Morgunblaðið - 24.02.1974, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. FEBRUAR 1974
17
Aðalbjörg Sigurðar-
dóttir—Minningarorð
Þegar ég frétti að Aðalbjörg
væri flutt, fannst mér ég verða að
senda henni kveðju. Þegar ég lít
yfir liðin ár finnst mér undrum
sæta hve miklu hún hefur afrék-
að á undanförnum árum og hve
störf hennar hafa verið marg-
þætt.
Fjórtán ára fór hún í Kvenna-
skólann á Akureyri og útskrifað-
ist þaðan eftir tveggja vetra nám.
Næst liggur svo leið hennar til
Hafnarfjarðar í kennaradeild
Flensborgarskólans. Hún mun
hafa tekið próf þaðan 1915. Næsta
vetur er hún svo i Mjólkurbús-
skólanum á Hvítárvöllum. Næstu
sumur er hún rjómabússtýra, en á
vetrum kennari, fyrst heimilis-
kennari, en frá 1908—1918 fastur
kennari við barnaskólann á Akur-
eyri.
Árið 1918 giftist hún Haraldi
Níelssyni prófessor. Haraldur var
þá ekkjumaður og fimm barna
faðir, og voru sum barna hans
mjög ung. Heimilið var umfangs-
mikið, en móðir Aðalbjargar og
fóstra fluttust með henni. Það
þurfti útsjón og umhyggju til að
annast slíkt heimili. því aldrei
voru efnin mikil. En þetta bless-
aðist allt. Að vísu voru gömlu
konurnar til léttis fyrst í stað, en
er ellin sótti að þeim varð að hlúa'
að þeim eins og börnum. Báðar
dóu þær á heimili Aðalbjargar.
Eftir að Aðalbjörg kom suður
var hún í Guðspekifélaginu og
flutti þar oft ræður, sem vöktu
mikla athygli. Mun sú hugsun
hafa vaknað hjá mörgum sem á
hlustuðu að þar mundi verða góð-
ur liðsmaður, hvaða málum sem
hún sneri sér að, hvort sem um
væri að ræða veraldleg eða andleg
mál. Var því af ýmsum leitast við
að fá hana til þess að gefa sig að
stjórnmálum. En hún neitaði að
ganga í stjórnmálaflokk og gegna
flokksaga.
Prófessor Haraldur andaðist
1928. Það er ekki fyrr en eftir lát
hans sem hún fór nokkuö að ráði
að vinna að opinberum málum. Þó
var hún 1924 ein af stofnendum
Barnaheimilisins Sumargjafar og
þá kosin í stjórn. Hún fór úr
stjórninni eftir tvö ár, en var aft-
ur kosin í stjórnina árið 1940 og
er hún var áttræð var hún enn i
stjórninni. Árið 1930 var hún
skipuð skólanefndarformaður
Barnaskóla Reykjavíkur. Gegndi
hún þvi starfi þar til lögum um
skólanefndir var breytt.
Aðalbjörg sat í bæjarstjórn sem
varamaður á lista Framsóknar-
flokksins tvö kjörtímabil, en gekk
í bæði skiptin inn sem aðalmaður
skömmu eftir kosningarnar. Þá
var hún formaður þeirrar nefnd-
ar sem samdi fyrst frumvarpið að
barnaverndarlöggjöf á íslandi og
starfaði þar í mörg ár.
Árið 1943 tók hún við for-
mennsku í Bandalagi ísl. kvenna
af frú Ragnheiði á Háteigi. Þar
var hún formaður allt til ársins
1967, að hún baðst undan endur-
kosningu. Þá hefur hún starfað í
áfengisvarnanefnd og var henni
vel ljóst bölið sem af áfenginu
leiðir. Hún var ein af stofnendum
Mæðrastyrksnefndar og vann þar
mikið starf í mörg ár. Hún átti
sæti í stjórn skipaðri milliþinga-
nefnd í skólamálum á árunum
1943—1948, er samdi þágildandi
fræðslulög.
Ég veit að það er hægt að telja
mörg fleiri störf, sem hún hefir
lagt hönd að, en ég læt aðra um
það. Enn eru ótaldir allir, bæði
karlar og konur, sem leituöu til
hennar með ýmis vandamál. Hug-
ur hennar var alltaf ríkur að sam-
úð og skilningi til samferðamann-
anna, sem urð”. á leið hennar.
