Morgunblaðið - 24.02.1974, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. FEBRUAR 1974
19
Sjötugur í dag:
Olafur Tr. Einars-
son útgeröarmaður
Ölafur Tryggvi Einarsson út-
gerðarmaður I Hafnarfirði er 70
ára í dag. Hann er fæddur í
Hafnarfirði 24. febrúar 1904, son-
ur hjónanna Geirlaugar Sigurðar-
dóttur og Einars Þorgilssonar út-
gerðarmanns. Ólafur er í hópi
kunnari borgara sins fæðingar-
bæjar, enda hefur hann um ára-
tuga skeið veitt þar forstöðu um-
svifamiklum atvinnurekstri og
víða lagt góðum málum lið.
Einar Þorgilsson, faðir Ólafs,
var á sfnum tíma einn af braut-
ryðjendum í íslenzku atvinnulífi.
Hann hóf útgerð nokkru fyrir
síðustu aldamót og varð síðan um-
svifamikill á því sviði. Áttu
athafnasemi og dugnaður Einars
Þorgilssonar stóran þátt í upp-
byggingu Hafnarfjarðar á fyrstu
áratugum þessarar aldar. Synir
Einars, þeir Ölafur Tryggvi og
Þorgils Guðmundur, byrjuðu
snemma að starfa við atvinnu-
rekstur föður sins, og árið 1924
réðust þeir feðgar f kaup á botn-
vörpungi til landsins frá
Englandi. Á þessu ári eiga þeir
bræður fimmtfu ár að baki sem
útgerðarmenn í Hafnarfirði.
Ólafur stundaði nám við
Flensborgarskólann í Hafnarfirði
og siðan við Verzlunarskóla ís-
lands og brautskráðist þaðan
1922. Að þvi loknu var hann um
skeið við verzlunarnám i Kaup-
mannahöfn. Eftir að faðir hans
féll frá árið 1934, tók hann ásamt
bróður sinum við stjórn fyrir-
tækja föður si'ns og hefur gegnt
þeim störfum síðan. Á þessum 40
árum hafa að sjálfsögðu skipzt á
skin og skúrir i atvinnulffinu og
islenzkur sjávarútvegur bæði átt
að fagna velgengni og mætt mót-
byr. Erþað og alkunna, hversu öll
útgerð er háð tiðum sveiflum. Það
segir þvi sfna sögu um Ólaf betur
en mörg orð, að öll þessi umbrota-
ár hefur hann stjórnað útgerðar-
fyrirtækjunum á svo farsælan
hátt, að þau hafa ávallt notið
óskoraðs trausts allraþeirra, sem
við þau hafa skipt, jafnt starfs-
fólks sem viðskiptamanna. Mun
Ólafur áreiðanlega líka minnis-
stæður öllum þeim, sem eitthvað
hafa átt saman við hann að sælda
og mun orðheldnari maður vand-
fundinn. Minnist ég þess að hafa
ósjaldan heyrt menn mæla: „Ur
þvi hann Ólafur sagði það, þá er
þvi að treysta." Þessir eiginleikar
eru einkennandi fyrir skaphöfn
hans alla. Hreinskiptinn, fáorður
og gagnorður, hógvær og
óáleitinn við aðra, en þeim mun
hjálpsamari þeim, sem einhvers
þurfa með og til hans leita.
Enda þótt Ólafur Tr. Einarsson
sé maður hlédrægur, þá hafa hon-
um verið falin margvísleg
trúnaðarstörf um ævina. Hann
átti lengi sæti í stjórn Landssam-
bands íslenzkra útvegsmanna,
Félags fslenzkra botnvörpuskipa-
eigenda svo og samtaka fiskfram-
leiðenda. I stjórn Sparisjóðs
Hafnarfjarðar hefur hánn setið
um árabil. Þá hefur hann átt hlut
að og setið i stjórnum ýmissa
fyrirtækja. Haf narfjarðarkirkju
hefur hann unnið mikið og á þar
sæti i safnaðarstjórn. Siðast en
ekki sízt skal þess getið, að Ólafur
hefur um langan aldur verið einn
af forystumönnum Sjálfstæðis-
flokksins í Hafnarfirði. Hann átti
sæti f stjórn fulltrúaráðs flokks-
ins um árabil og var um tima
varabæjarfulltrúi. Eru þau orðin
æði mörg verkin, sem Ólafur
hefur innt af hendi fyrir Sjálf-
stæðisflokkinn í Hafnarfirði um
dagana.
Á þessu merkisafmæli Ólafs
þakka ég honum holl ráð og góð
kynni og sendi honum hugheilar
kveðjur, sem ég veit, að fjöldi
Hafnfirðinga tekur undir.
Árni G rétar Finnsson.
