Morgunblaðið - 24.02.1974, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. FEBRUAR 1974
21
Getur óttinn
lífgaö líkiö?
Það hefur áður setið að
völdum vinstri stjórn á Is-
landi með það stefnumark
efst á blaði að láta varnar-
liðið hverfa af landi brott.
Hún ætlaði líka að leiða
þjóðina, eins og hún sagði,
út úr eyðimörkinni þ.e.a.s.
til betra lífs og bætts efna-
hags, en hvað varð uppi á
teningnum?
Þessi sæla vinstri stjórn
gat ekki einu sinni eins og
til stóð og í raun og veru
lög mæla fyrir um, afgreitt
fjárlög fyrir áramót, og
flest hennar ráð í efna-
hagsmálum voru fálm.
Þegar stjórnin loksins
gafst upp, í árslok 1958
játaði forsætisráðherra
hennar, Hermann Jónas-
son, hispurslaust úrræða-
og getuleysið með beinni
viðurkenningu um það, að
,,ný verðbólgualda væri
skollin yfir“. Það var
altalað og viðurkennt af
sérfræðingum, að stjórnin
væri að ganga fram af
brúninni vegna stefnu- og
forystuleysis og vísitalan
myndi með slíku framhaldi
nálgast stjarnfræðilegar
tölur.
I raun og veru var þessi
vinstri stjórn búin að gefa
upp andann í maímánuði
1958. Forsætisráðherra
hafði ákveðið að kallaður
yrði saman fundur í rfkis-
ráði, þar sem hann hygðist
biðjast lausnar fyrir
stjórnina. Af því varð þó
ekki. Lausnarbeiðnin kom
ekki fyrr en í byrjun des-
ember sama ár.
Um þetta segir Ólafur
Thors, formaður Sjálf-
stæðisflokksins, á lands-
fundi Sjálfstæðismanna
1959 eftirfarandi:
„Hin virðulega vinstri
stjórn baðst lausnar í byrj-
un desember s.l. Sann-
leikurinn er sá, að þegar
hún lagði fram bjargráðin í
maímánuði, riðaði hún til
falls. Og nokkrum dögum
síðar féll hún f raun og
veru. Lét stjórnin sjálf
blaðamenn sína tilkynna
erlendum fréttastofnunum
hinn 20. maí, að hún væri
fallin. Var látið í veðri
vaka, að sundurlyndi um
landhelgismálið réði. Og
vissulega var það rétt, að
djúpur ágreiningur var
milli stjórnarflokkanna í
því máli. En hitt var jafn-
framt rétt, að menn og
flokkar voru ósammála um
flest, sem mestu skipti, svo
sem í ljós kom, t.d. þegar
formaður kommúnista og
tveir þingmenn Alþýðu-
flokksins greiddu atkvæði
gegn bjargráðunum.
Það var sundurlyndi og
úrræðaleysi í einu og öllu,
sem að gekk.
Við nánari athugun kom
þó f ljós, að allir áttu þessir
menn eitt sameiginlegt.
Allir vissu þeir á sig van-
efndir og brigðmælgi. Allir
voru þeir því hræddir.
Enginn þorði að ganga
fyrir dómara sinn, kjós-
enda landsins.
Það var þessi ótti, sem
lífgaði líkið. Hinn 23. maí
reis það upp við dogg.“
Rís líkið aftur upp við
dogg nú, því hvað er núver-
andi ríkisstjórn í raun og
veru annað en lík? Á sagan
eftir að endurtaka sig?
Verður óttinn við að missa
ráðherrastólana, sem blæs
veikum lífsanda í nasir lík-
inu, þar til dómur fólksins
fellur á kjördeginum?
Vitað er, að kommúnistar
hafa um það fyrirmæli frá
yfirboðurum sínum að
ganga aftur, rísa upp við
dogg, það er lýðum ljóst.
Á sínum tíma orti hið
ágæta skáld Jóhannes úr
Kötlum lofsöng sinn um
Stalín og líkti honum við
Guð almáttugan, sem hefði
öll heimsmálin í hendi sér,
sjálfan hnöttinn eins og lít-
inn geitarost, eins og skáld-
ið orðaði það. Sama skáld
hafði ort ljóðið Sovét-ís-
land, er svona hefst:
„Sovét-ísland,
óskalandið,
— hvenær kemur þú?“
Ljóðið endaði á þessum
þremur spurningum.