Hún var alltaf boðin og búin að
veita þeim uppörvun og styrk.
Hún hafði ávallt lifandi áhuga á
þeim málum, sem landi og þjóð
mátti verða til framgangs og
heilla. Ilún studdi hvert gott mál-
efni án tillits til þess af hvaða
flokki það var borið fram. Mér er
til efs að við konur gerum okkur
enn grein fyrir þvi hvað við eig-
um henni mikið að þakka. Starf
hennai' í þágu kvenréttindamála
hefir orðið okkur mikill styrkur,
svo oft kom hún fram á opinber-
um vettvangi sem fulltrúrokkar.
Börnum hennar Bergljótu og
Jónasi sendum við hjónin samúð-
arkveðjur.
Það var henni að þakka að við
kynntumst árið 1944. Síðan hefir
sú kynning haidist og aldrei borið
skugga á. Aðalbjörg var tryggur
og sannur vinur vina sinna. Ég og
fjölskylda mín þökkum henni og
biðjum henni blessunar inn í
hinn nýja heim.
Elínborg Lárusdóttir,
Frú Aðalbjörg Sigurðardóttir
andaðist hinn 16. febrúar sl. á
áttugasta og áttunda aldursári.
Hún hafði verið heilsuhraust
fram á elliár, þar til hún veiktist
fyrir nærri þrem árum. Síðustu
tvö árin var hún á Elliheimilinu á
Akureyri og naut þar hinnar
beztu aðhlynningar allt til leiðar-
loka.
Frú Aðalbjörg hafði, er hún lézt,
verið meðal kunnustu kvenna
landsins um meir en hálfrar aldar
skeið. Hún var í fremstu fylkingu
þeirra íslendinga, sem mestan
þátt hafa átt í endurreisn þjóðar-
innar.
Frú Aðalbjörg var fædd að
Miklagarði i Eyjafirði hinn 10.
janúar 1887, og voru foreldrar
hennar Sigurður Ketilsson bóndi
þar og kona hans, Sigrfður Ein-
arsdóttir. Voru þau hjón komin af
kjarnmiklum bændaættum.
í ættir fram var frú Aðalbjörg
komin af mörgu merkisfólki, sem
gat sér góðan orðstir i sögu lands-
ins. Náfrændur frú Aðalbjargar
voru þeir bræður Hallgrímur, Sig-
urður og Aðalsteinn Kristinssyn-
ir, framkvæmdastjórar Sambands
ísl. samvinnufélaga. Ætt þeirra
bræðra er rakin mjög ítarlega í
ævisögu Hallgríms Kristinssonar
eftir Jónas Þorbergsson ritstjóra,
sem birtist í Andvara árið 1929, í
54. árgangi. Verður ætt frú Aðal
bjargar því ekki rakin nánar hér.
Það var köllun frú Aðalbjargar
að afla sér menntunar. Hún tók
próf frá Kvennaskólanum á Akur-
eyri eftir 2ja ára nám, 16 ára göm
ul, og kennarapróf frá Flens-
borgarskóla i Hafnarfirði 18 ára.
Fýrstu námsför sína til Norður-
landa fór hún 23 ára.
Éfe leyfi mér að taka upp kafla,
lítið eitt breyttan, úr afmælis-
grein, sem ég ritaði um frú Aðal-
björgu áttræða:
Árið 1918 giftist hún Haraldi
prófessor Níelssyni, miklum
predikara og mælskumanni.
Haraldur var einn af aðalstofn-
endum Sálarrannsóknarfélags ís-
lands árið 1918 og talinn meðal
fremstu og lærðustu kennimanna
sinnar samtíðar.
Frú Aðalbjörg hafði þá þegar
brennandi áhuga á trúmálum,
fræðslumálum og jafnrétti
kvenna.
