Morgunblaðið - 24.02.1974, Page 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. FEBRUAR 1974
Völundur er enn til húsa í gömlu. rauSmáluðu byggingunni á Klapparstlg 1.
I Ljósm. Sv. Þorm.
Hótel Reykjavík viS Austurvöll, eitt af húsunum, sem Völundur byggði í
Reykjavík
Hurðagerð fer fram í nýrri byggingu I Skeifunni
Breyiingin er eins
og heil skáldsaga
Guðjón Guðjónsson tré-
smiður hefur starfað í Völundi
í nær 50 ár, réðst þangað 1925.
— Fyrsta skilyrði í lífinu er að
hafa gaman af þvf, sem maður
er að vinna, sagði hann. Og ég
hefi alltaf haft gaman af að
vinna, þjóna öðrum og gera
mfn verk eins vel og mér hefur
verið unnt.
Guðjón kom til Reykjavíkur
1918 frá Langanesi, en upp-
runninn er hann á Dalvík. Þá
var kuldalegt á landinu, ís
hafði legið að fyrir norðan
1916, 1917 og 1918, svo alltvar
hvftt og rann saman land og
sjór. Guðjón kom suður með
Sterling um haustið. Þá var
Katla að gjósa. Hann ætlaði að
læra smíðar, en lagðist í
spönsku veikina daginn eftir að
hann steig á land í Reykjavík.
Hann missti því af lærlingsstöð-
unni, sem honum hafði verið
ætluð. En lenti hjá Árna Jóns-
syni í smíðanám, sem tók 4 ár,
sagði hann. Þar útskrifaðistGuð
jón vorið 1923. — Þá fór ég til
sjós, enda gamall sjómaður,
sagði hann. En um veturinn
1925 kom ég til Völundar.
— Breytt? Já, ef maður færi
nú að tala um það, þá yrði það
eins og heil skáldsaga, sagði
hann. Að mörgu leyti er það til
batnaðar. Það eru komnar fjöl-
hæfari og afkastameiri vélar og
nást betri vinnuafköst. Aftur á
móti hefur hávaðinn og hrað-
inn aukizt svo mikið, og það er
lýjandi. Það er ekki alltaf tekið
með í reikninginn að krafizt er
meiri hraða en áður og það er
verra fyrir manninn sjálfan.
— Áður vann maður 10 tíma
á dag og hafði í sig og á. 1937
byrjaði ég t.d. að byggja mér
Framhald á bls.43
Trésmiðirnir
vildu flytja
trésmíðina
inn í landið
Mikið um að vera
þegar skipin komu
Völundur h.f ., eitt af elztu og gam-
algrónustu fyrirtækjum borgarinnar,
er 70 ára á morgun, stofnað 25.
febrúar 1904 af 40 mönnum. sem
flestir voru trésmiðir, í þeim tilgangi
að efla islenzkan iðnað og flytja
trésmíðina inn I landið. En á þeim
tr’ma varnærallt slíkt innflutt. Þetta
tókst svo vel, að innflutningur tilbú-
inna hluta til bygginga, sem árið
1900 nam 117 þúsund krónum, fór
árið 1905 niður I 31 þúsund krónur
og 1910 var hann kominn niður i 2
þúsund krónur, enda var verksmiða
Völundar þá komin í fullan gang. En i
lögum félagsins stendur upphaflega,
að hlutverkið sé að vinna að timbur-
smíði í Reykjavik og efla verzlun
með byggingarvörur. Og hefur það
sannarlega verið gert i 70 ár.
Þessar upplýsingar fékk frétta-
maður blaðsins m.a. hjá forstjórum
fyrirtækisins, þeim Sveini K. Sveins-
syni og Leifi Sveinssyni, er litið var
inn i Völund í tilefni afmælisins.
Fyrirtækið er til húsa á sama stað,
sem það byrjaði, á Klapparstig 1, í
sérkennilégu og fallegu, gömlu húsi
með turni og á turninum skilti með
áletruninni 1904. Þarna var strax í
upphafi starfseminnar keypt lóð, 13
þúsund þverálnir að stærð, og tekið til
við að byggja þar timburverksmiðu
1905, búna beztu tækjum. I byrjun
var verksmiðjan rekin með gufuafli. As
mikill lá eftir endilöngum kjallara verk-
smiðjuhússins og tengdar i hann reim-
ar
Þarna hefur alltaf verið rekin tré-
smiðja og síðustu árin sem sérstakt
fyrirtæki. En í Skeifunni 1 9 hefur nú
verið byggt 3600 ferm. verksmiðju-
hús, þar sem er rekin hurðaverksmiðja
fyrirtækisins, hluti þess notaður fyrir
timburþurrkun og þar er birgða-
geymsla fyrir plötur og timbur.
Völundarmenn hófu í upphafi bygg-
ingu húsa i Reykjavík, og eiga heiður-
inn af mörgum fallegustu, gömlu
byggingunum i bænum. Þeir byggðu
safnhúsið við Hverfisgötu, (slands-
banka, Hótel Reykjavik víð Austurvöll,
Iðnskólahúsið, Gutenberg og gamla
Kleppsspítalann. En þessi starfsemi
lagðist siðar niður. Sýnilega hafa þa?
verið stórhuga og dugmiklir menn,
sem hófu starfsemina i Völundi. En sá
síðasti þeirra, Einar Einarsson, bygg-
ingarmeistari, lézt i fyrra. Nafnið á
fyrirtækinu sóttu þeir í smiðju til
Bjarna frá Vogi.
