Morgunblaðið - 24.02.1974, Qupperneq 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. FEBRÚAR 1974
874 ÍSLAND
874 fSLAND 1974
874 fSLAND 1974
874 ÍSLAND 1974
I
S
L
A
N
D
1974
Þannig Hta nýju frlmerkin 11 út. Þau fyrstu koma á markað 12. marz n.k. en þau
sfðustu um miðjan júlí.
r
1100 ára afmæli Islandsbyggðar:
Eitt frímerki fyrir hverja öld
MEÐAL þess, sem mun minna
íslendinga og um leið útlendinga
á 1100 ára Íslandsbyggð eru 11 ný
frímerki — eitt frímerki fyrir
hverja öld —, sem koma út á
árinu. Fyrstu fjögur merkin
verða gefin út þann 12. marz
næstkomandi og síðan koma 4 í
byrjun júní og síðustu þrjú
merkin koma sfðan út um miðjan
júlí. „Allt hefur verið gert til
þess að gera útgáfu þessa sem
vand aðasta og póstþjónustan
hefur haft sér mjög góða menn til
aðstoðar," sögðu þeir Jón
Skúlason, póst- og sfmamálastjóri
og Rafn Júlfusson, póstmálafull-
trúi, þegar við ræddum við þá um
nýju frímerkin í gær.
Þeir sögðu, að útgáfa þjóð-
hátíðarmerkjanna hefði fyrst
borið á góma í ársbyrjun 1971,
með því að þjóðhátíðarnefnd
hefði haft samband við Póst- og
símamálastjórnina um útgáfu
merkjanna. Var þjóðhátíðarnefnd
strax gefið jákvætt svar, og síðan
barst bréf frá nefndinni, þar sem
farið var fram á að merkin yrðu
11 og hvert merki táknaði merkan
atburð hverrar aldar.
„Sfðast á árinu 1971 hélt þjóð-
hátiðarnefnd fundi með okkur og
einnig í ársbyrjun 1972. Aþessum
fundum fóru hugmyndír um
merkin að koma fram, og á miðju
árinu ákváðum við að ieita til dr.
Selmu Jónsdóttur, forstöðumanns
Listasafns ríkisins eftir listfræði-
legri aðstoð," sagði Jón Skúlason
og bætti við, Selma tók strax vel í
þetta og útvegaði okkur til
aðstoðar tvo af nefndarmönnum
Listasaf nsins listmálarana
Jóhannes Jóhannesson og Stein-
þór Sigúrðsson. Þeir félagar
gengu rösklega til starfa óg fljót-
lega var ákveðið í samráði við
þjóðhátiðarnefnd, að fyrirmyndir
af merkjunum skyldu vera lista-
verk, sem þegar væru til, enda
voru allir sammála um, að þjóðin
hefði átt það marga góða lista-
menn gegnum söguna.“
Fljótlega var ákveðið, að
merkin yrðu númeruð með róm-
verskum tölum frá I—XI og þjóð-
hátíðarnefnd lagði okkur til
myndefni, sem er landnámið,
landtakan, stofnun alþingis og
allsherjarríkis, kristnitakan og
stofnun Skálholtsdóms, róstu-
sama tfmabilið eða Sturlunga-
öldin, ritöldin, konan í íslenzku
sögunni, trúin, 300 ára afmæli
Hallgríms Péturssonar, 18. öldin
og uppgangur á 19. öld.
Þegar hér var komið sögu,
sögðu þeir Jón og Rafn, þurfti að
fara velja myndir á merkin. Það
verk önnuðust þeir Steinþór og
Jóhannes, ásamt frímerkjanefnd
rikisins, en hún er skipuð af ráð-
herra og í henni eru J ón Skúlason
póst- og símamálastjóri, Rafn
Júlíusson póstmálafulltrúi, Gísli
Sigurbjörnsson forstjóri,
Höskuldur Ölafsson bankastjóri
og Sigurður Þorsteinsson
kennari, en þrir síðasttöldu eru
allir kunnir af frímerkjasöfnun.
— Á fyrsta merkið, sem táknar
landnámið, verðgildi 10 krónur,
var valið teppi ofið af Vigdísi
Kristjánsdóttur, eftir frummynd
Jóhannes Briem. Annað merkið,
verðgildi 13 krónur, táknar
stofnun Alþingis og allsherjar-
ríkis á íslandi. Sýnir það Grím
geitskó við Þingvelli og er eftir
málverki Jóhannesar Jóhann-
essonar. Þriðja merkið táknar
kristnitökuna og stofnun Skál-
holtsskóla, verðgildi 30 krónur.
