Morgunblaðið - 24.02.1974, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 24.02.1974, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. FEBRÚAR 1974 13 Um þessar mundir sýna fjórir ungir iistmáiarar frá Akureyri myndir sínar í Norræna húsinu. Sýning þeirra stendur yfir tii 26. febrúar, en þetta er í fyrsta skipti sem iistmáiarar utan af landi haida samsýningur í Reykjavík. Þessi sýning er afleiBing af því aÓ fyrir tveimur árum var stofnaó Myndlistarfélag á Akureyri og hieypti þaÓ miklu lífi í myndlistariókun Akureyringa. Má segja aÓ samstarfiB hafi veriB hvatning fyrir hina ýmsu áhugamenn, lærtSa, sem leika og sögóust þeir félagar í rabbi viö okkur vilja hvetja fólk úti á landsbyggöinni til aÓ stofna meö sér slík samtök. MeÖ því móti yr'ði frekar auðið aö koma upp fjölskrúöugu myndlistarlífi úti á landi en ella. SögBu þeir aÓ það ætti ekki aÖ vera þörf á því aÖ flytja til SuÖurlands, þótt menn vildu taka listmálun alvar- lega. Fara hér á eftir viðtöl við þessa drífandi norÖan- menn: ~ sllkt. Þá var ég farinn að leika mér með olíukrítarliti." ..Hvernig datzt þú ofan á olíu- krítina?" ,,Það byrjaði þannig að faðir minn gaf dætrum minum oliukrit. Mér fannst þær skita sig svo mikið út að ég tók af þeim kritina og fór sjálfur að sulla á pappirinn með krítinni. Mér fannst ég geta gert myndir með þessum kritum og siðan hef ég eingöngu notað kritina, þó mér finnist ég eiga margt ólært með henni ennþá " „Hvert sækir þú þinar fyrir- myndir?" „Ég sæki þær i minn hug- myndaheim. Þegar ég byrja að gera mynd. hef ég yfirleitt ekki nein áform uppi um það hvað ég ætla að gera. Ég skipulegg ekki litavalið, þetta kemur svona af sjálfu sér í leiknum með þvi að hræra og grauta i litunum. Kannski liða 2—3 timar áður en ég sé nokkra mynd þó ég rýni og rýni í langan tima i litinn, en þegar ég finn mynd, fer ég að nostra við hana og framkalla það sem hefur komið fram." „Hvar vinnur þú?" ..Ég vinn á eldhúsborðinu og þegar ég geri stærri myndir, legg ég þær ofan á spónaplötur." „Aldrei rifrildi við konuna út af eldhúsborðinu?" „Nei. nei, ég byrja aldrei fyrr en eftir kvöldmat. Ég hef óskap- lega gaman af þessu þó mér finn- ist ég ekki kunna nokkurn skap- aðan hlut. Það situr fyrir að leika sér að litunum og mér finnst bezt að hafa það þannig. Ég er bara að þessu fyrir sjálfan mig, þótt það hafi verkast þannig að maður hafi farið að halda sýningar þegar myndir eru farnar að hlaðast upp." „ÉG hef farið á nokkuð mörg myndlistarnámskeið", sagði Ingi örn, 28 ára gamall listmálari, þegar við röbbuðum við hann á sýningunni í Norræna húsinu, en hann kvað þessi námskeið hafa verið haldin á Akureyri. Ingi Örn vinnur i banka á Akureyri og er einnig með innrömmunarverk- stæði. „Ég byrjaði að mála að ráði fyrir einu og hálfu ári." sagði hann, „en ég byrjaði reyndar að fikta fyrir 5 árum." „Hvar velur þú þér fyrirmynd- ir?" „Fyrirmyndirnar skiptast i þrjá flokka, veggskreytimyndir, sem eru upphleyptar myndir og mynd- ir úr jarðfræði og stjörnufræði. Veggskreytimyndirnar hafa m.a. orðið til vegna þess að ég hef eignast hluti. Myndin af trúðin- um varð t.d. til vegna þess að ég eignaðist banakringlu úr kind og fannst hún lik totulaga munni á trúð. Ég klauf beinið i tvennt og gerði myndina út frá þvi. Þá nota ég einnig hrúðurkarla og hval- bein. Krónan i blómunum hjá mér er t.d. hriggjarliður úr hval. Þá er mynd, sem heitir Músaveizlan, útskorin i pappa og tré. f einni myndinni, Fiskamyndinni. nota ég t.d. fatatölur, vírnet og þannig mætti nefna sitthvað fleira." „Þú notar sérstakan grunn i máluðu myndirnar." „Já, allar myndirnar eru mál- aðar á sand, sem stráð hefur verið á límborið masonitt". „Hvernig vinnuaðstöðu hefur þú?" „Ég er að byggja og þegar þvi er lokið fæ ég betri vinnuað- stöðu. Ég mála helzt þegar ég kem heim úr vinnunni og svo um helgar og á fridögum. Ekki mála ég þó lengi fram yfir miðnætti, þvi ég vil ekki mála syfjaður." „Hvernig taka Akureyringar heimamönnum i málaralist?" „Ég býst við að Akureyringar kaupi fremur myndir af heima- mönnum en aðkomum önnum. Við þurfum ekki að kvarta á okk- ar sýningum. f sumar fékk ég 1400 manns á mina sýningu og seldi 14 myndir, svo ég get verið ánægður. Annars langar mig til að sinna þessu eingöngu, en það verður allt að hafa sinn gang. Mér er full alvara með þessu og svo verður þróunin að skera úr". Músaveizlan. Sumar i túni. Mánaskin. sýna i Norræna húsinu um þessar mundir. Móðir hans, teiknikenn- arinn, er Ragnheiður Valgarðs- dóttir, og faðir hans Veturliði Gunnarsson listmálari. „Ég er búinn að mála anzi mik- ið alveg frá því ég var í barna- skóla," sagði Valgarður þegar við „Að leika sér að litunum” „ÉG hef ekki stundað neitt mynd- listarnám eða farið á nein nám- skeið varðandi slíkt. Ég reyndi einu einni eitt námskeið, en mér leiddist svo að ég hætti. Mér fannst ég ekki ná neinu út úr bví. Hins vegar er móðir min teikni- kennari og hefur sagt mér nokk- uð til." Sá er þetta mælir heitir Valgarður skirður Stefánsson Veturliðason, 28 ára Akureyring- ur, einn af fjórmenningunum sem röbbuðum við hann. „Ég sullaði þá, bara sullaði. Faðir minn gaf mér oft liti og í mörg ár reyndi ég að gera ýmsar kúnstir með litina, geri reyndar enn þann dag i dag. Ég grautaði oft með fingrunum i iitunum og jafnvel fótunum. I mörg ár sá ég þó aldrei neinar myndir út úr þessu. Það var ekki fyrr en fyrir þremur árum að ég fór að sjá eitthvað út úr þessu og gat farið að sýna öðrum sem Ingi Örn við eina veggskreyti- mynd sina, Liljur vallarins „Og svo verður þró- unin að skera úr” Valgarður við mynd sína, Framtíðarspá Gömul minning. Skofffn ívígahug.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.