Reykjavíkurskákmótið
Nú getur fátt komið 1 veg
fyrir sigur Smyslovs
Biðskákir úr 13. umferð
Reykjavíkurskákmótsins voru
tefldar á föstudagsmorgun og
vannst því ekki tími til að greina
frá úrslitum þeirra i þættinum í
gær. Hér birtist nú sú skák, sem
tvímælalaust vakti mesta athygli
á mótinu:
Hvítt: V. Smyslov
Svart: Friðrik Ólafsson
Kóngsindverskt tafl.
1. d4 — Rf6, 2. Rf3 — g6, 3. c4 —
Bg7, 4. Rc3 — c5, 5. e3
(Með 5. d5 gat hvítur komizt yfir í
tízkuafbrigði Benóníbyrjunar
Smyslov kýs rólegri leið, sem ætti
samkvæmt öllum kennisetningum
og byrjanafræðum að gefa svört-
um a.m.k. jafnt tafl. Eins og skák-
in sýnir glöggt er þetta þó alls
ekki svo einfalt mál).
5. —0-0, 6. dxc5 — Ra6, 7. Be2 —
Rxc5, 8. 0-0 — b6, 9. Rd4 — Bb7,
10. b4 — Rce4, 11. Rxe4 — Rxe4,
12. Bb2 — d5,
(Hér kom einnig til greina að
leika 12. — d6).
13. f3 — Rd6, 14. cxd5!
(Nú nær hvitur sterkum tökum á
miðborðinu).
14. — Bxd5, 15. e4 — Bb7, 16. Dd2
— Hc8, 17. Hfdl — De8,
(Hér kom einnig sterklega til
álita að leika 17. — Dc7 og hörfa
síðan með drottninguna til b8 ef
þörf krefði).
18. a4 — Rc4, 19. Bxc4 — Hxc4,
20. Rb5!
(Nú verður svartur að skipta á
biskupnum og þá verður ljóst, hve
miklu sterkari riddarinn er bisk-
upnum á b7).
20. — Bxb2, 21. Dxb2 — Db8, 22.
Hd 7 — a6, 23. Ra3
(Ekki 23. Rd4 vegna Hd8 og 23.
Rc3 yrði svarað með Dc8).
23. — Hc7, 24. Hd2! — Hd8, 25.
Hadl
(Svona heldur hvítur völdum á
d-linunni enn um hríð).
25. — Hxd2, 26. Hxd2 — Hc8, 27.
Rc2 — Bc6,
28. b5 — axb5, 29. axb5 — Df4, 30.
Rd4 — De3+, 31. Kfl — Be8, 32.
Rc6!
(Þennan riddara verður svartur
að drepa og þar með fær hvítur
vinnandi fripeð).
32. — Bxc6, 33. bxc6 — Dc5?
(Fram til þessa hefur Friðrik
telft vörnina mjög vel. og hér gat
hann leikið: — R5 og virðist þá
hafa minnstakosti jafntefli. Eftir
þennan leik verður vörnin mjög
erfið.).
34. Hc2 — Dd6, 35. e5 — Dc7,
(Til greina kom einnig 35. —
Dd3+ ásamt b5).
36. Db5 — Ha8, 37. Hcl — Kg7,
(Eftir 37. — Ha5, 38. Db2 —
k. (974 4 2 2 4 5 6 7 $ 9 (Q Vt#»
Á G. Fori ioto5 1 s Á 1 I ‘/a I 1 'Í1 1 Y? X /2 1
2 Krist3ðY)(5u.ðM. o 1 o 1 0 O o o o 1 o k X ■4 o
.2 G- TV i vogov Yz 1 X '/i 0 1 1 1 'Vi 1 o Á x o o %
4 Doto krisfcivissou o o i & O 1 0 /z O X 0 o 0
5 Sólwi mAÓft/i o 1 1 Vi 1 0 1 0 o & X o 0 1
6 0gaaroi '4 1 ö i ( X 1 ) '/X ‘á o X 0 1 1
7 Frevsteii/uA Þoirb- 0 1 o o 0 X 4 o i X o <1 o
8 Xy\ ov & ir&s uuuiAdí. 0 1 0 'Á l o X g l o o X 0 o
9 D.Wetmirövic 'á 1 '/& l / 'k X 1 '4 1 X Vi 4 Yi
(o Jlc((us Fri&Jcmssc*? 0 o o h fc 0 0 1 0 ö X 0 0 0
M D-Bröns-fc-ti kj £ 1 / / Á l 1 /a 1 X [Æ X /l lÁ Yi
V- V- Ciocaltda 'á ’/z % '/* l o 1 o i 'Á X 24 /z 'Á
(5 Bgirtön v BeweúU lots. X X X X X X X X X X X X X X X X
44 V- Stviy^lov J£ 1 1 1 1 1 t & ( Vi k X X 1 L
P FrCcJ/‘v,k'ö laf55c>»2. /z l \ i o 1 l 'Æ I 'fx X o X
/16 ,9>iqn\rjc>v\s ■ 0 \ o o 1 'A i '4 '4 X 0 X
Hxe5, vinnur hvítur með 39. Dxe5
— Dxe5, 40. c7).