Er það gert eftir altaristöflu í
Skálholtskirkju, sem er gerð af
Nínu Tryggvadóttur. Sæmundur
á selnum er svo fjórða merkið, að
verðgildi 70 krónur, Táknar þetta
merki ritöldina og er gert eftir
höggmynd Asmundar Sveins-
sonar. Þessi fjögur merki koma út
12. marz n.k.
Merki númer fimm, sex og sjö
koma síðan út i byrjun júní.
Merki númer fimm ber nafnið
„Ut vil ek“ og táknar hið róstu-
sama tímabil Sturlungaaldar-
innar, og verðgildi þess er kr.
17,00. Er það merki gert eftir
teikningu Þorvalds Skúlasonar.
Sjötta merkið sem táknar rit-
öldina er gert eftir mynd úr Flat-
eyjarbók og er verðgildi þess kr.
25. Sjöunda merkið er „Eigi skal
gráta,“ verðgildi kr. 1,00 og
táknar það konuna í íslenzku
þjóðfélagi á fyrri tímum. Á það
merki var valinn altarísklæðn-
aður, frá Stafafelli i Lóni.
Síðustu merkín fjögur að tölu
eiga svo að koma úl um míðjan
júlí. Fyrsta merkið, sem er númer
átta í seríunni, er mynd af Guð-
brandi Hólabiskupi, að verðgildi
kr. 15. Merkið er gert eftir mál-
verki af Guðbrandi biskupi, sem
geymt er á Þjóðminjasafninu og
er talin fyrsta portrett mynd, sem
gerð. hefur verið af íslendingi.
Níunda merkið, minnir á 300 ára
afmæli Hallgríms Péturssonar. Er
það að verðgildi kr. 20, og er gert
eftir steindri glermynd, sem
Gerður Helgadóttir hefur gert og
er í Hallgrfmskirkju í Saurbæ á
Hvalfjarðarströnd. Tíund merkið
að verðgildi kr. 40 minnir fólk á
18. öldina og er það merki í tíðar-
anda „innréttinganna".
Utskurður frá 18. öld var valinn á
myndina. Ellefta frímerkið, að
verðgildi kr. 60, og það siðasta í
landsbyggðarsögunni á að minna
á þær miklu framfarir, sem áttu
sér stað á 19. öidinni og hvað
sjávarútvegurinn fór þá að hafa
mikla þýðingu fyrir íslendinga.
Er merkið gert eftir lágmynd
Sigurjóns Ölafssonar, sem er í
Sjómannaskólanum og sýnir fólk
við fiskvinnu.
Sögðu þeir Jón og Rafn, að þeir,
sem séð hefðu frímerkin væru
mjög ánægðir með þau, og hefði
þessi góði árangur náðst með sam-
starfi fjölda manna. Til dæmis
hafí verið haft sambarid við
biskup um atriði, sem snertu
kirkjuleg atriði.
Ennfremur sögðu þeir, að nota
ætti sérstakan póststimpil á póst-
húsum á þessu þjóðhátíðarári. A
stimplinum verður 1100 ára
merki íslandsbyggðar og orðin
„Hátíð til heilla“. Þessi stimpill,
sem gerður er í Englandi er ekki
enn kominn til landsins, vegna
tafa á afgreiðslu í Englandi. Þá er
ákveðið að hafa opið pósthús á
Þingvöllum á sjálfan hátíðar-
daginn, og verður notaður sér-
stakur hátíðarstimpill. Einnig
hafa borizt óskir frá ýmsum
stöðum á landinu, um að hafa
opin pósthús á þeim stöðum, þar
sem 1100 ára afmælinu verður
fagnað. Sums,Staðar er auðvelt að
koma því við, en á öðrum stöðum
verra. Þá hafa verið uppi hug-
myndir um það, að hestamenn
færu í póstferð á hestum frá Aust-
fjörðum til Suðurlands eða
jafnvel í kringum landið, én
ekkert er ákveðið í því efni enn.
Þ.O.
r
Jón Skúlason, póst- og símamálastjóri og Rafn Júlíusson, póstmála-
fulitrúi virða fyrir sér fyrstu arkirnar af þjóðhátfðarfrímerkjunum
Ljósm. Mbl.: Öl. K. M.
ít,
A\12.ll11974/5
U
Sérstakur útgáfudagsstimpill verður notaður þegar merk-
in koma út og hér sjáum við útgáfudagsstimpilinn, sem
verður notaður 12. marz.