merkur og var 51 sm að lengd. Merkjasala á öskudag Árleg merkjasala Rauða krossins verður á öskudaginn (n.k. mið- vikudag) um land allt. Rauði krossinn hafði fyrstu merkjasölu sína árið 1926, og hefur hún síðan verið ein helzta tekjulind félagsins og deilda þess. Veitt eru sérstiik verðlaun þeim, sem flest selja merkin, og voru þau, sem sjást hér á myndinni, söluhæst í fyrra. Þau eru (talið frá vinstri): Eiríkur Friðriksson, Helga Soffía Konráðsdóttir og Einar Ólafsson. í dag er sunnudagurinn 24. febrúar, 55. dagur ársins 1974. Föstuinn- gangur, konudagur, Matthiasmessa, góa byrjar. Árdegisháflæði í Reykjavík er kl. 07.41, síðdegisflóð kl. 19.57. I Reykjavík er sólarupprás kl. 08.54, sólarlag kl. 18.30. Sólarupprás á Akureyri kl. 08.44, sólarlag kl. 18.09. (Heimild: Íslandsalmanakið). Þá kemur Jesús frá Galíleu til Jórdanar, til Jóhannesar, til þess að skírast af honum; en Jóhannes varnaði honum þess og sagði: Mér er þörf að skírast af þér, og þú kemur til mín! En Jesús svaraði og sagði við hann: Lát það nú eftir, því að þannig ber okkur að fullnægja öllu réttlæti. Þá lætur hann það eftir honum. Og er Jesús var skírður, sté hann jafnskjótt upp úr vatninu; og sjá hinmarnir opnuðust fyrir honum, og hann sá Guðs anda stiga ofan eins og dúfu og koma yfir hann; og sjá, rödd af himnum sagði: Þessi er minn elskaði sonur, sem ég hefi velþóknun á. (Mattheusar guðspj. 3. 13—17). SUNNUDA GSBARN ást er... ... að hlusta á málæðið í henni athugasemdalaust TM B.g u S Po». Ofl — All nghtt r.i.rv.d (CN 1973 by lot Ang*l*i Timot I BRIDBE ~| Hér fer á eftir spil frá leiknum milli Finnlands og Tyrklands í Evrópumótinu 1973. Norður. S. K-10-2 H. K-G-8-7-6 T. 8-6 L. 8-6-2 Vestur. S. G-9-4-3 H.Á-10-3 T. Á-K-5-3 L. 4-3 Austur. S. Á-D-8-7-5 H. D-9-2 T. 10-9 L. G-10-7 Suður. S. 6 H. 7-5 T. D-G-7-4-2 L. Á-K-D-9-5 Við annað borðið sátu finnsku spilararnir A-V og þar varð aust- ur sagnhafi x' 2 spöðum, fékk 8 slagi, og vann spilið. Við hitt borðið sátu finnsku spilararnir N-S og þar gengu sagnir þannig: V N A S 1 g P P 2 t D p p P Vestur lét út lauf, sagnhafi drap heima, lét út hjarta, vestur gaf, drepið var í borði með kóngi og tígull látinn út. Sagnhafi drap heima með gosa, vestur drap með kóngi, lét út lauf, sagnhafi drap heima og lét út tígul drottningu. Þetta varð til þess að A-V fengu aðeins 5 slagi, sagnhafi vann spil- ið og fékk 180 fyrir. Samtals græddi finnska sveitin 7 stig á spilinu. Ilún kom í heimsókn á ritstjórnarskrifstofurnar um daginn, þessi litla telpa. Auðvitað varð uppi fótur og.fit, þar sem það er ekki á hverjum degi, að slíkur aufúsugestur kemur í heimsókn. Hún var sett á teppi á mitt gólfið, og þar sat hún góða stund og virti fyrir sér fólkið, sem gekk auðvitað allt í barndóm á stundinni og tók að gefa frá sér alls konar skrýtin hljóð til þess að koma sér 1 mjúkinn hjá þeirri litlu. En hún tók þessu öllu með stillingu og brosti bara út í í annað. Okkur fannst hún svo sæt og ffn, að við ætluðum svo sannarlega ekki að fara að birta myndina á virkum degi. Pennavinir Island Tvær stúlkur á Patreksfirði, sem hafa áhuga á iþróttum og f 1., óska eftir að skrifast á við pilta og stúlkur á aldrinum 14—15 ára. Þær eru: Ingibjörg Valgeirsdóttir, Aðalstræti 17, Patreksfirði og Kristjan a G unnarsdóttir, Aðalstræti 41, Patreksfirði. Svíþjóð Ulf Lundell Blekingegatan 11 v S-11656Stockholm Sverige. Hann er 24ra ára og óskar eftir bréfasambandi við íslendinga. Hann er að reyna að hasla sér völl sem rithöfundur, og eru bók- menntir skiljanlega aðaláhuga- mál hans. Bangladesh Md. Harun-Ar-Rashid Jhenidah Cadet College Hunain House Cadet no. 416 Jessore Bangladesh Hann er 15 ára, safnar frí- merkjum og póstkortum, og hefur áhuga á ljósmyndun. Óskar eftir pennavinum á sama aldri. Md. Ziaul Ahsan Cad^t no 466 Hunain House Jenidah Cadet College Jessore Bangladesh Hann er 15 ára. Áhugamálin eru: Frímerkjasöfnun, dans, ljós- myndun og póstkortasöfnun. [ÁHEIT OC3 C3JAFIR Gjafir og áheit til Ilallgríms- kirkju í Reykjavík. K.Þ. 1000, Nína 500, Unnur 500, Lilja 500, G.G.K. 500, St. E. 5000, Aldis Björk 5000, P.G. 500, Gunn- ar Björnsson 10000, S.G., minn- ingargjöf um foreldra 30000, Guð- munda Júlíusd. 2000, Bjarni Kolb. 1000, St. I. 1000, B.J., til minningar um Sigfús M. Johnsen 10000, J. Sig 1000, Þ. Gr. 2000, Kona í Grindavík 1000, P. Beck 5000, Skírnarbarn 500. Samtals 81000,00. Viðurkennist með einlægu þakk- læti Jakob Jónsson prestur. — Þér talið sem sagt ensku, frönsku, þýzku, ítölsku, spönsku og japönsku? — Já, reiprennandi. — En hvað með hraðritun? — Eins og innfædd. Það var verið að sýna æsispennandi leynilögregluleikrit í leikhús- inu, og var komið að þvf að lögregluforinginn átti að skjóta glæpamanninn. Hann tók í gikkinn. en skotið hljóp ekki af. Hann reyndi öðru sinni, en árangurslaust. Nú var andrúmsloftið orðið óþægilegt i leikhúsinu. Sá, sem lék afbrotamanninn, var búinn að setja sig i lárétta stellingu, en sá eini, sem tók öllu með ró var lögregluforinginn. Hann gekk að „líkinu“, beygði sig yfir það, og sneri sér síðan að áhorfendum og sagði: — Er það nú aumingi! Hann þoldi ekki einu sinni að sjá byssuna án þess að deyja af hjartaslagi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.