Morgunblaðið - 24.02.1974, Síða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. FEBRUAR 1974
Minjagripir
vegna
þjóðhátíðarársins
I TILEFNI 1100 ára afmælis ís-
landsbyggðar og í sambandi við
þau hátíðahöld, sem þjóðhátíðar-
nefndir viðsvegar um landið
gangast fyrir, munu ýmsir minja-
gripir vera væntanlegir, og eru
reyndar ýmsir nú þegar komnir
út. Einnig gefa ýmsir einstakling-
ar og fyrirtæki út minjagripi.
Morgunblaðið hefur því beðið
Magna R. Magnússon, hjá Frf-
merkjamiðsöðinni að gera skrá
yfir þá minjagripi, sem nú þegar
er vitað um.
VEGGSKILDIR
Veggskildir þjóðhátíðarnefndar
1974: Á síðasta ári gekkst þjóðhá-
tíðarnefnd fyrir samkeppni um
gerð veggskjalda til minningar
um 1100 alda afmæli íslands-
byggðar. í samkeppni þessari
sigraði Sigrún Guðjónsdóttir, og
eru veggskildir hennar, sem eru 3
mismunandi, nú komnir á mark-
aðinn. Framleiðandi er Bing og
Gröndahl í Danmörku. Verð á
settinu í sérstökum gjafapakkn-
ingum er kr. 7.205.—
Veggskildir eftír Ejnar Hákon-
arson hlutu sérstaka viðurkenn-
ingu í samkeppninni, og hafa þeir
einnig verið gefnir út. Þeir eru
framleiddir hjá Gleri og Postulini
í Kópavogi, 3 mismunandi. Verð á
settinu er kr. 2.640.—.
Upplag þessara veggskjalda
hefur enn ekki verið gefið upp af
þjóðhátíðarnefnd, en það mun
vera takmarkað.
Þjóðhátíðanefndir héraða og i
kaupstaða: Glit hf. er nú að fram-
leiða mikið magn af veggskjöld-
um vegna fyrirhugaðs þjóðhátíð-
arhalds.
Öskubakki Þjóðhátíðarnefndar
1974 ineð áletrun í tilefni 1100
ára afmælis tslandsbyggðar,
framleiddur hjá Bing & Grönd-
al, seldur í pappaöskju, sein
jafnframt er póstkort, teiknað
á Auglýsingastofu Kristínar.
Minnispeningur Þjóðhátíðarnefndar 1974.
Sérstakur veggskjöldur er gerð-
ur fyrir hvert hérað á vegum
Þjóðhátíðarnefnda á hverjum
stað. Hver nefnd ákveður sitt
,,mótív“ eða felur listamanni það.
Söluverð er áætlað kr. 1200.— og
sé það hið sama alls staðar á land- I
inu. Nokkrir veggskildir eru þeg- I
ar komnir í sölu, en aðrir eru í
lokaundirbúningi.
Upplag veggskjaldanna er tak-
markað, en ekki ákveðið enn. Eft-
irfarandi skildir eru tilbúnir til
afgreiðslu eða eru í framleiðslu:
Utgefandi
Listamenn innan sviga.
Múlasýslur
(Steinþór Eiríksson)
Akureyri og Eyjafj.sýsla. -
(Kristinn G. Jóhannsson)
Snæfellsnes- og Hnappad.
(Gerhard Schwarz)
Siglufjörður
(Sigurður G unnlaugsson)
Ólafsfjörður
(Kristinn G. J öhannsson)
Kópavogur
(Barbara Árnason)
Skagafj. og Sauðárkr.
(Jóhannes Geir Jónsson)
N-Þingeyjarsýsla
(James Kirkwood)
A-Skaftafellssýsl.
(Bjarni Hinriksson)
Dalasýsla
(Halldór Ólafsson.)
Eftirfarandi veggskildir eru I
undirbúningi:
Kjósarsýsla
(Halldór Pétursson)
Húnavatnssýsla
(Helga Kristmundsdóttir)
Keflavík
(Helgi S. Jónsson.)
Hafnarfjörður
(Kristjana F. Arndal.)
Vestfirðingafjórðungur er með
í framleiðslu veggskjöld, sem
Halldór Pétursson hefur teiknað.
Reykjavíkurborg: Veggskjöld-
ur teiknaður af Halldóri Péturs-
syni og framleiddur hjá Bing og
Gröndahl. Upplag mun verða um
4000 eintök og veggskjöldur þessi
væntanlegur í apríl. Mynd á
skildinum er frá Reykjavíkur-
höfn með Esjuna og sundin í bak-
sýn.
Verzlun Jóns Dalmannssonar
gefur út veggskjöld eftir mynd |
Samúels Eggertssonar, en sú I
mynd kom fyrst á póstkorti 1912
og sýnir víkingaskip sigla að land-
inu. Á veggskildinum eru einnig í
boga umhverfis myndina ljóðlín-
ur úr kvæðinu ,,Ingólfsminni“
eftir Steingrím Thorsteinsson.