38. f4 — h5, 39. h3 — h4, 40 Db2
— e6, 41. Df2
(I þessri stöðu fór skákin í bið.
Smyslov slakar hvergi áog vinnur
mjögörugglega).
41. — Hh8, 42. Kgl — b5, 43. Dc5
— Hb8, 44. Kh2 — Da5,
(Nú sleppur frípeðið laust, en
svarta staðan var töpuð hvort eð
var).
45. Hdl — Da4, 46. c7 — Dxf4+,
47. Kgl — Hc8, 48. Hd8 og svartur
gafst upp.
Öðrum biðskákum úr 13. um-
ferð lauk svo, að Guðmundur
vann Freystein, Ögaard vann
Ingvar og ávann sér þar með titil-
inn alþjóðlegur skákmeistari, og
loks varð skák þeirra Ciocaltea og
Kristjáns jafntefli.
Að 13 umferðum loknum hefur
Smyslov örugga forystu, hefur
hlotið IO'á v., Forintos er í 2. sæti
með 9V4 v., Bronstein og Velimir-
ovic koma næstir með 8!4 v. og í
5.—6. sæti eru þeir Friðrik og
Ögaard með 8 v.
Jón Þ. Þór.
— Ur verinu
Framhald af bls. 3
verkfallinu og 3ja daga vinnuvik
unni einkum kennt um.
Verðhækkun á
veiðarfærum
Aðeins síðasta hálfa árið er
talið, að veiðarfæri hafi hækkað
um 15—30%. Nú lítur heldur
betur út með hráefni, en sem
kunnugt er, þá er það meðal ann-
ars unnið úr olíuúrgangi.
Ekki af baki
dottnir
Þó að Færeyingar hafi nýlega
selt tvö verksmiðjuskip sín til
Akureyrar, eru þeir ekki þar með
búnir að leggja árar í bát. Nýlega
var hleypt af stokkunum í Noregi
60 m löngu og 11 m breiðu verk-
smiðjuskipi fyrir hið kunna út-
gerðarfélag Kjölbro i Klakksvik.
Skipið er nr. 2 af 8 skipum, sem
ætlunin er að láta smt'ða. Þetta er
álíka stærð og pólsku skuttog-
ararnir, sem eru í þann veginn að
koma frá Póllandi.
Skipinu er einkum ætlað að
veiða fisk í salt og rumar það um
700 lestir af saltfiski.
Bretar gefa sig ekki
Stærsta útgerðarfélag Vestur-
Evrópu, British United Trawlers,
ætlar þrátt fyrir útfærslu land-
helginnar og minnkandi fisk-
stofna að byggja 9 verksmiðju-
skip, og kostar hvert um 800
milljónir króna.
Félagið fær 25% þyggingar-
styrk frá ríkinu. Það þætti fá-
sinna hér.
Réttindamissir
Davið Atkinson skipstjóri á
Hulltogaranum „Ian Flemming“,
sem fórst á jóladag og þrír skip-
verjar drukknuðu af, hefur verið
bannað af Sameiginlega breska
vátryggingafélaginu að vera skip-
stjóri eða stýrimaður í 3 ár og
muni félagið ekki tryggja slíkt
skip, en það tryggir alla breska
togara.
Ákvörðun um lögsókn hefur
enn ekki verið tekin.
Mikill afli
og verðmæti
Franski togarinn „Víking
Bank“ aflaði í fyrra 5.365 lestir
fyrir 127 millj. króna. Togarinn
var byggður í Póllandi 1966, og
var þá einn af 13 skipum. Hann er
aðeins minni en pólsku togar-
arnir, sem verið er að smiða fyrir
Islendinga, 171 fet. Vélin er 2000
hestöfl. Trúlega er eitthvað af
þessum mikla afla, sem fer fram
úr öllu, síld eða annað en þorsk-
fiskur.
Fiskur úr hafdýpinu
Bretar hafa gert tilraunir til að
veiða fisk á mjög miklu dýpi —
300—600 faðma — og ætla að
halda tilraunum þessum áfram í
ár. Hér veiða togararnir venju-
lega á 200 faðma dýpi.
Breskir togaraeigendur komu
nýlega saman til þess að bragða á
þessum fiski, og smakkaðist þeim
hann vel.