Séra Haraldur hafði gefið út
fyrr á árum með öðrum tímaritið:
„Verði ljós“. Segja má með sanni,
að í anda þessara orða sköpunar-
sögunnar hafi þau hjónin, Harald-
ur og Aðalbjörg, starfað. Aðal-
björg missti mann sinn eftir 10
ára sambúð árið 1928.
xxx
Frú Aðalbjörg hefur flutt
fjölda erinda, m.a. um guðspeki,
kenningar Krishnamurtis, spíri-
tisma, fræðslu- og uppeldismál,
réttindi kvenna og fleira. Sum
þessara erinda hefur hún flutt í
útvarpið og sum hafa birzt í
blöðum og tímaritum. Auk þess
hefur hún þýtt nokkrar bækur á
íslenzku.
Frú Aðalbjörg var afburða-
snjall ræðumaður og fyrirlesari.
Hún hafði skæran og fallegan
málróm og flutti mál sitt jafnan
af sannfæringarkrafti ög rök-
festu, svo að áheyrendur fundu,
að hún ræddi um málefni, sem
vert var að gefa gaum og veita
brautargengi. Hún var kvenna
fróðust og skemmtilegust í um-
gengni og treysti áæðri forsjón.
Frú Aðalbjörg var ósmeyk við
að segja álit sitt á mönnum og
málefnum. Ekki gætti fordóma
eða ofstækis í skoðunum hennar
og vildi hún ætið hafa það, sem
sannara reyndist, þótt það kynni
að brjóta í bága við fyrri skoðanir
hennar eða álit.
Frú Aðalbjörg var kennari að
menntun og hafði allt frá
unglingsárum fengizt meira og
minna við kennslustörf. Hún fór
margar ferðir til útlanda tíl þess
að kynna sér fræðslumál barna og
önnur skyld málefni, svo sem
barnavernd.
Hún var í mörg ár formaður
skólanefndar barnaskólanna í
Reykjavík og síðar skólanefndar
Laugarnesskóla og formaður
milliþinganefndar, sem samdi
uppkast að iögum um barna-
vernd.
xxx
Allt frá þvi að ísak heitinn
Jónsson skólastjóri hóf starfsemi
smábarnaskóla síns, m.a. til
lestrarkennslu með hljóðaðferð-
inni, sem hann laðaði að islenzku
málfari, árið 1926. var frú Aðal-
björg prófdómari við skólann og
átti náið samstarf við hann um
nýjungar í skólamálum. Einnig
var hún varaformaður i stjórn
Barnavinafélagsins Sumargjafar
um langt skeið, er ísak var for-
maður.
Eftir 20 ára starfsemi skólans
árið 1946 treystist ísak ekki til að
reka skólann lengur á eigin spýt-
ur vegna ört vaxandi dýrtíðar. Að
tillögu ísaks var skólanum þá
breytt í sjálfseignarstofnun með
framlögum og atbeina þeirra for-
eldra, sem áttu börn í skólanum.
Var þá kosin skólanefnd fyrir
sjálfseignarstofnunina Skóla
isaks Jónssonar. Frú Aðalbjörg
var kosin í nefndina og síðan end-
urkjörin. Þar átti hún sæti,
meðan heilsan entist, fram yfir
85. aldursár sitt, eða i 25 ár.
I skólanum eru nú 540 börn á
aldrinum 5—8 ára. Skólastjóri er
Anton Sigurðsson. Vil ég í nafni
skólans sem formaður skóla-
nefndarinnar þakka henni holl
ráð og ágætt samstarf um fjórð-
ung aldar:
Frú Aðalbjörg var um margra
áratuga skeið prófdómari við
ýmsa barnaskóla i Reykjavik.
Hún átti sæti í milliþinganefnd,
sem samdi uppkast að núverandi
fræðsluiögum á árunum
1943— 48.
XXX
Frú Aðalbjörg hafði mikinn
áhuga á kvenréttindamálum og
fræðslumálum kvenna og átti þar
samleið með móður minni, Guð-
rúnu Pétursdóttur, og öðrum góð-
um konum, sem þar voru i for-
ustu. Heyrði ég móður mína
heitna oft minnast frú Aðalbjarg-
ar lofsamlega i sambandi við þessi
mál. Mun þeim aldrei hafa orðið
sundurorða og voru þær þó báðar
skapmiklar konur. Frú Aðalbjörg
var formaður Bandalags kvenna
rúma tvo áratugi og heiðursfélagi
Kvenréttindafélags Islands og
Sumargjafar.