Skjöldurinn er framleiddur hjá
fyrirtækinu Fúrstenberg í Þýzka-
landi, og mun upplag vera 1000
stk. Verð er um kr. 2000.—
Haukur Halldórsson teiknari
gefur út fjóra mismunandi vegg-
skildi með sögulegum myndum.
Hver mynd er sjálfstæð, en allar
saman mynda þær sögulega heild.
Skildirnir verða þó seldir hver
fyrir sig ef menn óska. Framleið-
andi er Gler og Postulin. Upplag
mun verða takmarkað.
MINNISPENINGAR:
Seðlabanki íslands gefur út á
þessu ári 2 silfurpeninga og 1
gullpening í tilefni 1100 ára af-
mælis íslands byggðar.
500 kr. silfurpeningur. Stærð:
þvermál 35 mm Þyngd: 20 grömm
1000 kr. silfurpeningur. Stærð:
Þvermál 39 mm Þyngd: 30 grömm
10000 kr. gullpeningur. Stærð:
þvermál 28mm þyngd: 15.5
grömm
Fjórar teiknistofur gerðu tillög-
ur að peningum, og voru tillögur
frá Þresti Magnússyni síðan vald-
ar. Royal Mint í London, sem hef-
ur séð um myntsláttu fyrir ísland,
sér einnig um sláttu þessara pen-
inga. Hluti af upplaginu, sem
mun verða tilkynnt, þegar pen-
ingarnir koma út, verður sérunn-
in slátta, á safnaramáli svoköll-
uðu „Proof“-slátta. Verða þeir í
settum i vönduðum umbúðum, og
verður söluverð þeirra yfir nafn-
verði, en hin almenna slátta verð-
ur seld á nafnverði.
Þjóðhátíðarnefnd ’74, gefur út
minnispening, sem verður all-
miklu stærri en peningur Seðla-
bankans, eða 70 mm í þvermál.
Verður hann sleginn í kopar-
blöndu í upplaginu 13.000 og
einnig í silfri, en i aðeins 2000
eintökum þannig. Kristín Þor-
kelsdóttir hefur teiknað þennan
Öskubakki með merki
þjóðhátíðarinnar, framleiddur
hjá Bing & Gröndal.
Veggdagatal Þjóðhátfðarnefndar 1974, teiknað á Auglýsinga-
stofu Kristfnar, en framleitt hjá Silkiprent sf.
pening, og er hann sleginn i Finn-
landi, og hefur Seðlabandki ís-
lands séð um útgáfuna fyrir þjóð-
hátíðarnefnd.
Reykjavíkurborg: í undirbún-
ingi er útgáfa á minnispeningi,
sem Halldór Pétursson hefur
teiknað, og mun hann verða bæði
úr eir og silfri, en stærð mun
verða 70 mm í þvermál.
Ýmsir aðilar, félög, fyrirtæki og
einstaklingar munu gefa út minn-
ispeninga í þessu sama tilefni:
mynd af landnámsmanni. Pening-
urinn verður sleginn í gull, silfur
og brons, og mun upplag verða
takmarkað.
Bárður Jóhannesson gefur út
pening í gulli, silfri og kopar.
Þessir peningar voru fyrstu þjóð-
hátiðarpeningarnir, sem komu á
markaðinn, og var upplag gull-
peningsins aðeins 30 stk. Hagnað-
ur mun renna ti 1 líknarmála.
Anders Nyborg: Á síðasta ári
gaf Anders Nyborg út pening i
Önnur hlið minnispenings Ásatrúarmanna.
Ásatrúarmenn munu gefa út
pening, og mun hann verða sleg-
inn í kopar, silfur og gull. Jór-
mundur Ingi hefur teiknað þenn-
an pening, sem annars vegar sýn-
ir meiðinn og hins vegar er í
rúnaletri 1100 ár íslands.
,,ís-spor“, sem er nýtt fyrirtæki
I myntsláttu hér á landi og sá á
sínum tima um sláttu á landhelg-
ispeningunum, gefur nú út pen-
ing. Annars vegar er mynd af
Sveini Björnssyni fyrsta forseta
lýðveldisins, en hins vegar verður
sambandi við eldgosið á Heimaey
og lét hluta af andvirðinu renna
til Vestmannaeyja. Nú gefur Ny-
borg út nýjan pening i tilefni af
1100 ára afmælinu.
Auk þessara þjóðhátíðarpen-
inga munu að minnsta kosti þrír
aðilar gefa út peninga til að minn-
ast afmæla sinna. Einnig muriu
kaupstaðir úti á landi hafa hug á
útgáfu minnispeninga, og ásinum
tíma komu út minnispeningar í
tilefni landnáms í N-Þingeyjar-
sýslu og er þar minnzt Náttfara.