„Ámorgun?
Hvenær? Hvenær?"
Var Magnús Kjartans-
son, iðnaðarráðherra, að
leysa frá skjóðunni á
Stokkhólmsfundinum
fræga að boði yfirboðara
sinna? Var hann að reyna
að friða þá og fylgifiskana
hér heima í kommúnisman-
um fyrir ódugnað, svik og
eftirgjöf á öllu, sem lofað
hafði verið og alveg sér-
staklega í sambandi
við varnarmálin? Og hvað
gerðist þá? Jú, forsætisráð-
herra íslands, sem líka var
á Stokkhólmsfundi
Norðurlandaráðsins, taldi
sig knúinn til þess að biðja
um orðið og lýsa því yfir í
áheyrn þingheims, að þessi
ráðherra sinn talaði ekki í
umboði íslenzku ríki
stjórnarinnar og han
óskaði ekki eftir því,
varnarmál Islands væru
rædd í Norðurlandaráði.
Svo kom forsætisráðherr-
ann heim og tók sæti sitt á
Alþingi. Það er ekki hægt
að segja, að gustað hafi af
honum síðan. Menn bjugg-
ust við, að hann hefði skrif-
að forseta íslands bréf með
lausnarbeiðni fyrir
Magnús Kjartansson sem
ráðherra í ríkisstjórninni,
og þá hefði náttúrulega
mátt fjúka með í leiðinni
Lúðvík Jósepsson, semdag-
inn áður hafði lýst því yfir
á Alþingi, að Magnús
Kjartansson hefði borið
ræðuna undir sig og hann
verið samþykkur hverju
orði hennar, áður en
Magnús hélt á fund
Norðurlandaráðs. Hvorug-
um þeirra datt hins vegar í
hug að gera hæstvirtum
forsætisráðherranum svo
mikið sem aðvart. Þegar
vinstri stjórnin fyrri sveik,
að því er Þjóðviljinn sagði,
„fyrir þrjátíu silfurpen-
inga“ munt þú felast mat
blaðsins á láni, því, sem
ríkisstjórnin fékk hjá
Bandaríkjunum samtímis
því, að hún gerði samninga
við ríkisstjórn Bandaríkj-
anna um það, að varnarlið-
ið skyldi vera áfram hér á
íslandi um ótiltekinn tíma.
Þá varð ýmsum af fylgi-
fiskum kommúnistanna
nóg um. Ónafngreint skáld,
gömul kona, orti þá hið
fræga ljóð, sem birzt hefur
á prenti:
„Aumingja íslenzki
hundur,
sem áttir að reka úr túninu
illan, óboðinn gest,
hvað hefur orðið af þér?
Ertu hættur að gelta?
Illa fer þér um flest.“
Skyldi álíka erfiljóð
verða ort eftir líkið, sem
ekki vill viðurkenna, að
það er raunverulega dáið,
en er enn að reyna að rísa
upp við dogg? Eða verður
kannski við það látið sitja
að rifja upp gamla lof-
söngva um kommúnism-
ann og alföður hans á sinni
tíð?
„Um gullintypptar Kremlarhallir
kvöldsins svali fer,
og mansöng einn frá Grúsíu
i mildum ómi ber.
Og stjörnuaugu blika skært
frá blárri himinsæng,
— þar englabörnin leika sér
og yppta hvítum væng.
En inn um gluggann sérðu rólegt
andlit vökumanns:
þar situr Jósef Djúgasvili,
sonur skóarans."-----
MARGIR samherjar Stalíns féllu fyrir böðulshendi foringjans. Alkunn staðreynd er, að af þeim 139
miðstjórnarmönnum og varamönnum miðstjórnar, sem kosnir voru á 17. flokksþingi kommúnista, hafa
70—80% verið skotnir eða líflátnir á annan hátt að fyrirlagi Stalíns. Á meðan kváðu íslenzkir kommún-
Lstar um goðið og prentuðu m.a. í Tímariti Máls og menningar: _hér brosir aðeins maður
sem er mannsins bezti vin.“