Fullt jafnrétti kvenna þykir nú
svo sjálfsagt hér á landi, að ekki
þurfi orðum að því að eyða, en
það hefði þó ekki fengizt nema
vegna þess.að kvenskörungar eins
og Þorbjörg Sveinsdóttir ljósmóð-
ir og frú Aðalbjörg Sigurðardóttir
störfuðu að því af þrautseigju og
einlægum hug að afla konum
jafnréttis og tryggja jafnréttið og
sýndu um leið í verki, að þær voru
sjálfarekki eftirbátar þeirra karl-
manna. sem fremstir voru.
xxx
Þeim Aðalbjörgu og Haraldi
prófessor varð tveggja
barna auðið: Jónasar Haralz hag-
fræðings, bankastjóra Lands-
banka íslands, sem kvæntur er
Guðrúnu Þorgeirsdóttur húsa-
smiðameistara á Húsavík, er hún
af Illugastaða- og Reykjahlíðarætt
—, og Bergljótar, konu Bjarna
læknis Rafnar. Auk þess átti
Aðalbjörg fimm stjúpbörn frá
fyrra hjónabandi eiginmanns
hennar.
í lífi frú Aðalbjargar Sigurðar-
dóttur skiptust á skin og skúrir
eins og i lífi annarra dauðlegra
manna.
Samferðamennirnir minnast
hennar með þakklæti sem mikil-
hæfrar konu, sem mörgu góðu
hefur til leiðar komið og hefur
sizt látið sitt eftir liggja tilþess að
á landi hér gætu rætzt orðin
„Verði ljós“.
Störf frú Aðalbjargar Sigurðar-
dóttur munu varpa ljóma á nafn
hennar í fslandssögunni á ókomn-
um öldum.
Megi rætast vonir hinnar góðu
og göfugu konu um endurfundi
við látna ástvini i æðri og betri
veröld.
Sveinn Benediktsson.
Kveðja og þakkir fyrir
samstarf.
Síminn hringdi tilmín á laugar-
dagsmorgun 16. þ.m. og sonur
minn spurði hvort ég væri búin að
lesa Morgunblaðið. Nú hefur vin-
kona þín Aðalbjörg fengið hvíld-
ina. Þessi fregn kom mér ekki á
óvart, en hún þýddi það að nú var
ein merkasta kona landsins
horfin heim til -G uðs síns •
og án efa til mikilla og
góðra stai'fa Guðs um víð-
an geim. Þessi fáu orð mín eru
þakkir til elskulegrar vinkonu
fyrir ógleymanlegar samveru-
stundir í 35 ár er við áttum oft
náið samstarf í hinum mörgu fé-
lögum. Aðalbjörg var mikill for-
ingi og forgöngukona á öllum
þeim sviðum mála er hún kom að
á sinni löngu og viðburðariku
ævi. Sökum gáfna og meðfæddrar
lipurðar í samvinnu. Þótti málum
betur borgið ef Aðalbjörg var
með í ráðum.
Aðalbjörg var kennari að
mennt. Hún var alltaf að mennta
sig fram á síðustu ár, með lestri
góðra bóka. Margar bækur og
greinar þýddi hún sérstaklega ef
hún hélt sig vinna góðum málstað
gagn með því. Það voru ekki pen-
ingarnir sem Aðalbjörg hugsaði
um. Hugurinn stefndi að hærra
marki. Að verða til góðs fyrir
þjóðina. Leiðir okkar Aðalbiargar
lágu strax sarnan er ég fór að
starfa í hinum mörgu félögum,
varð ég arftaki hennar í sumum,
svo sem Barnaverndarnefnd og
Mæðrastyrksnefnd. í K.í. og
Bandalagi kvenna var ég með
henni i 18 ár. Mætti segja
að Aðalbjörg hafi í þessum tveim
siðastnefndu félögum tek-
ið sér kennslustarfið og jafn-
vel móðurhlut verkið gagn-
vart mér. Þá var nú pólitikin oft
viðkvæmt mál og kröfurnar harð-
ar á þá sem réðu bændum; þoldí
ég vist ekki mikið án þess að
nokkur hávaði hlytist af. Aðal-
björg var ekki í mjnum flokki,
aldrei sleppti hún þó af mér hend-
inni. Sagði svo oft á eftir: ösköp
þykir þér vænt um framfærslu-
mál Reykjavfkur. Gerði hún þetta
á svo lipran og snilldarlegan hátt
að eftir að ég þroskaðist hef ég
dáðst enn meira að henni. Minn-
ingarnar leita á mig hver af ann-
arri, að vera með Aðalbjörgu
bæði utan lands og innan.