Upphaflega var enginn fram-
kvæmdastjóri i Völundi, stjórnin sá
sjálf um starfsemina og hélt fjölda-
marga fundi En 1906 var ráðinn
þangað Magnús Th Blöndal og gegndi
framkvæmdastjórastöðu til 1909. Þá
tók við Árni Jónsson, sem siðar stofn-
aði Timburverzlun Árna Jónssonar, en
1913 réðst Sveinn M. Sveinsson að
fyrirtækinu og varð framkvæmdastjóri
þess 1915. Við lát hans tók sonur
hans, Haraldur Sveinsson, við og siðar
bræður hans Leifur og Sveinn, er Har-
aldur réðst framkvæmdastjóri Árvakurs
h.f
I Völundi starfa nú 50—60 manns,
og hafa sumir verið þar nær alla sina
starfsævi. Elztu starfsmenn eru Jón
Hafliðason og Andrés Bergmann, sem
vinna á skrifstofunni, en þeir réðust til
Völundar árið 1 91 6 og 1925. Guðjón
Guðjónsson trésmiður hefur einnig
verið þar frá 1 925. Hefur hagur fyrir-
tækisins ekki sízt byggzt á þvi að fá
trausta starfsmenn á borð við þá, að
því er Sveinn K. Sveinsson sagði okk-
ur.
Völundur hefur vel dafnað í 70 ár og
umsetningin aukizt frá ári til árs. Heild-
arveltan er nú hátt á annað hundrað
milljónir á ári, enda hefur verðlag
hækkað all verulega síðan fyrirtækið
var stofnað Sagði Sveinn sem dæmi,
að þegar hann byrjaði að vinna þar 10
ára gamall, þá hafi fetið af 1x6 móta-
viði kostað 8’/z eyri, en nú kostar
metrinn 63 krónur og hefur verðið
rúmlega 200-faldazt.
Völundur rekur margvlslega starf-
semi. í timbursölunni er aðaláherzlan
lögð á að hafa fyrirliggjandi smíðavið,
þurrkaðan sem óþurrkaðan, ásamt öll-
um venjulegum stærðum af móta- og
byggingarviði Þess má í þvi sambandi
Elzti starfsmaðuri nn hjá Völ-
undi er Jón Hafliðason, sem er
82ja ára gamall. Hann er á
skrifstofunni. Og þar er einnig
Andrés Bergmann, gjaldkeri,
sem kominn er yfir áttrætt. Jón
hóf störf hjá Völundi árið 1916,
en Andrés 1925. Þeir létu báðir
vel af því að geta starfað áfram
meðan kraftar endast. — Hjá
rfkisfyrirtækjum og víðar eru
menn reknir heim um sjötugt,
sögðu þeir. Þeir vita ekkert
hvað þeir eiga að gera af sér.
Maður hittir þá á ráfi um bæ-
inn. Okkur finnst, að maður
eigi að fá að vinna eins lengi og
hægt er að hafa not af manni og
heilsan leyfir.
Og af hverju hafa þeir enzt
svona lengi. Því svarar Jón
snarlega: — Af því við höfum
drukkið svo lítið. Ég hefi verið
góðtemplari frá því ég var 14
ára. Það hefur Andrés að vísu
ekki verið, en hann er reglu-
maður og það er ekkert verra.
— Já, það hafa orðið miklar
breytingar á öliu hér í fyrirtæk-
inu síðan við byrjuðum og það
hefur stækkað mikið, sögðu
þeir Jón og Andrés. Alltaf
gengið vel. i fyrra stríðinu urðu
Framhald á bls. 43
geta, að Völundur á einu tækin, sem til
eru á landinu, til að gegnverja við
undir þrýstingi, en það er mjög mikil-
vægt og fjórfaldar endingartima viðar-
ins, að því er Sveinn fræddi okkur um.
Þar að auki er reynt að hafa á boðstól-
Um harðvið úr teak, eik, og oregon-
furu. Og lögð er áherzla á alls konar
plötur, vatnsheldan krossvið, spóna-
plötur, olíusoðið masonit, harðar þil-
plötur og ýmsar gerðir af viðarþiljum.
Aðalframleiðsluvörur trésmiðjunnar
eru spónlagðar innihurðir, útihurðir,
bilskúrs- og verksmiðjuhurðir, carda-
gluggar, ásamt venjulegum gluggum.
En í undirbúningi er einnig framleiðsla
á stjörnugluggum svokölluðum, sem
er sérstök gerð hverfiglugga
— Fyrirtækið hefur alltaf átt því láni
að fagna að eiga trausta viðskiptavini.
Við vonum, að það eigi eftir að njóta
þeirra viðskipta i framtiðinni, sögðu
þeir Leifur og Sveinn, er við kvöddum
þá Við höfðum þá gengið um sali i
Framhald á bls. 43
Framkvæmdastjórar Völundar, Leifur Sveinsson og Sveinn K. Sveinsson. Á
veggnum er mynd af föður þeirra, Sveini M. Sveinssyni, framkvæmdastjóra
1915—1951.
Jón Hafliðason og Andrés Bergmann, elztu starfsmenn f Völundi,
báðir komnir yfir áttrætt og enn við vinnu.
Voiundur
70 ara