Það voru miklar ánægjustundir
og brunnur fróðleiks um menn og
málefni því frásagnargáfan var
frábær.
Sumum virtist Aðalbjörg svolít-
íð hrjúf \ið fyrstu sýn, þeir sem
þekktu hana vissu hve heitar til-
finningar og heitt hjarta hún bar
undir skelinni. Það fundu börnin
hennar, ættingjar og tengdafólk
sem hún umvafði elsku sinni frá
því elsta til hins yngsta. Öllu
þessu fölki sendi ég mína dýpstu
samúðarkveðjur og bið að það
megi um mörg ár ylja sér við eld
minninganna. Mér koma í hug orð
norsks sóknarprests er hann 1913
talaði fyrir minni fjölgáfaðrar
konu á sama sviði og vinkoma min
Aðalbjörg og gætu þessi orð lika
átt við Aðalbjörgu. Presturinn
sagði: „Það er mikið að vera lista-
maður. Við litum upp tíl virkilegs
listamanns með aðdáun og virð-
ingu en það mesta og stærsta er
að verða lffslistamaður eins og
Maria er. Við stöndum því
frammi fyrir henni með viuðingu
og miklu þakklæti. Manneskju
sem hefur af Guði lært iffslistina
og útfært hana til okkar eins og
hún hefur gjört." Þannig er Aðal-
björg i minum huga nú á kveðju-
stundinni.
Þegar ég kveð Aðalbjörgu vin-
konu mína þá er mér jafn ríkt i
huga að þakka henni þær stundir
sem við nutum saman í gleði eins
og þær er hún studdi mig í sorg
minni. Hún var skilningsrík og
fór mjúkum höndum um sárið. Og
sú er trú mín, að himininn launi
henni allt það góða er hún gerði á
jörðinni og endurfundurinn við
alla vinina er bíða hennar i varpa
verði dýrðar dagur þar sem harp-
an hljómar:
Hærra, minn Guð, til þín, hærra
tílþín.
J ónína G uðmundsdóttir.
Kveðja frá Bandalagi
kvenna í Reykjavík.
Aðalbjörg Sigurðardóttir er lát-
in. Með henni er fallin frá ein af
öndvegiskonum þjóðarinnar. Hún
var ein af þeim konum þessarar
aldar, sem með óeigingjörnu
starfi sínu i þágu menningarmála
mörkuðu djúp spor i þjóðlifið.
Undanfarna hálfa öld var hún i
broddi fylkingar þeirra kvenna,
sem ötulast hafa barizt fyrir rétt-
indum og menntun kvenna í
þessu landi.
Aðalbjörg fæddist að Mikla-
garði i Saurbæjarhreppi í Eyja-
firði 10. jan. 1887. Foreldrar
hennar voru Sigurður Ketilsson
bóndi og kona hans Sigrfður Ein-
arsdóttir.
Snemma bar á menntaþrá og
gáfum Aðalbjargar og tók hún
kennarapróf frá Flensborgarskói-
anum 1905. Eftir það gerðist hún
kennari við barnaskóla Akureyr-
ar í 10 ár og gat sér hið bezta orð
sem kennari. Einnig lauk hún
prófi frá Mjólkurskólanum að
Hvítárvöllum.
Árið 1910 fór hún til Svfþjóðar
til þess að kynna sér uppeldis- og
skólamál þar i landi og síðar til
Englands og kynnti sér þar kenn-
ingar Marie Montesori.
Aðalbjörgu var sem að líkum
lætur trúað fyrir mörgum opin-
berum störfum. T.d. var hún um 7
ára skeið formaður skólanefndar
barnaskólans i Reykjavík, — for-
maður milliþinganefndar, er
samdi lög um barnanefnd. Hún
Framhald á bls. 30